Alþýðublaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 4
Laugardagur 18. marz 1978 SKr alþýöu' tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjtíri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjtíri: Éinar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjtírnar er í Siðumúla 11, sími 81866. Kvöldsimi fíéttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð lSOOkrónur á mánuði og 80 krönur i lausasölu. Enn einn angi Kröflu-hneykslisins Allir eru núorðið sam- mála um, að vitlausar fjárfestingar ríkisvalds- ins séu veruleg undirrót þeirrar efnahagslegu ó- stjórnar sem ríkir á Is- landi. Æ fleiri verða enn- fremur sammáia þeirri skoðun, að svívirðileg- asta dæmið um vitlausa fjárfestingu sé Kröflu- virkjun. Þetta fyrirtæki hefur þegar kostað vel á annan tug milljarða, og á enn eftir að kosta ómæld- ar f járhæðir. Það er eng- an yeginn víst að þetta fyrirtæki eigi nokkurn tímann eftir að skila um- talsverðum arði. Öll fjármálaleg for- saga Kröfluvirkjunar er hneykslanleg. Þar var ráðizt í að byggja stöðv- arhús og kaupa dýrar af I- vélar, án þess að til út- boða kæmi. Það er engu iikara en að allar fram- kvæmdir við þessa virkj- un síðan þá hafi verið til þess eins að réttlæta þessi kaup. Þáttur Jóns G. Sólnes og Kröflunefndar í þessu einstæða f jármálaævin- týri er meö þeim hætti, að þetta ætti fyrir löngu að hafa verið rannsakað of- an i kjölinn. AfIvéiarnar, sem keyptar voru án þess að venjuieg útboð færu fram, voru keyptar af japanska auðhringnum Mitshubitsi. Nú í vetur hafa farið fram umræður um og útboð vegna virkj- unar í Hrauneyjarfossi. Þessi japanski auðhring- ur var með tilboð vegna þessarar virkjunar. Ei- ríkur Briem, forstjóri Landsvirkjunar, hefur staðfest, að þegar full- trúar japanska auð- hringsins mættu til fund- ar hjá Landsvirkjun til þess að skýra tilboð sitt, þá hafi mætt með þeim Jón G. Sólnes, formaður Kröf lunef ndar. AlþýðubSaðiö krefst þess að það verði skyrt til hlítar af opinoerum aðu- um hvað Jón G Sólnes er að fiækjast með þessum mönnum vegna vrboða í nýja virkjun. Hann er enn formaður Kröfiunerndar og sem slíkur berhanná- byrgð á samningum við Mitshubitsi vegna Kröf luvirkjunar. Er hann starfsmaður jápanska auðhringsins? Éða er þetta einn af greiöunum sem munu halda nafni þessarar ríkisstjórnar á lofti um aldir alda? Alþýðuflokkurinn efnir til almenns borgarafund- ar á Akureyri klukkan 14 f dag. Þar munu sitja fyrir svörum Bragi Sigurjóns- son, Árni Gunnarsson og Vilmundur Gyifason. Þar verður, meðai annars, rætt umf jármáiahneyksl- in vegna Kröfluvirkjun- ar. Jóni G. Sólnes er boðið að mæta til þessa fundar. Akureyringar gætu haft bæði gagn oggamanaf þvf að heyra skýringar hans á þessu sérstæða fjár- málahneyksii. _______q_ Attum „Með sérstakri virðingu ...” 1 Suður-Afrlku, sem blakkir i- búar landsins nefna Azaniu rikir mikið óréttlæti. Lifskjör hvitra ibúa landsins, sem eru einungis örfá prósent af heildaribúa- fjöldanum, eru meðal þess bezta sem þekkist á gjörvallri jarðkringlunni. Að sama skapi eru lifskjör blakkra slæm, raun- ar með þvi versta sem þekkt er, og eru þeir þó um 85% Ibúanna. Um allan heim fer fram bar- átta gegn óréttlætinu i Suður Af- riku. Sameinuöu þjóðirnar sam- þykkja hverja tillöguna á fætur annarri til þess að freista þess aðhöggva á þau heljarbönd sem svartir ibúar landsins eru hnepptir i. Fyrirmenn i löndum viðs veg- ar um heiminn nafa sent stjórn- völdum suður þar tilmæli um að láta af sönnuðum skepnuskap gagnvart frumbyggjum lands- ins, en allt kemur fyrir ekki. Hvita yfirstéttinn veltir sér eftir sem áður upp úr auðæfum sköp- uðum af höndum svarta manns- ins. 1 þessum grasgarði órétt- lætisins blómgast niðingsskap- urinn sem aldrei fyrr. Valdamenn i Islenzku þjóðfé- lagi hafa nú tekið sig til og ritaö „forsætisráðherra ” hvita minnihlutans smá orðsendingu. John Vorster heitir sá og hefur manna hatrammlegast gengið fram fyrir skjöldu aö verja að- skilnaðarstefnu rikisstjórnar sinnar. 