Alþýðublaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 2
2 alþýAu- Föstudagur 14. október 1977 >blaðið I flaumi líf- sins fljóta Út er komin þriðja end- urminningabók rithöfund- arins og skáldsins sr. Gunnars Benediktssonar, og er hún gefin út af bóka- útgáfunni Erni og örlygi í tilefni afmælis skáldsins 9. október. I tveim fyrri bókunum segir Gunnar frá ýmsum viðburðarríkum þáttum ævi sinnar, þar sem hann stendur mitt í erfiðri lífs- baráttu, en hæst ber þó eld- heita baráttu fyrir hug- sjónum mannlegs samfé- lags. Með þessari siðustu minningar- bók velur rithöfundurinn sér nýj- an vettvang. Hann hverfur um stund aftur til bernskuáranna og lýsir glögglega mannlifi i um- hverfi, sem aðeins örfáir eiga nú minningu um og enginn hefur fyrr lýst. En bók Gunnars er ekki að- eins lýsing á hornfiraku byggðar- lagi og mannlifi. Hún er einnig innlifun i ellefu barna fjölskyldu og lifsreynslu unglinga, sem verða á eigin ábyrgð að taka ákvörðun um, hvernig haga skuli baráttunni við óblið náttúruöfl, i leik jafnt og starfi. Fiugleidamenn snjallir skákmenn Skáksveit Flugleiða tók í fyrsta sinn þátt í árlegri Evrópukeppni flugfélaga í skák, dagana 30.9. — 2.10. Mótið var haldið í Vínar- borg f Austurriki og sa' austurriska flugfélagið Austrian Airlines um framkvæmd mótsins. Flugfélög frá 13 þjóðum tóku þátt í keppninni. Sig- urvegari varð Austrian Airlines, gestgjafarnir. Flugleiðir lentu í öðru sæti en í þriðja sæti varð spænska flugfélagið Avia- co, en það varð sigurvegari þessa móts í fyrra. Þetta var sveitakeppni og var teflt áf fjórum borðum. Sá ein- staklingur, sem fékk flesta vinn- inga á hverju borði fékk sérstök verðlaun. Einn Flugleiðamaður, Hálfdán Hermannsson, fékk slik verðlaun fyrir flesta vinninga á fjórða borði. Orslitin urðu annars sem hér segir. Tekið skal fram, að tvö stig fengust fyrir unnin leik en eitt stig fyrir jafntefli: Röð Stig Vinningar Austurriska félagið Austrian Airlines Flugleiðir Spænska leigufélagið AVIACO Israelska félagið EL-AL SAS Finnair Holienska félagið KLM Swissair Air France Belgiska félagið Sabena V-Þýska félagið Lufthansa Austrian Airlines Sveit II Breska félagið British Airways Irska félagið Aer Lingus 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10-11 10-11 12 13 14 23 22 20 17 16 16 16 16 10 9 9 6 2 0 35-1/2 42-1/2 41 28 30-1/2 30 29-1/2 29 22-1/2 22-1/2 22-1/2 16 11-1/2 4 —ATA Frumvarp um persónu bundnar kosningar Jón Skaftason, alþing- ismaður, hefur lagt fram í Neðri deild Al- þingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþing- is. Frumvarp þetta mið- ar að þvi að auka rétt kjósenda til að hafa áhrif á hverjir af þeim lista sem viðkomandi kýs fara inn á þing og telur flutningsmaður að áhugi almennings á stjórnmálum myndi glæðast mjög við þá til- högun. Lagafrumvarp þetta gerir ráð fvrir að frambjóðendum verði raðað á framboðslista i stafrófs- röð I stað ákveðinnar uppröðunn- ar sem ræður þvi hverjir hljóta þingsæti. Hingað til hefur kjós- endum verið gert kleift að strika út einstaka frambjóðendur, en það hefur sýnt sig aö sllkar út- strikanir eru svo fáar að engu breytir um upphaflega uppröðun flokkana. Tillaga Jóns gerir hins vegar ráð fyrir að kjósendum veröi gert að raða frambjóðend- um þess flokks sem þeirkjósa i þá númeraröð sem hann sjálfur ósk- ar. Með þvi fyrirkomulagi sem að framan greinir telur flutnings- maður að unnt sé aö komast eins nálægt persónubundinni kosningu án þessað taka upp einmennings- kjördæmi sem hann telur að illa muni henta hér. Þá segir i greinargerö frum- varpsins aö meö þessu