Alþýðublaðið - 10.03.1978, Page 9

Alþýðublaðið - 10.03.1978, Page 9
Föstudagur 10. marz 1978 9 Leið til efnahagsbata?! „Ekkert grín!” Aðalstuðningsblað Geirs Hallgrimssonar kemst að þeirri visdómslegu niðurstööu i leið- ara i fyrradag, að atvinnuleysi sé „ekkert grin”. Vissu fleiri! Bersýnilegt er, að hér er stefnt að því, að gera launþeg- um það skiljanlegt, að þeir eigi aðeins um tvo kosti að velja. Annaðhvort skuluð þið þola skerðingu á launum ykkar, góð- irhálsar,ogi viðbótsætta ykkur við, að samningar við ykkur séu purkunarlaust rofnir, eða þið skuluð fá að smakka á atvinnu- leysi! Þetta er grunntónninn i þess- um undarlegu skrifum flokks- blaðs, sem á hinn bóginn státar af þvi, að innan flokksins hafi launþegarnir hópast saman i svo rikum mæli, að þar sé næst stærsti launþegaflokkurinn! Nú skal þvi ekki neitaö, aö „flokkur alllra stétta” kunni að eiga nokkuð erfitt uppdráttar, þurfi hann að standa vörð um hagsmuni einnar stéttar öðru fremur. En Sjálfstæðisflokkur- inn hefur reyndar skilgreint hlutverk sitt og raðað niður áhugamálum, sem minnisstætt er — i þessari röð. Fyrst og fremst er það ein- staklingurinn, i næstu röð kem- ur flokkurinn og loks i þriðju röö þjóðin! Ýmsir hafa átt nokkuð erfitt meö að samsama þetta við þá þjóðhollustu, sem sifellt er klif- að á, að flokkurinn ástundi. Meira að segja harðir flokks- menn hafa viljað telja að hér væri um hreina „moöhausa- framsetningu” að ræða! Þetta hefur fólk — af ýmsum ástæöum — skilið og látiö óá- reitt, sem hreint innanflokks- mál — hálfgert grin. Ferill stjórnar Geirs Hallgr- fmssonar hefur hinsvegar sann- að, að þessi áminnsta skilgrein- ing er fúlasta alvara. Hlaðið hefur verið undir einstaklinga 7 einkum þá sem eru tengdir flokknum 7 á allan hátt. Þar hafa 1. og 2. boðoröið farið saman. En við þetta hefur svo fallið fölskvi á hið þriðja, sem dæmin sanna. Hvað veldur svo öllum þeim ósköpum, sem stjórn Geirs hefur stefnt þjóðinni i? Þar koma vitanlega margir hlutir til greina. En fyrst og fremst er það stjórn - og stefnuleysi, sem stjórnartimi hans einkennist af. Sjálfsagt er, aðrenna undir þetta stoðum, þó þær ættu að vera ljósar fyrir augum allra heilskyggnra manna. Ef nokkur lina mætti dæmast órofin i ferlinum, væri það helzt að lifa frá hendi til munns ætið og æfinlega! Hvergi hefur örlað á langtima markmiðum á borði, þó þau hafi verið höfð á orði. Þar er barátt- an(?) við verðbólguna óljúg- fróðast vitni um. Gegndarlaus- ar lántökur erlendis — jafnvel hjá arabiskum oliufurstum —■ hafa verið iðkaðar baki brotnu. Þetta féhefur svo verið notaö til að viðhalda spennui þjóðlifinu, i stórum stil bundiö i arðlausum framkvæmdum. Þar sem hér hefur verið einstakt góðæri, hljóta menn að spyrja. Hvað hefði gerzt, ef búið hefði verið við hallæri? Við skulum rétt aðeins lita á sjávarútveginn og þau fyrir- tæki, sem honum eru áhang- andi. Ef fiskiðjuverin ættu viö að glima annað eins veröfall og gerðist 1968 og 1969 hvað halda menn, að hefði orðið uppi á tengingnum, þegar þau búa við hækkandi verðlag á framleiðsu sinni og áður óþekkt viðskipta- kjör, en eru samt að drepast of- an i lúkur sinar? ! Vel má vera, að ýmsir ein- staklingar i þessari stétt hafi ekki lifað á eintómri undan- rennu. En þrátt fyrir það, er þó fyrst og fremst hirðuleysið um að stuðla að uppbyggingu fyrir- tækjanna, sem stjórnvöld hafa sýnt, og nú er að spenna þennan atvinnuveg helgreipum. Tilgangslaust er, að reyna aö afsaka sig með þvi, að stjórn- völd vilji ekki gripa fram i, fýrr en einstaklingarnir gefisthrein- lega upp. Vakandiaugu, jafnvel þó ekki séu um skör fram „al- varleg”, eiga