Alþýðublaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. janúar 1978
7
ARAMOTARÆÐA
forseta íslands,
dr. Kristjáns Eldjárn:
Góðir áheyrendur.
Vér stöndum nú i dyrum nýs
árs. t dag er fyrsti dagur hins
fyrsta mánaöar i nýju ári, fyrsti
janúar. Mörgum er kunnugt aB
þetta mánaöarnafn er úr latlnu-
máli og dregiö af oröi sem merkir
bogi eöa hliö og einnig er þaö nafn
hinna fornu Rómverja á
goðmagni dyra og hliöa, sem
sýnt var á myndum i lfki mann-
veru meö andlit I tvær öndveröar
áttir, aftan og framan á höföi.
Eins og guöinn horfa dyr bæöi út
og inn, aftur og fram i senn. Þaö
gera áramótin einnig, mánaöar-
nafnið minnir oss á þaö, dyra-
mánuöur.
Aö skyggnast um, horfa til átta,
fyrst aö einkahag, persónulegum
famaöi, hversu veriö hefur á
liönu ári. Gleöi og sorg, höppum
og slysum, mun hafa verið
misskipt milli mannsins barna nú
sem endranær, og þarflaust aö
setja á ræöur um þá gamalkunnu
mannlegu reynslu. En ekki
skyldum vér, sem eigum þvi láni
aö fagna aö aka heilum vagni
heim um þessiáramót, láta undir
höfuð leggjast aö leiöa oss þaö i
bug meö auömýkt og þökk, en
umfram allt meö samhug meö
þeim sem ekki hafa notiö sömu
náöar. Aö gleöjastmeð glööum og
hryggjast meö hryggum eru orö
sem ætiö munu standa i góöu
gildi, og hollt er einnig að láta sér
Þann sigur vinnur
enginn fyrir oss
errikur þáttur imannlegu eöli, en
hitt er misjafnt i hvaöa átt er
fastast horft. Til eru eöa hafa
verið þjóöir, sem eiga þann þátt
einna sterkastan 1 menningu sinni
aö sjálfsskynjun einstaklingsins
er rammlega tengd forfeörum
hans, bæöi lifs og liönum. H orft er
fast um þær dyr sem aö fortlö ætt-
stofnsins vita. Kunnugt er einnig
um menningarsamfélög þar sem
hver athöfn manns i þessari jarö-
vist miðast viö þaö takmark aö
eiga að lokum fyrir góðri kistu og
útför svo sæmilegri, aö sálinni sé
vel borgiö i nýrri tilveru. Þar er
horft um langvegu til hins
ókomna og ókunna.
Þetta eru tvennar öfgar I s jálf s-
skynjun og lifsviöhorfi, og ef til
vill eiga þær nú oröiö helst heima
i menningarsögunni. Raunveru-
legra og flestum kunnara er þaö
viöhorf, sem hefur veriö og enn er
til, aö helga lif sitt hverri liöandi
stund, kappkosta ööru fremur aö
njóta hennar i sem fyllstum mæli
og láta hvorki fortiö né framtiö
skyggja á hana. Griptu daginn,
njóttu stundarinnar, eru gömul
kjörorð, sem margir góöir menn
hafa ritaö á skjöld sinn og reynt
aö lifa eftir. Sagt er aö I sumum
löndum sem kennd eru viö vest-
ræna menningu beri á vorum
dögum talsvert mikiö á þeirri
lifsstefnu, sem hvorki tekur miö
langt aftur né langt fram, heldur
veröur réttilegast kennd viö eins-
konar timalaust nú. Slikt og
þvilikt munu sumir kalla léttúö og
andvaraleysi, en aðrir kenna
það við frjóa lifsnautn, gleðina
yfir þvl aö vera til, fá aö vera
lifandi einmitt nú, óþvingaðir af
byrði sögunnar eða áhyggju hins
ókomna. En flestum mönnum
mun reyndar vera eölilegt aö
skyggnast bæöi aftur og fram frá
hverjum áfanga á lifsleiöinni.
