Alþýðublaðið - 27.01.1978, Side 12
alþýöu-
blaðið
Útgefandi Alþýöuflokkurinn
Ritstjórn Alþýöublaösnins er að Siðumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900.
FÖSTUD AGUR
27.JANÚAR 1978
Fyrsti áfangi nýja útvarpshússins tiibúinn til útbods:
FRAMKVÆMDIR
HEFJIST
SÍÐAR Á ÞESSU ÁRI
— 300 milljónir í húsbyggingarsjódi
Senn má vænta að
menn sjái stórvirk jarð-
vinnslutæki taka til
starfa á horni Háaleitis-
brautar og Bústaða-
vegar, þar sem senn
verður hafizt handa við
byggingu hins nýja út-
varpshtíss.
Alþýðublaðiðáttii gær
tal af Birgi Thorlacius,
ráðuney tisstjóra í
menntamálaráðuneyti
og spurði hve miðaði
byggingu nýja hússins,
en sem alþjóð er kunn-
ugt hefur útvarpið búið
við þröng skilyrði i húsi
rannsóknastofnana
sjávarútvegsins um
árabil.
Birgir sagði að um þessar
mundir væru til 300 milljónir í
byggingarsjóði og fyrsti áfangi
framkvæmdarinnar tilbúinn til
útboðs. Enn fremur lægju fyrir
langt komnar teikningar og drög
að framhaldsframkvæmdum.
Hann sagði að ráöherra legöi
áherzlu á að framkvæmdir yröu
hafnar nú á þessu ári og aö um
þessar mundir væru þeir Andrés
Björnsson, útvarpsstjóri, Þór-
arinn Þórarinsson, formaður út-
varpsráðs og HörðurBjarnason,
húsameistari rikisins á ferð i þvi
landi. I þessu nýja húsi i austur-
hluta nýja miðbæjarins verður
fyrst og fremst aðstaða hljóð-
varpsins, en fyrir þörfum sjón-
varps er ekki enn séð til fram-
búðar, þótt nokkra aðstööu megi
ætla að það muni hafa i nýbygg-
ingunni. AM
smurostarnir í borðöskjunum
veizlukostur
til daglegrar ney zlu
Næringarefni í lOOg
af smurosti
Kolvetni
(þar af Kalsíum 500 mg)
Hitaeiningar 230
Stúlkan á myndinni er að framleiða tónverk á hluta af „hljóöfæri”
nokkru allmiklu, sem nemendur I Nýlistadeild Myndlistar og handfða-
skólans hafa komiö fyrir i Gallerí Súm. Hljóðfæriö samanstendur af
ýmsum málmhlutum og glerhlutum, svo sem flöskum, málmplötum,
grindum, ristum, trésögum og fleiru, sem hengt er i loft eða á veggi.
Mun það teljast ásláttarhljóðfæri, ef að likum lætur.
Hljóðfærið er þó aðeins hluti sýningar, eða hverju nafni sem þaö kann
að nefnast, sem nemendur Nýiistadeildar hafa efnt til og bjóöa sérstak-.
lega til úrtaki gagnfræðaskóianemenda, þótt auðvitað séu allir vel-
komnir.
Sýningin er að þvi til sérstæð að gestum gefst kostur á þvf að taka
þátt i henni, skapa sýninguna með einhverjum gjörðum i listformum,
sem likast til teljast nýstárleg i meira lagi. (AB-mynd ATA) -hv
Ráðizt inn í 6 íbúðir í Lundi:
íslendingur bar-
inn og stunginn
islenzkur piltur særðist
i Lundi síðast liðið föstu-
dagskvöld, þegar tveir
menn réðust inn í sex
ibúðir í fjölbýlishúsa-
hverfi, þar sem náms-
menn búa. islendingurinn
var barinn í höfuðið og
stunginn með hnífi.
Tveir liggja i sjúkrahúsi eftir
árásina. Það voru Sviar undir
áhrifum eiturlyfja, sem réðust
inn i sex ibúðir, brutu allt og
brömluðu i leit að peningum.
Þeir skáru i sundur simaliriur,
brutu sjónvprpstæki, húsgögn
og fleira.
Sviarnir hringdu dyrabjöllum
og báðu um að fá að hringja.
Þegar þeir voru komnir inn
ógnuðu þeir húsráðendum með
hnifum, og ef þeir sýndu mót-
þróa réðust þeir á þá.
Arásarmennirnir hafa nú
verið handteknir. Talið er full-
vist, að þeir hafi veriö undir
áhrifum sterkra eiturlyfjá,
þegar þeir frömdu verknaðinn.
Þeir sem særðust munu ekki
hættulega meiddir.
Eftirlaun þingmanna:
Skilyrði fyrir
eftirlaunum
er 65 ára aldur
Þingmenn sem |áta af
þingmennsku af ýmsum
orsökum fara ekki sam-
stundis á rífandi eftirlaun,
einsog margir halda. Sam-
kvæmt lögum frá árinu
1965 getur þingmaður sem
er yngri en 65 ára því
aðeins komist á eftirlaun
að hann sé 75% öryrki. Að
öðru leyti eru reglur um
eftirlaun á þá lund að
menn sem setið hafa á
þingi í tvö kjörtímabil
eða 6-10 ár fá 35% af
launum. Menn sem setið
hafa á þingi i þrjú kjör-
tímabil eða 10-15 ár fá
helming launa, eftir 15-20
ára þingsetu fá þeir 55%
launa og eftir 20-25 ára
þingsetu 60%.
Ef þingmaöur situr i meira en 25
ár, fær hann 1% eftirlauna-
hækkun fyrir hvert ár sem er
• fram yfir, en þó aldrei yfir 70%.
Ennfremur er kveðið á um það i
lögunum að makar fái 50% af
launum þingmanns. .
Varðandi ráðherraeftirlaun eru
einnig lög frá 1964 og eru þau i
grundvallaratriðum eins og lög
um eftirlaun þingmanna. Menn
skulu vera a.m.k. 65 ára til að
njóta eftirlauna og reglan um 75%
örorku gildir einnig um ráöherra.
Eftir 5-8 ár i stárfi fá fyrrum ráö-
herrar 40% launa og eftir 8-12 ára
starf 60%. Eftir þaö fær viðkom-
andi 2% hækkun á ári, en þó ekki
hærra hlutfall en 70% af launum.
Þingmaður sem jafnframt
hefur gegnt ráðherraembætti
hlýtur óskert eftirlaun fyrir hvort
starfið um sig og er þannig á tvö-
földum eftirlaunum.