Alþýðublaðið - 10.03.1978, Side 2
Föstudagur 10. marz 1978;
Frá fundi samfylkingar Rauftsokkahreyfingarinnar, Menningar — og frlhartamtaka falenikra
kvenna M.F.t.K. og Kvennfélags sósialista i Félagsstofnun stúdenta 8. marzs.l.
Samfylking þriggja
kvennasamtaka efndi til
f undar f tilef ni 8. marz
Rauösokkahreyf ingin,
Kvennfélag sósíalista og
M.F.Í.K. þ.e. Menningar-
og friðarsamtök íslenzkra
kvenna efndu til fundar í
Félagsstofnun stúdenta s.l.
þriðjudagskvöld, 8. marz.
Til fundarins var boðað í
tilefni alþjóða baráttu-
dags kvenna. 8. marz hef-
ur allt frá 1921 verið bar-
áttudagur sósíalískra og
kommúnískra kvenna
sagði Guðrún ögmunds-
dóttir félagi í Rauðsokka-
hreyfingunni, þá er blaða-
m. innti hana frétta í gær.
Guftrún sagfti fundinn hafa
heppnast mjög vel enda húsfyllir
þ.e. allt aö 500 manns viðstaddir.
Það hefði verið eftirtektarvert
hve fólk það er fundinn sótti var á
misjöfnum aldri, en ástæða þess
væri ef til vill dagskrá fundarins,
sem hefði verið sögulegs eðlis.
Fjallað hefði verið um kjör
verkakvenna fyrr og nú, á milli
atriöa voru sungnir baráttu-
söngvar.
Guðrún kvað athyglisvert, með
tilliti til sögulegrar dagskrár
fundarins, hve mörg þau baráttu-
mál kvenna fyrr og nú væru þau
sömu. Dagvistunarmál, tvöfalt
vinnuálag og atvinnuöryggi væru
enn þann dag I dag þau mál er
helzt bæru á góma. Atvinnu-
öryggi kvenna væri alls ekki að
heilsa enn sem komið væri, kon-
um, sérstaklega I fiskvinnslu-
iðnaðinum, væri sagt upp með
skemmsta fyrirvara og ekki þætti
það tiltökumál, ekki einu sinni að
áliti verkalýðsforustunnar.
Þá gat Guðrún þess að oftast
væru konur i lægstlaunuðu störf-
unum nú sem fyrrum og að viss
fyrirlitning fyrirtyndist gagnvart
þvi er nefnt væru kvennastörf.
Sem dæmi þess að konur væru
lægra launaðar miðað við karl-
menn, fyrir sömu vinnu, tók Guð-
rún gæzlumenn Kleppsspitalans.
Þar væru þær konur er gegna
þessu starfi félagar i starfs-
stúlknafélaginu Sókn, en karl-
menn aftur á móti félagar I
Starfsmannafélagi Rikisstofn-
anna, konurnar fengju þar af leið-
andi greidd 21000 krónum lægri
laun en karlar. Eftir að málið
hefði verið til umfjöllunar i Jafn-
réttisráði i 17 mánuði hafi verið
tekin ákvörðun um könnun þess
hvort ekki mætti gera kröfur á
hendur Fjármálaráðuneytinu að
það athugaði málið. Guðrún kvað
sitt álit að Jafnréttisráð væri vita
gagnslaust.
Að lokum var Guðrún innt eftir
hvort rétt væri að þau er efndu til
fundarhalda i tilefni 8. marz
hefðu verið klofin i afstöðu sinni
og að um tvo fundi hefði veriö að
ræða. Hún kvað rétt að efnt hefði
verið til tveggja funda þennan
dag. Annars vegar hefði verið 8.
marz-hreyfingin. Samfylking
Rauðsokka o.fl. hefði hafið undir-
búning fundar sins i desember s.l.
en 8. marz-hreyfingin komi fram i
febrúar. Sú hreyfing hefði boöaö
svo þröngan samstarfsgrundvöll
eð jafnvel þótt hugmyndir um
samstarf hefðu komið fram, hefði
aldrei getað til þess komiö. Þaft
sem olli klofningi milli samfylk-
ingarinnar og 8. marz-hreyfing-
arinnar hefði I raun veriö afstaö-
an til heimsvaldaeðlis Sovétrikj-
anna. Samfylkingin gat ekki
gengizt inn á þá túlkun að Sovét-
rikin væru heimsvaldasinnað
riki. J.A.
Fundur 8. marz-hreyfingarinnar:
Trodfullt hús
í Tjarnarbúd
„8. mars-hreyfingin"
gekkst fyrir baráttufundi í
Tjarnarbúð að kvöldi 8.
mars, alþjóðlegs baráttu-
dags kvenna. Var húsið
troðfullt út að dyrum, vel
yfir 300 manns, og stemn-
ing góð. 8. mars-hreyf ingin
var stofnuð 1. febrúar af
einstaklingum á grundvelli
eftirfarandi kjörorða. —
Gerum 8. mars að baráttu-
degi! Gerum verkalýðs-
félögin að baráttutækjum!
