Alþýðublaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 4
Föstudagur 7. október 1977
tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúia 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi
14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð 1500krónur á mánuði og 80 krónUr I
lausasölu. —
kjarasamninga í krónu-
töluhækkunum oft oröið
að engu á örf áum mánuð-
um. Og þá hefur skýring
óhliðhollra ríkisstjórna
of tast verið sú, að verka-
iýðshreyfingin hafi með
kröfupólitík sinni kippt
stoðunum undan ráðstöf-
unum, sem áttu að bæta
efnahag þjóðarinnar. En
þessar ráðstafanir hafa,
því miður, oftar en ekki
farið þvert á þær tillögur,
sem verkalýðshreyfingin
hefur lagt fram.
Það er sorgarsaga, að
mikill meirihluti þjóðar-
innar, launþegarnir, skuli
ekki hafa haft miklu
meiri áhrif en raun ber
vitni á landsstjórnina og
Sú kjarabarátta, sem
opinberir starfsmenn
eiga nú í, mun vonandi
marka tímamót í baráttu
allra launþega á íslandi
fyrir bættum kjörum og
auknum áhrifum á stjórn
þjóðmála. Verkfallsrétt-
ur samtakanna og glæsi-
leg þátttaka í atkvæða-
greiðslu um samningstil-
boðið mun færa félögum í
BSRB heim sanninn um
hve mikilvæg styrk og
traust samstaða allra
launþega er.
Félagar í BSRB munu
nú betur en áður skilja og
skynja kjarabaráttu
verkalýðshreyf ingar-
innar. Með verkfallsrétt-
inum hefur BSRB afsal-
að sér réttindum, sem í
áratugi hafa verið talin
vega svo þungt, að
bandalagið ætti ekki fulla
samleið með almennum
verkalýðsfélögum. Þetta
er grundvallarbreyting á
stöðu opinberra starfs-
manna meðal launþega.
Það eru aðeins nokkur
minniháttar atriði, sem
nú skilja á milli þeirra
launþega, sem starfa
f yrir ríkið, og þeirra, sem
eru innan vébanda
Alþýðusambands (slands.
í síðustu almennu
kjarasamningum átti
Alþýðusamband íslands í
höggi við atvinnurekend-
ur, sem njóta stuðnings
ríkisvaldsins. eru hold af
þess holdi. í þessum
kjarasamningum á BSRB
í stríði við ríkisvald, sem
styðst við atvinnurekst-
urinn í landinu; er blóð af
hans blóði. Munurinn er
sáralítill eða enginn á að-
stöðu þessara tveggja
launþegasamtaka. —
Opinberum starfsmönn-
um hafa á undanförnum
árum verið skömmtuð
laun, sem oft hafa seint
og um síðir verið ákeðin í
samræmi við almenna
kjarasamninga.
Þótt íslenzkri verka-
lýðshreyfingu hafi vaxið
f iskur um hrygg á sfðustu
áratugum, er hún ennþá
veikburða. Hún hefur
haft of lítil áhrif á stjórn
landsmála og aðgerðir í
ef nahagsmálum. Af þeim
sökum hefur árangur
BSRB, ASI og
kjarabaráttan
skiptingu þjóðarauðsins,
sem er til orðinn fyrir
þeirra vinnu. Sökin er að
mörgu leyti launþeganna
sjálfra. Þeir hafa látið
tvístra sér í fjölmarga
stjórnmálaf lokkaf þeir
hafa ekki virkjað eigið
af I. Þessi þróun verður að
taka enda.
Einn þátturinn í stór-
kostlegri eflingu laun-
þegasamtaka landsins
væri tvimælalaust aukin
samvinna eða sameining
stærstu launþegasam-
taka landsins, ASÍ og
BSRB. Þær umræður,
sem hófust fyrir nokkr-
um árum um aukna sam-
vinnu þessara samtaka,
virðast lítinn árangur
hafa borið-Nú hefur hins
vegar raunverulegur
grundvöllur skapast til að
hefja slíkar viðræður í
alvöru.
Barátta verkalýðs-
hreyf ingarinnar snýst
ekki einvörðungu um
launabætur. Verkalýðs-
hreyf ingin er og á að vera
sterkasta umbótaaflið í
þjóðfélaginu, og láta til
sin taka á öllum sviðum
þess. Með litla og af Ivana
verkalýðsflokka við hlið
sér verður hreyfingin að
treysta á mátt sinn og
megin í baráttunni fyrir
meiri jöfnuði í þjóðfélag-
inu.
Sem betur fer er ekki
lengur til öreigastétt á
Islandi. En þvi fer fjarri
að verkefnaskrá lýð-
ræðislegrar verkalýðs-
hreyf ingar sé tæmd. Mis-
rétti blasir hvarvetna við,
misrétti í launum og
sköttum, misrétti, sem
aldraðir eru beittir, mis-
rétti í menntunarmálum
og svo mætti lengi telja.
öflug verkalýðshreyfing
er bezta baráttutækið
gegn þessu misrétti.
—ÁG
Nýr skóli
tekinn til
starfa
Hinn nýi fjölbraut-
arskóli á Akranesi
hefur nú verið settur i
fyrsta sinn.
