Alþýðublaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. október 1977 (Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónUr I lausasölu. ~ ~ ' f KOSNINGARÉTTUR ER MANNRÉTTINDI Strax og lokið var kosn- ingu nefnda, og Alþingi gat hafið efnisleg störf, kvaddi Gylfi Þ. Gíslason sér hljóðs utan dagskrár í Neðri deild til að ræða um hugsanlegar breytingar á kosningalögunum. Var aðalerindi hans að spyrja forsætisráðherra, hvort stjórnarflokkarnir hefðu í huga að gangast fyrir viðræðum flokkanna um þetta mál, enda hefði komið fram í sjónvarps- þætti f lokksformanna, að þeir væru allir sammála um nauðsyn þess. Geir Hallgrímsson svaraði játandi, kvað ríkistjórnina hafa rætt málið og mundi hún eiga f rumkvæði að slíkum við- ræðum með það fyrir augum, að gera mætti breytingar fyrir vorið, ef samkomulag næðist. Síð- an spunnust um þetta miklar umræður og voru ræðumenn nær sammála um, að brýn nauðsyn væri að leysa þetta mál, þar sem þjóðin gæti illa unað við núverandi ástand í þessum efnum. Þingmenn ræddu um þrjá megingalla á kosn- ingakerfi því, sem þjóðin býr við samkvæmt stjórnarskrá og kosn- ingalögum. Þeir eru mis- jöfn áhrif atkvæða eftir kjördæmum, of lítlir möguleikar til að hafa áhrif á persónulegt val milli frambjóðenda og hættur á að þingmanna- fjöldi flokka verði ekki í samræmi við atkvæða- fjölda þeirra. Það er gömul saga, að atkvæði kjós- enda í dreifbýli vegi þyngra en atkvæði í þétt- býli, það er að dreifbýlið hafði hlutfallslega fleiri þingmenn en þéttbýlið. Þetta misræmi var að verulegu leyti leiðrétt við kjördæmabreytinguna 1959, en vegna breyttrar búsetu í landinu hefur aftur skapast óþolandi misræmi. Talið er, að á vori komanda muni at- kvæði kjósenda í minnstu kjördæmunum vega fimm sinnum meira en í Reykjaneskjördæmi. I þessum efnum héldu sumir þingmenn minnstu kjördæmanna fram, að misræmi og misrétti væri öfugt á öðrum sviðum og því ástæðulaust að kvarta um þetta. Hins vegar sögðu aðrir, að kosninga- réttur væri mannréttindi, sem allir landsmenn ættu að njóta að jöfnu. Annað misrétti og önnur vanda- mál mætti ekki leysa með því að viðhalda misvægi atkvæða eftir búsetu kjósenda. Hugsanlegt er að leið- rétta þetta að nokkru með því að breyta reglum um úthlutun uppbótarsæta þannig, að þau lendi öll í þéttbýli. Þó benti Jón Skaftason á, að slík lausn dygði engan veginn, og hefði Reykjaneskjör- dæmi ekki fengið neina fjölgun þingmanna sam- kvæmt þeirri reglu í síð- ustu kosningum. Dreif- býlismenn mæltu og harðlega gegn því að upp- bótarsæti væru með öllu tekin af minni kjördæm- unum. Hugmyndir um aukin áhrif kjósendaá persónu- legt val frambjóðenda hafa verið mikið ræddar undanfarið, og mun próf- kjör Alþýðuflokksins án efa hafa átt mikinn þátt í því. Ýmsar leiðir má fara til að ná þessu markmiði, en halda þó því megin- kerfi hlutfallskosninga, sem hér ríkir. Jón Skaftason hefur flutt frumvarp þess efnis, að raðaskuli mönnum í staf- rófsröð á framboðslist- um, en kjósandinn síðan merkja nöfnin í þeirri röð, sem hann vill hafa þau. Til eru fleiri leiðir, sem stefna að sama marki, og virðast hvað helst vera líkur á, að samkomulag náist fyrir vorið um einhverja þeirra. Þó komu fram mótmæli gegn því að gera takmarkaða breytingu á kosningalögum f stað þess að bíða og gera vandlega íhugaða hei Idarbreytingu á stjórnarskránni. Þórarinn Þórarinsson benti í umræðunum á Al- þingi í fyrradag á þann hróplega galla á kosn- ingakerfinu, að stjórn- málaflokkur gæti fengið 10-12.000 atkvæði án þess að fá mann kjörinn — og fengi því engin uppbótar- sæti. Ekki munaði miklu að þetta gerðist með Al- þýðuflokkinn í síðustu kosningum. Þessum ákvæðum þarf að sjálf- sögðu að breyta, og virð- ist eðlilegt að setja ákveðið hlutfallsmark, til dæmis 5%. Mundu þá flokkar ekki fá uppbótar- sæti ef þeir næðu ekki 5% markinu. og flokkar fengju uppbótarsæti ef þeir væru yfir því, enda þótt þeir hefðu ekki hlotið kjördæmakosinn þing- mann. Ekki munu þing- menn á einu máli um, hvort unnt er að leiðrétta þetta með einfaldri laga- setningu eða stjórnar- skrárbreyting þarf að koma til. Kosningaréttur er mannréttindi. Hann á að vera sem jafnastur, hvar sem fólk býr og hvaða flokk sem það kýs. Nauð- synlegt er að efla til muna lýðræði með per- sónulegri kosningum, eins og Alþýðuflokkurinn hefur gert með hinum at- hyglisverðu prófkjörum sínum. Alþingí á leikinn. BGr Allsherjarathugun á öryggi og hollustuháttum á vinnustödum — tillaga Benedikts Gröndal á Alþingi Benedikt Gröndal hef- ur flutt eftirfarandi til- lögu á