fyrir- komulagi fari þingkosningar og prófkjör saman. Ekki er fullljóst hvað flutningsmaður á við með þessari setningu þvi ekki verður annað séð en flokkarnir eigi áfram að vera einráöir með hverjir verða á framboöslistum, þó kjósendur ráði hverjir fram- bjóðendanna fari inn á þing. Þetta mætti ef til vill leysa með þvl að hafa einhverskonar forval fyrir kosningarnar. — ES Styðjum blindraiðn Á morgun sunnudag- inn 16. október verður hinn árlegi merkjasölu- dagur Blindravinafélags íslands haldinn. Félagið hefur allt frá stofnun þess þann 24. janúar 1932 hlotið stuðning frá fjölda einstaklinga á merkjasöludeginum sem haldinn hefur verið um miðjan október ár hvert. Fé þvi sem safnast hefur með merkjasöl- unni hefur aðallega ver- ið varið til að styrkja Blindraiðn, það er fram- leiðslu á þeim vörum sem blint fólk hefur framleitt. Þessi stuðningur viö starfsemi Blindraiðnar hefur gert félaginu kleift aö selja framleiðsluna á sambærilegu verði við það sem aörir gera á hinum almenna markaði, þar sem notaðar eru vélar sem stjórnað er af sjáandi fólki. Hinar öru verðhækkanir á svo til öllum framleiðsluvörum hér á landi og þar með taldar fram- leiðsluvörur Blindraiðnar, hafa valdið þvl aö nú erf jár vant til að auka framleiðslu og söluá þeim varningi sem heÞt hentar blindu fólki aö sjá um. Er þvl jafnt brýnt nú sem fyrr, að fólk taki vel á móti merkjasölubörnum. Sökum þess að skólar eru nú lokaðir, mun afgreiösla merkj- anna fara fram I bll §em staðsett- ur verður á leikvelli viökomandi barnaskóla, frá klukkan 10.00 á sunnudagsmorgun. _ GEK mikið úrval af austurrískum kvenkápum Opið laugardaga kl. 9 — 12. Flóamarkadur Fimleikadeild iþróttafé- lagsins Gerplu heldur flóa- markað í Hamraborg 1, Kópavogi, laugardaginn 15. okt. kl. 2, einnig verða kökur og happdrætti. Þessi flóamarkaður er liður í fjáröflun deildarinnar, sem rennur beint i áhalda- kaup. Dregið verður i happdrætt- inu 15. okt. og verða núm- erin birt í dagblöðunum. Nokkrar fimleikastúlkur brugðu á leik fyrir Ijós- myndarann og klæddu sig i fatnað sem verður á boð- stólum. Bók og leik- fang í senn Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur nú fytjað upp á þvi nýmæli i bók- argerð að sameina bók og leikfang. Fyrstu tvær bækurnar af þessari gerð nefnast hringbækur, og er þar um að ræða söguna af Hans og Grétu og Stig- vélaða köttinn. Bækurnar eru myndskreyttar og myndirnár unnar I þrlvídd, þannig að hver opna myndar eins konar leiksvið. Að lestri loknum er hægt að leggja kápuspjöldin saman og myndar þá hver bók fimm leiksvið, og þau einskonar hringekju, sem hægt er að hengja upp í barnaherberginu til skrauts og augnayndis. Þá er á næstunni von a einni barnabók til viðbótar sem sam- einar þessa tvo kosti og fellur hún undir bókaflokk sem forlagið nefnir Hreyfimyndabækur Fjallar þessi bók um hinn slvinsæla bangsa Paddington, sem flest börn muna eftir af sjónvarps- skerminum. Loks eru væntanlegar á mark- aðinn sex bækur eftir barnabóka- höfundinn Richard Scarry, auk einnar sem þegar er komin I bókabúðir. Bækurnar eru allar myndskreyttar og innihalda stutt ævintýri og vinsælar sögur. Hvernig kyn lífið getur... Bókaútgáfan örn og örlygur hefur sent frá sér bókina: Hvernig kynlífið getur veitt þér meiri unað en þig hefur nokkurn tima dreymt um. Bókin er eftir David Reuben en þýðandi er Loftur Guðmundsson. Fyrri bók Reubens: Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið, en ekki þorað að spyrja, kom út fyrir nokkrum árum hjá sama forlagi, en hún seldist upp á skömmum tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.