Alþýðublaðið - 15.02.1978, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 15.02.1978, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 15. febrúar 1978 œ- Árni Sigurpálsson í báráttu vid kerfið: 40 þúsund Málid virðist strand í bili á 14 mánuðum Arni Sigurpálsson aö heimili sinu, Lækjargötu 18, Hafnarfiröi. _____Önundarson, tryggingariæknir: Árni fékk þá fyrir- greidslu sem honumbar Ungur maður, sem keyr- ir bifreið á vegum ríkis- fyrirtækis lendir i bilslysi og skaðast á hálsi. Hann hefur verið óvinnufær frá þeim degi, eða i 14 mánuði. Hann hefur ekki hlotið neina fyrirgreiðslu pen- ingalega, hjá Tryggingar- stofnun ríkisins fram til þessa. Alþýðublaðsmenn heimsóttu þennan unga mann, og hér á eftir fer frásögn hans af „bardag- anum við báknið". Hvert er upphaf þessa máls, Arni? Upphaf þessa máls er það að ég lendi i bilslysi fyrir 14 mán ðum, eða 19. desember 1976. Ég var þá starfsmaður hjá Pósti og sima og keyrði bil á vegum fyrirtækisins. Það sem gerðist var það, að bill rennir i hliðina á mér og siðan annar aftan á mig, en við það hnykktist höfuðið á mér aftur, það er kallað að „vikkla”, held ég' Við þetta skaðaðist ég á hálsi þannig að ég hef verið óvinnufær siðan. Hvernig lýsti þessi sköddun sér? Ég hef haft miklar bólgur i hálsi. Eins hef ég verið mjög máttlitill allan þennan tima. Þá bætir það ekki úr skák að það lið- ur yfir mig, ef ég reyni of mikið á mig. Ég hef þvi ekkert getað unn- ið, en það hefur bjargað málinu að konan min hefur unnið úti. Hún hefur eiginlega verið fyrirvinna heimilisins þennan tima. Varstu ekki á launum hjá Pósti og síma fyrst eftir slysiö? Eg fékk greidd laun i einn og hálfan mánuð. Það varð saman- lagt um 60 þúsund krónur. Ekki meira en 60 þúsund krón- ur? Nei, það er ekki rétt hjá mér. Tryggingarlæknirinn tók tuttugu þúsund. Þetta urðu þvi ekki nema fjörutiu þúsund. Hver er tryggingalæknirinn? Hann heitir i Björn önundar- son. Ég fór i tryggingarmat hjá Tryggingarstofnun rikisins. Og ég er metinn 100% öryrki i fyrstu fjóra mánuðina, 50% i tvo mánuði og 25% i einn mánuð. Siðan var ég metinn 8% varanlegur öryrki. Hvað reyndir þú til þess að fá það fé sem þér ber út úr Trygg- ingarstofnuninni? Ég fékk mér lögfræðing til þess að annast þetta fyrir mig. Ég held að hann sé búinn að gera það sem hann getur i bili. Hann hafði sam- band við tryggingarfélög bilanna sem keyrðu á mig. Tryggingarfé- lag bilsins sem keyrði i hliðina á mér segir að höfuðhöggið hafi hlotizt af höggi bilsins sem keyrði aftan á mig, en tryggingarfélag þess bils, segir að það hefði aldrei gerzt ef hinn hefði ekki keyrt á mig fyrst, svoleiðis að mér skilst að allt verði nú að fara fyrir dóm- stólana, til þess að fá úr þvi skorið hver á að borga þetta. Það hefur staöið i þessu þófi alla þessa mán- uði. Þú hefur ekki fengiö annan lif- eyri á þessu timabili en þessa 40 þúsund krónur? Nei, tryggingarlæknirinn tók tuttugu þúsund fyrir tryggingar- matið. En hvað hafa læknar reynt aö gera fyrir hálsinn á þér? Þeir hafa nú litið getað gert. Það var ekki fyrr en hér kom danskur maður sem notar nála- stunguaðferðina kinversku, að mér fór að liða betur. Kinverska nálastunguaöferöin? Já, það var merkileg upplifun að lenda i þessu. Hann stakk nál- um i mig hér og. þar, aðallega þó i hálsinn og upp frá þvi fór mér að liða betur. Þá fór ég að reyna að vinna svolitið, en varð að gefast upp vegna máttleysis. Mér þykir leið- inlegt að þetta skuli hafa lent i málaferlum og vitleysu, þvi að það tekur sinn tima, og eins er slæmt að fá ekkert út úr trygging- unum. Ö.B. Blaðið hafði samband við Björn önundarson, tryggingarlækni vegna þessa mál. Eftir að hafa kynnt sér skjöl varðandi mál Árna, gerði hann grein fyrir læknisskoðun og niðurstöðu hennar. Er hún samhljóða umsögn Árna. Þá rakti Björn gang slíkra mála og siðan sér í lagi í umræddu til- fellí. Björn sagði að Árni hefði fengið greidda sjúkradagpen- inga eins og honum hefði borið samkvæmt eðli málsins og regl- um Tryggingarstofnunar rikis- ins. Björn sagðist siðan hafa, að