Alþýðublaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER Ef blaðiö berst ekki kvartið til AlþýðubSaðsins í síma (91) 14900 Eigendum fjölgar f Landsýn: SÍS og Samvinnutrygg- ingar kaupa helminginn Eins og sagt var frá í Alþýöublaðinu í gær hafa veriö uppi hugmyndir um ákveönar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Alþýðuorlofs og Land- sýnar nú um nokkurt skeið. Þessar hugmyndir eru nú komnar til fram- kvæmda og eru þær breytingar fólgnar i því aö samvinnuhreyfingin mun ganga til samstarfs viö verkalýðshreyfing- una um rekstur ferða- skrifstofu, hliðstætt því sem á sér stað á öðrum Norðurlöndum, þar sem verkalýðsfélögin og sam- vinnuhreyf ingin hafa haft með sér náið sam- starf á þessu sviði um áratugaskeið. Samstarfinu verður komið á með aðild sam- vinnuhreyfingarinnar að Landsýn, sem rekin hefur verið af verkalýðshreyf- ingunni einni hingað til. Samþykkti aðalfundur Landsýnar, sem haldinn var í fyrradag, að auka hlutafé fyrirtækisins í 25 milljónir (en það var að- eins 130 þúsund krónur fyrir) og gefa jafnframt samvinnuhreyfingunni kost á að gerast helm- ingseignaraðili ífyrirtæk- inu ásamt verkalýðs- hreyfingunni. Samvinnuhreyfingin ákvað á fundi i gærmorgun að taka þessu boði og mun Samband is- lenzkra samvinnufélaga leggja fram helming hlutafjárins i fé- lagi við Samvinnutryggingar, en Alþýðusamband fslands hinn helminginn ásamt Alþýðuorlofi og einstökum verkalýðsfélög- um. Frá þessu verður endanlega gengið á framhaldsaðalfundi Landsýnar hf., en hann verður haldinn að 7-10 dögum liðnum. — hm. Björn Jónsson um vangaveltur fjármálaráðherra: Alvarlegt mál verdi samn- ingum rift — Ég verð nú að segja það, að hafi ríkisvaldið haft eitthvað annað i huga en að standa við skuldbindingar sinar, þegar kjarasamningar voru gerðir i júni siðast- liðnum, þá hefði það bet- ur komið fram þá, en ekki eftir að samningur- inn hefur verið gerður, sagði Björn Jónsson for- seti Alþýðusambands íslands, þegar blaðið ræddi við hann i gær. 1 athugasemdum fjármálaráö- herra við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1978 segir, að með frumvarpinu sé gert ráð fyrir 15 kröna hækkun bensingjalds og hliðstæðri hækkun þungaskatts til að efla fjárhag Vegagerðarinnar og auka vegaframkvæmdir. Slð- an segir orðrétt i athugasemdum ráðherra: „Með tilliti til þess aö allt þetta fé, og reyndar meira, rennur til þess að bæta þjónustuna við veg- farendur, þ.e. allan almenning, er ekki skynsamlegt að lita á þessa gjaidtöku sem tilefni verðbóta- hækkunar launa.” Það var vegna þessarar setn- ingar sem Alþýðublaðið leitaði til Björns Jónssonar i gær. — Þaðeraðvisu spurning.sem hvert einasta verkalýðsfélag á landinu þyrfti að svara, hvort það vildi gefa eftir þennan hluta af kaupinu sinu, sagði Björn, þegar hann var að þvi spurður, hvort hann áliti að verkalýðshreyfingin myndi gefa slikt eftir, — en held- ur finnst mér það óliklegt við nú- verandi aðstæður, að slikt yröi samþykkt. Menn hafa hreinlega ekki efni á þvi, og þetta er hluti af kaupinu. Það þýðir auðvitað ekkert fyrir menn að koma, eftir að samning- ar hafa verið gerðir, og segja að þetta eða hitt atriði hafi verið óskynsamlegt. Það verða þeir að gera um leiö og samningar eru gerðir, en ekki eftir á. Björn sagði, að það kæmi að visu ekki beinlinis fram að ætlun- in væri