Alþýðublaðið - 27.01.1978, Síða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1978, Síða 3
SjBmT' Föstudagur 27. janúar 1978. 3 Að austan, norðan og vestan Hafnarfram- kvæmdir á Bfldudal Er haft var samband vestur á firði við Jakob Kristinsson, Fisk- vinnslunni Bildudal hf. á Bildudal sagði hann flesta þar i þorpinu hafa atvinnu. íbúar þorpsins eru nú nálægt 350 manns og er at- vinna þeirra flestra tengd sjávarútvegi á einhvem hátt. Unnið hefur verið að stækkun hafnarinnar frá þvi i haust og er verkið langt komið. Þegar því er lokið verðiu' höfnin góð. Framhald á bls. 10 Blönduósbúar fjölbýlishús Einar Þorláksson s veitarstj óri á Blönduósi hvað þá Blönduósbúa einnig standa i framkvæmd- um, en að sjálfsögðu eru það ekki hafnar- framkvæmdir, útgerð hefur jafnan verið lítil frá þeim stað. A Blönduósi hefur nú ver- ið byggt fjögurra hæða fjölbýlishús og er það fyrsta sinnar tegundar. Húsið er byggt á veg- um hreppsins. Ekki sagði Einar þó þá vænta neinnar gífur- legrar fjölgunar i þorp- inu en ibúafjöldinn er nú rúmlega 800 manns. íbúafjöldinn hefði verið fremur jafn á siðustu árum. Flestir vinnandi manna á Blönduósi starfa annaðhvort á vegum Kaupfélags Hún- vetninga eöa Trésmiðjunnar Fróða hf. Einar sagði nær ekk- ertatvinnuleysif þorpinu og að- eins tvær konur á atvinnuleysis- skrá. Fremur risjótt tið hefur verið á Blönduósi eins og viða annars- staðar á landinu. Nýlega var tekin i notkun hitaveita á; staðnum og hefur framkvæmdum viö hana verið aðljúka. Blönduósbúar ættu þvi ekki að þurfa að kviða risjóttri tið jafnvel þótt oliuskortur yrði. Sjósókn liggur niöri á Borgarfirdi Þá er haft var samband við Magnús Þorsteinsson oddvita á Borgarfirði eystra, sagði hann sjó- sókn liggja niðri nú yfir veturinn og því töluvert atvinnuleysi. íbúar í Borgarfjarðarhreppi eru nú um 240 en um heim- ingur þeirra hefur at- vinnu af sjávarútvegi, hinn hlutinn starfar að landbúnaði. Gerðir eru út frá Borgarfirði, þá er vertið stendur yfir, 4 tiu tonna bátar og um 20 smábátar 3-4 tonn. Vertið þeirra Borgfirð- inga stendur frá april og fram i októver, nóvember, mest er veitt af grásleppu. Hafnarfram- kvæmdir hafa verið talsverðar á staðnum undanfarin ár og er nú verið að byggja þar garð ætlaðan hafskipum. Borg- firðingar fengu um 42 milljónir króna til hafnarframkvæmd- anna á sl. ári en stór hluti þess fjármagns fór til greiðslna skulda er safnast höfðu við fyrri framkvæmdir. Nýlega var lokið lagningu hol- ræsa i þorpinu en það hefur dregizt nokkuð á langinn vegna þess hve dreifð byggðin er. Fjögur ný einbýlishús eru nú i byggingu og bendir þaö til nokk- urs uppgangs. En á árunum 1956-1970 var t.d. ekkert hús byggt á Borgarfirði, enda hafa Borgfirðingar ekki farið i var- hluta af fólksflóttanum, en á siðariárum hefuribúum fækkað úr 350 og niður i 240. Samgöngur hafa löngum veriðhöfuðverkur Borgfirðinga, vegir stundum lokaðir um tima á vetrum og veður oft hamlað skipum að leggjast að bryggju. En nú er flogið sex sinnum i viku milli Borgarfjarðar og Egilsstaða þannig að sam- göngur eru nú i all góðu horfi. Veður hefur verið gott nú i vetur nema hvað að i nóvember brá svo við að hafnarmannvirki skemmdust i óveðri. Við skemmdirnar mun verða gert þá er vorar með framlögum úr hafnarbótasjóði. Borgfirðingar munu þá með hækkandi sól vakna úr vetrardvala og hefja að nýju sjósókn af fullum krafti. Þingsályktunartillaga Benedikts Gröndal Sjómenn haf i aðgang ad kvikmyndum — og upptökum með sjónvarpsefni til útlána Maris Liepa i hlutverki Crassusar i myndinni um Spartacus. .r? „Spartacus’ í Austurbæjarbíói á morgun Benedikt Gröndal (AF) hefur lagt fram til- lögu til þingsályktunar um velfarnað sjómanna á siglingu og i erlendum höfnum. Tillagan hljóðar þannig: »Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að skipa þriggja manna nefnd til að gera tillögur um ráðstafanir til að auka vel- farnað islenzkra sjómanna á siglingu i erlendum höfnum. Nefnin skal sérstaklega athuga eftirtalin atriði: 1) Hvernig tryggja megi, að i islenzkum skipum verði ekki aðeins sjónvarp, heldur og myndsegulbandstæki. 2) Hvernig unnt verði að láta festa á segulbönd islenzkt efni, þar á meðal sjónvarpsdag- skrár, og lánaböndin tilskipa. 3) Hvort Island getur með þvi að gerast aðili að norrænum eða alþjóðlegum samtökum tryggt sjómönnum þjónustu, þ.á.m. lán á kvikmyndum og segul- böndum, i erlendum höfnum. Nefndin skal skipuð þannig, að Sjómannasamband Islands til- nefni einn mann, Farmanna- og fiskimannasamband Islands annan, en hinn þriðji sé skipaður af ráðherra án tilnefningar.” Nánri grein verður gerð fyrir tillögunni þegar hún kemur til umræðu á þingi, en samkvæmt þvi sem segir i greinargerð er til- lagan lögð fram til að reyna að stuðla að þvi aö sjómenn geti Frh. á 10. siðu Fyrirspurn um holl- ustuhætti Benedikt Gröndal (AF) hefur lagt fram á þingi fyrirspurn til heil- brigðisráðherra um hollustuhætti i sildar- og fiskimjölsverksmiðjum. Fyrirspurnin er á þessa leið: ,,1) Hafa verið gerðar fullnægj- andi rannsóknir á hollustu- háttum i sildar- og fiskimjöls- verksmiðjum, svo sem hættum starfeliðs af hávaða, rykmyndun og varhuga- verðum efnasamböndum, almennum óþrifnaði og ólykt? 2) Hefur heilbrigðisráðuneytið sett reglur um mengunar- mörk og önnur skilyrði, sem þessar verksmiðjur verði að uppfylla til að fá starfsleyfi? 3) Hafa allar þær verksmiöjur, sem starfað hafa siðustu ár og nú starfa, m.a. aö loðnu- bræðslu, uppfyllt þau skilyrði og fengið starfsleyfi með eðli- legum hætti?” Á morgun, laugar- daginn 28. janúar gang- ast samtökin MÍR fyrir sýningu á kvikmyndinni Spartacus i Austur- bæjarbíói kl. 15.00. Spartacus er litkvikmynd, gerð árið 1975 eftir samnefndum ballett Arams Khatsattúrjans. Með eitt helzta hlutverkið i mynd- inni fer dansarinn Maris Liepa, sem starfaði hér i Þjóðleikhúsinu á siðasta ári. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill. Skiphóll, Strandgötu 1, simi 52502. Skútan, Hafnarfirði, simi 51810.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.