Slik igrundan og fyrirhyggja
hefur löngum einkennt oss
íslendinga, enda hefur land vort
með kostum sinum og ókostum
hvatt til þess mörgum öörum
fremur. A þessum hátiöum vona
ég aö sem flestir landsmenn hafi
mátt njóta sannrar jóla- og,
nýársgleöi.þóttvér hvorki viljum
né getum annaö en séö fyrir oss
dyrnar tvennar, til hins liöna og
til hins komanda. Um leið og vér
höldum hátiö viljum vérreyna aö
gera oss grein fyrir hvar vér er-
um á vegi stödd, hvernig oss
farnaðist á leið vorri i þennan
áfanga og hvað blasir við þaðan.
Vér sjáum fyrir oss þær dyrnar
sem aö baki oss liggja, þær sem
vér höfum gengið út um fyrir
skemmstu og aldrei veröur geng-
ið um framar, heldur aöeins
horft, horft yfir siöasta spölinn,
áriö sem leiö, og svo lengra aftur
eftir þvi sem hver hefur skyggni
og minni til. Þess má vænta aö
hugur hvers og eins hvarfli þá
ekká gleymast hiö fornkveöna, aö
guö mun ráöa hvar viö dönsum
næstu jól.
En hvernig hefur oss vegnaö
sem þjóö á liönu ári, þegar alls er
gáö? Margir gerast til aö svara
þeirri spurningu, og sýnist sitt
hverjum I sumum greinum eins
og oft ber viö. Þó veröur ekki um
þaö deilt, aö árferöi hefur verið
gott, atvinnuvegir landsmanna
gjöfulir og markaöir yfirleitt
hægstæöir. Og þetta er fyrsta
heila áriö sem vér höfum búiö viö
hina óraviðu islensku landhelgi.
Höfum vér i raun og veru gert
oss, svo sem vert væri, grein fyrir
hvílik stórmerki og timamót
þetta eru i Islandssögunni? Þetta
er eins og nýtt landnámsár.
Vist er margs aö minnast sem
gott er og gleðilegt. Þaö er trú
min og von aö sæmileg afkoma sé
númanna á meöal, enda heföi oss
annars hrakiö meira en litiö af
þeirri leiö sem vér höfum einsett
oss að halda. En skugga ber á,
þar sem eru efnahagsvandkvæöi
þjóðfélagsins I heild. Stjórn-
málamennirnir, þeir sem fyrir
svörum sitja um landsins gagn og
nauösynjar, fara ekki dult meö
þetta, enda finnur hver maöur á
sjálfum sér aö ekki er allt sem
skyldi. Það er orðin heldur
ófrumlega samliking aö kalla
samfélagiö þjóöarskútu, en hún
er nærtæk fyrir farmanna- og
fiskimannaþjóö eins og oss ts-
lendinga, og vel má hún enn duga.
Sigling þessarar skútu hefur
löngum gengiö upp og ofan og er
þaö ekki nema aö vonum. Veöur
og vindur eru mislyndar höfuö-
skepnur, vér höfum lært aö búa
viö þær og sjóast á langri leið, þaö
er tslandssagan, og skútan flýtur
enn og siglir. En á vorri tiö hefur
ein skepna enn komið til sögu.
Þaö er hákarl i kjölfarinu og heit-
ir veröbólga: ljótt nafn og hæfir
ljótri skepnu.
Ég spyr sjálfan mig, og ef til
vill spyrja þess margir, hvort
ekki sé grálega gert aö trufla
nýjársdagshelgina með einni
verðbólguræöunni enn. Von er aö
menn spyrji, en hver getur látiö
eins og ekkert sé, þegar vábeiöan
blasir viö allra augum? Vér
tslendingar erum aö visu siöur en
svo einir um aö glima viö verö-
bólguvanda, en þvi miöur fáum
vér ekki leyst oss undan þvi
ámæli að hafa alið þennan ófögn-
uö árum og áratugum saman i
meira óhófi en flestir aörir, uns
svo er komið sem komiö er. Mikil
er sú fyrirmunun aö skepnan
skuli veröa þvilfkur ofjarl skap-
ara sinum, og er litil bót i máli
þótt þess séu fleiri hrikalegdæmi
i mannheimi, eins og þegar þjóö-
irnar segjast vilja takmarka
hergagnaframleiöslu um leiö og
þær vigbúast geipilegar en
nokkru sinni fyrr. Þaö er engu
likara en vopnin æxluöust af
sjálfsdáðum, þvert ofan i vilja
mannanna. Eitthvaö svipaö gæti
sýnst um veröbólguna á tslandi.
