Alþýðublaðið - 15.02.1978, Side 12
alþýðu-
blaóíó
(Jtgefandi Alþýöuflokkurinn MIÐVIKUDAGUR
Ritstjorn Alþyöublaösnms er aö Siöumiila 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarslmi 14900. FEBRUAR 1978
Idnaðarráðuneytið:
„Kröflunefnd hafdi
ekki óeðlileg af-
skipti af vélakaupum”
— „ásakanir um að nefndin hafi reynt að
hafa áhrif á vélakaup, hafa ekki við neitt
að styðjast”
I gær barst blaðinu eftir-
farandi yfirlýsing frá
Iðnaðarráðuneytinu
Tæknilegir ráðunautar Kröflu-
nefndar, þ.e. Rogers Eigineeringi
San Francisco og Verkfræöistofa
Siguröar Thoroddsen h.f. i
Reykjavik, sendu útboðsbréf
vegna aflvéla Kröfluvirkjunar til
9 vélaframleiðenda 2. desember
1974. Raðunautarnir sáu um gerð
útboðslýsingar og forval á hæfum
vélaframleiðendum, sem fengu
gögnin.
1 lok janúar 1975 skýrðu ráðu-
nautar Kröflunefndar nefndinni
frá þvi, að tilboð japönsku fyrir-
tækjanna Toshiba og Mitsubishi
væru að þeirra mati hagstæðust,
og óskuðu þeir eftir heimild til
þess að kveðja fulltrúa þessara
fyrirtækja til Islands til samn-
inga.
Fulltrúar beggja þessara fyrir-
tækja komu til Islands og áttu
viðræður við ráðunauta nefndar-
innar.
Þann 7. febrúar 1975 var
Kröflunefnd afhent skrifleg um-
sögn ráðgjafanna þess efnis, að
þeir teldu tilboð Mitsubishi vera
hagstæðara og mæltu þeir með
þvi að gengið yrði til samninga
við það fyrirtæki.
Kröflunefnd fól þá þrem öðrum
ráðgjafafyrirtækjum, þ.e. Ver-
kfræðistofu Guðmundar og Krist-
jáns s.f., Baldurs Lindal og Jó-
hanns Indriðasonar að fara yfir
tilboðsgögn Mitsubishi og Tos-
hiba og bera þau saman.Komust
þeir aðilar einnig aö þeirri niður-
stöðu, þ.e. að tilboð Mitsubishi
væri hagstæðara. Samþykkti
Kröflunefnd siðan einróma að
hlýta ráðum hinna tæknilegu
ráðunauta og ganga til samninga
við fyrirtækið Mitsubishi.
Það er þvi ljóst að ásakanir um
að Kröflunefnd hafi haft óeðlileg
afskipti af vélakaupum eða reynt
að hafa áhrif á val framleiöenda
hafa ekki við neitt að styðjast.
Yf irvinnubann hjá
blaðamönnum
Þóitiallur
hélt velli
íhaldið i stjórn Starfs-
mannafélags Reykjavikur-
borgar hélt velli i stjórnar-
kosningum þar á sunnudag og
mánudag. I kosningum áttust
við frambjóðendur á lista upp-
stillingarnefndar með Þórhall
Halldórsson, formanns St. Rv.
i broddi fylkingar, og hins
vegar „stjórnarandstaðan”
sem kom fram undir nafninu
„Ný hreyfing”.
Þórhallur Halldórsson hlaut
796atkvæði i formannssæti, en
Gunngeir Pétursson frá Nýrri
hreyfingu 600 atkvæði. Guö-
mundur Eiriksson hlaut 1185
atkvæði, Eyþór Fannberg 836,
Arndis Þórðardóttir 811, Ingi-
björg M. Jónsdóttir 783 og
Ingibjörg Agnarsdóttir 758. Af
framboðslista Nýrrar hreyf-
ingar hlaut Helgi Eggertsson
681 atkv., Anna K. Júliussen
605, Jónas Engilbertsson 539
og Þorgerður Hlöðversdóttir
528.
Enginn fulltrúi Nýrrar
hreyfingar náði kosningu i
stjórn St. Rv.
—ARH
Stjórn Blaðamannafélags Is-
lands boðaði i gær yfirvinnubann
hjá félagsmönnum B1 og tók yfir-
vinnubannið gildi frá og með mið-
nætti siðast liðna nótt. Yfirvinnu-
bannið gildir þar til boðað verk-
fall blaðamanna kemur til fram-
í lok loðnuvertíðar i ár
er von á dönsku verk-
smiðjuskipi hingað til
lands, á vegum Rann-
sóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins. Verksmiðju-
skipi þessu er ætlað að
framleiða skepnufóður
kvæmda aðfararnótt næst kom-
andi föstudags 17. febrúar.
Næsti fundur blaðamanna og
blaðaútgefenda hefur verið boð-
aður hjá sáttasemjara rikisins
klukkan 15 i dag.
úr magurri loðnu, sem
yfirleitt veiðist i lok ver-
tiðarinnar.
Rikisstjórn Islands veitti Rann-
sóknarstofnun sjávarútvegsins
heimild til leigutökunnar um
miðjan janúarmánuð. Samningar
þar að lútandi voru siöan undir-
Frh. á 10. siðu
— GEK
Fóðurbætis-
framleiðsla
úr loðnu
Útflutningur idnvarnings
jökst um 6% á síðasta ári
— mesta aukningin í lagmetisiðnaði
Útflutningur iðnvarn-
ings jókst verulega á síð-
asta ári frá því sem var ár-
ið áður. Heildarútflutn-
ingur iðnvarnings jókst á
árinu um 6% frá árinu
1976. Útfiutningur áls og
álmelmis jókst um 7%, en
útflutningur iðnvarnings
annars en áls jókst um 6%.
