Alþýðublaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 3. janúar 1978 alþýðu' blaðið Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. '| Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Slðumúla 11, slmi 81866. Kvöldslmi fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. . Askriftarverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónur I lausasölu. £ Er Landssmiðjan af bákninu? ms :í hluti Ungir Sjálfstæðismenn hafa heimtað ,,báknið burt". Ekki hafa þeir þó skilgreint nákvæmlega hvað þeir eiga við með bákninu, en hafa þó nefnt nokkur opinber fyrirtæki og stofnanir. Hinir eldri í hópi Sjálf- stæðismanna hafa tekið undir þessar kröfur, og vilja nú hefjast handa. Mál hafa þó snúizt svo, að þeir hafa byrjað á öfugum enda. Þeir vilja leggja niður Landssmiðj- una, eitt af mikilvægustu og bezt reknu fyrirtækj- um í Reykjavík. Þessi krafa er vægast sagt út í hött, enda harðlega mót- mælt af öllum, jafnvel mönnum innan Sjálf- stæðisf lokksins. Kraf an um það, að gætt verði meira hófs í rekstri hins opinbera áfullan rétt á sér. Þar er margt hægt að lagfæra, enda hefur yfirbyggingin stöðugt stækkað. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar engar tilraunir gert í þessa átt. Hún hef ur að- eins skorið niður fram- kvæmdafé í þágu al- mennings, til dæmis til sjúkrahúsa og skóla, en reynt að tryggja einka- framtakinu nægilega f jármuni. Hugmyndin um að leggja niður Landssmiðj- una er fráleit og klaufa- leg. Smiðjan er ekki á fjárlögum og fær ekki f járframlög úr rikissjóði. Hún er rekin á mjög svipaðan hátt og hlutafé- lag. Á undanförnum ár- um hefur Landssmiðjan skilað ríflegum hagnaði, 13 milljónum árið 1975 og röskum 16 milljónum 1976. Á síðasta ári voru opin- bergjöld Landssmiðjunn- ar 10,5 milljónir króna, og þarf mikla skarpskyggni til að álykta að fyrirtækið sé bákn, sem þurfi að leggja niður. — Það er ekki síður íhugunarefni, að nær 100 manns myndu missa atvinnuna, ef stjórnvöld gerðu alvöru úr hótunum sínum. Þá ættu stjórnvöld að ihuga, að Landssmiðjan þjónar mikilvægum at- vinnugreinum, til dæmis f iskimjölsverksmiðjum, útgerðinni og bændum. — Samstarf snef nd Lands- smiðjunnar hefur harð- lega mótmælt öllum áformum og tali um að leggja smiðjuna niður. Þess í stað skorar hún á stjórnvöld að gefa smiðj- unni frjálsar hendur til uppbyggi ngar, sem örugglega myndi skila margfalt meiru í þjóðar- búið en væri hún lögð nið- ur. Það er öllum Ijóst, að þeir menn, sem leggja vilja niður Landssmiðj- una, eru ekki að hugsa um sparnað í opinberum rekstri. Hugmyndir þeirra eru þær, að láta einkaf ramtakinu smiðj- una í té, einfaldlega vegna þess, að hún er arðbært fyrirtæki. Þessum fyrirætlunum verður að mótmæla harð- lega og koma í veg fyrir, að þær nái fram að ganga. Fremur ber að hlúa að ágætum rekstri smiðjunnar svo að hún geti tekið að sér stærri og meiri verkefni. Þá væri ekki úr vegi að fara að ráðum Alþýðuf lokks-. manna um að veita starfsfólkinu aðild að stjórn smiðjunnar og auka þannig áhuga þess og ábyrgð á rekstrinum. — ÁG Þjóðleikhúsið efndi nú t il jóla- boðs og komu fyrstu gestir á annan dag jóla, siðan hafa gest- ir komið á hverju kvöldi. Margt er til gamans gert, spilað og leikið og miklu mest dansað. Það hefur mikið verið gert svo vel fari boðið, kallað til útlanda að biðja islenska og erlenda að gjöra svo vel að koma nú dansandi listina heim, til bóta við þá sem fyrir er i landinu. Arangur alls er ljóm- andi skemmtilegt fjölskyldu- boð. Þar er manni sagt frá öðru sliku boði um jól fyrir margt löngu og það túlkað i ballett sem Marius Petipa byggði á sögu E.T.A. Hoffmanns, en Tsjaikovski gerði til minnis mjög, með tónlist sinni, sem gjörvöllmannkind þekkir og dá- ir. Ballettinn Hnotubrjóturinn er i tveim þáttum. Fyrsti gerist á heimili Silberhaushjónanna, en þar er jólaboðiö fyrir börn þeirra, Fritz og Klöru, (Stefán Jónsson og Sigrún Guðmunds- dóttir) og gesti foreldranna, meöal þeirra Drosselmeyer, sem er góður kall og margt til lista lagt og gjöfull vel. Hann gefur Klöru hnotubrjót. 1 þessu góða húsi sér glöggt að hreyfing kvenna til jafnréttis kynja er óborin. Stúlkubörnum gefnar dúkkur, piltum sverð og byssur, enda hljóp rækallinn I strákana, þeir gerðu telpumömmum að- súg mitt i kyrru vagga-vagga-- leiks, meö karllegu offorsi og tilveruráöriki. Þegar svo veislu llkur, gestabörnin löngu búin að fá nóíg og sofnuð sum og borin burt, sofnar Klara og dreymir hnotubrjótinn sem er hannaöur I karlsliki. 