Alþýðublaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 2
Föstudagur 7. október 1977 Ma^M1 2 Gunnar J. Friðriksson: Það hefur háð viðleitni við að gera mönnum grein fyrir mikil- vægi iðnaðar á Islandi, að almennt freistast menn til þess að lfta á hugtakið iðnaður sem álíka heilsteypt og hugtakið landbúnaður eða sjávarútveg- ur. Allir vita hvað átt er við þegar talað er um landbúnað, þaðer búið og bóndinn. Sama er að segja um sjávarútveg, það er fiskiskipið og sjómaðurinn. Aö vísu gætir þess nokkuð að sjávarvöruiðnaðurinn þ.e.a.s. vinnsla sjávarafla i landi svo sem frystihús, fiskimjölsverk- smiðjuro.s.frv. sé flokkað undir sjávarútveg, sem stafar af þvi aðsömu aðilar fást oft við hvort- tveggja og ekki hefur myndast þar sú verkaskipting sem þekk- istmeðöðrum þjóðum. Það sem i daglegu tali er átt við með iðn- aðeraftur á móti svo geysilega viðtækt að nær ómögulegt er að draga upp heillega mynd af iðn- aði. 1 höfuðdráttum má segja að iðnaðurinn skiptist í þrennt, þ.e.a.s. byggingariðnað, framleiðsluiðnað og þjónustu- iðnað. Hver þessara .greina skiptist siðan i óteljandi undir- flokka, og kynni af einum þeirra segir okkur litið um aðra þætti iðnaðar. A Islandi munu vera starfandi rúmlega 100 frystihús og skoði maður eitt þeirra hefur maður öðlast nokkuð glögga hugmynd um hverskonar starf- semi fer fram i öllum hinum frystihúsunum. í Reykjavik einni munu vera starfandi um 200 fyrirtæki i framleiðsluiðnaði og við þau um 4 þús. manns sem framleiða sælgæti, fatnað, húsgögn, um- búðir, veiðarfæri, hreinlætis- vörur, málningu, kex, smjörliki, raftæki, vélar og ótal margt fleira. Til þess að fá viðhlitandi yfirlit yfir iðnaðarstarfsemi i landinu, þyrfti þvi að heimsækja gifurlegan fjölda fyrirtækja og myndi það taka langan tima. En það sem er sameiginlegt með allri þessari starfsemi er að fyrirtækin breyta innlendum eða erlendum hráefnum i nytsama eða ónyt- sama og verðmætari hluti æta eða óæta. Aður en ég held lengra langar mig að fara örfáum orðum um upphaf iðnaðar á tslandi.Aland- námsöld stóð iðnaður á Islandi jafnfætis iðnaði i nágrannalönd- unum og þá fyrst og fremst i Noregi. Landnámsmenn fluttu með sér þá þekkingu sem þar var fyrir hendi. Það voru notað- ar sömu aðferðir við fram- leiðslu á járni úr mýrarauða, (en það var ekki fyrr en á tólftu öld að Sviar fóru að vinna málmgrýti úr jöröu). Framan af öldum voru Islendingar sjálfum sér nógir um járn, en járnið var og er undirstaða alls iðnaðar. A hverjum bæ var smiðja og þar smiðuð þau verkfæri og vopn sem þurfti til veiða og fram- leiðslu á bæjum. Siðan hnignaði þessu öllu og samfara þvi fór hagur þjóðarinnar versnandi. Nokkrar tilraunir voru gerðar fyrrá timum til þess að koma á verksmiðjuiðnaði á Islandi, svo sem saltvinnslu á Reykjanesi og við Djúp, og brennisteinsvinnslu við Mývatn og Krýsuvik, en merkilegastar eru að sjálfsögðu þær tilraunir er gerðar voru ein- mitt hér i Reykjavik, og lögðu grundvöll að þessari borg þ.e.a.s. Innréttingarnar sem kenndar eru við Skúla Magnús- son, landfógeta. Þar voru ofnir dúkar og unnin klæði ýmiskon- ar, sútuð skinn, snúin reipi og kaðlar, en dönsku einokunar- kaupmennirnir náðu tökum á þessari stofnun og sáu til þess, að þessi tilraun fór út um þúfur. Það er svo ekki fyrr en um siðustu aldamót og ekki að neinu marki fyrr en eftir heims- styrjöldina 1914—1918 að iðnað- ur fer að þróast hér á ný. Lágu ýmsar ástæður til þess hve tslendingar voru seinni til en aðrar nærliggjandi þjóðir, og má þar helst nefna