Langmesta aukningin, bæöi i
magni og verðmæti, varð á afurð-
um lagmetisiðnaðar. (Jtflutning-
ur hans tvöfaldaðistiverðmæti úr
599 milljónum i 1206 milljónir. (Jt-
fluttar lagmetisvörur voru jafn-
framt 76% meiri en árið áður,
fóru úr 963 tonnum i 1702 tonn.
Langstærsta útflutningsgreinin
er eftir sem áður ullariðnaður, en
útflutningsverðmæti útfluttra uli-
arvara var á siðasta ári 3441
milljón króna, á móti 2050
milljónum árið áöur.
(Jtflutningur skinnavara drógst
saman og kisilgúrútflutningur
einnig af skiljanlegum ástæðum.
Hornafjörður:
„Loðnan
farin að
jz.
ekki
láta
Þá er Þorsteinn
Gislason, Fiskimjöls-
verksmiðjunni hf. ós-
landi, Höfn i Homa-
firði, var spurður
loðnufregna kvað hann
loðnuna ekki vera
fama að iáta sjá sig
enn.
Yfirleitt hefði
loðnan verið úti fyrir
Hornafirði um mánað-
armótin janú-
ar—febrúar.
Þorsteinn áleit aö sá mikli
floti fiskiskipa er nú væri á veiö-
um á toðnumiðum, fjölmennari
en endranær, tefði fyrir loðnu-
göngunni suður fyrir land.
FráHöfnróanú8bátará linu,
hafa þeir veitt um 745 tonn i 125
róðrum, 1 bátur er ð netum og 3
á trolli. Þeir hafa veitt um 455
tonn. Aflahæstu bátar eru
Hvanney með 181 tonn og Gissur
Hviti með 180. Tiðin hefur verið
fremur stirð f vetur og það
hamlað nokkuð veiðum.
Þórshöfn:
Dregur úr
atvinnuleysi
Vegna fréttar frá Fé-
lagsmálaráðuneytinu um
atvinnuleysi meðal lands-
manna þar sem fram
kom að tala atvínnu-
lausra reyndist hvað hæst
á Þórshöfn á Langanesi
hafði blaðam. AB sam-
band við skrifstofu sveit-
arstjóra á Þórshöfn i gær.
Samkvæmt upplýsingum
skrif stof unnar mun
nokkuð hafa dregið úr at-
vinnuleysi á staðnum síð-
ustu dagana. Um mánað-
armótin voru 50 skráðir
atvinnuiausir, um ára-
mótin 63.
Orsaka atvinnuleysins mun
vera og hafa verið að leita til lé-
legrar afkomu fiskibáta, en veð-
ur hefur mjög hamlað veiöum i
vetur. Atvinnuleysi hefur þvi
verið mikið annaö slagiö þá er
engin fiskvinnsla átti sér stað
vegna hráefnisskorts. Nærri má
geta að hálft hundrað atvinnu-
lausra er mikill fjöldi i 400—500
manna þorpi sem Þórshöfn.
Frá Þórshöfn róa nú þrir bát-
ar, eru tveir þeirra á linu og hef-
ur þeim gengiö sæmilega viö
veiðiskapinn þá er gefið hefur á
sjó, sá þriðji er netabátur og
hefur þeim ekki gengiö jafnvel
við veiðarnar og hinum.
Atvinnuleysið f Keflavfk:
„Einn víta-
hringur”
— segir Karl Steinar
Að sögn Karls Stein-
ars Guðnasonar for-
manns Verkalýðs- og
sjómannafélags Kefla-
vlkur og nágr. munu nú
um 50 manns atvinnu-
lausir þar i bær. At-
vinnuleysi þetta á ræð-
ur sínar að rekja til ié-
legra aflabragða og
slæmrar fjárhagslegr-
ar afkomu fiskvinnslu-
húsa.
A annað þúsund manns þ.e.
tslendingar munu nú starfa á
Keflavikurflugvelli, yfirleitt
hefur fólk leitaö þangaö fyrir
sér um atvinnu þá er um at-
vinnuleysi hefur verið aö ræða i
Keflavik.en nú mun hafa verið
tekið fyrir allar ráöningar á
Keflavikurflugvelli aö sögn
Karls Steinars. Fólk það sem er
á atvinnuleysisskrá er þvl statt i
einskonar vitahring þá er þaö
getur ekki leitað fyrir sér á
Keflavikurflugvelli sem fyrr.
Sjö fiskvinnslufyrirtæki munu
hafa lagt upp laupana í Keflavik
og Njarðvik. Hjá þeim fyrir-
tækjum sem enn eru starfrækt i
Keflavik og nágr., er aöeins
unniðmeðhálfum afköstum um
þessar mundir þ.e. hætt er kl. 5
ádaginn. Karl sagði þau laun er
mönnum áskotnuðust á þessum
vinnutima ekki nægja þeim til
framfæris. Auk þess sem ekki
væri um að ræða hvetjandi
launakerfi þ.e. bónus hjá fisk-
vinnslufyrirtækjunum, en þá
gæti munað allt að helmingi
hvað upphæð tekna næmi miðað
við nú, þegar unnið er á lág-
markslaunum.
Sakir skuldabirða viökomandi
fyrirtækja hafa tveir togara
Keflvikinga og Njarðvikinga
þegar verið seldir og mun einn I
sölu, alls hafa togararnir veriö 5
að tölu. Karl sagði stafa ógn af
sölu þessarra mikilvirku at-
vinnutækja sem væru i raun þau
einu er bæru sig sæmilega hvað
sjávarútveg snerti.