Alþýðublaðið - 28.10.1977, Qupperneq 10
Föstudagur 28. október 1977
alþMu-.
blaoló
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiðslu opin alla
daga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vikunnar.
HÓTEL SAGA
Grilliö opið alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opið alla
daga nema miðvikudaga. Simi 20890.
INGÓLFS CAFÉ
við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9
Hljómsveit Garðars Jóhannessonar.
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
Fjölbrautaskólinn
Brautarholti
Skrifstofuaðstoð óskast að skólanum i 2
mánuði og er um 1/2 dags starf að ræða.
Upplýsingar gefur Rögnvaldur Sæmunds-
son, aðstoðarskólameistari i sima 75600
eða i skólanum á skrifstofutima.
Skólameistari.
Styrkur til háskólanáms
í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram I löndum
sem aðild eiga að Evrópuráðinu tiu styrki til háskólanáms
i Svíþjóö háskólaárið 1978-79. — Ekki er vitaö fyrirfram
hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut íslend-
inga. — Styrkir þcssir eru eingöngu ætlaöir til framhalds-
náms við háskóla. Styrkfjárhæðin er 1.725 sænskar krónur
á mánuöi i niu mánuði en til greina kemur I einstaka til-
vikum aðstyrkur verði veittur tilallt að þriggja ára.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrk-
timabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til:
Svenska Institutet, P.O. Box 7072,
S-103 82 Stockholm, Sverige,
fyrir 28. febrúar 1978
Menntamálaráðuneytið,
26. október 1977.
Sfí Reykjavíkurborg
W — úthlutun
Auglýst er eftir umsóknum byggingar-
meistara og/eða byggingarfélags um út-
hlutun fjölbýlishúsalóðarinnar Flyðru-
grandi 8, 8a, 8b og 8c. Ætlazt er til, að
byggt sé skv. þegar samþykktum
byggingarnefndarteikningum, sem liggja
frammi til skoðunar hjá byggingarfull-
trúa Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 2.
hæð.
Allar nánari upplýsingar s.s. um áfallinn
kostnað vegna jarðvegsvinnu, hönnunar
o.fl. veitir skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings.
Umsóknarfrestur er til 10. nóv. n.k.
Borgarstjórinn i Reykjavik.
Dagbókin 5
til hefur rikið borið 50% af
kostnaði við hljómsveitina,
borgarsjóður Reykjavikur
21,4% og Rikisútvarpið 28,6%.
Samkvæmt hinu nýja frumvarpi
mun rikissjóður bera 37%
kostnaöar, Rikisútvarp 28%,
Þjóðleikhús 10% og borgarsjóð-
ur Reykjavikur og bæjarsjóðir
Hafnarf jarðar, Kópavogs,
Garðabæjar, og Seltjarnarness
munu siðan skipta þeim 25%
sem eftir eru á milli sin.
Mál þetta hefur valdið nokkr-
um deilum. Til dæmis hefur
komiö i ljós að ekkert hefur ver-
ið rætt við forsjármenn þeirra
sveitarfélaga sem nú koma inn i
dæmið i fyrsta skipti hvort þeir
séu tilkippilegir i leikinn.
Umræður um mál þetta hafa
snúizt upp i almennar
menningarmálaumþenkingar.
Þingmenn utan af landi hafa
skyndilega rumskað i stólum
sinum.
Ýmsir af J)ingmönnum dreif-
býlisins hafa bent á að litið sam-
ræmi sé i menningarstuðningi
rikisins. Sinfóniuhljómsveitin
þjóni þröngum hlustendahópi
hér á höfuðborgarsvæðinu, en á
sama tima leggi fólk út á landi á
sig mikið erfiði og óþægindi til
að geta lagt stund á menningar-
starfsemi sem blómstrar viða
um land styrkjalaust. Þetta
má kallast nokkurt hugrekki af
umræddum þingmönnum. 1
þessum umræðum urðu þeir svo
hjartanlega sammála Jónas
Arnason og Karvel Pálmason að
Karvel táraðistundir ræðu þess
fyrrnefnda að eigin sögn. Hefur
tilfinningahiti i þingsölum ekki
lengi komizt svo hátt upp.
Hvað ætíar Albert sér að
gera?
Alþýðublaðið segir frá þvi i
gær að Albert Guðmundsson,
borgarfulltrúi og alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins hafi á fundi
i fyrradag gefið þá yfirlýsingu
að hann hyggðist ekki bjóða sig
fram fyrir flokkinn i næstu
kosningum. Albert á gifurlega
mikið persónufylgi og kæmist
að öllum likindum á þing utan
flokka. Albert hefur þó ekkert
viljað láta eftir sér hafa um
fyrirætlanir sinar, en tvimæla-
laust setur þetta nokkurt strik i
reikningsdæmi forystumanna
Sjálfstæðisflokksins.
