Alþýðublaðið - 27.01.1978, Side 6

Alþýðublaðið - 27.01.1978, Side 6
6 Föstudagur 27. janúar 1978. W88 „Það er ekki litið á blinda sem fólk” — vinnustofa blindra við Ingólfsstraeti heimsótt Hér sjáum viö svo vöggurnar, báðar stærftir, þessa fyrir barnið hennar mömmu og svo barníö hennar litlu Stinu, eða Gunnu, eða Jónu. „Já> góðan daginn, var tekið undir kveðjur blaða- manns og Ijósmyndara, í fyrradag, þegar þeir komu í heimsókn á vinnustofu eina hér i borg. Það voru tvær kvenraddir og ein karlrödd, sem tóku undir, og önnur kvenröddin bætti síðan við: „Og hvað heita blaðamennirnir?" öll héldu óslitið áfram vinnu sinni og litu ekki upp frá verki. Blaðamenn voru sumsé komnir í heimsókn á vinnustofu blindra við Ingólfsstræti i Reykjavík. Ætlunin að fá að taka nokkrar myndir, og spjalla litillega við fólkið sem þarna starfar. Fyrst bar okkur niður i burstagerð fyrirtækisins, en þar voru að störfum við burstagerð tvær konur, þær Sesselja Eysteinsdóttir og Birna Hallgrímsdóttir, og einn karlmaður, Sölvi Sigurðs- son. Þau þrjú áttu raddirnar sem tóku undir kveðju blaðamanna og raunar þriðja konaneinnig, Jónína G. Waage, sem vinnur við að pakka burstunum, en hún hefur þá sérstöðu á þessum vinnustað að vera sjáandi. Það skal tekið fram að það var Sesselja, sem á svo lipran máta áminnti blaða- menn um þá sjálfsögðu kurteisisvenju að kynna sig. Við burstagerðina starf- ar einnig Jónína Þorleifs- dóttir, sem ekki var viðlát- in þegar við komum, en birtist skömmu síðar og tók til við verk sín. óheppilega mikil sam- keppni Þegar við komum tóku á móti okkur þær Herdis Einarsdóttir og Gyða Guðjónsdóttir, sem starfa i verzlun og skrifstofu fyrirtækis- ins. Gyða kom málum á skrið en afhenti fljótlega forræði verk- stjóranum á staðnum, Þóri Guðmundssyni, sem i tiu ár var bóndi, en vill nú fremur kallast umsjónarmaður en verkstjóri, þar sem hver og einn stýrir sinu verki sjálfur á þessum vinnustaö. „Það er allnokkur framleiðsla á bæði burstum og öðru hjá okk- ur”, sagði Þórir, ,,þó hefur dreg- izt nokkub mikið saman, einkum og sér i lagi i sölu á burstum, enda er samkeppnin orðin mikii. Burstar eru orðib vélframleiddir svo viða og okkur gengur illa að halda okkar i þeirri glimu. Það hefur gengið heldur betur i körfugerðinni hjá okkur, til dæm- is dúkkuvöggurnar, sem hafa selzt nokkuð vel fyrir jól. Þar er þó að koma til samkeppni lika, þvi menn eru farnir að flytja þetta inn og þeir hafa f jármagn til að auglýsa svo mikið að fjárhag- ur þessa fyrirtækis hrekkur ekki til að jafna það. Þetta er þvi áreiðanlega ekki auðveldur rekstur, þótt fólkið vinni vel og framleiðslan sé i sjáifu sér nægileg”. Þórir fylgdi blaðamönnum nið- ur i kjallara hússins, þar sem körfugerð og stólagerð eru til staðar. Fyrst þangað sem Sigurð- ur Guðjónsson sat við gerö gólf- skrúbba, en hann mun allra manna lagnastur við slikt og sagði Þórir hann skilaði góðum fimmtiu á dag. 1 sama herbergi og Sigurður var Sighvatur Kjartansson að gera barnsvöggu úr tágum. Hann taldi vögguna vera tæpt dags- verk, en á þeim er nokkur nákvæmnisvinna, enda mun hún ekki vera á tæri blindra. Hins vegar hafa blindir unnið mikið við gerð brúðurúma, sem eru smækkaðar eftirmyndir af barnavöggunum. Er enda nokkuð algengt, þegar fólk kaupir vöggu, að keypt er brúðuvagga jafn- framt, ef dóttir er fyrir. I kjallara hússins er einnig stólagerð og þar var Alfreð Sæmundsson að vinna við að vefja með tágum arma á stól. Tágastólarnir taldi hann væru um tvö dagsverk hver um sig. Mikið úrval Af verzlun þeirri, sem er á jarð- hæð hússins við Ingólfstræti að sjá, er allmikið úrval bursta, stóla, karfa og annarra iláta framleitt á þessari vinnustofu blindra. Sumt af þvi, svo sem stólarnir og vöggurnar, svo og liklega teborðin, sem þarna er einnig að fá, krefst sjáandi vinnuafls, en annað er unnið af blindum. Þar getur að lita tágakörfur af ýms- um gerðum og stærðum, allt frá litlum, undir smádót, sælgæti eða eitthvað annað, upp i stórar bréfakörfur, sem einnig má nota sem ljósaskerma. Þess má einnig geta, að verð á flestu þvi sem i verzluninni fyrir- finnst, er i hófsamara lagi, enda fyrirtækið ekki rekið með gróða- von i huga, heldur til þess ab skapa blindum, sem ekki eiga kost vinnu sannars staðar, lifi- brauð sem þeir sjálfir hafa unnið fyrir. Með öðrum orðum, gefa þeim færi á að eiga sitt sjáfstæði. Þykir mörgum það miður að islenzkir bisnissmenn, sem flestir vilja telja sig gæðasálir og segjast hvergi nærri eins hertir af græðgi og gróðafikn og erlendir stórkapitalistar kváðu vera, skuli ekki geta fundið sér aðra leið til að hala inn krónur sinar en sam- keppni við þessa viðleitni. Þar kemur einnig fleira til, meðal annars hugsanlegur vilji almennings. Með þvi að beina kaupum sinum að vörum blindra, sem mjög viða eru seldar i verzl- unum, getur almenningur átt sinn þátt i þvi að þeir einstaklingar, Gg fyrir utiiN vöggur og körfur, er þarna framleitt allnokkuð af hús- gögnum, »töium, horðuin og fleiru. Se«»el}u dró I af mtklum nM Sigurður Guöjónsson, sá er af- greiðir fimmtiu gólfskróbbur á óag- Barnsvagga I „fæðingu”. Það er Sighvatur einhverjum nýjum borgara. Og lek« eru það stólarnir, sem Aifreð Sssmwnö

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.