En þvi tek ég þannig til oröa aö
enginn á landi voru lætur á sann-
ast aö hann fordæmi ekki verö-
bólguna og allt hennar athæfi.
Segja má aö þaö sé litill vandi
bæöi fyrir mig og aöra aö velja
henni hæðileg orö, litill vandi aö
tala, lltill vandi aö skrifa, en hitt
sé þrautin þyngri aö finna ráö
sem duga. Þó veit ég ekki nema
telja megi meö gleöitiöindum
liöins árs aö aldrei hafa menn i
ræðu og riti veriö jafn sammála
og einmitt nú undir árslokin um
þá þjóöarnauösyn að koma ein-
hverju tauti viö ofvöxt veröbólg-
unnar. Ég tek mark á þessu og ef-
ast ekki um aö af einlægni er tal-
aö, og hvi skyldum vér þá ekki
vona aö gott megi eftir fylgja?
Aftur á móti tek ég ekki mark á
brigslum og hnippingum um þaö
hverju eða hverjum sé um aö
kenna vændkvæöi vor. Þetta er
oröinn langur slóöi og margt og
margir koma þar við sögu. Þegar
verðbólgualdarfar hefur náö aö
festa rætur er álika fánýtt og það
ér vandasamt aö eltast viö ein-
staka sökudólga. Vissulega nýtt-
um vér krafta vora betur meö þvi
aö beita þeim sameiginlega aö
sameiginlegum vanda. Þvi aö
hætt er viö hvaö sem sagt kanh aö
vera I umræöum dagsins, aö eng-
innsem einhverser megnugur fái
aö lokum undan þvi skotist aö
eiga einhvern hlut að þeim varn-
araögeröum, sem vér hljótum aö
eiga fyrir höndum. Bólu-Hjálmar
var tæpitungulaus maöur. Einu
sinni kvaö hann þessa fleygu
visu:
Fari mammon flár úr skut
fyrr en sjór er rokinn,
annars stelur hann öllum hlut
I vertiðarlokin.
Hver veit nema hann hefði
veriö til meö aö snúa þessu upp &
verðbólguna, ef hann væri enn á
dögum. Hann heföi þá hitt vel i
mark( enda liggja margir þræöir
milli veröbólgu og mammons
sem visan er um.
Þegar vér nú snúum viö blaöi
og horfum út og fram um dyr ára-
mótanna,er ekki eins b jart yfir og
vér mundum óska, þvi að skuggi
efnahagsvandans fylgir oss inn i
nýja áriö. Spár eru ekki hag-
stæöar og raska hugarró margra.
Þóékki svoaö neinörvæntingriki
eða menn efist I alvöru um aö úr
muni rætastynú eins og jafnan
áöur,þvi aö þröng i þjóöarbúi er
engin nýjung. Langt yröi
syndaregistur veröbólgunnar ef
allt væri upp taliö, en þó væri
hörmulegust afleiðing allrar
þeirrar upplausnar, ef hún skerti
trú vora á landið og möguleika
vora til aö lifa þar hamingju-iku
lifi af sjálfra vor efnum og úr-
ræðum. Þaö er ógeöfelldur bar-
lómur fólginn i aö klifa á aö vér
séum fáir fátækir smáir. Og þaö
er búiö aö hamra of mikiö á þeim
hálfsannleik aö ísland sé á mörk-
um hins byggilega heims og fund-
inn upp af útlendingum. Gests
augaö er ekki alltaf glöggt.