Alls munu 176 nem-
endur stunda nám við
skólann i vetur, en
auk þess eru nemend-
ur á grunnskólastigi
um 290 talsins.
1 framtiðinni er stefnt að þvi
að á Akranesi verði um 450
manna framhaldsskóli fyrir
allt Vesturland, og er gert ráð
fyrir þvi, að þeirri stærð hafi
hann náð eftir 4-5 ár. Er þvi
ljóst, að húsnæðið þarf að
stækka fyrr en siðar, og lagði
ólafur Asgeirsson mikla á-
herzlu á brýna þörf fyrir nýja
heimavist við skólann i
setningarræðu sinni.
í vetur verða þrir efstu
bekkir grunnskóla hluti af
Fjölbrautarskólanum, og
verður svo þar til húsnæðis-
mál skólans leysast með
byggingu nýs skóla f svo-
nefndum Garðagrunni.
—JSS
Húsmæðra-
félagið sam
mála ASÍ
Framkvæmdanefnd
Húsmæðrafélags
Reykjavíkur hefur sam-
þykkt einróma að taka
undir samþykkt mið-
stjórnar ASI sem fram
kom nú nýlega, en þar
er bent á nauðsyn þess
að rjúfa þurfi vítahring
of framleiðslunnar á
landbúnaðarvörum.
Harmar framkvæmda-
nefndin þær miklu verð-
hækkanir sem dunið
hafa yfir og varar ein-
dregið við þeirri verð-
lagsþróun sem óhjá-
kvæmilega gengur svo
nærri kaupgetu alls al-
mennings í landinu að
vart verður við unað.
í frétt frá nefndinni
segir, að hún haf i á und-
anförnum árum hvatt
almenning til þess að
vera vel á verði um
verðlag og vörugæði og
oftlega mótmælt kröft-
uglega óeðlilegum verð-
hækkunum á helstu
nauðsynjavörum heim-
ilanna. .Du
Togarar
í siglingu
— Það hefur enginn
merkjanlegur sam-
dráttur verið í atvinnu
hjá mínu verkalýðs-
félagi, sagði Þórunn
Valdimarsdóttir, for-
maður Verkakvenna-
félagsins Framsóknar
við AB. Þórunn kvað at-
vinnu verkakvenna í
frystihúsum á höfuð-
borgarsvæðinu hafa
verið jafna og góða að
undanförnu, nema hjá
útgerðarfélaginu
Barðanum í Kópavogi.
Þar hafi verið hráefnis-
skortur að einhverju
marki í septembermán-
uði.
Blaðið hafði samband við
Barðann i Kópavogi og fékk
þær upplýsingar, að þar hafi
verið „mjög eðlilegur gangur
á öllu” upp á siðkastið. Alltaf
komi dauðir kaflar i vinnsluna
öðru hverju. Nú eru báðir
togararnir sem leggja upp hjá
Barðanum , Jón Dan og Guð-
steinn i siglingu og var þá
gripið tækifærið og farið út i
breytingar og lagfæringar á
húsnæði fyrirtækisins. Við-
mælandi blaðsins sagði að
eðlilega þyrfti að halda húsun-
um vel við, þar sem sækja
þyrfti um vinnsluleyfi fyrir
þau tvisvar á ári. —ARH
Nauðsynlegt að
fræða almenning
um eðli og hættur
rafmagns
Aðalfundur Félags rafverk-
taka á Austurlandi var hald-
inn á Reyðarfirði föstudaginn
9. september sl. og sóttu hann
allur þorri rafverktaka á
Austurlandi.
A fundinn komu einnig eftir-
litsmenn á svæðinu, fulltrúi
Rafmagnseftirlits rikisins og
framkvæmdarstjóri Lands-
sambands íslenskra rafverk-
taka.
Rætt var um tilhögun viö
setningu reglna um rafverk-
takaleyfi fyrir svæðið, sem
gerterráðfyrirað taki gildi 1.
mars 1978.
Þá var fundarmönnum
skýrt frá ágreiningi LÍR og
verðlagsyfirvalda og lýstu
fundarmenn fullum stuðningi
við aðgerðir LtR i þvi máli og
átöldu jafnframt handahófs-
kennda ofstjórn verðlagsyfir-
valda.
A fundinum voru og rædd
öryggismál og Sveinbjörn
Guðmundsson yfireftirlits-
maður á Austurlandi sýndi
myndir af afleiðingum slysa
af völdum raflosts.
Fundarmenn voru sammála
um að nauðsynlegt væri að
leggja meiri áherslu á að
fræða börn og fullorðna um
eftli rafmagns og á hvern hátt
hættuástand skapaðist. Var I
þvi sambandi bent á hlutverk
skóla og fjölmiðla I sllkri
fræðslu.
Tveirmenn áttu að ganga Ur
stjórn félagsins en voru
endurkjörnir.
Stjórnina skipa nú:
Armann Jóhannsson
Stöðvarfirði, formaður. Gunn-
ar SighvatssonHornafirði, rit-
ari. Jón Lundberg Neskaup-
stað, gjaldkeri.
A fundinum gengu tveir raf-
verktakar I félagið.