Dagvistarrými fyrir öll
börn! Fulla atvinnu —
Gegn f jöldauppsögnum!
Sjálfsákvörðunarrétt
kvenna til fóstureyðinga!
Gegn allri heimsvalda-
stefnu!
8. mars-hreyfingin telur sig
ekki hafa verið vel séða á öllum
bæjum, t.d. hafi Rauðsokka-
hreyfingin lagt sig mjög eftir þvi
að rakka hana niður i Þjóðvilj-
anum og dreifiritum, fyrst og
fremst vegna þess að 8. mars-
hreyfingin sagði heimsvalda-
stefnu Sovétrikjanna og striðs-
brölti beggja risaveldanna strið á
hendur.
Það sem helzt gerðist á fundi 8.
marz-hreyfingarinnar var svo
þetta: Elisabet Bjarnadóttir,
starfimaftur A Kópavogtbæli,
Ellaahet Bjaraaóéttlr, atarfa-
maftur á Kópavogshæli, flutti
aftalræftu dagsins.
flutti aðalræðu dagsins, Kór
alþýðumenningar söng, fluttur
var leikþáttur um uppsagnir
verkakvenna á frystihúsi einu I
Reykjavlk, lesið var upp úr
merkumleiðaraúr Morgunblaðinu
um barnauppeldi og siöast en
ekki sizt flutti fulltrúi Kvinne-
fronten frá Noregi ræðu, en
Kvinnefronten eru samtök
kvenna sem standa fremst I flokki
I kvennabaráttunni I Noregi og
samtökin byggja starf sitt á hlið-
stæðum grundvelli og 8. mars-
hreyfingin.
Geir Hallgrímsson:
Vill endurskoða lög
um verkfallsrétt op-
inberra starfsmanna
1 svari við fyrirspurn á aöal-
fundi kaupmannasamtakanna I
gær sagði Geir Hallgrimsson, for-
sætisráöherra að lögum um verk-
fallsrétt opinberra starfsmanna
væri stórlega ábótavant og þarfn-
ist endurskoðunar. Hann sagði að
opinberum starfsmönnum hlyti
aö vera það ljóst að það hafi
einungis verið bjarnargreiði að
veita þeim verkfallsrétt og gat
þess að þeir hefðu ef til vill ekki
kunnað alveg með hann aö fara.
Forsætisráðherra sagðist þó
vonast til að forsvars-
mönnum opinberra starfs-
manna vaxi vit og þroski.
Fulltrúi Kvinnefronten I Noregi, Berit Skorpen (til vinstri), hélt
ræðu og sagði frá kvennabaráttunni þar i landi og uppbyggingu
Kvinnefronten. Marla Sveinsdóttir (til hægri) túlkafti mál hennar.
Hiutl fundarmanna i Tjarnarbúft.
KJORDÆMISHATIÐ
Kjördæmishátið Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi verður haldin i
Skiphóli i Hafnarfirði föstudaginn 10. marz n.k.
Kl. 7.00 Húsið opnað
Hljómsveitin Dóminik leikur fyrir dansi.
Kl. 9.30 Hátiðin sett.
Stutt ávarp frambjóðanda.
Fjöldasöngur
Kl. 10.30 Miðnæturverður reiddur fram
Stutt ávörp frambjóðenda.
Skemmtiatriði.
Kl. 2.00 Hátiðinni slitið.
Tryggið ykkur miða hjá formönnum féiaganna. Verð miða aðeins kr.
^500-’ SKEMMTINEFND.
Baetur almannatrygg-
inga hækkafra 1. marz
— útgjöld lífeyristrygginga aukast um 1 milljard
vegna þessarar hækkunar á árinu
I samræmi við lög nr. 3/1978 um ráðstaf-
anir i efnahagsmálum hækka allar bætur
almannatrygginga frá 1. mars 1978.
Allar bætur aðrar en tekjutrygging
(uppbótá lífeyri) hækka um 5,5% frá því
sem þær voru í febrúarmánuði, en tekju-
trygging og heimilisuppbót hækka um
7,5%.
Upphæðir helstu tegunda bóta verði eftir
hækkunina sem hér segir:
1. Grunnlifeyrir (elli- eða örorku)
einstaklings........................kr. 38.609.00
Tekjutr. einstaklings ..............kr. 34.527.00
Hámarksbætur einstaklings.... kr. 73.136.00
2. Grunnlifeyrir hjóna .. kr. 69.496.00
Tekjutrygging .... kr. 58.367.00
Hámarksbætur hjóna .... kr. 127.863.00
3. Barnalifeyrir 19.756.00
4. Mæðralaun:
1 barn 3.387.00
2 börn 18.384.00
3 börn 36.767.00
5. 8 ára bætur slysatr . kr. 48.375.00
6. Ekkjubætur 6 mán .... kr. 48.375.00
Ekkjubætur 12 mán .... kr. 36.275.00
7. Heimilisuppbót 12.900.00
Þessi hækkun eykur útgjöld lifeyristrygginga um 1
miljarð á árinu 1978.