Alþýðublaðið - 04.01.1978, Page 4
AAiðvikudagur 4. janúar 1978
tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. 1
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös-
son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsfmi fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, .
Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f.
. Askriftarverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu. <,
Ný mynt í stað
verðbólgukrónu?
[ áramótahugvekju
sinni í Alþýðublaðinu
ræðir Benedikt Gröndal,
formaður Alþýðuf lokks-
ins, athyglisverða hug-
mynd um nýja mynt í
stað verðbólgukrónunn-
ar. Þar segir hann, að
ýmsum hafi komið til
hugar, hvort unnt væri að
rjúfa vitahring verðbólg-
unnar með því að skipta
um mynt, taka upp nýja
krónu í skiptum fyrir
verðbólgukrónuna.
Benedikt tekur fram,
að hugmyndin sé ekki ný,
og að slíkar leiðir hafi
verið farnar í löndum
eins og Frakklandi og
Finnlandi. Að sjálfsögðu
sé breyting gjaldmiðils-
ins sem slík engin lækn-
ing á meinsemdum efna-
hagslífsins. Henni yrðu
að fylgja margvíslegar
ráðstafanir, til dæmis
öflugra verðjöf nunar-
kerfi í útflutningi, stór-
bætt rikisf jármál, afnám
sjálfvirkni og launa-
stefna.
Benedikt bendir á, að
hugsanlegt sé að ákveða
að taka upp nýja krónu,
til dæmis með 6 til 12
mánaða fyrirvara, en
nota tímann til að koma
fram löggjöf um nauð-
synlegar umbætur. Gæti
þá hvorttveggja gerzt, að
krónuskiptin greiddu
fyrir umbótunum, og
heildarbreytingin hefði
djúp sálræn áhrif á þjóð-
ina og dragi ’úr verð-
bólguhugsunarhætti og
virðingarleysi fyrir pen-
ingum, sem einkennir
■ ástandið nú.
Þá segir Benedikt orð-
rétt: ,,Hvað sem líður
bollaleggingum af þessu
tagi, er rétt að vera við
því búinn, að fyrstu
mánuði næsta árs verði
margur vandinn leystur
með bráðabirgðaráðstöf-
unum. Hitt mun vera
flestum stjórnmála-
mönnum Ijóst, að gera
verður víðtækari og var-
anlegri breytingar áður
en langur tími líður. Það
verður meginverkef ni
næstu ríkisstjórnar, hvort
sem hún verður áfram-
hald á núverandi ráðu-
neyti eða ný samsteypa.
Því ráða kjósendur með
atkvæðum sínum í vor".
Óvæntur
stuðningur
Alþýðu-
bandalags
Barátta Alþýðuf lokks-
ins fyrir framlagi jafn-
aðarstef nunnar, lýö-
ræðislegum sósíalisma,
fær óvæntan stuðning í
leiðara Þjóðviljans í gær.
Þar segir Kjartan Ölafs-
son, varaformaður
Alþýðubandalagsins,
meðal annars: „Baráttan
fyrir þjóðfélagi jafn-
aðarstefnunnar er ekki
tímabundin barátta, hún
er ævarandi. Þar verður
ekki um neinn lokasigur
að ræða, en það hvernig
tiI tekst á hver j um stað og
hverjum tíma getur samt
haft óendanlega mikla
þýðingu. Þess vegna
verður hver maður að
gera skyldu sína."
Undir þessi orð Kjart-
ans tekur Alþýðublaðið af
heilum hug. Én þjóðfélag
jafnaðarstef nunnar
verður ekki til, nema
undir forystu jafnaðar-
mannaflokka. Upphafs-
orð stefnuskrár Alþýðu-
flokksins eru á þessa
leið: „Alþýðuf lokkurinn
er stjórnmálaf lokkur,
sem starfar á grundvelli
jafnaðarstefnunnar.
Jafnaðarstefnan berst
fyrir frelsi, jafnrétti og
bræðralagi, gegn einræði,
kúgun, auðvaldi og
kommúnísma."
Ef varaformaður
Alþýðubandalagsins
skrifar leiðara sinn undir
áhrifum þessarar stefnu,
þá hafa orðið mikil um-
skipti til hins betra í her-
búðum hans. Eftir að
Ragnar Arnalds, fyrrum
formaður Alþýðubanda-
lagsins, lýsti því yfir
f yrir nokkru, að það væri
eitt af helztu verkefnum
Alþýðubandalagsins að
koma Alþýðuf lokknum
fyrir kattarnef, þá koma
eftirfarandi ummæli
Kjartans Ólafssonar í
fyrrnefndum leiðara eins
og skrattinn úr sauðar-
leggnum: „l rauninni ætti
það að vera sósíalisti,
jafnaðarmaður, að vera
jafn sjálfsagt um næstu
aldamót eins og það þótti
sjálfsagt í norðvestan-
verðri Evrópu um síðustu
aldamót að vera andstæð-
ingur þrælahalds."
Ef varaformaður
Alþýðubandalagsins telur
jaf naðarstef nuna hina
einu réttu pólitísku
stefnu, hvað er hann þá
að gera í kosningabanda-
lagi Alþýðubandalags-
manna, sem enn hefur
ekki fundið pólitískan
grundvöll. Eða er það
bara kosningabrella hans
að renna í orði upp að hlið
Alþýðuf lokksins og telja
almenningi trú um að
Alþýðubandalagið sé
jafnaðarmannaf lokkur?
