Alþýðublaðið - 28.10.1977, Side 1

Alþýðublaðið - 28.10.1977, Side 1
FOSTUDAGUR 28. OKTÓBER Ritstjórn Alþýdubladsins er í Sídumúla 11 — Sfmi (91)81866 [ Gengissigid heffur sitt ad segja: ) Bifreiðar hækka um 14.000 kr. á viku Vegna gengissigs islenzku krónunnar hefur verð á bifreiðum farið hækkandi undanfanar vikur# sem nemur allt að hálfum af hundraði á viku# eða sem svarar um tuttugu og sex af hundr- aði á ársgrundvelli. Þetta þýðir að bifreið, sem i dag kostar tvær milljónir króna, kostar á föstudaginn í næstu viku tvær milljónir og tíu þús- und, eftir mánuð tvær milljónir og f jörutíu þús- und og i árslok tvær milljónir og eitt hundrað þúsund, eða því sem næst. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við nokkur bifreiðaumboð i Reykjavik og spurðist fyrir um þær verðhækkanir, sem orðið hafa siðustu sex mánuði. í ljós kom aö mestar hækkan- ir hafa orðið á þýzkum bifreið- um, þá japönskum og svo bandariskum. Hér verða á eftir rakin nokkur dæmi. Þýzkaland: Opel bifreið, sem i april kost- aði tvær og hálfa milljón króna, kostar nú þrjár milljónir og eitt hundrað þúsund. Hækkun 24%. BMW bifreið, sem kostaði 2.311.000.00 krónur fyrir mánuð- um, kostar nú 2.750.000.00. Hækkun 19%. VW-Golf bifreið, sem kostaði 2.039.000.00 kostar nú 2.360.000.00. Hækkun 15.7% Audi bifreið, sem kostaði 2.880.000.00 kostar nú 3.350.000.00. Hækkun 16.3%. A þessum tima hefur islenzka krónan sigið gagnvart v-þýska markinu um 14.3%. Japan: Gagnvart japanska Yeninu hefur krónan lækkað um 20.5%. Mazda bifreið, sem fyrir sex mánuðum kostaði 2.040.000.00 krónur, kostar nú 2.420.00.00. Hækkun 18.6%. Datsun bifreið, sem kostaöi 1.670.000.00 kostar nú 1.930.000.00. Hækkun 15.5%. Viö- mælandi blaðamanns hjá Dats- un-umboðinu tók sérstaklega fram að þetta verð miðaðist við bil á götuna. Bandarikin: Chevrolet Nova bifreið, sem kostaði 3.300.000.00 krónur, kostar nú 3.600.000.00. Hækkun 9.1%, sem mun vera meðaltals- hækkun á bandariskum bifreið- um, enda hefur krónan sigið um nákvæmlega sömu prósentu gagnvart bandariska dollaran- um. Sviþjóð: Volvo bifreið, sem fyrir sex mánuðum kostaði 2.950.000.00 krónur, kostar nú 3.100.000.00. Hækkun er 5.1%, en sænska krónan er annar af tveim gjald- miðlum, sem islenzka krónan hefur hækkað gagnvart á á þessu sex mánaða timabili. Sú hækkun stafar af gengisfellingu sænsku krónunnar, en undan- farið hefur islenska krónan unn- ið mismuninn vel upp. Hjá Saab-umboðinu lágu ekki fyrir glöggar upplýsingar um þetta sex mánaða timabil, það WMiMliMfMIMIUNáUBIÍ WmSk Þessa skemmtilegu mynd tók Ijósmyndari blaðsins ATA er einn starfsmanna Slippsins var að fara frá borði togarans Rauðanúps sem er þar 1 dráttarbrautinni. „Hann vill verða borgarstjóri!” — segir flokksbróðir Alberts Guðmundssonar Frétt Alþýðublaðsins i gær um ummæli Al- berts Guðmundssonar, þingmanns og borgar- fulltrúa, á fundi með kaupmönnum i fýrra- dag, þar sem hann kvaðst ekki ætla að gefa kost á sér i fram- boð, hefur vakið mikla athygli. Vísir og Dag- blaðið höfðu það eftir Albert i gær, að hann vildi ekkert um málið segja, og sama svar fékk Alþýðublaðið frá þingmanninum. Menn velta því nú fyrir sér hvaö liggja kunni til grundvall- ar ummæla Alberts. Ýmsir kunningjar hans segja, að hon- um geti ekki verið alvara meö þessu, enda ,,fær hann ekki að hætta”, eins og einn orðaöi þaö. Andstæöingar Alberts i póli- tikinni segja, að hann hafi sett þetta á sviö til að fá af staö fjöldahreyfingu sértilstuðnings. „Hann ætlar sér borgarstjóra- embættið” sagði einn af and- stæöingum Alberts i Sjálfstæð- isflokknum i gær. „Hann er vanur þvi að fá fram það sem Framhald á bls. 10 er ekki upplýsingar, sem við- mælandi blaðamanns taldi