Alþýðublaðið - 27.01.1978, Síða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1978, Síða 2
2 Föstudagur 27. janúar 1978. s&r Kópavogur: Frambjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokks- ins vegna bæjarstjórnarkosningaœS—: Hér fer á eftir kynn- ing á frambjóðendum Alþýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga i Kópavogi. Prófkjörið fer fram dagana 28. og 29. janú- ar 1978 . Kosið verður í Hamraborg 1., annarri hæð. Þeir sem taka þátt i prófkjörinu eru: Einar L. Siguroddsson, Guð- mundur Oddsson.Pálmi Steingrimsson, Rann- veig Guðmundsdóttir. og Steingrimur Stein- grimsson. Einar L. Siguroddsson er fædd- ur 2. nóvember 1944, sonurhjón- anna Fanneyjar Einarsdóttur Long og Sigurodds Magnússon- ar rafverktaka. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla tslands 1965. Hann hefur frá þeim tima kennt við Digranesskólann, utan þriggja ára er hann gengdi stöðu skólastjóra við Barna- og unglingaskóla Vopnafjarðar. Frá 1974 hefur hann verið yfir- kennari við Digranesskólann. Allt frá 15 ára aldri hefur hann á sumrin unnið i bygg- ingarvinnu, aðallega sem járnamaður, m.a. við virkj- unarframkvæmdir við Sigöldu. Einar hefur allt frá námsár- unum tekið virkan þátt i félags- störfum. M.a. þrivegis verið i forsvari kennarasamtakanna í Kópavogi og formaður Kenn- arasambands Austurlands 1972-1973. Hann situr nú i launa- málanefnd Félags skólastjóra og yfirkennara. Hann hefur ávallt fylgt Al- þýðuflokknum að málum og set- ið flokksþing. Undanfarin 3 ár hefur hann verið ritari i stjórn Alþýöuflokksfélagsins i Kópa- vogi. Einar Long er kvæntur Sól- veigu Helgu Jónasdóttur teikni- kennara og eiga þau tvær dætur. Guðmundur Oddsson er fæddur 22. april 1943 i Neskaupstað og ólst þar tpp og heimúisfastur þar til ársins 1960. Hann er son- ur hjónanna Odds A. Sigurjóns- sonar fyrrverandi skólastjóra, og Magneu Bergvinsdóttur. Hann stundaði nám fyrst i Nes- kaupstað og tók þar landspróf, en lauk siðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Arið 1967 lauk Guðmundur BA prófi frá Háskóla Islands. Arið 1960 f lutti f jölskyldan i Kópavog þar sem Oddur gerist skóla- stjóri Gagnfræðaskólans i Kópavogi, sem siðar var nefnd- ur Vighólaskóli. Allan námstim- ann i Háskólanum stundaði Guðmundur kennslustörf i Kópavogi og hefur gert það sið- an. Haustið 1974 var hann settur yfirkennari við Vighólaskóla. Allt frá 15 áraaldrihefur Guð- mundur stundað sjóinn á sumr- in, fyrstá sildveiðum, siðan tog- veiðum,netum og siðast á hand- færum. Hann hefur tekið virkan þátt i ýmiskonar félagsstarf- semi, sat i stjórn FUJ i Kópa- vogi nokkur ár, formaður blak- deildar Breiðabliks frá stoftiun, sat i stjórn Blaksambands ís- lands i tvö ár og er nú i vara- stjórn sambandsins, ofl. ofl. Guðmundur er kvæntur Sól- eyju Stefánsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Pálmi Steingrimssoner fædd- ur á Blönduósi 22. júni 1934 son- Blönduóshrepps. Pálmi er giftur Brynhildi Sig- tryggsdóttur og eiga þau 4 börn. Heimili þeirra er að Hávegi 15 i Kópavogi. Pálmi hóf störf hjá Vegagerð rikisins að loknu unglingaprófi og starfaði þar á vinnuvélum og kenndi einnig á þær. Til Kópa- vogs fluttist hann 1959 og hefur starfað þar siðan við ýmsar framkvæmdir og verk-smiðju- störf. Pálmi hefur skrifað margar greinar i blöð um bæjarmál. Rannveig Guðmundsdóttir er fædd á Isafirði 15. september 1940, dóttir hjónanna, Sigurjónu Jónasdóttur og Guðmundar Kr. Guðmundssonar, skipstjóra. HUn ólst upp á ísafirði og lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Isafjarðar