að vera hlutverk stjórnvalda ef þau vilja ekki kafna undir nafni. Engin stjórn er kosin eða skipuð til að fljóta sofandi að feig ðarósi. Dýrmætum hagstjórnartækj- um, eins og sjóðum sjávarút- vegsins, sem áttu að jafna sveiflur i verðlagi og aflabrögö- um þegar að kreppti, hefur verið ausið i botn i góöærinu undanfarið. Það er rétt, að árin 1968 og 1969 voru döpur ár um atvinnu- möguleika. Fjarstæða er samt, að allir, sem þá fóru úr landi i bili, færu þessvegna. Þar kom einnig til — i mörgum tilfellum — hinkunna ævintýraþrá, sem okkur er inngróin. Aöalatriðið er samt, að með þvi að snúast mannlega við þrengingunum, tókst þáverandi stjórn að rétta furðu fljótt úr kútnum án þess að stefna fjár- hagslegusjálfstæði okkar i þann voða, sem nú blasir við. Sparnaður og aðhald i rikis- fjármálum og hóflegar lántökur til nytsamra framkvæmda, skil- uðu fjármálum okkar heilum á land á þriðja ári eftir upphaf kreppunnar. Og stjórnin var þess umkomin að leggja digran gjaldeyrissjóð i lófa þeirra, sem viö tóku, og það án allrar veru- legrar veröbólgu. Vissulega hefði mátt ætla, aö þar s.em lengra var ekki um liö- ið, hefði verið ástæða til að renna augum til úrræða, sem þá voru notuð, að þvi’þó viðbættu, að vist má vera að viðreisnar- stjórnin hafi verið of ihaldssöm og það komið haröar en þurfti niður á atvinnumöguleikum. Það er auðveldara um að tala en i að komast og gott að vera vitur eftirá, heldur en aldrei. Nýupptekið búskaparlag rikisstjórnar Geirs, sem krefur um blóðgjöf til atvinnuveganna, frá þeim, sem minnst mega sin, likist ekki öðru fremur en ef bændur ætluðu að láta mjólkur- peninginn græða sig á þvi aö drekka aðeins sina eigin nyt! Skyldi jafnvel nokkur Sjálf- stæðisbóndi hafa trú á þesskon- ar bjargráðum? Oddur A. Sigurjónsson 1 HREINSKiLNI SAGT Hver verður eftirmaður Titós forseta Júgóslavíu? Fyrirætlanir um breytingar á æðstu stjórra landsins að honum látnum Tiló og Jovanka meftan allt lék 1 lyndi! Eftir Dag Halvorsen Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, hefur vissu- lega verið í sviðsljósinu í ár vegna ráðstef nunnar frægu, sem virðist ætla að hálsa fram af sér mesta deilumálið — mannrétt- indamálið — og leggja það í salt! En trúlegt er, að menn renni ekki síður augum til Júgóslaviu á komandi sumri, þegar ákveðið er að halda flokksþing kommúnistaflokksins þar, sem á að hefjast í júní. Nú standa yf ir undirbún- ingsfundir víða um land og í allskonar starfshópum, sem flokkurinn er byggður upp af. Uppskátt hefur orðið, að fyrirhugað sé að koma á fót 25 manna „æðsta ráði" og þar verða auðvitað nokkur verka- skipti" eftir kúnstarinnar reglum" á kommúnistisku heimili. Enginn vafi leikur á, að þessi fyrirætlun stendur í sambandi við, að Titó, hinn aldurhnigni forseti, sem er nær 86 ára vill, hafa nokkra handastjórn á, hvað gerast kunni þegar hann fellur frá, sem naumast dregst mjög lengi, þvi borið hefur á heilsubilun hjá honum. Enn er það óljóst, hver muni taka við æðstu völdum, að Titó látnum, en helzt eru tilnefndir tveir gamlir framámenn, semjafnan þykja hafðir við flest ráð eins og sakir standa. Það eru Edward Kardelj og Vladimir Bakaric. Kardelj hefur að visu hafnað þvi að taka að sér varafor- mannsembættið i flokknum, enda er hann ekki heilsusterkur og tel- ur sig vilja fremur nota tlma sinn til að hugsa og skrifa. Siöasta bók hans, Framþróun i stjórnkerfi Júgóslaviu, hefur orð- ið einskonar handbók — nærri þvi biblia — fyrir komandi flokks- þingsmenn. Kardelj heldur þvi fram, að eðlilegt sé, að hagsmunaárekstr- ar innan sósialisks rikis réttlæti nokkurt reiptog milli hinna ein- stöku