Qengissig 1
upp i tæplega tuttugu og f jóra af
hundraði sem er gagnvart sviss-
neska frankanum.
Gagnvart átta af þeim sextán
gjaldmiðlum, sem taldir eru hér,
hefur gengissigið verið yfir tiu af
hundraði þessa sex mánuði, eða
yfir tuttugu af hundraði á árs-
grundvelli. Væri þvi ekki úr vegi
að álykta sem svo, að sigið jafn-
gildi um tiu prósent gengisfell-
ingu, eða tuttugu prósent gengis-
fellingu á ársgrundvelli.
Þvi er ljóst, að þeirri rikis-
stjórn, er nú er nokkuð hrósað
fyrir að fella ekki gengi krónunn-
ar, hefur tekizt að ná vel gengis-
fellingameðaltali undanfarinna
áratuga. Henni hefur tekizt að
halda þeirri stefnu er rikisstjórn-
ir undanfarinna áratuga hafa
helzta rekið gagnvart gjaldmiðli
okkar, það er að rýra hann sem
mest.______________________
Albert_________________1_
hann vill, og nú vill hannfyrsta
sætiö I borgarstjórnarkosning-
unum og þar með borgarstjóra-
embættið. Um þetta hefur slag-
urinn staðið”, sagði viökom-
andi.
Aðrir eru þeirra skoðunar, að
Albert kunni að fara leið hins
danska Glistrups, þótt ekki sé
mikill skyldleiki með skoöunum
þeirra tveggja. Enginn vafi er
þó á þvi, að Albert á miklu fylgi
að fagna og næði auöveldlega
kjöri utanflokka. Hann er sjálf-
stæður i skoðunum, lætur engan
segja sér fyrir verkum og htíur
reynst mörgum litilmagnanum
stoö og stytta I erfiöleikum.
Fljótlega kemur i ljós hvað
Albert ætlar sér, en þangað til
biða margir með öndina i háls-
inum.
Félagsvist
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur
verður i Iðnó (uppi) nk. laugardag kl. 2
e.hd. Góð verðlaun. — Mætið vel og stund-
vislega.
Skemmtinefndin
Ljósmyndarar
Viljum kaupa ljósmyndir af skipum
félagsins og frá starfsemi þess. — Enn-
fremur góð eintök af dagatölum félagsins
fyrir 1931.
H.F. Eimskipafélag íslands.
fH Útboð
Tilboð óskast I sivalar bryggjuhlifar úr gúmmi (Cylind-
rical rubber fenders) fyrir Reykjavikurhöfn.
Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
R.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 23. nóv-
ember n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Húsvörður
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, óskar
að ráða húsvörð við ibúðarálmu Sjálfs-
bjargarhússins Hátúni 12, Reykjavik.
Ráðgert er að húsvörðurinn hefji störf um næstu áramót.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og meömæl-
um, sendist fyrir 7. nóvember n.k. mérkt Sjálfsbjargar-
húsið, húsvarzla, R. 5 pósthólf 5147 Reykjavik.
Styrkur
til háskólanáms eða rannsóknastarfa
í Bretlandi
Breska sendiráðið í Reykjavik hefur tjáð islenskura
stjórnvöldum að The British Council bjóði fram styrk
handa Islendingi til náms eða rannsóknastarfa við há-
skóla eða aðra visindastofnun I Bretlandi háskólaárið
1978-79. Gcrt er ráð fyrir að styrkurinn nægi fyrir fargjöld-
um til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fæði og húsnæöi,
auk styrks til bókakaupa. t
Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprofi og aö öðru
jöfnu vera á aidrinum 25-30 ára.
Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist mennta-
málaráðunej tinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. des-
ember n.k. — Tilskilin eyðublöð, ásamt upplýsingum um
nauðsynleg fy lgigögn, má fá I ráöuneytinu og einnig i
breska sendiráðinu, Laufásvegi 49, Reykjavlk.
Menntamálaráðuneytið,
26. október 1977.
Laus staða ritara
samgöngumálanefndar Norðurlandaráðs
Staða ritara samgöngumálanefndar
Norðurlandaráðs er laus frá 1. des. n.k.
Sérþekking á starfssviði nefndarinnar og
góð kunnátta i einu Norðurlandamáli er
nauðsynleg. Laun nú um 86 þús. sænskar
kr. og staðaruppbót nú um 21 þús. sænskar
kr. á ári. Búseta i Stokkhólmi áskilin.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, sendist Islandsdeild
Norðurlandaráðs, alþingishúsinu fyrir 5.
nóv. n.k.
Forsætisnefnd ráðsins tekur ákvörðun um
ráðningu.
íslandsdeild Norðurlandaráðs