beiðni lögfræðings Árna, tekið hann til læknisskoðunar, og að sú skoðun hafi verið óskyld starfi hans hjá Tryggingar- stofnuninni, og bæri þvi að greiðast samkvæmt taxta Læknafélags Islands. Björn sagði að kostað væri kapps að hraða slikum málum, þannig að viðkomandi fengi þær bætur sem hann ætti rétt á, og hefði enginn hag af þvi að draga það á langinn. Eftir þá læknisskoðun hefði hann talið Arna vinnufær- an, en tók sérstaklega fram að slikt mat væri alltaf mjög erfitt og viðkomandi finndi það bezt sjálfur hvað hann treysti sér til vinnu. Björn sagðist álita að Arna bæri bætur frá öðru hvoru tryggingarfélaganna sem þeir bilar væru tryggðir hjá sem slysinu ollu, en að það væri að sjálfsögðu ekki i hans verka- hring að kveða úr um það. Sam- kvæmtbókum Tryggingarstofn- unarinnar hafa Arna verið borgaðar rúmar 122 þús. kr. Verðlaunasjóður iðnaðarins Óskad eftir ábendingum Kristján Vilhelmsson I hinum nýju húsakynnum verzlunar sinnar meö eitt skotvopna þeirra er hann hefur sjálfur smiöaö. Sportanagasínið Goða borg opnar ný húsa- kyh)ni I byrjun marz n.k. verða veitt verðlaun úr Verð- launasjóði iðnaðarins. Verðlaunin að þessu sinni verða kr. 1.000.000.- — ein milljón — ásamt heið- ursskjali. Stjórn sjóðsins óskar hér með eftir ábendingum um verðlaunaþega, en ekki er tekið á móti umsóknum, enda ekki um styrktarsjóð að ræða, heldur verðlauna- sjóð. Til glöggvunar fyrir þá, sem kynnu að vilja gefa sjóðsstjórn ábendingar, fara hér á eftir nokk- ur atriði úr reglugerð sjóðsins. „Tilgangur sjóðsins er að örva til dáða á sviði iðnaðarmála — og jafnframt að vekja athygli á þeim afrekum, sem unnin hafa verið og unnin verða á þvi sviði”. „Verðlaun má veita fyrir upp- finningar, fyrir forystu á sviði iðnaðar — fyrir sérlega vel gerða iðnaðarframleiðslu o.s.frv. —. Ábendingum óskast beint til einhvers úr sjóðsstjórninni, en hana skipa: Kristján Friðriksson, Garða- stræti 39, form. Haukur Eggertsson, Barmahlíð 54. Davið Scheving Thorsteinsson, Mávanesi 7. Garðabæ. Sigurður Kristinsson, málara- meistari, Hringbraut 9, Hafnar- firði. SKÍPAUTG^RB KÍKISINS. M/s Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 21. þ.ni. austur um land til Seyðis- fjarðar og tekur vörur á eftirtald- ar hafnir: Vestmannaeyjar, Ifornafjörð, Djúpavog, Breið- dalsvik, Stöðvarfjörð, Fáskrúðs- fjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Seyðisfjarðar. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 20. þ.m. Föstudaginn þann 10. febrúar sl. opnaði Kristján Vilhelmsson eigandi verzlunarinnar Sport- magasinið Goðaborg við Oðins- torg ný húsakynni fyrirtækisins, skammt frá þeim fyrri. Gólfflötur hinnar nýju verzlunar er 242 fer- metrar, þar eru mönnum boðnar til kaups 4-5000 tegundir iþrótta- og jafnvel ýmissa útilifsvara. Geta þar jafnt hestamenn sem skautaiðkendur keypt vörur við sitt hæfi. Kristján Vilhelmsson er byssu- smiður að mennt, námi i þeirri iðn lauk hann i Danmörku. Ekki skortir heldur úrval byssa og skotfæra i verzlun hans. Kristján tjáði blaðam. að hann ætti safn um 150 byssa frá ýmsum timum, jafnvel frá 17. öld. Að áliti Krist- jáns verður mikilvægi góðrar þjónustu við skotvopnaeigendur seint ofmetið. Hjá fyrirtækinu starfa nú 4 auk Kristjáns. Hann keypti verzlun- ina fyrir 10 árum siðan, en hún hóf starfsemi sina 1946. Ákvörðun um Ijósa- staurakaup frestað Fyrir borgarráöi liggur nú aö taka ákvörðun um kaup á nokkuö miklu magni Ijósastaura, en kaup á þessum staurum voru boöin út fyrir ekki löngu. Lægsta tilboðið var frá fyrir- tæki á Akureyri, en auk þess barst tilboð frá fyrirtæki i Reykjavik, nokkuö hærra, en ekki munar þar miklu að sögn Thor- bens Friðrikssonar, forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavikur- borgar. Innkaupastofnun er borg- arráði til ráðuneytis i kaupum þessum og að sögn Thorbens var lagt til að verkefninu yrði á ein- hvern hátt skipt milli þessara tveggja aðila. Til stóð að taka þetta mál fyrir á fundi borgarráðs i gær, en var frestað.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.