Alþýðublaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. janúar 1978
Bíóln /LelKhúsln
^3* 1-89-36
Myndin The Deep er
frumsýnd í London og
borgum Evrópu um
The Deep
islenzkur texti
Spennandi ný amerisk stórmynd i
litum og Cinema Scope. Leik-
stjóri Peter Yates. Aðalhlutverk:
Jaqueline Bisset, Nick Nolte,
Robert Shaw.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10
Bönnuð innan 12 ára
Ilækkaö verð
tSLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3
TÓNABlÓ
*S 3-11-82
Gaukshreiðrið
(One flew over the
Cuckoo's nest.)
Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi
Oskarsverðlaun:
Besta mynd ársins 1976
Besti leikari: Jack Nicholsön
Besta leikkona: Louise Fletcher
Besti leikstjóri: Milos Forman
Besta kvikmyndahandrit:
Lawrence Hauben og Bo
Goldman
Hækkað verð.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7,30 og 10.
Ferðin til jólastjörnunnar
Reisen til julestjarnen
i.KIKFMlAC-aS iéA
RFYK)AVlKl!H“
SKALD-RÓSA
3. sýn i kvöld. Uppselt.
Rauð kort gilda
4. sýn. föstud. kl. 20.30
Blá kort gilda
5. sýn. sunnud. kl. 20.30
Gul kort gilda.
SKJALDHAMRAR
Miðvikud. kl. 20.30.
SAUMASTOFAN
Fimmtud. kl. 20.30
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30.
SILVER 5TRERNÍ
GENE WILOER JILL CLAYBURGH RICHARD PRYOR
"SILVER STREAK".
PATRICK McGOOHAN...
Hrikalega spennandi litmynd um
hryöjuverkamenn og starfsemi
þeirra. Panavision
Leikstjóri: John Frankenheimer.
Aöalhlutverk: Robert Shaw,
Bruce Dern, Marthe Keller.
tSLENZKUR TEXTI
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 5 og 9
Hækkað verð
Þessi mynd hefur hvarvetna hlot-
iö mikla aðsókn enda standa
áhorfendur á öndinni af eftir-
væntingu allan tlmann.
*S 2-21-40
Svartur sunnudagur
Black Sunday
1 -15-44
Silfurþotan.
ISLENSKUR TEXTI
Bráðskemmtileg og mjög
spennandi ný bandarlsk
kvikmynd um all sögulega
járnbrautalestaferð.
Bönnuð innan 14 ára
Sýndkl. 5, 7 og 9.
Bláfuglinn.
ISLENSKUR TEXTI
Frumsýning á barna og
f j ö 1 s k y 1 d u-m y n d ársins.
Ævintýramynd gerð i sameiningu
af bandarikjamönnum og rússum
með úrvals leikurum frá báðum
löndunum.
Sýnd kl. 3.
GAMLA BíO
Slmi 11475
Flóttinn til Nornafells
Ný Walt DisneyJívikmynd,
spennandi og bráðskemmtileg
fyrir unga sem gamla.
tSLENZKUR TEXTI
Sýnd á annan i jólum
kl. 3, 5, 7 og 9
Sama verð á öllum sýningum
T
Ast og dauði
Love and death
„Kæruleysislega fyndin.
Tignarlega fyndin.
Dásamlega hlægileg.”
— Penelope Gilliatt, The New
Yorker.
Enn eitt snylldarverk Chaplins,
sem ekki hefur sést s.l. 45 ár —
sprenghlægileg og fjörug.
Höfundur, leikstjóri og
aðalleikari:
CHARLEI CHAPLIN
ISLENSKUR TEXTI
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
. ^ Simi 32075
Skriðbrautin
Y0U ARE IN A RACE
A UNIVERSAL PICTURE iPG;
IECHNIC0L0R ■ PANAVISION ■ ■&
Mjög spennandi ný bandarisk
mynd um mann er geri'r
skemmdaverk i skemmtigörðum.