áriö 1956. Siðan starfaði Rannveig hjá Lands- Eramhald á bls. 10 Einar L. Siguroddsson Guðmundur Oddsson Pálmi Steingrfmsson Rannveig Guðmundsddttir Steingrimur Steingrimsson Hafnarfjörður: Guðni Kristjánsson Jón Bergsson Lárus Guðjónsson Prófkjör Alþýðuf lokksins i Hafnarfirði til bæjarstjórnar- kosninga. Prófkjör um skipan 4 efstu sæta á lista Alþýöuflokksins til bæjarst jórnarkosninga i Hafnarfirði á komandi sumri, fer fram laugardaginn 28. janúar og sunnudaginn 29. janúar næst komandi. A laugar- dag verður kjörfundur frá klukkan 14 til 20 og á sunnudag frá klukkan 14 til 22. Frambjóðendur, er gefa kost á sér i neðangreind sæti, eru þessir: Grétar Þorleifsson, Arnar- hrauni 13 i 2.-3. og 4. Guðni Kristjánsson, Lauf- vangi 2 i 1.-2. og 3. Guðriður Eliasdóttir, Miðvangi 33 i 2.-3. og 4. Hörður Zóphaniasson, Tjarn- arbraut 13 i 1. og 2. Jón Bergsson, Kelduhvammi 27 i 1.-2. og 3. Lárus Guðjónsson, Breið- vangi 11, i 2. og 3. Kjörstaður verður i Alþýðu- húsinu i Hafnarfirði. Atkvæðisrétt hafa allir ibúar Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri, sem ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokkum. Grétar Þorleifsson er fæddur 12. sept 1944 'i Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræöaprófi frá Flensboragrskóla 1960, og tók sveinspróf i húsgagnasmiði árið 1966. HUsasmiðanámi lauk Grétar svo tveim árum siðar. Grétar hefur starfað sem skrifstofustjóri Félags bygg- ingariðnaðarmanna i Hafnar- firði siðan 1969 og jafnframt verið formaður þess félags frá sama tima. Hann hefur starfað mikið að málum verkalýðs- hreyfingarinnar bæöi að samningamálum og innan hreyfingarinnar. Grétar hefur starfað i Alþýðu- flokknum frá unglingsárum og hefur átt sæti i stjórn flokks- félagsins i Hafnarfirði undan- gengin fjögur ár. Hann hefur verið varamaður i bæjarstjórn siðasta kjörtimabil og setið nokkra bæjarstjórnarfundi sem slikur. Grétar er kvæntur Grétu Arn- grfmsdóttur og eiga þau hjón fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur. Guöni Kristjánsson er fæddur 27. ágúst 1937. Hann er sonur hjónanna Kristjáns ö. Guðmundssonar verkamanns og Laufeyjar Sigfinnsdóttur. Guðni er fæddur og uppalinn i Hafnarfirði og lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla 1954. Réöist til Bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar, Ahaldahúss 1960 og hefur starfað þar siðan. Kosinn i stjórn V.M.F. Hlifar 1971 sem meðst jórnandi, gjaldkeri 1972—1975. Varaformaður frá 1976. A sasti i fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna i Hafnarfirði, sit- ur i stjórn Lifeyrissjóðs Hlifar og Framtiðarinnar og i stjórn Sjúkrasjóðs Hlifar. Fulltrúi á þremur seinustu ASÍ-þingum. A sæti i stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Kona Guðna er Rannveig Kjærnested, og eiga þau tvo syni. Guöriður Eliasdöttirer fædd á Akranesi 23.4.1922 og ólst þar upp. Foreldrar: Elias Nielsson, verkamaður og Klara Sigurðar- dóttir. Guðriður fluttist til Hafnarfjarðar árið 1945 og hefur búið hér siðan. Guðriður hefur tekið mikinn þátt i starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar. Hún var kosin i stjórn Verkakvennafélagsins Framtiðarinnar árið 1948 og hefur setið i stjórninni siðan og verið formaður félagsins frá 1967. Guðriður hefur setið mörg þing Alþýðusambands tslands. Hún var varamaður i miðstjórn Alþýðusambandsins iátta ár, en Framhald á bls. 10 Grétar Þorleifsson Frambjódendur í prófkjöri Alþýóuflokks ins vegna bæjarstjórnarkosninga

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.