Alþýðublaðið - 21.12.1977, Side 12

Alþýðublaðið - 21.12.1977, Side 12
alþýðu- blaðið Ctgcfandi Alþýðuflokkurinn MIÐVIKUDAGU.R Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Slðumúla XX, slmi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að XXverfisgötu XO, sími 14906 — Askriftarsimi 14900. 21. DESEMBER 1977 Orugg og nýtískuleg kven- og karlmannsúr á mjög hagstæðu verði. Kynnið yður GENEVE Atkvæðagreiðsia um fjárlagafrumvarpið í dag Benzfnskattur og nýtt skyldusparnaðarákvæði um hámarkstekjur Þriðju umræðu um f járlögin mun Ijúka i dag, en um breytingartillögur og frumvarpið sjálft verða greidd atkvæði í fyrramálið. Þá verður fundum þingsins frestað fram yfir hátíðar. Þær breytingartillögur, sem mest kveður að eru sem kunnugt er fram- lenging á 18% vörugjaldi, sem á að vega 7 milljarða á móti þeim 14 milljörð- um, sem nú er vitað að fjárlögin fara fram úr sjálfum sér. i blaðinu í gær var sagt frá gagnrýni Gylfa Þ. Gislasonar á breytingu á almanna- tryggingarlögunum, sem gerir ráð fyrir að sjúkra- tryggingargjald hækki úr 1 i 2% en sú hækkun á að færa ríkissjóði 1900 mill- jónir króna. Þá hefur rikisstjórnin aflað sér lánsf járheimildar, sem nemur tuttugu milljörðum og er þar innifalin ný sparnaðar- skylda af hámarkstekjum. Þá hefur verið samþykkt að leggja 7 króna og fimmtiu aura gjald á benzin, vegna útgjalda- aukningar til vegamála. Aörar breytingatillögur Á þingskjali nr. 274 má lita breytingartillögur ýmislegs efnis, sem athygli vekja. Þar á meðal er sú, að til Grensás- deildar Borgarspitala verður veitt 20 milljónum og framlag til lifeyrissjóðs starfsmanna stjórnmálaflokka hækkar i 2.5 milljónir, en var ráðgert 1.5 milljón. Þá má nefna að endur- greitt verði aðflutningsgjald og söluskattur af efni til disil- stöðvar, aðveitustöðvar og orkuflutningsveitu fyrir Vest- mannaeyjakaupstað. Samið verði um bætur vegna tjóns af völdum fisksjúkdóma Meðal nýrra liða i þingskjal- inu má finna tillögu um að festa kaup á veggmyndum i vinnu- stofu Jóhannesar S. Kjarvals, listmálara að Austurstræti 12 og að nauðsynleg lán verði tekin i þvi skyni. Samið verði um og bætt tjón vegna fisksjúkdóma og lán út- veguð i þvi skyni, en það atriði hefur verið aðkallandi, sem kunnugt er, vegna nýliðinna at- burða að Laxalóni. Þá kemur fram að ætlunin er að selja sendiherra bústaðinn i New York og verja söluandvirð- inu til kaupa á nýjum bústað og taka i þvi skyni lán til tiu ára að upphæð 210.000 bandarikjadala. Mun mörgum þykja þessi upp- hæð i riflegra lagi. Flóabátar og vöru- flutningar Flóabátarnir eru mun dýrari i rekstri en flesta mundi óra fyrir og i sundurliðun, sem sam- Framhald á bls. 10 Styrkið þá sem minnst mega sín eflið fjársöfnun Mæðrastyrksnefndar Svo sem sagt var frá í Alþýðublaðinu i gær, stendur jólasöfnun Mæðra- styrksnef ndar nú sem hæst. Hátt á þriðja hundr- að umsóknir hafa þegar borizt. I þessum hópi eru bæði einstæðar eldri konur sem eiga við örðugleika að etja, bæði fjárhagslega örðugleika og sjúkdóma ýmiss konar. Einnig eru fjölmargar einstæðar mæður með mörg börn á framfæri. Á blaðamannaf undi, sem Mæðrastyrksnefnd hélt í gær kom fram, að velmeguniná Islandi hefur greinilega gleymt mörg- um. Rekinn hefur verið töluverður áróður fyrir því að enginn fátækt sé til á Islandi. Sá áróður er ekki aliskostar réttur. Starfs- fólkið hjá Mæðrastyrks- nef nd hefur komizt að því í gegnum starf sitt. Þó svo fjárráð Mæðrastyrks- nefndar