Alþýðublaðið - 15.02.1978, Síða 9

Alþýðublaðið - 15.02.1978, Síða 9
Miðvikudagur 15. febrúar 1978 9 Utvarp 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Guðlaugsdótt- ir heldur áfram lestri ,,Sög- unnar af þverlynda Kalla” eftir Ingrid Sjöstrand (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milii atr. ,,Ég ætla að spvrja Guð” kl. 10.25: Guðrún Ás- mundsdóttir les um- þenkingar barns um lifið og heilaga ritningu eftir Britt G. Hallquist. Þýðandi: Séra Sigurjón Guðjónsson. Les- ari ritningarorða: Séra Arngrimur Jónsson. Annar þáttur. Passiusálmalög kl. 10.40: Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Jónsson syngja: Páll Isólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnar i Reykjavik Morguntónleikar 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Maður uppi á þaki” eftir Maj Sjö- wall og Per Whalöö Ólafur Jónsson les þýðingu sina (9). 15.00 Miðdegistónleikar Melos-kvartettinn leikur Strengjakvartett i B-dúr op. 67 eftir Johannes Brahms Pro Arte kvartettinn leikur Pianókvartett i Es-dúr op. 47 eftir Robert Schumann. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Ctvarpssaga barnanna: „Dóra" eftir Ragnheiði Jónsdóttur Sigrún Guðjóns- dóttir les (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Samleikur i útvarpssal: Blásarakvintett Tónlistar- skólans leikur tónlist eför Malcolm Arnold, Jón As- geirsson og Jacques Ibert. Kvartettinn skipa: Freyr Sigurjónsson sem leikur á flautu, Ólafur Flosason á óbó, Björn Leifsson á klari- nettu, Rúnar Vilbergsson á fagottog Þorkell Jóelsson á horn. 20.00 A vegamótum Stefanfa Traustadóttir sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 Dómsmál Björn Helga- son hæstaréttarritari segir frá 21.00 Dansasvita eftir Bela Bartok András Schif f leikur á píanó. 21.15 ,,Augað i fjallinu” Eh'sa- bet Þorgeirsdóttir les úr nýrri ljóðabók sinni. 21.25 Stjörnusöngvarar fyrr og nú Guðmundur Gilsson rekur söngferil frægra þyskra söngvara Fjórði þáttur: Erna Berger. 21.50 Kvöldsagan: „Mýrin beima, þjóðarskútan og tunglið” eftir Ólaf Jóh. Sigurösson. Karl Guð- mundsson leikari les 2. lest- ur. 22.20 Lestur • Passiusálma Ólafur Þ. Hallgrimsson nemi i guðfræöideild les 20. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. A miðvikudagskvöld i næstu viku gefst sjónvarpsáhorfendum tæki- færi til að sjá hina umdeildu kanadisku seli i breska fræðslumynda- flokknum „Survival” kl. 22.40. Lýst er lifnaðarháttum selanna i norð- austurhluta Kanada. Á þessum slóðum hafa um langt skeið verið stundaðar selveiðar sem sætt hafa harðri gagnrýni undanfarið, og mun nú þess að vænta að selirnir fái framvegis að kæpa i friði. Myndin er i litum. Þýðandi og þulur er Ingi Karl Ingason. 150 einkennisbún- ingar frá forsetatíd Nixons til sölu Þrátt fyrir að nokkuð sé nú um liðið síðan Nixon fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna lét af störfum eru menn þó enn að glima við vandamál sem eiga rætur að rekja til valdatíma hans. Til dæmis eru nú uppi hálfgerð vandræði með eina 150 einkennisbún- inga, sem Nixon pantaði handa lífvarðasveit sinni í einu mikilmennskukastinu og hafa menn engjn ráð fundið til að losna við bún- ingana. Þeir hafa verið auglýstir til sölu, en enginn virðist hafa áhuga á að eignast eintak, þótt oft hafi verið rifist um slíka minningar- gripi sem þessa. Því er það, að þessir skrautlegu búningar, skreyttir fjölda gullsnúra, svörtum byssu- beltum, og gullhnöppum liggja ónotaðir sem stend- ur. Er sagt að Nixon hafi pantað lifvarðarbúningana einhvern tíma á árinu 1970. Lét hann lífverði sína skarta þeim þegar hann hafði opinbera gesti til miðdegisverðar. En þegar forsetinn varð að láta af störfum eins og frægt er orðið, komust menn í bobba með búning- ana. Segirsagan, að heldur hafi þó vonirnar glæðst þegar það komst upp fyrir tilviljun, að Nixon hafði sjálfur borgað fyrir húf- urnar, sem einar og sér eru rándýrar. Því var embættismaður einn gerð- ur út af örkinni, til að hringja til heimilis Nixons í Kaliforniu og spyrja hvort ekki mætti senda honum húfurnar. — Við höfum nóg á okk- ar könnu, þótt þessar húfur bætist ekki þar við, sagði talsmaður Nixons, sá er varð fyrir svörum. Sjónvarp 18.00 Daglegt líf i dýragarði (L) Tékkneskur mynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.10 Björninn Jóki (L) Bandarisk teiknimynda- syrpa. Þýðandi Guðbrandur Gíslason. 18.35 Cook skipstjóri (L) Bresk myndasaga: Þýðandi og þulur óskar Ingimars 1 son. | 19.00 On We Go Enskukennsla. Sextándi þáttur frumsýnd- ur. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Reykjavikurskákmótið (L) 20.45 Asmundur Sveinsson myndhöggvari. Svipast um á vinnustofu og heimili listamannsins og rætt viö hann. Tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Um- sjón Andrés Indriðason. Áð- ur á dagskrá 14. mars 1970. 21.25 Til mikils að vinna (L) Breskur myndaf'okkur í sex þáttum. 5. þáttur. Háskóla- lif Efni fjórða þáttar: Dan Bradley kennir enn úti á landi. Hann og Joyce eiga þrjú börn og una vel sinum hag, en fi iðurinn er úti, þeg- ar Alan P irks og kona hans koma i íeimsókn. Joyce gerist óánægð með hlut- skipti sitt, þegar hún sér, hve vel Alan hefur vegnað. Hún heimsækir hann siðar i Lundúnum og biður hann að útvega sér atvinnu. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.40 Selasöngur(L) Þáttur úr breska f ræðslum ynd a- flokknum „Survival”, þar sem lýst er lifnaðarháttum sela i norðausturhluta Kanada. A þessum slóðum hafa um langt skeið verið stundaðar selveiðar, sem undanfarið hafa sætt harð- ari gagnrýni, og nú er þess að vænta að selirnir fái framvegis að kæpa i friði. Þýðandi og þulur Ingi Karl Ingason. 23.05 Dagskrárlok spékoppurinn

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.