Alþingi. „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að láta fram fara sérstaka allsherjarathugun og út- tekt á öryggi og holl- ustuháttum á vinnustöð- um. Öryggiseftiriit rikisins og Heilbrigðis- eftirlit rikisins skulu stjórna athuguninni og framkvæmd hennar gerast i samráði við vinnuveitendur , trúnaðarmenn starfs- fólks og viðkomandi verkalýðsfélög”. Tillögunni fylgdi eftir- farandi greinargerð: Alvarleg vinnuslys undanfarna mánuði sýna að rik nauðsyn er að gefa gaum að öryggi og hollustu- háttum á vinnustöðum um land allt. Sú heildarathugun og úttekt á þeim málum, sem tillaga þessi fjallar um, mundi án efa leiða i ljós fjölmargar hættur sem unnt er að fyrirbyggja. Auk þess mundi hún verða ómetanleg stoð við þá endurskoðun laga um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustööum sem nú stendur yfir. 1 viðræðum um kjarasamninga siðastliðið sumar lagði verka- lýðshreyfingin mikla áherslu á að Benedikt Gröndnl lög um aðbúnað, hollustu hætti og öryggi á vinnustöðum yrðu end- ursamin. Með bréfi 22. júni féllst rikisstjórnin á að skipa 9 manna nefnd til að vinna það verk, og skyldi stefna að þvi, að ný lög taki gildi eigi siðar en i ársbyrjun 1979. Þá lagði verkalýðshreyfingin jöfnum höndum áherslu á, að „gerð veröi sérstök allsherjarat- hugun og úttekt á ástandi að- búnaðar og hollustuhátta á vinnu- stöðum”. Var þess óskað, aö út- tekt þessi færi fram á næstu 12 mánuðum samkvæmt sérstöku umboðistjórnvalda, svo og að all- ar nauösynlegar úrbætur yrðu gerðar samkvæmt gildandi lög- um og viðlagðri lokun vinnustað- anna. Enn fremur var farið fram á að fyrirtækjum yrðu veitt sér- stök lán til að gera úrbætur á þessu sviði. Rikisstjórnin fékkst ekki til aö fallast á kröfu þessa nema að litlu leyti. Hún lofaði i áðurnefndu bréfi athugun, sem „...mun ná til ákveðins og takmarkaðs fjölda vinnustaða....”. Enda þótt mikill ávinningur sé að endursamningu laganna og takmarkaðri úttekt vinnustaða sýnir reynslan, að allsherjar- athugun, eins og samninganefnd- ir verkalýðsfélaganna óskuðu eft- ir, er brýn nauðsyn. Samþykkt Alþingis á þessari tillögu mundi ekki aðeins verða mikilsverður stuðningur við þetta mál, heldur aðkallandi útvikkun á þvi loforði sem rikisstjórnin gaf. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa ár eftir ár flutt tillögur um vinnuvernd og starfsumhverfi, þar sem lagt hefur verið til aö Al- þingi feli rikisstjórninni að láta semja frumvörp til nýrra laga um aöbúnaö, hollustu og öryggi á vinnustöðum, svo og ihlutun starfsfólks un næsta umhverfi sitt við vinnu. Þessar tillögur hafa ekki náð fram að ganga. Samn- inganefnd verkalýðsfélaganna tók málið hinsvegar upp við samningagerð siðastliðiö sumar með ágætum árangri. Sú áhersla, sem verkalýöshreyfingin leggur á þetta mál, kom einnig fram I samningunum sjálfum, en 4. grein þeirra hljóðar á þessa leiö: „Á vinnustöðum skal vera fyrir hendi, til afnota fyrir starfsfólk, sá öryggisútbúnaður, sem öryggiseftirlit rikisins telur nauðsynlegan vegna eðlis vinn- unnar eða tiltekinn er i kjara- samningi. Starfsfólki er skylt að nota þannn öryggisbúnað, sem getið er um í kjarasamningum og reglu- gerðum, og skulu verkstjórar og trúnaðarmemí'sjá um að hann sé notaður. Ef starfsfólk notar ekki öryggisb., sem þvi er lagður til á vinnustað,er heimilt að visa þvi fyrirvaralaust úr starfi eftir að hafa aðvarað það skriflega. Trúnaðarmaður starfsfólks skal tafarlaust ganga úr skugga um að tilefni uppsagnar hafi verið fyrir hendi, og skal honum gefinn kost- ur á að kynna sér alla málavexti. Sé hann ekki samþykkur tilefni uppsagnar, skal hann mótmæla uppsögninnni skriflega og kemur þá fyrirvaralaus uppsögn eigi til framkvæmdar. Brot á öryggisregium, sem valda þvi að lifi og limum starfsmanna er stefnt i voða, skal varða brottvikningu án undan- genginna aövarana, ef trúnaðar- maður og forsvarsmaður fyrir- tækis eru sammála um það. Ef öryggisbúnaður sá, sem til- tekinn er i kjarasamningum og öryggiseftirlit rikisins hefur gef- ið fyrirmæli um aö nota skuli, er ekki fyrir hendi á vinnustað, er hverjum þeim starfsmanni, er ekki fær slikan búnað, heimilt að neita að vinna við þau störf, þar sem sliks búnaðar er krafizt. Sé ekki um annað starf að ræða fyrir viðkomandi starfsmann, skal hann halda óskertum launum. Komi til ágreinings vegna þessa samningsákvæðis, er heim- ilt að visa málinu til fastanefndar ASl og VSI — VMS. Þessi samningsgrein gefur nokkra hugmynd um hve mikil áherzla er nú lögð á öryggismál- in.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.