hópa. Samt hafnar hann hugmyndinni um fjölflokkakerfi eins og tiðkast á Vesturlöndum, en þó framar öðrum rikís- kommúnisma eins og tiðkast i Sovét. Moskvumenn hafa tekiö bókinni heldur fálega, að vonum, oggagnrýnendur á Vesturlöndum benda á, að hugmyndir Kardeljs hrófli ekki við einræði kommún- istaflokksins, sem styrktist veru- lega eftir „hreinsanir” i upphafi áttunda áratugsins. Samt verður þess vart, að menn tala nokkuð opinskárra en áður um ýmis viðkvæm mál innan rlkjasambandsins. Til dæmis ræðir Króatinn, Jure Bilic um i saknaöartón, að Kardelj ræði of litiö um þjóðernisminnihlutana. Flestum kémur raunar saman um aö rikinu sé háski búinn af þvi aft ala á þjóðernaágreiningi, en það sé raunar langt bil milli þess og að ræða málin! Nýlega deildi Kardelj hart á hina svokölluöu „ráöstetnu- menn”, sem vildu leysa öll mál — reyndar fremur flækja — með slfelldum fundahöldum. Ljóst er, aö skriffinnska og „vanapólitik” getur orðið þvi kerfi, sem Kardelj hefur unnið að að byggja upp öðr- um fremur.fjötur um fót. Júgóslavneska rikið saman- stendur af meira og minna ósátt- um þjóðernum og þarf þvi aö berjast á tveim vigstöðvum — hið innra og ytra. Þetta hefur oft leitt til þess, að taka þarf til ráða, sem ill — eða óþolandi þættu i frjáls- um þjóðfélögum. Af þessu leiðir svo, að talsverðs andófs gætir gegn rikjandi stjórn- völdum, þó slikir menn séu alls ekki beittir sviplikum harðræðum og i Sovét. Þeir hafa einnig ferða- og dvalarfrelsi i grannlöndum og uppskeran af þvi hefur orðið, að ádeilur þeirra eru alls ekki sár- beittar. Samt hafa ýmsir ráða- menn nokkrar áhyggjur af starf- semi og gagnrýni þeirra.Króatinn Bilic hefur varað við andúð á hinu frjálsa vestri og jafnframt and- sósiölskum áróðri, án frekari skilgreiningar á þeim hugtökum! Ýmsir eru þeir, sem vilja ógjarnan gleyma forsetafrúnni, Jovanka, sem um hriö hefur horf- ið sjónum, þó þvi sé almennt ekki trúað, að hún verði sterkt, ráð- andi afl að manni sinum látn- um.Um örlög hennar er raunar óljóst, og hvað þvi olli að henni var skyndilega kippt af sviðinu. Helzt er haldið, að hún sé i einskonar stofufangelsi einhvers- staðar i Bosniu en þvi er haldið leyndu. Hún hefur nú um skeið haft sömu aðstöðu og óhreinu börnin hennar Evu! Eins og sakir standa hafa Júgóslavar nóg um að hugsa vegna „harðsviraðra stalinista”, sem komizt hafi inn i landið eftir ólöglegum leiðum og hreint ekki i góðum tilgangi. Taka þurfi i lurginn á þeim! Verjendur þeirra bera hins- vegar fram, að þeim hafi verið rænt utan landamæranna, til þess að hafa umtalsefni annað en þjóðernisdeilur! Annars virðist lögreglan hafa fullar hendur þó hún seilist ekki til annarra landa, þvi hún á i stöðugu höggi við einhverja hættulegustu hryðjuverkakliku i Evrópu, sem er hin fasistiska, króatiska hreyfing Ustasha. Engan þarf að furða þó deilur risi i svo sundurleitu riki, sem Júgóslavia er.Vissulega má gera ráð fyrir, að meöan Titó lifir, fari ekki allt i bál og brand. En þegar hann er allur, kann þess skammt að biða. Þess vegna er nú freistað að koma á skipulagi, sem liklegt er að geti afstýrt hættulegri sundrungu. Ýmsir þeirra, sem sviptir voru völdum i upphafi áttunda áratugsins, hafa nokkuð látið á sér bæra, einkum i Serbiu og Bosniu. Þeirra timi kann aö koma aftur þegar Titó fellur frá. En þrátt fyrir allt eru þó Júgóslavar og raunar fleiri sammála. Kerfið, sem Titó byggði upp, hefur staðið af sér ýmsa storma og reynzt bærilega. Þvi má gera ráð fyrir, að landsmenn vilji forðast að stökkva út i algera óvissu, en reyni að halda þvi, sem þeir hafa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.