Alþýðublaðið - 21.12.1977, Side 2

Alþýðublaðið - 21.12.1977, Side 2
Miðvikudagur 21. desember 1977; Innanlandsflugið lá niðri í gær — vegna veðurs — Flugfraktin fór sjóleiðis til Vestfjarða Innanlandsflugið gekk heldur brösuglega á landinu i gær. Þannig féll allt flug niður hjá Vængjum, en þar hefur flugið gengið illa vegna veðurs siðustu þrjá daga. Sama var uppi á ten- ingnum hjá Flugfélagi tslands I gær, — ekkert flogið innanlands. Hjá Vængjum fékk Alþýðublað- ið þær upplýsingar i gær, að fallið hefðu niður 12 ferðir til 8 staða þann dag vegna veðursins. Um 150 manns biðu þá eftir ferð frá Reykjavik, og taldi sá sem við ræddum við hjá Vængjum, að svipaður fjöldi myndi biða úti á landi eftir ferð til Reykiavikur, enda hefðu vélarnar yfirleitt ver- ið fullar báðar leiðir undanfaran daga. 1 fyrradag komust vélar Vængja hins vegar tvisvar til Siglufjarðar og einu sinni til Hvammstanga og Hólmavfkur, en Vestf jarðakjálkinn hefur verið höfuðverkur félagins undanfarna daga og algerlega ófært þangað. 1 gærkvöld voru áætlaðar þrjár ferðir með vörur til Sauðárkróks og tvær til Bfldudals, Stykkis- hólms og Rifs, en þegar blaðið hafði samband við Vængi var fyrirsjáanlegt að ekkert yrði af þeim ferðum fremur en farþega- flutningunum. Flugleiðir sendi fraktina sjóleiðis — Þetta er svakalegt, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða, þegar Alþýðublaðið spurði hann, hvernig innanlands- flugið gengi. — Hér hefur ekkert verið flogið innanlands og verður áreiðanlega ekki úr þessu á flesta staðina. Annars sagði Sveinn, að aðal- höfuðverkur þeirra Flugleiða- manna undanfarna daga hefði verið fraktflugið til Vestfjarða. Astandið i þeim málum hefur verið það sama og i farþegaflug- inu, — ekkert hægt að fljúga. Þar af leiðandi urðu Flugleiðir að gripa til þess neyðarúrræðis að senda flugfraktina sjóleiðis i gær. Allar bókanir, sem tafizt höfðu af veðurfarsástæðum, kláruðust i fyrradag hjá Flugfélaginu, nema til Vestfjarða, en farþegar til ísa- fjarðar, Patreksf jarðar og Þingeyrar hafa ekki komizt vestur um nokkurt skeið. Sveinn hafði engar handbærar tölur um, hversu margir farþegar biðu flugs i Reykjavik og úti á landi, en sagði að þeir skiptu örugglega hundruðum, og flestir væru það Vestfirðingar. Þá sagði Sveinn, að flug frá Keflavikurflugvelli hefði tafizt nokkra stund i gærmorgun, vegna skafrennings og hálku. En siðan hefði allt gengið meðeðlilegum hætti þar syðra og hætt hefði ver- ið við að láta vélarnar frá Ameriku og Evrópu yfirfljúga, eins og fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir. áfSStm. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS K^KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi Ira skiptibofói 28155 FÖT meö vesti hönnuð af Colin Porter Þórshöfn á Langanesi: Viðgerð hafin að nýju á Fonti ÞH - en leyndarmál hver útvegaði fé til þess Viögerð er nú hafin á ný á Fonti ÞH 225, togara Út- gerðarfélags Þórshafnar. Viðgerðá togaranum hefur legið niðri um mánaðar- skeið vegna fjárskorts út- gerðarinnar. Eins og fram hefur komið í Alþýðublað- inu hef ur