séu ekki mikil, getur nefndin leyst eitthvað úr vand- ræðum allra, sem til hennar leita^ Þessi aðstoð nefndarinnar er þó engin lausn á vandamálun- um, heldur aðallega hugsuð þannig, að þiggjendur geti gert sér smá dagamun um jólin. Fjárráð Mæðrastyrksnefndar fer eftir þvi, hvað þú, lesandi góð- ur, leggur af mörkum. Fjáröflun nefndarinnar byggist svo til ein- gönguá framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Séu undirtektir al- mennings góðar, verður meira til skiptanna. Þú, sem ert aflögufær, getur lagt þitt af mörkum til að gera einhverjum jólin gleðilegri. Mundu, að þú ert ekki einn i heiminum. 1 næsta nágrenni viö þig er e.t.v. fjölskylda, sem allt að þvi sveltur um jólin, um leið og þú eyst á diskinn i þriðja sinn og losar um beltið. Með þvi að styrkja Mæðra- styrksnefndina getur þú e.t.v. - fært gleði inn á eitthvert heimili yfir jólin. Söfnun nefndarinnar hefur far- ið fram meðal fyrirtækja og stofnana og hafa söfnunarlistar verið sendir út. Einnig getur fólk komið með framlög á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar að Njáls- götu 3. Einnig er fatnaður vel þeginn, sérstaklega barnafatnað- ur. Allir þeir, sem geta séð af góð- um og hreinum barnafatnaði (sérstaklega skjól- og hlifðarfatn- aði), og þeir eru margir, gerið vel i að koma honum á skrifstofu nefndarinnar, sem mun ráöstafa honum til þurfandi barna i borg- inni. Stöðvið jólainnkaupin i smá- stund og hugleiðið málið. Það eru margir ómettir munnar á Islandi. Það eru margir, sem þurfa meira á þeim peningum að halda, sem þú ert um það bil að eyða i gjafir og mat. Láttu eitthvað af hendi rakna við þá sem minnst eiga og leiddu smá gleði og hamingju inn á eitthvert heimilið þessi jól. A 1 A Aldls Benediktsdóttir, formaður nefndarinnar, Jóhanna Stefáns- dóttir, varaformaður, og Guðlaug Runóifsdóttir, gjaldkeri. (Mynd: —HV) Verður vitnið sótt til — fyrir að breyta eiðsvörnum framburði? Svo sem fram kom í gær, hafnaði sakadómur Reykjavíkur síðari framburði vitnisins Sig- urðar óttars Hreins- sonar, sem á sinum tíma viðurkenndi að hafa ek- ið sendiferðabifreið í Dráttarbrautina í Keflavík kvöldið sem Geirfinni Einarssyni var ráðinn bani. Sem kunnugt er dró Sigurður þennan fyrri framburö sinn til baka ekki alls fyrir löngu og taldi hann tilkominn með þvingun- um og hótunum um gæzluvarðhald af hálfu lögreglumanna. t kjölfar niðurstöðu saka- dóms hafði blaðið samband við vararikissaksóknara Braga Steinarsson og innti hann eftir þvi hvort höfðað yrði mál á hendur Sigurði Citari vegna hins breytta framburðar. Sagði Bragi að á þessu stigi væri ekki hægt að fullyrða neitt um það, en bætti þvi við að mál Sigurðar væri til af- greiðslu hjá embætti rikissak- sóknara. Sagði hann jafn- framt að sú afstaða sem saka- dómur hefði tekið, að hafna al- farið siðari framburði Sigurð- ar, gæfi óneitanlega visbend- ingu um hvert stefndi. —GEK JAFNTEFLI I gærkvöldi fór fram i Laugardalshöllinni lands- leikur íslendinga og Ung- verja. Leikurinn var geysi- spennandi og lyktaði hon- um með jafntefli 24 mörk gegn 24. Þegar aðeins tvær sekúndur voru til leiksloka höfðu Ungverjar eins marks forystu, en Bjarni Guðmundsson, Val, jafnaði á sið- ustu sekúndu. t leikhléi var einnig jafntefli 12 mörk gegn 12. Landsleikurinn þótti vel leikinn af beggja hálfu og dómararnir sem voru vestur- þýzkir þóttu standa sig vel. — GEK

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.