Enskur maöur ágætur, sem
feröaöisthér á landi 1872, sagöi aö
svo gæti virst sem Island hefði
alls ekki veriö skapaö handa
mannlegum verum, heldur
minnti þaö á eftirskiliö bersvæöi,
ætlaö náttúrunni einni til aö ham-
ast þar meö alls konar afganga
sem hún gæti hvergi notaö til
gagns, og til aö ærslast meö
skyndisýningum á heljarafli
sjálfrar sin.
Og minnast má hinna fornu
oröa sem Ketill flatnefur, forfaöir
vor allra^viðhafði um Island i ár-
daga: „I þá veiöistöö kem ég
aldregi á gamals aldri”. t hans
munni var veiöistöö harkapláss i
úteyjum,til þess eins nýtilegt aö
liggja þar viö fiskveiöar á vertiö.
Hann áleit aö Island væri helst
ekki byggilegt mönnum(rétt eins
og Bryce hinn enski þúsund árum
siðar.
Báöir höföu nokkuö til sins
máls. Vist er Island leikvangur
aösópsmikilla náttúruafla, einn
hinn mesti i viðri veröld. Þaö höf-
um vér fengiö aö reyna bæöi fyrr
og nú<og vist er Island veiöistöö,
einhin mesta i heimi. En þó höföu
báöir rangt fyrir sér, og það svo
greypilega aö þaö sem þeir fundu
landinu tilforáttu má aö verulegu
leyti teljast meöal þess sem gerir
Island aö góðum og lifvænlegum
mannabústaö. Þaö sönnuöu börn
Ketils flatnefs sjálfs og aðrir
landnámsmenn^ það hafa allar
kynslóðir siöan sannaö og þó eng-
in ei ns og sú sem nú lifir i 1 andinu.
Þeir gættu þess ekki góðu
menn,aö vist eru lönd misjöfn frá
náttúrunnar hendi og eru sum
kölluö mild og sum hörö, en um
leiö gæddi liinn hæsti höfuösmiöur
manninn viti og þreki til að laga
sig að ólikum kostum nær allra
landa. Og þaö hefur þjóö vor gert
i þessu norölæga landi sem kennt
er viö ls,þaö erum vér enn i óöa
önn aö gera og raunar aldrei sem
nú. Gleymum þvl ekki aö I aölög-
un aö eölisfari þessa lands, i
viönámi gegn þv^i sigurvinningu
yfir þvi og sáttargjörö viö þaö
hefur islensk menning skapast.
AB bera sig upp undan landinu
sem vér byggjum á skylt viö aö
óska þess aö Islensk þjóö heföi
aldrei orðiö til eins og hún er og
þaö afbrigöi mannlifs sem vér
köllum islenska þjóömenningu.
I rauninni er þaö ónýtisiöja aö
reyna aö gefa íslandi einkunn I
hópi landa. Það nægir aö þaö er
ættland islensku þjóðarinnar. og
hér eru oss örlög sköpuö. Vér
megum treysta þvi aö þetta er
land mikilla möguleika. Og vér
megum vera stolt af þeirri menn-
ingararfleifð, sem er arðurinn af
llfiog starfi kynslóöanna I þessu
landi. Og þrátt fyrir ýmsan ófull-
komleika, sem synd væri aö segja
aö ekki væri haldiö á loft, megum
vér vel vera upp meö oss af þvi
sem komiö hefurveriö til leiðar á
siöustu áratugum. Vér sjáum þaö
hvertsem vérlitum og tökum þaö
með oss fram á veg. Þjóöfélag
vort er meöal þeirra sem mesta
farsæld bjóöa. Vera má aö vér
þurfum aö leggja haröar aö oss en
sumir aörir til aö halda i horfi, en
ekki er þaö svo aö þjóöarmein
megi kalla. Vér erum ekki þræl-
ar, nema þá vegna ofkröfugeröar
um svonefnd llfsgæöi, en þar eiga
siöur en svo allir óskiliö mál. Ef
til vill er slikt fylgikvilli l velferö-
arsamfélögum, sem svo eru
nefnd.
