Alþýðublaðið - 27.01.1978, Qupperneq 9
{SSm Föstudagur 27. janúar 1978.
9
FMcksstarf44
Auglýsing um prófkjör á Akranesi.
Ákveðiðhefurveriðaðefna til prófkjörs um
skipan f jögurra efstu sætanna á lista Alþýðu-
flokksins á Akranesi við bæjarstjórnar-
kosningarnar í vor. Prófkjörsdagar verða
auglýstir síðar.
Framboðsfrestur er til 12. febrúar n.k.
iFrambjóðandi getur boðið sig fram i eitt eða
‘f leiri þessara sæta. Hann þarf að vera 20 ára
eða eldri, eiga lögheimili á Akranesi, hafa
a.m.k. 15 meðmælendur, 18 ára eða eldri, sem
eru f lokksbundnir í Alþýðuf lokksfélögunum á
Akranesi.
Framboðum skal skilað til Jóhannesar
Jónssonar, Garðabraut 8, Akranesi, fyrir kl.
24.00 sunnudaginn 12. febrúar 1978.
Allar nánari upplýsingar um pro'fkjörið
gefa Jóhannes Jónsson í s. 1285, Rannveig
Edda Hálfdánardóttir s. 1306 og Önundur
Jónsson í s. 2268.
Stjórn Fulltrúaráðs
Alþýöuf lokksfélaganna
á Akranesi
Keflavík
Prófkjör um skipan 6 efstu sæta á iista
Alþýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga í
Keflavík á sumri komanda fer fram laugar-
daginn 28. jan. og sunnudaginn 29. jan. næst-
komandi. Kjörf undur verður f rá klukkan 14.00
til 20.00 báða dagana.
Kjörstaður verður að Hafnargötu 57 (Skrif-
stofu Hráðfrystihúss Ölafs Lárussonar,
suðurdyr).
Atkvæðisrétt hafa allir Keflvíkingar 18 ára
og eldri, sem ekki eru f lokksbundnir í öðrum
stjórnmálaf lokkum.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna próf-
kjörs til bæjarstjórnarkosninga í Keflavík
hefst mánudaginn 23. þessa mánaðar hjá for-
manni kjörstjórnar, Guðleifi Sigurjónssyni,
Þverholti 9, Keflavík.
Niðurstaða prófkjörsins um 6 efstu sæti er
bindandi.
Keflavik 20. janúar 1978
Kjörstjórnin
FUJ i Hafnarfirði
Opið hús kl. 20 á þriðjudagskvöldum í Alþýðu-
húsinu í Hafnarfirði. Ungt áhugafólk hvatt til
að mæta.
Isafjörður
Prófkjör á vegum Alþýðuflokksfélags Isa-
fjarðar vegna bæjarstjórnarkosninga í ísa-
f jarðarkaupstað 1978.
1) Prófkjör fyrir væntanlegar bæjarstjórnar-
kosningar fer fram sunnudaginn 26.
febrúar n.k.
2) Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn
14. febrúar.
3) Kosið verður um 1. 2. og 3. sæti framboðs-
listans.
4) Kjörgengi til framboðs i prófkjörið hefur
hver sá sem fullnægir kjörgengisákvæðum
laga um kosningar til sveitarstjórnar og
hefur auk þess meðmæli minnst 10 flokks-
félaga.
5) Framboðum ber að skila til formanns
félagsins eða annarra stjórnarmanna.
6) Niðurstöður próf kjörs eru bindandi hljóti sá
frambjóðandi sem kjörinn er minnst 20 af
hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokksins við
síðustu sambærilegar kosningar eða hafi
aðeins eitt framboð borist.
7) Öllum, sem orðnir eru 18 ára á kjördegi,
eiga lögheimili í sveitarfélaginu og ekki eru
f lokksbundnir í öðrum stjórnmálaf lokkum
er heimil þátttaka i prófkjörinu.
8) Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram
dagana 19. — 25. febr. að báðum dögum
meðtöldum. Þeir, sem taka vilja þátt í
utankjörstaðaratkvæðagreiðslu hafi sam-
band við Karitas Pálsdóttur, Hjallavegi 5.
i stjórn Alþýðuflokksfélags isafjarðar
Gestur Halldórsson formaður
Jens Hjörleifsson
Sigurður J. Jóhannsson
Karitas Pálsdóttir
Snorri Hermannsson
Utvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Ve&urfregnir og frettir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
14.30 Mibdegissagan: „Maður
uppi á þaki” eftir Maj Sjö-
wall og Per Wahlöö.Ólafur
Jónsson byrjar lestur
þýðingar sinnar.
15.00 Mi°istónleikar.
Bernard Goldberg, Theo
Salzman og Harry Franklin
leika Trió i F-dúr fyrir
flautu, selló og pianó eftir
Jan Ladislav Dusik. Heinz
Holliger og félagar úr
hljómsveit Rikisóperunnar i
Dresden leika Konsert 1
G-dúr fyrir óbó og strengja-
sveit eftir Georg Philipp
Telemann, Vittorio Negri
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 Gtvarpssaga barnanna:
„Upp á lif og dau&a” eftir
Ragnar Þorsteinsson. Björg
Arnadóttir les (3).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Söguþáttur Umsjónar-
menn: BroddiBroddasonog
Gi'sli AgUst Gunnlaugsson. 1
þættinum verður rætt um
sögukennslu á grunnskóla-
og framhaldsskólastigi.
20.05 Tónleikar Sinfónlu-
hljómsveitar Islands i
Háskólabióikvöldiö áður, —
fyrri hluti. Stjórnandi:
Steuart Bedford frá
Bretlandi Einieikari: Arve
Tellefsen frá Noregi a.
„Brottnámið úr kvennabúr-
inu”, óperuforleikur eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
b. Fiðlukonsert i D-dúr op.
61 eftir Ludwig van Beet-
hoven. — Jón Múh kynnir
21.05 Gestagluggi Hulda
Valtýsdóttir stjórnar þætti
um listir og menningarmál.
21.55 Kvöldsagan: „Sagan af
Dibs litla” eftir Virginiu M.
Alexine Þórir Guðbergsson
les þýðingu sina (5).
22.20 Lestur Passiusáima (4)
Dalla Þóröardóttir stud.
theol. les.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Áfangar
Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson og Guöni Rúnar
Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Prúöu leikararnir (L)
Gestur i þessum þætti er
leikkonan Madeline Kahn.
Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.00 Kastijós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður Sigrún Stefánsdóttir.
22.00 Hver fyrir sig og guö
gegn öllum. (Jeder fur sich
und Gott gegen alle) Þýsk
biómynd frá árinu 1974.
Höfundur handrits og leik-
stjóri Werner Herzog.
Aðalhlutverk Bruno S.,
Walter Ladengast og
Brigitte Mira. Ariö 1828
fannst ungur maður á torgi i
Nurnberg. Hann gat hvorki
talað né gengiö, en hélt á
bréfi,þarsem sagöi aö hon-
um heföi verið haldið föngn-
um i' kjallara alla ævi, án
þess að hann hefði haft hug-
mynd um heiminn fyrir ut-
an. Hann gat sagt eina setn-
ingu: „Mig langar að verða
riddari eins og faöir minn
var — og skrifað nafn sitt,
Kaspar Hauser. Höfundur
myndarinnar, Werner
Herzog, hefur látið svo um-
mælt, að Kaspar Hauser
sé „eini maðurinn, sem vit-
aðer til að „fæðst” hafifull-
orðinn. Hann hélt sig vera
einan i heiminum og leit á
hlekkina sem eölilegan lfk-
amshluta”. Þýðandi Vetur-
liði Guðnason.
23.45 Dagskrárlok
spékoppurinn
Hvað mundum við annars gera elskan ef við hefðum ekki sjónvarp-
ið.
Hér fáið þér 50 krónur tii baka. Ég hef þvi miður enga
skiptimynt á mér.
Ég hef það á tiifinningunni að sá nýi eigi eftir að valda ein-
hverjum vandræðum.