Alþýðublaðið - 13.10.1977, Side 9

Alþýðublaðið - 13.10.1977, Side 9
jHáfrð Fimmtudagur 13. október 1977 9 ' ... Framhaldssaga Ást og offlæti eftir: Ernst Klein Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir > ..................... ■ . Sir Walter tók upp tvo dökka smáhluti úr vasa sinum, og fékk Gloriuþá i lófa sér. Það voru tvær útflattar skammbyssukúlur. — Sjáið þér til, hertogafrú, sagði hann. Minni kúlan er úr byssunni yðar. Hún er öll böggl- uð, sökum þess að hún lenti i marmaraklukkunni, sem á skrif- borðinu sóð, i stað þess að smjúga mjúkan mannslikama. Hún ónýtti að visu klukkuna, en —. Hvað var hann að segja? Marmaraklukkan á skrifborðinu. Hún datt einmitt á gólfið um leið og Las Valdas féll. Gloria mundi eftir þvi. En hún gat ekki trúað þvi sem Sir Walter sagði. Það gat ekki átt sér stað að hún hef ði ekki hitt mann á álnar færi. — Þetta getur ekki verið, stamaði hún. — Hvað getur ekki hafa skeð, spurði hann. Að þér hittuð hann ekki, hertogafrú? — Ó, það er svo sem ekkert ósennilegt. Það er talsvert annað að skjóta á mann —jafnvel þóttum annan eins fant sé að ræða og Las Váldas var — en að skjóta til marks, eða á eitt- hvert veiðidýr. Nei, hertogafrú, þér getið létt af yður kvöl þeirri, er áyðurhefirlegið eins og mara, nú upp á siðkastið. — Ogþað fyrirfulltog allt, her- togafrú. Ég, lögreglumaður, segi yður það. Þessi kúla hérna — það er hún, sem varð Las Valdas að bana, þvi að það var hún sem dregin var út úr brjósti hans. Guð minn góður hrópaði hún. Er þetta satt? Getur þetta verið, Sir Walter. Eruð þér ekki að leika á mig? Þér hafið enga hugmynd um hvilikar sálarkvalir ég hefi orðið að þola. Einmitt núna á þessu ferðalagi. — C, það var skelfilegt. Það var mér næstum þvi of þungbært. — Ég veit þetta, hertogafrú. — Og Harold? Ég varð að halda honum i gæzluvarNialdi, þótt við frá þvi fyrsta vissum að hann var alsak- laus. Ég varð að hafa hann i haldi, hertogafrú, til þess að neyða yður til þess aö tala. Hún kinkaði kolli. — En nú hafið þér talað, sir Walter, sagði hún brosandi i fyrsta sinn, nú um langan tima var brosið hið glaðlegasta. — Afleiðingarnar eru hinar sömu. Ég skal þegar, héðan af skipinu, sima skipun um að láta hann lausan. Hún greip báðar hendur hans. — Sir Walter, ég þakka yður, ég þakka yður af öllu hjarta. — Það er ekkert að þakka, hertogafrú. Rikisstjórnin greiðir mér laun fyrir þessi störf min, að visu allt of sparlega, að minu áliti. Og ég verð að hafa hendur i hári Portúgalans. — Mál þetta er fremur óþægilegt, þvi að myrti maðurinn var eins og þér vitið HRINGAR Fljót afgreiðsla ■Sendum gegn póstkröfu Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður ^Bankastræti 12, Reykjavik. j stjórnmálamaður, og gæti þvi þetta haft óþægilegar afleiðingar. Og svo það, sem mest er um vert af öllu. — Ég er sannfærður um að maður sá, er kallaði yður hingað til þess að afhenda yður skjölin, ætlar að taka rikulega greiðslu fyrir ómak sitt. — Ég hef búizt við þvi, svaraði Gloria. — Við skulum sjá um að eigi þurfi að greiða einn skilding i þessu skyni. — Og þér ætlið að hjálpa mér til þess að ná i mann- inn? — Hvernig á ég að gera það? — Það get ég auðvitað ekki sagt, sem stendur hertogafrú. Allt er undir þvi komið hvernig andstæðingarnir haga sér. Athug- ið það, hertogafrú, maðurinn hef- ir staðið bak við yður, þegar þér skutuð. Og hann skaut samtimis yður. Siðan slær hann lögreglu- þjóninn niður, sem ætlaöi að taka Neville lávarð fastan. Að þvi búnu tæmir hann skápa óg skúff- ur i ró og næði, tekur með sér það, er honum sýnist og hverfur á braut. Ég hlakka til þess að kynn- ast drengnum þeim. Ég ber virð- ingu fyrir honum, sem fagmaður. — Haldiö þér að hann standi i sambandi við þá, sem eltu okkur i gærkvöldi, spurði Gloria. — Nei, það hled ég ekki. Maður þessi vinnur á eigin ábyrgö. Hér er um fjóra flokka að ræða sem leika skollaleik hver viö annan. Las Valdas Staubein og hans menn, þér og ég — og svo hættu- legastur þeirra allra. Gætið þess einnig,að skjalið tilföður yðar.er I hans höndum. — Það verðum við að ná fram- ar öllu öðru sir Walter. — Hún hugsaði einnig til bréfa systur sinnar. — En hvað varðaði sir Walter um það?