verið þrýst á um að Síldarverksmiðjur rík- isins keyptu síldarvinnsl- una á Þórshöfn, til að f jár- magna viðgerð og byrjun- arrekstur togarans, eftir að viðgerð hefur farið fram, og sagði Bjarni Að- algeirsson sveitarstjóri á Þórshöfn, að sala síldar- vinnslunnar væri algjört lífsnauðsynjamál fyrir sveitarfélagið. Hins vegar sagði Bjarni i sam- tali við Alþýðublaðið i gær, að engin ákvörðun hefði verið tekin um kaupin á siðasta stjórnarfundi SR, eins og ætlað hafði verið. Hins vegar væri búið að leysa vanda þeirra Þórshafnarbúa um skeið, með þvi að útvega fé til að ljúka viðgerð á togaranum. Aftur á móti var Bjarni ófáanlegur til að upplýsa hvaðan þeir peningar hefðu komið. Þegar Bjarni var að þvi spurð- ur, hvenær ákvörðun um kaup Sildarverksmiðjanna á sildar- vinnslunni i Þórshöfn yrði tekin, hvaðst hann ekkert um það vita. Ekki væri einu sinni vist að slik kaúp yrðu tekin þar fyrir aftur. — Það er vissulega ákveðnum þrýstingi beitt á SR i þessu máli, sagði hann, — en stjórnin hefur ákvörðunarvald i málinu. Að visu væri hægt að bera fram frumvarp á þingi um slik kaup, en ekki vissi hann um að slikt stæði til. Bjarni sagði að hljóðið væri nokkuð betra i Þórshafnarbúum nú, þegar búið væri að útvega fé til að ljúka viðgerð á Fonti. Hálfs- mánaðarvinna væri eftir við þá viðgerð, og yrðu Þórshafnarbúar að vona að hægt yrði að gera skip- ið út á veiðar, eftir að henni lyki. — hm Áætlunin Úter komin bókin „Áætl- unin" eftir sovétzka skák- manninn Romanovskij. Bók þessi hef ur lengi verið kölluð Biblía sovézka skák- mannsins. Á bókakápu segir meðal annars: Hið fræðilega ferli tefldrar skákar er fram- kallað af framtakssemi og djúpsæi skákbaráttunnar, dirfsku og rólyndi, vogun og staðfestu, hugmynda- auðgi og nákvæmum út- reikningum og umbreytist þannig á skapandi hátt í listaverk. Útgefandi bókarinnar, Timarit- ið Skák, hefur ákveðið, að gefa skilvisum áskrifendum timarits- ins þessa bók i jólagjöf. Þetta er þriðja árið, sem timaritið hefur gefið áskrifendum sínum bók um áramótin, árið ’75 var það bók Tals: Hvernig ég varð heims- meistari og i fyrra var það Skáld- skapur á skákborðinu eftir Guð- mund Arnlaugsson. Bækur þessar eru allar áritaðar og tölusettar. BRÚIN l.«m Þ<-i«(i«Ugvr 3C. l, tbl. Akuinraingar ag Borgnesingar .... Eignast nýjan skuttogara Nytt aðalskipuing fyrir Borgarnes Áætlað að Bomnesinírar Forslfta hins nýja blafts Framsóknarfélags Borgarness. Nýtt blað í Borgarnesi Himnesk brú I ga=. segir Tíminn frá að nú sé hafin útgáfa á nýju blaði í Borgarnesi. Naf nið gæti bent til að hér væri á ferð rit trúarlegs eðlis, þ.e. brú á „veginum til lífsins," eða yfir „móðuna miklu." Nánari athugun leiðir hins vegar i Ijós að hér er átt við svo jarðneska framkvæmd, sem „Péturskirkju" Halldórs E. eða Borgar- f jarðarbrúna.Mörgum mun þó þykja ekki alveg illa til fallið að færa mannvirkið á þennan hátt í nýjan og æðri skilning, því hver veit hvert leið- sögn Halldórs kann að leiða vegamál landsins um siðir, — kannske beint i himininn inn?"

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.