gefa glögga mynd af áhrifum gengis- sigs. Þar blandast inn i verð- breytingar frá hendi verksmiðj- anna, sem ollu þvi að Saab var ódýrari i ágúst en i april þetta ár. Hins vegar fengust þar þær upplýsingar, að 78 módel af Saab 99, hefði þann 24. ágúst siðastliðinn kostað 3.075.000.00' krónur, en átta vikum siöar, það er 24. október, 3.190.000.00. Þessi verðhækkun er um 3.7%, eða nálægt 11% miðað viö sömu þróun i sex mánuði. Hækkunin vegna gengissigs- ins er i þessu tilviki rúmlega fjórtán þúsund krónur á viku hverri. Gagnvart sænsku krónunni hefur islenzka krónan hækkað um 0.8% siðustu sex mánuði. Af öðrum bifreiðategundum má geta þess, að Scoda-bifreið, sem fyrir sex mánuðum kostaði 960.000.00 krónur, kostar nú 1.043.000.00, hefur hækkað um 8.6%, og Renault-bifreið, sem kostaöi 1.818.000.00 fyrir sex mánuðum, kostar nú 2.400.000.00, hefur hækkað um 33%, sem raunar er mesta hækkun, er blaðið fann i gær dæmi um. —hv ( „Krónurýrnunarstefnunni” fylgt fast: ) 20% á þessu ári? Islenzka krónan er enn á niðurleið, hraðri niöurleið, þvi undanfarna sex mánuði hefur hún sigið sem nemur niu af hundraði gagnvart Bandarikja- dollar, fimm til sex og hálfan af hundraði gagnvart gjaldmiðlum annarra Norðurlanda, og um eða yfir tiu af hundraöi gagn- vart gjaldmiðlum flestra ann- arra Evrópurikja. Hér fer á eftir samanburöar- tafla, er sýnir gildi islenzku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, annars vegar hinn 26. april á þessu ári, hins vegar i fyrra dag, þann 16. októ- ber. Má af þessari töflu draga nokkrar ályktanir um orsakir þess að rikisstjórninni hefur „tekizt að komast hjá þvi að fella gengi islenzku krónunn- ar”. Af þessari töflu má sjá, að „gengissig” hefur ekki sömu áhrif á gjaldmiðil okkar og „gengisfelling”, eða „gengis- breyting”. Engu að siður er greinilegt, að þótt islenzka krónan hafi hlutfallslega hækkað i verögildi miðað viö gjaldmiöla tveggja annarra þjóöa, það er sænsku krónuna og pesetann, þá er „sigið” frá fimm af hundraði, Framhald á bls. 10 27. april 1977. 27. október 1977 sig 1 Bandarikjadollar 192.80 210.30 9.0% 1 Sterlingspund 331.45 374.00 12.8% lOOdanskar krónur 3223.45 3435.00 6.5% lOOnorskar krónur 3646.60 3828.90 4.9% lOOsænskarkrónur 4430.40 4393.60 + 0.8% lOOfinnsk mörk 4758.10 5067.50 6.5% 100 franskir frankar 3885.90 4338.10 11.6% lOObelgiskir fr. 532.60 596.40 11.9% lOOsvissn. frankar 7608.50 9418.70 23.8% 100 gyllini 7823.10 8651.10 10.6% 100 v-þýsk morx 8132.10 9295.80 14.3% lOOlirur 21.76 23.90 9.8% 100 Austur. Sch. 1144.25 1304.60 14.0% 100 escudos 498.20 517.10 3.8% 100 pesetar 280.50 251.40 + 10.3% 100 yen 69.30 83.55 20.56% Bensínlítrinn í 130 kr. í lok næsta árs? — Mér sýnist óhjákvæmilegt að velta fyrir sér þeim möguleika, aö fólk dragi saman notkun bif- reiöa á næsta ári vegna mikilla hækkanaá bensini, sagði Ingólfur Jónsson, alþm., meðal annars i ræðu á Alþingi i gær. Var þá til umræðu tillaga um uppbyggingu vegakerfis i snjóþungum héruð- um og i sambandi viö þaö drap Ingólfur Jónsson stuttlega á tekj- ur rikisins af bifreiöum og bif- reiðanotkun. Þingmaðurinn benti á aö I f jár- lagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir að bensingjald hækkaði um 15 krónur, sem þýddi 19-20 kr. hækkun á útsöluveröi bensins. Aö auki mætti gera ráð fyrir gengis- sigi krónunnar, og væri því engin fjarstæða að ætla aö siðari hluta árs 1978 kostaöi bensínlftrinn til neytenda allt að 130 krónur. — Þaö má alveg gera ráð fyrir aö fólk reyniaönota bensiniöminna, vegna þessa og er þvi óvist að rikissjóöur hafi eins miklar tekj- ur af benslnsölu og ætlaö er i f jár- lögum, sagði Ingólfur Jónsson. —ARH

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.