— — Þér verðið að hjálpa mér, hertogafrú. Að vörmu spori lagðist skipið að tollbúðinni. — — Ég lofa þvi, sir Walter, sagði Gloria. 26. kafli. Samkvæmistimabilið i Ostende, stóð sem hæst um þetta leyti. Borgin var full af fólki og það var aðeins fyrir tilviljun að þau fundu tvö smáherbergi handa sér i Grand hóteli. Sir Walter varð að láta sér nægja herbergi á sjöttu hæð; — en Gloria fékk ofur- litið stærra herbergi á f jórðu hæð, en það snéri út að garðinum. Klukkan var þegar stundarfjórð- ing gengin i niu, þegar Gloria gat loks farið að búa sig. Tiu minut- um siðar var hún tilbúin, en hún varð að biða i tiu minútúr enn þá áður en fylgdarmaður hennar kom. Auðvitað var hann i hinum allra glæsilegasta samkvæmisbúningi —kjól, hvitu vesti, þrjár mjólkur- hvitar perlur i skyrtubrjósti og þunna skollita hárinu var svo vandlega skipt, að ekki eitt ein- asta hár lá öðru visi en þvi bar. Eigi sáust nein missmiði á hon- um eftir hið kvalafulla ferðalag, i lofti og á sjó. Gloria gat ekki stillt sig um að brosa, þegar hún sá hann frammi fyrir sér. Æ, já. Nú brosti hún svo gjarnan. Allri byrðinni var nú létt af henni. Henni fannst hún fri og frjáls. Hún hefði jafnvel hlegið, þegar hún sá hvað Grace hafði látið i ferðakistuna hennar. —■ Þessi léttúðuga ogóstöðuga Grace,sem aldrei gleymdi boðum tiskunnar, jafnvel þótt hjarta hennar væri að bresta af sorg og kviða. Gloria varð sem sé yfir sig forviða, þeg- ar hún fann þarna kvöldkjól, sannarlegan draum i silfurlitum og allan fjaðraskreyttan — og hermelínkápu. Allt voru þetta dýrgripir úr hásætisgersemum Grace sjálfrar. — Grace er ekki með öllum mjalla, sagði hún hlæjandi við sjálfa sig. — A ég þá að fara i þetta? En hún átti ekki um annað að velja. Allt i einu kom einhver kæru- leysisgleði yfir hana. Hvers vegna skyldi hún ekki halda sér almennilega til einu sinni? Var ekki ástæða til að gera sér einu sinni glaðan dag? Grace hafði fengið rétt hugboð. Vissulega var þó ein hættan eftir ennþá, Maðurinn, sem hafði skotið greifann. — En hvers vegna mátti hún ekki halda sér til fyrir honum. — Hún vissi vel að hún var fögur i skrúða þessum. HUn fór i skrautklæðin. Þau fóru henni aðdáanlega. Hún fann ekki annað að kjólnum en það, að hann var of fleginn i hálsinn — hún þorði ekki einu sinni að lita á bakið á sér i speglinum. — Eh hvað gerði það til. Hún hló hálfgléttnislega aö mynd sinni i speglirium. Væri maður sá, er skjölin haföi, svo hættulegur og slunginn, þá skyldi hún nú vega að honum með vopni, er hún hafði aldrei notað fyrr. Tveir nýir sendi- herrar Nýskipaður sendiherra Ghana hr. Samuel Maxwell Adu-Ampoma og nýskipaður sendiherra Alþýðulýðveldisins Þýskalands hr. Werner Krause afhen+u í fyrra- dag forseta íslands trúnaðarbréf sín að við- stöddum utanríkisráð- herra Einari Ágústssyni. Síðdegis þágu sendiherr- arnir boð forsetahjón- anna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Aðsetur sendiherra Ghana er í Kaupmanna- höfn en aðsetur sendi- herra Alþýðulýðveldisins Þýzkalands er í Osló. Sendiherra A-Þýzkalands afhendir forseta tslands trúnaðarbréf sitt. Sendiherra Ghana afhendir forseta tslands trúnaðarbréf sitt Tækni/Vísindi Sú kenning sem gerir ráð fyrir þvi að eldingar I andrúmslofti jarðar hafi hugsanlega haft þau áhrif að ýnsir frumefnishópar i andrúmslofUnu runnu saman i frumeiningar lifkerfa hefur ver- iðstudd með tilraunum á rann- söknarstofum. Raf fræðileg áhrif og geislun S31-3 með útf jólubláum geislum hefur Sí' jhaft þau áhrif að Metan-í^a^-v ! Ammoniak-Vatns-Vatnsefnis- lausn hefur umbreitzt og mynd- s ' lað aminósýrur. Hvar hófst llfid? Með tilliti til þess sem vitað er um tilurð jarðar stinga þeir upp á þvi að það sem tii hafi þurft til myndunar lifs hér á jörð hafi borizt utan úr geimnum. Stjörnufræðingarnir Hole og Wicramanasinghe hafa þó bent á að ekki er kenning þessi með öllu rökþétt. Stjörnufræðingarnir Hoyle og I Wicramasinghe hafa þó bent á aðra hugsanlega leiö Ileitinni að upphafi lifsins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.