Alþýðublaðið - 28.10.1977, Page 3

Alþýðublaðið - 28.10.1977, Page 3
blaoið Föstudagur 28. október 1977 Tannlæknafélag íslands 50 ára: Fyrsta vísi að tannminja- safni komið á fót Fyrsta vísi að /,tannminja"safni hefur verið komið á fót á veg- um Tannlæknaf élags Islands. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var með fréttamönnum í gær i tilefni af þvf að þann 30. október næstkomandi verður Tannlæknafélag islands 50 ára. Félagið stofnuðu tannlæknarnir Brynjúlfur Björnsson, Hallur Hallsson og Thyra Loftsson, 30. okt. 1927. Frumkvöðull að stofnun Tannlæknafélagsins var Brynjúlfur og samdi hann fyrstu lög þess og siðareglur. Hann samdi og frumdrög að lögum um tannlækningar, en fyrstu lög um það efni eru frá árinu 1929. Tilgangur félagsstofnunar- innar var i fyrsta lagi aö vera stéttar- og hagsmunafélag fyrir tannlækna og i ööru lagi aö auövelda félagsmönnum, að fylgjast með nýjungum á sviði tannlækninga og viðhalda þekk- ingu þeirra. Þá hefur félagið i auknum mæli beitt sér fyrir fræðslu fyrir almenning. Má i þvi sambandi nefna að i tilefni af afmæli félagsins verða flutt 7 fræðsluerindi en siðasta erindiö verður flutt i desember. 1 Tannlæknaféíagi Islands eru nú 167 félagar og þar af eru um 150 starfandi hér á landi. Lang- flestir þessara tannlækna eru búsettir i Reykjavik, eða rúm- lega 100, en það mun hins vegar færast i vöxt að nýliðar i stétt- inni setjist að á landsbyggðinni. Ýmislegt verður gert til að minnast afmælis félagsins. 1 gærkvöldi var haldinn hátiöar- fundur i félagsheimili tannlækna að Siðumúla 35, aö viðstöddum heilbrigöismála- ráðherra, borgarstjóra og borgarlækni. 1 dag föstudag heldur prófessor Harald Löe fyrirlestur um tannvegsfræði. Á morgun laugardag halda 5 islenzkir fyrirlesarar erindi i hinum ýmsu greinum tannlæknisfræðinnar, en að kvöldi þess dags veröur siðan afmælishátið að Hótel Loft- leiðum. —GEK rrBjórmáléd” enn í þingsali: Nú vill Sólnes þjóðarat- greiðslu Búast má við þvi að enn á ný færist lif i umræöu manna um áfengt öl eöa bjórinn margumtal- aöa, þar sem oddviti stuönings- manna hans á Alþingi, Jón Q. Sól- nes.hefurenn lagt fram tillögu til þingsályktunar um bjórmáliö. Jón G. Sólnes flutti sem kunnugt er tillögu á siöasta þingi, sem gerði ráð fyrir aö núgildandi áfengislögum yröi breytt á þann veg,aö framleiösla ogsala áfengs öls yröi heimiluö. örlög frum- varpsþessa urðuþau, að þaö dag- aði uppi i nefnd og þar með i þing- inu og „reyndi þvi aldrei á hvort þingvilji væri fyrir þvi að leyfa framleiðslu og sölu áfengs öls eöa ekki”, segir Sólnes i greinargerð með nýju tillögunni. En nýja tillagan er þó frá- brugðin hinni fyrri, á þann veg, að þar er lagt til að við næstu alþingiskosningar fari fram þjóðaratkvæðagreiösla um hvort heimila skuli framleiðsliu ogsölu áfengs öls f landinu. Þátttaka i atkvæðagreiöslu þessari skal heimil öllum sem náö hafa 18 ára aldri þegar atkvæðagreiöslan fer fram. Flutningsmaður segir i greinargerð, að ekki sé óeðlilegt aö leitað sé eftir þvi aö fá vitn- eskju um hver sé hinn raunveru- legi þjóðarvilji i jafnumdeildu máli og hérerfjallað um Auðveld leiö og kannski sú marktækasta sé að mati flm. að láta fara fram þjóðaratkvæöagreiðslu um máliö. Og þar sem almennar þingkosn- ingar séu á næsta leyti sé sjálf- sagt aö nota það tækifæri sem þannig bjóöist. Flm. telur sjálf- sagt að miöa þáttöku i atkvæöa- greiðslunni við 18 ára aldur og segist þannig vilja leggja áherzlu á þá skoðun sina aö ákvöröun um framleiðslu og sölu áfengs öls sé ekki siður mál ungu kynslóðar- innar en hinnar eldri, og þvi ekki nema eölilegt að unga fólkiö fái aö láta i ljós álit sitt á málinu. —ARH Óperumyndin Fidelio í Nýja Bíói Leonora, dulbúin sem Fidelio (Annja Silja, t.v.), og fanga- vörðurinn Rocco (Ernst Wiem- ann), ásamt dóttur hans (Lucia Popp), Félagið Germania og Tónleika- nefnd Háskólans hefja nú aftur sýningar á þýzkum óperukvik- myndum. Þessar myndir eru all- ar gerðar af norður-þýzka sjón- varpinu og Hambórgaróperunni undir stjórn Rolf Liebermann. Myndirnar veröa sýndar I Nýja Bió á laugardögum og er aðgang- ur ókeypis og öllum heimill. Fyrsta óperan sem sýnd veröur er Fidelio eftir Beethoven. Ópera þessi fjallar um ástina og frelsið og segir frá hinni trygglyndu Leonoru sem dulbýst sem unglingspilturinn Fidelio til þess að leysa mann sinn Florestan úr fangelsi. Þekktir söngvarar eru I cSlum hlutverkum. Meö hlutverk Flor- estans fer Bandarikjamaðurinn Richard Cassilly og þýzka söng- konan Anja Silja syngur Leonoru. Þau hafa sungið þessi hlutverk viða, m.a. i Covent Garden. Hinn þekkti bassasögnvari, Theo Adam, fer með hlutverk hins harölynda fangelsisstjóra, Don Pizarro, oglandihans, Hans Sotin er pon Fernando, ráðherra. Lucia Popp, ein kunnasta söng- kona Þjóðverja, er i hlutverki Marzelline, dóttur fangavaröar Kvikmynd þessi var sýnd i sjónvarpinu á páskadag, 6. april 1969, en eflaust hafa margir áhuga á aö sjá hana aftur I litum. Þess má einnig geta, að þegar Þorsteinn Hannesson, tónlistar- stjóri Rikisútvarpsins, var fast- ráðinn við Covent Garden óper- una, söng hann oft hlutverk Flor- estans. Sýningin hefst kl. 14, en slðar i vetur, er áformaö að sýna Töfra- flautuna (3. (3. des.), Keisara og smið (28. jan.) og Wozzeck (18. marz) Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppa- bifreiðar og i nokkrar ógangfærar bif- reiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNALIÐSEIGNA \ á gamla verðinu Hangiframpartar kr. 768.— pr. kg. Hangilæri kr. 979.— pr. kg. 29.10.77 KIWANISHREYFINGIN Á ÍSLANDI Gleymum ekki geðsjúkum

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.