Alþýðublaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 7
6 Föstudagur 14. október 1977 SSS" SSSSr Föstudagur 14. október 1977 7 Or fjárrétt sláturhússins. Heimasæta úr Svarfahardal fylgir innlegginu sfnu slöustu skrefin. SLATRUN A DALVIK ...og eins og sjá má er hnúum og hnefum beitt vióaO ná gærunum af skrokkunum. Sláturtið er nú i fullum gangi um iand allt og viða komin vel á veg. Blaðamaður AB var á ferð á Dalvik, á dögunum og leit þá meðal annars við i sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á staðnum. Alls verður þar slátrað 15.400 fjár að þessu sinni, eða fleiru en nokkru sinni áður. Munar þar mest um, að nú er öllu fé ólafs- firðinga slátrað á Dalvik i fyrsta sinn. Verður slátrað ails um 15.400 fjár, þar af um 1.600 frá Ólafsfirði. Að sögn Kristins Guðlaugssonar, sláturhússtjóra á Dal- vik, s.l. miðvikudag, hefur nú alls verið slátrað um 11.000. Kristinn kvað of snemmt að segja nákvæmlega fyrir um meðal fallþunga á þessu hausti á Dalvílo en fyrir þremur dögum var gerð lausleg athugun á fallþunga þess fjár sem þegar hefur verið slátrað og reyndist hann 14.323 kg. Meðalfallþungi í síðustu sláturtið var 14.266 kg og reiknaði Kristinn með að hann yrði svipaður í ár, enda væri reynslan sú að meðalþungi væri lægri í siðari umferð slátrunar- innar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á sláturhúsinu á Dalvik síðustu árin og hefur það nú hlotið viður- kenningu yfirvalda, þannig að framleiðslan frá þvi telst fullgild útf lutningsvara. Hefur talsverðu magni af kjöti verið ekið frá Dalvík til Reykjavíkur síðastliðin haust og það síðan selt á markað á Norðurlöndum. I ár er búist við að 94 tonn af dilkakjöti verði f lutt út frá sláturhúsinu á Dalvík og er það nokkru minna en á síðasta hausti. Sama fólkið ár eftir ár Að sögn Kristins Guðlaugssonar hefur gengið bærilega að fá fólk tii vinnu i sláturhúsinu á haustin og er þetta haust ekki undantekning að því leyti, þrátt fyrir mjög mikla atvinnu á staðnum, bæði í fiski, við byggingar- framkvæmdir, gatnagerð, hitaveitu og fleira. — Við erum yfirleitt með sama fólkið ár eftir ár og ég tel okkur vera mjög heppna með mannskap hér, sagði Kristinn sláturhússtjóri að lokum. Endir er bundinn á lif lambanna í lokuOum upphækkuóum klefa sem sést á myndinni. Náunginn f gráa sloppnum meö hvita hjálminn hefur veriö yfirslátrari á Dalvlk árum saman og mun þvi hafa flest sauðalif á samviskunni allra i byggöarlaginu! ...Hérer skrokkurinn er klæddur i grisjupoka og síOan settur I frystigeymslur. Þar er hann geymdur þar til hann hafnar aö lokum i pottum eða ofnum Dalvikinga, eöa er sendur til útlanda (samanber Ijóölinurnar ,,Sé ég eftir sauöunum, sem aö koma af fjöllunum og étnir eru I útlöndum”). Hér er Kristinn Guölaugsson, sláturhús- stjóri að ræða við starfsmann um framleiösluna. Þessi mynd er bönnuö innan 16 ára og veikluöu fólki ráölagt aö beina athyglinni aöeinhverju ööru. Fláning i fullum gangi... Á neöri hæöinni fara konur höndum um hjörtu og eistu. Myndir og texti Atli Rúnar Halldórsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.