Ef hins vegar hefltin af
Alþýðubandalagsfólki
aðhyllíst jafnaðarstefnu
Alþýðuf lokksins, þá er
ekki lengur þörf fyrir tvo
verkalýðsflokka í land-
inu. Þá er hægt að sam-
eina afl og krafta þeirra
karla og kvenna, sem í
raun og sannleika vilja
efla hreyfingu launþega í
landinu og stuðla að sí-
fellt auknum áhrifum
hennar á stjórn lands-
mála. Alþýðuf lokkurinn
stendur öllum sönnum
jafnaðarmönnum opinn.
— AG
OR YMSUM ÁTTUM
Mottó Halldórs E.
og hótun Gunnars
Ýmis vandamál sem varöa
landbúnaöinn biöa úrlausnar
ráðamanna og munu nú vera
,,í athugun hjá rfkisstjórninni”,
að því er dagblaðiö Timinn
skýrir frá í gær — lfklega ekki
einu vandamálin sem ráð-
herrarnir okkar nota til að liöka
innhverfa íhugun þessa dagana.
Búnaðarráðherrann, Halldór
E., er þó fremur fámáll um þaö
hvernig hann og embættis-
mannalið hans hyggst leysa
hnútana. Hins vegar er höfð
eftirfarandi málsgrein eftir ráð-
herranum og er hún hér með,
réttkjörin mottó hirðar Geirs
Hallgrímssonar: ,,Ég hef ekki
þau vinnubrögö aö segja fyrst
frá þvl sem ég ætla aö gera, en
veröa svo slöar aö koma meö
skýringar á þvl af hverju þaö
var ekki hægt”.
1 Timanum i gær er það einnig
haft eftir Gunnari Guðbjarts-
syni, formanni Stéttarsam-
bands bænda, að „hann myndi
segja af sér formennskunni, ef
rikisstjórnin beitti sér ekki
fyrir lausn á þeim vanda, sem
bændur eiga við að etja”.
Ekki er ástæða að draga á
nokkurn hátt úr þeirri ákvörðun
Gunnars að segja af sér, enda
virðist þaö liggja beint við, sé
litið á gang mála i bænda-
hreyfingunni undanfarnar
vikur. Gunnar og forysta
Stéttarsambandsins samþykktu
þungar álögur á bændur i formi
fóðurbætisskatts — ikærri þökk
rikisvaldsins, en gegn vilja
þorra bænda. Hafa harðorð
mótmæli bændafunda um land
allt undirstrikað óánægju með
þessa samþykkt leiðtoga hags-
munasamtaica bænda. Hótanir
Gunnars Guðbjartssonar um af-
sögn eru trúlega ekki tilkomnar
einungis vegna tregðu rikis-
valdsins að koma til móts við
kjarakröfur bænda, heldur
miklu fremur vegna þess að
bændur sjálfir hafa blásið
hressilega I glæðurnar undir
stólum forystumanna Stéttar-
sambandsins, þannig að þeim er
beinlinis ekki til setu boðið öllu
lengur.
Ja, þar vorum
við betri!
Mogginn færir okkur þær
gleðifregnir i gær, að nýjasta
helsprengja Bandarikjanna og
NATO — nifteindasprengjan
svokallaða — „stuöli að árang-
ursrikari hernaði”. Þetta og
ýmislegt fleira álika fróðlegt er
haft eftir Alexander nokkrum
Haig, yfirgeneráli NATO I
Evrópu. Haig segir ennfremur
að nifteindasrpengjan muni
spara stjórnmálaleiðtogum
tlma I notkun kjarnorkuvopna.
Orðrétt sagði Mogginn:
„Hann (þ.e. A. Haig) sagði,
að sprengjan, sem drepur með
geislavirkni en þyrmir mann-
virkjum, mundi gera hernaðar-
legt mótvægi raunverulegra en
siður en svo auka hættuna á
kjarnorkustyrjöld. Að dómi
Haigs mundi nifteinda-
sprengjan tryggja betri árangur
I hernaði með minni
hörmungum fyrir óbreytta
borgara. Hann varpaði fram
þeirri spurningu hvort þeir er
andmæltu smiði vopns þessa
tryðu þvi I raun og veru aö ein-
hliða takmarkanir Vesturveld-
anna væru Sovétmönnum hvati
til að minnka við sjálfa sig
kjarnorkuvopn. Kom fram i
máli hans að nifteinda-
sprengjan væri ekki nýlunda
heldur aðeins umbót á kerfi þvl
sem fyrir hendi er. Haig sagði
að spurningin um beitingu
kjarnorkuvopna værí stjórn-
málalegs eðlis og yrðu stjórn-
málaleiðtogar að taka ákvörðun
um hana”.
Þá höfum við það. Rétt er að
minna á i þessu sambandi, að
stærstu og hættulegustu vlga-
drekar veraldar um þessar
mundir, Bandarlkin og Sovét-
rikin, hafa beitt sér fyrir alls
kyns „friðarþingum” og
„afvopnunarsamkundum” upp
á siðkastið, en jafnframt hert
stöðugt hergagnaframleiðslu og
yfirgang um heim allan.
Oddvitar þessara rikja ræða
með grátstafinn i kverkunum
um frið á jörð og eyðileggingu
gereyðingarvopna, en hamast I
raun við að efla heimsvalda-
stefnu sina og kreppa enn meir
helkrumlur slnar sem þau hafa
teygt um heim allan.
Kaldur veruleikinn er þvi sá,
að þau eru að búast til stórstyrj-
aldar,en ekki friðarhátlðar. Þvl
fyrr sem alþýða manna gerir
sér þessa staðreynd ljósa, þvl
betra fyrir friðinn — en þvl
verra fyrir afturhaldið i austri
og vestri og handbendi þeirra.
—ARH