1 draumi nætur, læðast mýs um gólf enda köttur ekkiheima, kanski verið I garðkattaboði, en tindátar, þó liklega trédátar, vakna til draumlifs og allt fer I háaloft en Klara bjargar hers- höfðingja sínum, hnotubrjótn- um, með þvi að lemja músa- kóng með þvi að lemja músa- kóng með skónum sinum. Hefur slikri barsmið siðan verið haldið áfram draumlaust i heimi hér. Nema hvað, hnotubrjóturinn breytist i fagran prins sem fer með Klöru i pakkaferð til sælgætislands með viðkomu i riki Snædrottningarinnar og Snækóngsins sem fagna vel gestum. I öðrum þætti er Klara og prinsinn hennar, komin til Sælgætislands þar sem ræður rikjum Plómudisin, en til jafn- vægis hefur hún sinn herra og góða hirð alheimsgesta frá Arabiu, Spániá, Kinverjalandi ogRússiá.sem allir dansa fyrir Klöru. Siðan hverfur Klara á brott til að vakna heima hjá sér til hvunndagsins. Hnotubr jóturinn var frumsýndur i St. Pétursborg i desember 1892 og tóku áhorf- endur sýningunni frekar fálega og gagnrýnendur voru minnst fjóra daga að „tæta niður verk mitt” skrifar Tsjaikovski til bróðursins. Sum atriði balletts- ins urðu þó fljótlega vinsæl og viða flutt, en utan Sovétrikjanna var Hnotubrjóturinn fyrst sýnd- ur i fullri lengd, f Lundúnum ár- ið 1934, i Bandarikjunum ekki fyrr en 1940, i Danmörku 1950 og er nú mjög eðlileg þróun mála að hann er i heild sýndur hér á landi á jólum 1977. Úr leikhúsinu Saga listdansins hérlendis er ung, en frá stofnun Þjóðleik- hússins hefur árlega verið dans- að í einhverri mynd. Ekki er það nóg, en betra en ekkert. Árið 1952 var stofnaður Listdansskóli Þjóðleikhússins og ber eitt nafn útlent þar hæst: Erik Bidsted. íslenskir ballettdansarar koma vel við sögui frumkvöðull list- dans á íslandi, Asta Normann og dansarar og dansahöfundar: Sigríður Armann, Sif Þórs, Edda Scheving og Sigriður Valgeirsdóttiren Bidsted samdi fyrsta sjálfstæða dansinn, gagn- gert fyrir Þjóðleikhúsið, hét sá ballett Ég bið að heilsa eftir samnefndu kvæði Jónasar Hallgrimssonar og við tónlist Karls O. Runólfssonar. Bidsted stjórnaði siðan nokkrum dans- sýningum og samdi m.a. ball- ettinn Dimmalimm sem var frumfluttur árið 1954. Dansarar voru mjög ungir að árum og reynslu eins og Helgi Tómasson, sem dansaði prinsinn, en dansar nú sem konungur, tuttugu og þremur árum siðar á leiksvið- um veraldar. 1973 var Islenski dansflokkur- inn stofnaður og mest byggður upp af Alan Carter, en siðan hefur komið liðsauki góðs lista- fólks, nú siðast Yuri Chatal. Dansinum hefur siðan fleygt fram hér og brátt mun flokkur- inn skila af sér afburða listdöns- urum og óhætt að slá til prents nafni Auðar Bjarnadóttur. En mig langar aö nefna til fleiri afbragðsdansara: Asdisi Magnúsdóttur, Helgu Bernhard, Ingibjörgu Björnsdóttur, Ingibjörgu og Guðrúnu Páls- dætur, Guðmundu Jóhannes- dóttur, Nönnu ölafsdóttur og Ölafiu Bjarnleifsdóttur. Glæsi- legar dansmeyjar og njóta góðs stuðnings Arnar Guðmundsson- ar sem er vaxandi dansari og Einars Sveins Þórðarsonar ungs manns á uppleið. Gestirnir Helgi Tómasson og Anna Aragno, öflugur liðsauki i Hnotubrjótnum, Þórarinn Bald- vinsson þekkjum við af góðu i Coppeliufrá i hitteðfyrra og i Ys og þys út af engu, i fyrravor. Misti Mckee er bandarisk danskona sem kom hingað i haust með ballettmeistara Yuri Chatal og dansaöi nú með miklum kostum. Nokkrir góðir leikarar fara með hlutverk. Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd listavel og mjög til augna gamans, búningar Unu Colins góðir, Yuri Chatal hefur vel gert i sviðsetningu og dans- gerð. Þegar Helgi Tómasson fer ut- an úr jólaboði Þjóðleikhússins, kemur nýársgestur frá Finn- landi, Matti Tikkana sem er i hópi fremstu dansara á Norður- löndum. Já, það var gaman i jóiaboði Þjóðleikhússins. Ég vildi ótt og' titt fá svo gott boð. Eitthvað mætti nú fækka streymi þýddra erlenda bóka á islensk búðarborð en nota gjald- eyri til að auka svona lifandi list, lika i hljómsveitargryfjunni sællar minningar! Komi þá ætið gleðíleg jól og birta á dimmum aogum. 27. des 1977

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.