Þegar vér litum fram á leiB er
vissulega ófátt, sem vakiö getur
vongleöi og tilhlökkun. Skyldi þaö
ekki vera tilhlökkunarefni aö fá
aö taka þátt I aö láta hina fornu
veiöistöö hefjast til áöur óþekkts
blóma með tilkomu og viturlegri
nýtingu hinnar nýju og vlöu fisk-
veiöiiögsögu, fá aö sjá sjávar-
plássin um landiö allt halda
áfram á glæsilegri uppleiö sinni?
Máekkihlakka tilaösjá mikla og
margvlslega möguleika þessa
gamla landbúnaðarlands eflda og
nýtta, enn sem fyrr, byggöum
landsins og þjóöinni allri til
þroska og blessunar? Veröur ekki
ævintýri aö lifa þá stund þegar
nær hvert byggt ból á þessu svala
landi verður hitaö upp meö heitu
islensku oliunni, sem nú er hægt
aö sækja djúpt i iöur jaröar? Ell-
egar aö fá aö neyta krafta sinna
viö beislun fallvatna og gufu-
hvera þangaö til svo er komiö aö
vér höfum vald á nægri innlendri
orku til aö standa undir arövæn-
legum iönaöi, bæöi stórum og
smáum? Island hefur skilyröi til
aö veröa iönaöarland á borð viö
mörg önnur sem þegar eru þaö,
og reyndar erum vér komin
lengra á þeirri braut en ljóst var
öllum, þaö sjá menn nú skýrar
eftir iönkynningaráriö sem leiö,
ogskilja stórummun betur en áö-
ur stööu þessarar atvinnugreinar
og nauðsynina á íslenskri iönvæö-
ingu.
Hérhef ég aöeins nefnt nokkrar
meginstoöir þess bjargræðis, sem
er undirstaöa alls annars. Ekki
heföi veriö siöur sk< mmtilegt aö
geta hins f jölmarga á sviöi þjóö-
lifs, menningar og sjálfstæöis i
landi voru, sem vér höfum fulla
ástæöu til að horfa fram til og
takast á viö meö glööum huga.
Skal nú staöar numiö aö sinni, en
þó ekki án þess aö minnast þess
sem mestu máli skiptir. 1 öllum
stéttum og stöðum er nú I landinu
fjölmenn ung kynslóö, vel mennt-
uö, hraust og dugleg, fær i allan
sjó. Eldri og yngri kynslóö hafa
ævinlega dæmt hvor aöra meö
nokkurri svo tortryggni. Reiöi-
lestrar eru ekki nýtt fyrirbrigöi.
En þaö væri á engum rökum reist
ef vér treystum ekki Islenskum
æskumönnum til aö ávaxta, auka
viö og bæta þaö sem þegar hefur
veriö gert, til þess aö þjóö vor
megi lifa i farsælu, réttlátu og
heiöarlegu samfélagi I þessu
landi. Þeim er engin vorkunn aö
taka til hendi, þvi aö vel hefur
veriö aö þeim búiö, og þaö munu
þeir lika gera, enda væri annars
til litils barist.
Mál mitt hér er hvorki jóla-
skraut né fagurgali á hátiöisdegi.
Úrkostir vorir til sjálfsbjargar
erumargir og miklirogþá einnig
skilyröi vor til menningar og
hamingju, þess sem skáldiö forö-
um kallaöi gróandi þjóölif. Þessu
má treysta, og hitt hljótum vér að
vona, að oss auönist aö sigrast á
þeim vandræöum, sem oss virö-
ast á dapurlegri stundum tefla
þessu öllu i nokkra tvisýnu, sigr-
ast á hverju þvi sem situr um aö
hrifsa aflafeng vorn i hver ver-
tibarlok. Þann sigur vinnur eng-
inn fyrir oss, og ekki vinnst hann
heldur af neinum einum. En hann
vinnst ef margir leggjast á eitt.
Góöir landsmenn. Vér stöndum
i dyrum hins nýja árs. Ég þakka
yöur samfylgdina á liönu ári og
óska yður gleöi og sálarfriðar.
Megi hamingjan fylgja þjóö
vorri, nú þegar hún stlgur yfir
þröskuldinn.
Gleöilegtnýjár.