að framkvæma þá kjara- skerðingu sem i athugasemdum fjármálaráðherra fælist, — en þeir virðastaö minnsta kosti vera að fara á fjörumar með það. — Að sjálfsögöu myndi maður lita þaö alvarlegum augum ef teknar yrðu ákvarðanir um að rifta eða breyta samningi sem nýbdiö er að gera,sagði Björn, —• auk þess sem þaö verður að segj- ast að með svo gifurlegum hækk- unum sem orðiö hafa á rekstrar- liðum bifreiða, eru það nánast að verða sérréttindi hálaunahópa að eiga og reka bifreiðir. Það er ver- ið að hindra það að fólk geti átt bifreiöir og ferðast. Auk þess má gera ráö fyrir að fyrir áramót verði bensinlitrinn kominn upp i hundrað krónur, úr þeim 93 krónum sem hann kostar núna, með gengissigi og öllu. Það er áður en þessi skattur verður lagöur á, sem fjármálaráöherra ijar að. Sennilega dýrasta bensin sem hægt er að fá I Vestur- Evrópu. Fjármálaráðherra ætti einnig að gaumgæfa þann athygl- isverða sannleik, að eftir þvi sem bensinið hefur hækkað hefur ben- sinsala dregizt saman. Þannig hefur bensinsala ekki aukizt þrátt fyrir sifellda aukningu bifreiða. Tekjustofninn gætisemsé farið að rýrna og eilifar verðhækkanir þvi misst marks. — hm Nú eru trillukarlarnir farnir að ganga frá trillunum sfnum og þeirra vertið er lokið, þessi mynd er tekin vestur á Ægisiöu viðsólsetur i fyrrakvöld, en þeir eru margir trillukarlarnir sem gera út,af Ægisiðunni. Útgerdarmenn í Þorlákshöfn fremja verkfallsbrot: Brutust inn og stálu rafmagni Nokkrir aðilar I Þorlákshöfn, flestir þeirra útgerðarmenn, frömdu gróft verkfallsbrot seint á þriðjudag og i gærmorgun, þegar þeir brutust inn i skúr i höfninni þar, hleyptu rafmagni á bryggjurnar og skrúfuöu frá vatni. Þeir starfsmenn er sjá um rafmagn og vatn i höfnum eru i verkfalli, svo sem aðrir félagar i BSRB, og var húsið er raf- magnstaflan og vatnshanar eru i læst. Tóku útgerðarmennimir sig til, brutu húsið upp og náðu sér i rafmagn til að skipa upp úr bát- um slnum fiski, sem þeir siðan fluttu til vinnslustöðva. Auk verkfallsbrotsins er þarna um innbrot að ræða, sem varðar við refsilöggjöf, og var það kært sem slikt til lögregl- unnar. Verkfallsverðir BSRB á staðnum höfðu strax afskipti af málinu, en lentu i stælum við verkfallsbrjótana. Voru sendir verkfallsverðir til viðbótar frá Reykjavik og tókst þá að fá brjótana ofan af þvi að halda áfram vinnu. Að sögn eins verkfallsvarð- anna hétu þeir þvi að fara ekki i skúrinn aftur, en það var þó ekki fyrr en lögreglan var kom- in i málið og búið var aö kæra innbrotið sem slikt. Undir venjulegum kringum- stæðum er útgerðarmönnum selt rafmagn i höfnum, en i þessu tilviki var enginn hafnar- starfsmaður á staðnum til aö mæla það, þannig að rafmagnið var tekið ófrjálsri hendi. Samningar á Neskaupstað í gær voru undirritað- ir nýir kjarasamningar milli starfsmanna Nes- kaupstaðar og sveitarfé- lagsins. Launaliðir nýja sam- ko mula gsin s er u ákvarðaðir með þvi að fara mitt á milli siðasta tilboðs er Bandalagi starfsmanna rikis og bæja barst frá rikinu, áður en upp úr viðræð- um slitnaði og þess sið- asta er BSRB lét frá sér fara. Þýðir það þvi sem næst þrjú þúsund krónu hækkun á lægstu laun, frá siðasta tilboði rfkisins, en eitthvað minna á aðra flokka. Nánarifregnir af samkomulagi þessu tókst ekki að ná i i gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.