vantrú ráöa- manna, minnimáttarkennd aldrei bætur. Ég vil I þessu sambandi sérstaklega nefna véla- og málmiðnaðinn. Sá iðn- aður er forsenda annars iðnaðar og er það þvi stór tjón fyrir iðn- þróun i landinu hvernig að þess- ari iðngrein hefur verið búið. Það hefur verið samhljóma á- lit þeirra fjölmörgu ráðamanna i þjóðfélaginu sem látið hafa til sin heyra á þessu iðnkynningar- ári að iðnaður sé tslendingum nauðsynlegur og hann beri að efla. Þess vegna er eðlilegt að þeir sem við iðnaðarframleiðslu fást og þeir sem við hann vinna spyrji. Hvers vegna er iðnaðurinn látin greiða tvisvar sinnum meira aðstöðugjald en fiskiðn- aðurinn? Hvers vegna er iðnað- urinn látin greiða launaskatten ekki útgerð og landbúnaður? Hvers vegna er smásöluverð á rafmagni til iðnaðar mun hærra en samsvarandi verð I nærliggjandi löndum? Hvers vegna er mun minna f jármagni veitt til þjónustustofnana iðnað- arins en annarra þjónustustofn- ana atvinnuveganna? Hvers vegna er aðgangur iðnaðar að lánsfé ekki sá sami og sjávarút- vegs og landbúnaðar? Hvers vegna fær útflutningsiðnaður ekki endurgreiddan uppsafn- aðan söluskatt til jafnvægis við erlenda keppinauta? Og áfram mætti spyrja. Óneitanlega hefur margt verið gert, og nú siðast jöfnun vaxtakjara atvinnuveg- anna. En vegna þess, hve efna- hagsþróunin i landinu hefur verið atvinnuvegunum óhag- stæð er skjótra aðgerða þörf. Sem dæmi vil ég nefna að út- lánageta Iðnlánasjóðs er aðeins 1/4 af eftirspurn. Ef borin eru saman lán úr sjóðnum undan- farin 6árog byggingarvlsitala á sama timabili, þá sést að á föstu verðlagi fóru útlán minnkandi frá árinu 1970—1976 en það ár náðu þau sama verðgildi og 1970. Sú ályktun sem gerð var á ráðstefnu sambands isl. sveit- arfélaga um nauðsyn á bygg- ingulðngarða, er þýðingarmikil til þess að leysa vanda smáiðn- aðarins og munu þau jafnframt auðvelda lausn stærri verkefna. A þeirri ráðstefnu bar nokkuð á góma samkeppni milli sveitar- félaga um að laða til sin iðnað. 1 viðræðum við ráðamenn i Reykjavikhef ég orðið þess var, að þeir teldu ekki rétt að slaka á kröfum um gatnagerðargjöld á iðnaðarlóðum þar sem það þýddi óeðlilega samkeppni við önnur sveitarfélög. I þvl sam- bandi vil ég benda borgar- og sveitarstjórnarmönnum á, að hvað framleiðsluiðnað snertir á stendur samkeppnin ekki milli þeirra, heldur við félaga þeirra innan EFTA og EBE. Það fer ekki milli mála, að riki, borg og sveitarfélög ráða mestu um aðstöðu og vaxtar- skilyrði iðnaðar. Við opinberar aðgeröir verður að taka tillit til þeirra erfiðleika sem verðbólgan hefur valdið og veldur iðnaðinum, þar verður að taka tillit til þess við skatt- lagningu, við lánafyrirgreiðslu og með þvi að fá framlengingu aðlögunar að EFTA. Það er útilokað að fyrirtæki sem búa við þá verðbólgu sem við höfum þurft að búa við und- anfarin ár geti til lengdar keppt Framhald á bls. 8 þjóðarinnar og svo að sjálfsögðu fátæktin. Mig langar hér að nefna eitt dæmi um vantrú ráðamanna á iðnaði á tslandi. 