Aðalhlutverk: George Segal,
Richard Widmark, Timothy
Bottoms og Henry Fonda.
ISLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5, 7,30 og 10
Bönnuð börnum innan 12 ára
ÞJÓDLEIKHÚSID
STALÍN ER EKKI HÉR
miðvikudag kl. 20
„Allen upp á sitt bezta.”
— Paul d. Zimmerman, News-
week.
■„Yndislega fyndin mynd.”
— Rex Reed.
Leikstjóri: Woody Allen.
Aðalhlutverk: woody Allen, Di-i
ane Keaton. |
tSLENZKUR TEXTI
Sýnd kl. 9.
TYNDA TESKEIDIN
fimmtudag kl. 20
HNOTUBRJÓTURINN
6. sýning föstudag kl. 20
Laugardag kl. 20
Litla sviðið:
FRÖKEN MARGRÉT
IÞriöjud. kl. 20.30 Uppselt.
Fimmtud. kl. 20,30.
Miöasala kl. 13,15-20.
Án er ills gengis...
Dagsins önn.
Nýtt ár er nú gengiö I gart
með vonum og fyrirheitum og
vissu um að það muni færa okk-
ur skih og skugga, ef að vanda
lætur. Það eru ekki alltaf jólin
og þó eru þau árviss atburður.
Við höfum átt þess kost að
hlýða á boöskap ýmissa ráöa-
manna og þannig kynnzt við-
horfi þeirra til komandi daga.
Þetta er þó svo bezt raunhæf
kynningarstarfsemi, að talað
hafi verið af fullri hreinskilni,
bæði um það sem Utlit — að
þeirra mati — bendir til með-
eða mótlætis. Fúslega má
viðurkenna, að þeim, sem i eld-
inum standa, ervandi á höndum
um oröræöur. En á hinn bóginn
reynir þá á hreysti kappanna
þegar á hólminn er komiö.
Spjall ráðamanna, sem litast
af þvi, að þakka sér það, sem
vel hefur tekizt, en kenna hinum
um það, sem miöur fór, er að
litlu hafandi. Vissulega má ætið
gera ráð fyrir einhverjum per-
sónulegum skekkjum i fari og
máli flestra, þegar rætt er um
þýðingarmikla hluti.
En takmörk verða þó að vera
áþvi, þegar komiö er fram fyrir
alþjóð á hátiölegum stundum.
Ella verður tónninn annars eðlis
en að hljóma réttilega.
Vissulega er það ánægjulegt aö
heyra af vörum ráðamanna aö
núsébæðitlmiog tækifæri til að
hefja baráttu fyrir þvl, sem bet-
ur má fara i þjóðlifinu og jafn-
vel fyrirheit um, aö svo skuli nú
gert!
En ef það er ekki skilgreint
frekar á hvern hátt sú barátta
skuliháðoghvað þaö sé, sem að
veröi snúizt i fullri alvöru, ligg-
ur viö að manni detti helzt i hug
hin ævaforna og væntanlega
nýja barátta gegn syndinni!
Það er haft eftir hinum orð-
knappa forseta Bandarikjanna,
Cálvin Coolidge, aö eitt sinn er
hann var nýkominn úr kirkju,
væri hann spurður um útaf
hverju presturinn hefði lagt.
Coolidge svaraði þvi til: „Hann
talaði um syndina”. Og enn
spurði viðmælandinn: „Hvað
sagði hann um hana?” Svar
Coolidge kom af bragði: „Hann
var á móti henni!”
Það hefur ekki fariö framhjá
neinum, aö ein stærsta synd I is-
lenzku þjóðlifi, að dómi ráöa-
manna okkar, sé hin ill- og al-
ræmda verðbólga. Jafnframt er
þaö ekki látið liggja i láginni,
hvað ráðamennirnir séu henni
andsnúnir allir sem einn. Samt
viröist hún ekki hanga á neinni
sérstakri horrim við þessi ára-
mót!
Landslýö er auðvitað nauð-
synlegt aö vita, að þetta mál sé
allflókiö. En mikið lifandi skelf-
ing væri það þó miklu meira
virði, aö hinir háu herrar tækju
sig nú á og skýröu það út, svo
allir mættu skilja við hvað er að
glfma i reynd!
Ef nokkur alvara er i öllu
þessu spjalli og ef þaö er jafn-
framt alvara að greiða þessum
vágesti þau högg, sem aitust
honum til aldurtila, veröur auð-
vitað að kalla alla þjóðina til at-
lögu.
tslendingar eru með þeim
ósköpum fæddir, að vilja vita
nokkurnveginn frammi fyrir
hverju þeir standa og hvers-
vegna. Þetta er alls ekki sagt
þeim til lasts, nema siður sé. En
allir mega vita, að erfitt er aö
safna liöi, tilþessaö vinna bug á
jOddur A. Sigurjónssor
hættu eða ófarnaöi, ef það sem
fólkið fær aö vita er aðeins að
ráðamenn séu á móti hlutunum,
óskilgreint!
Nú skal það ekki dregiö i efa,
aö hér er um aö ræða mál, sem
enganveginn er einfalt. En þá
hlýtur aftur aö hanga aftan i
þeirri vissu smáspurning.
Eru það bara einföldu málin,
sem ráðamennirnir eru færir
um að glima við? Og ef svo er,
er þá ekki kominn timi til þess
að þeir hreinlega játi þær staö-
reyndir, þó beizkar kunni að
vera?
Blaðamenn og aðrir, sem hafa
tiltölulega frjálsar hendur um
tjáningu hugar sins, eru marg-
oft vændir um þaö, sem kallað
er svartagallsraus, sem þoki
alloft fyrir hinum jákvæöu hliö-
um á framvindunni. Eitthvað
kann að vera hæft i þvi á stund-
um. Hitt væri þó fráleit frammi-
staða, aö dvelja eingöngu viö
óraunhæfa glansmyndasmið.
Hverskonar vá, sem að hönd-
um ber i þjóöllfinu, verður svo
bezt afstýrt, aö menn geri sér
grein fyrir henni og þegi ekki
við öllu röngu.
Til þess er ætlazt af ráöa-
mönnum, að þeir marki veginn
sem halda skal. Það er skylda,
sem þeir hafa fúslega undir
gengizt. Trúlegt er — og reynsl-
ansýnir það svo ekki veröur um
villzt — að sá hershöföingi veröi
aldrei sigursæll, sem veit ekki
hvert hann er að fara!
Þaö mun óhætt mega fullyröa,
aö ef rösklega er róiö frammi i,
muni skuturinn ekki frýja skriö-
ar. Landsmenn hafa oft sýnt, að
þeir eru tilbúnir til átaka, sem
um munar, ef forystan er örugg.
Framvindan á komandi ári —
að þvl er til sjálfra okkar tekur
— veltur á þvi, hversu til tekst
um að safna liði og bægja
heimatilbúnum vandkvæðum
frá. Vilja til þess ætti ekki aö
þurfa að draga í efa. Hvaö þvi
viövikur, sem viö fáum ekki,
eöa siður við ráðið, er það vitan-
lega óskráð á hið auða blað nýja
ársins.
Samt er ekki fráleitt aö hafa
hugfast hið forna spakmæli, að
án er ills gengis, nema heiman
hafi.
En semsagt, jólin eru liðin og
liði börnum vel.
I HREINSKILNI S/
Vht%Uv% IbS*
Grensásvegi 7
Simi 82655.
Wh
Auc^LjSencW!
RUNTAL-OFNAR
AUGLYSINGASlMI
Birgir Þorvaldsson
BLADSINS ER
14906
Svefnbekkir ó
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Sími 8-42-44
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stöðin h.f.