1907 voru starfandi hér á landi þrjár vindlaverksmiðjur, tvær voru hér I Reykjavik og störfuðu svo ágætur maður sem Hannes Hafstein var; „Vindlagjörð er alsendis óeðlilegur atvinnuveg- ur fyrir tslendinga”. Þess er rétt að geta að ekki létu Danir eða Hollendingar slikt á sig fá þó þar yxi ekki tóbak og framleiða enn i dag hina ágætustu vindla. Frumvarpið var svo samþykkt á Alþingi og leiddi það til þess, að verksmiðjurnar lögðust niður og voru þó eitt af fáum atvinnutækifærum sem konur höfðu þá á tslandi. Þessi vantrú á islenskum iðnaði er nú óðum að hverfa, og nú munu starfa við iðnað á tslandi um 30 þúsund manns og er fiskiðnaðurinn þá ekki með- talinn. En hvers vegna iðnað* Hvernig væri umhorfs ef sjávarútvegur og landbúnaður ættu einir að standa undir þeirri miklu yfirbyggingu sem vel- ferðarþjóðfélag okkar er i dag svo ekki sé talað um ef sinna ætti þó ekki væri nema brot af þeim kröfum sem gerðar eru til aukinnar þjónustu hins opin- sjávarútvegur né landbúnaður muniþurfa á auknu vinnuafli að halda I náinni framtíð meðal annars vegna aukinnar framleiðni i og takmörkunar hráefna. Einnig mun með vaxandi framleiðni i þeim iðn- aði sem fyrir er, geta orðið um fækkun starfsfólks þar að ræða. Ef búið er að slá þvi föstu, að við viljum og þurfum að hafa iðnað I landinu þá verðum við að sjálfsögðu að gera okkur grein „Med áframhaldandi odaverdbolgu er úti- lokað að byggja upp traustan iðnað” þar um 80 stúlkur og ein á Akureyri og störfuðu þar um 30 stúlkur. Rikissjóður taldi sig verða af tolltekjum vegna þessarar starfsemi, og lagði því fram frumvarp á Alþingi um hækkun tolla á óunnu tóbaki. Þegar svo bent var á það við umræður um málið á Alþingi að samþykkt þessi gæti orðið til þess að þessi starfsemi leggðist niður, sagði bera af ýmsum hópum I þjóðfélaginu. Það er þvi augljóst að renna verður fleiri stoðum undir efnahagslíf þjóðarinnar. önnur ástæðan er að sjálfsögðu sú, að með aukn- um fólksfjölda eru ekki fyrir hendi atvinnutækifæri handa þeim mikla fjölda ungs fólks sem árlega bætist á vinnumark- aðinn. Það er nær samhljóða álit hagspekinga að hvorki fyrir þvi hvernig jarðvegur er fyrir iðnað á tslandi. Hvort þannig sé búið að þessum at- vinnuvegi að likur séu til þess að sú iðnaðarstarfsemi sem fyrir er nái að þroskast og að það nýtt sem kann að finnast hafi mögu- leika til þess að vaxa upp og ná þroska. Það hefur verið gert stórátak og miklar fórnir verið færðar til þess að efla landbún- að á tslandi, einnig hafa verið gerð stórátök af opinberri hálfu til þess að efla útgerð á tslandi, fyrst og fremst með þvi að auðvelda kaup á framleiðslu- tækjum svo sem fiskiskipum, með hafnargerð og annarri þjónustu. Þó hefur ekki verið lagt sama kapp á uppbyggingu fiskiðnaðarins og er það I sjálfu sér lítt skiljanlegt. En hvað almennan iðnað snertir sem flestir eru sammála um að beri að efla og byggja upp, hefur að visu jafnt og þétt þokast I rétta átt en þó er enn langt I land að viðunandi sé búið að þessum yngsta og þó fjölmennasta og stærsta atvinnuvegi þjóðarinn- ar. t áraraðir bjó iðnaðurinn við ströngustu höft og hömlur á öll- um sinum athöfnum. Hann varð að sætta sig við skömmtun á hráefnum og ennþá strangari skömmtun á vélum. Af opin- berri hálfu var almennt litið svo á að ekkert þyrfti fyrir iðnaðinn að gera vegna þess að hann nyti svo mikillar tollverndar sem vegna tekjuþarfa rikissjóðs höfðu verið lagðar á innfluttar iðnaðarvörur. Það er ekki fyrr en i byrjun síðasta áratugs þ.e.a.s. þegar viðreisnarstjórn- in komst til valda, að eitthvað rofar til I þessum málum, þá var innflutningur véla og hrá- efna gefin frjáls en áfram var iðnaður látinn gjalda þeirrar tollverndar sem enn hafði með minni fyrirgreiðslu I fjármálum og ströngum verðlagshöftum sem héldu mörgum greinum iðnaðarins i algerri spenni- treyju,og staðið hafasamfleytti yfir 30 ár. Nokkrar greinar iðnaðarins voru teknar sliku kverkataki, að þær hafa ekki náð eðlilegum þroska og biða þess seint eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.