1 bréfi þessu er ódámur- inn minntur á ýmis voðaverk og vafasamar aögerðir sem her og lögregla landsins hafa fram- kvæmt I nafni stjórnarinnar. Er sú upptalning ljót. En i enda •bréfsins er hnýtt setningu sem ég er ekki allskostar sáttur við. Bréfritarar klikkja nefnilega út með orðunum: „Með sérstakri virðingu” og siöan skrifa þeir nöfn sin, einn af öðrum. Fyrir hverju þessi sérstaka respekt er borin er mér ekki að fullu ljóst. Er það fyrir „forsæt- isráðherranum” Vorster, sem varið hefur kynþáttaaðskilnað- arstefnuna meö kjafti og klóm. Nei varla. Eða er þetta kannski venjuleg diplómatatugga sem enga merkingu hefur. Ef svo er þá á ekki aö bera hana á borð fyrir fólk sem i sakleysi sinu heldur að i opinberum bréfa- skriftum meini menn eitthvað með því sem þeir segja. Viðskipti Islands við Suður Afriku hafa lengi verið þyrnir I augum þeirra sem hafa and- styggð á kynþáttakúguninni minnihlutaklíku Vorsters. A Is- lenzkan mælikvaröa eru þessi viðskipti ekki stór og enn minni eru þau á heimsmælikvarða. Samt sem áður íluttum við ekki inn meira frá neinu landi Afriku á siðasta ári ef Túnis er frátalið. Og hvað útflutning til Afriku varðar er Suður Afrika þar i þriöja sæti. Þótt viðskipti þessi teljist vart stór eru þau þó, á vissan hátt, siðferðilegur stuðn- ingur við Vorster. Það væri kannski ekki úr vegi að þeir menn sem um þessi mál fjalla, hér á landi, sendi herra Vorster stutta nótu þess efnis aö á þessu ári baráttunnar gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni slitum við tslendingar öll við- skiptabönd við „stjórn” hans. Og svona til að sýnast ekki dónalegir gætum við hnýtt aftan i „með þökk fyrir viðskiptin...”. ES ^ 10 teljum, herra forsietTsr herra, að eigi jreti oröið friðví iegt í Suður-Afríku fyrr ifanjrreinclar ráðstafanir ve ferðar. MÞ^.iit-niíikri viEflimm SiKurbjorn Kinarsson, Biskup yfir isiandi. Karvei Pálmason, Formaður þi flokk.s Samtaka frjáisiyndra vinstri manna. Þórarinn Þórarinsson, Formai þinKflokks Framsóknarflokksi Ragnar Arnalds. Formaður þii flokks Alþýðubandalagssins. Benedikt Grönda), Formaður þýðuflokksins. Gunnar Thoroddsen, Formað þingflokks Sjálfstæðisfiokksins Baldvin TrygKvason, Formað Félags Sameinuðu þjóðanna Islandi. Snorri Jónsson. Formaöur Alþýf sambands íslands. Jón H. Beriís, Formaður Vinr veitendasam hands íslands. Thor Vilhjáimsson. Formaði Bandalags islenskra listamanm Magnús Finnsson, Formaði Blaðamannafélags íslands. Gunnar Guðbjartsson, Formaði Stéttasambands bsenda. ínKólfur Ingolfsson. Formaði r .r .S.I. Kristján Thorlacius. Formaðu B.S.R.B. Jónas Bjarnason. Fnrmaður BHJ Margrét R. Bjarnason, Formi ' íslandsdeildar Amnesty Siational. IntcrJ Kopevoyskaupstaður ga Starf — umsjónarmaéur Félagsmálastofnunin tískar að ráða starfsmann til aö ann- ast umsjón með dagvistarheimilum bæjarins, gæsluvöil- um, starfsvöllum, Ktípaseli og einkagæslu I heimahúsum. Framangreint verksvið svarar til hálfs starfs en til greina kemur að ráða I heilt starf enda vinni þá starfsmaðurinn jafnframt að öörum verkefnum á félagsmálastofnuninni. Askilin er fóstru menntun eða önnur hliðstæð uppeldisleg menntun. Laun samkv. kjarasamningum starfsmannafélags Ktípa- vogskaupstaðar, umstíknum á sérstökum eyðubiöðum sé skiiaö á félagsmálastofnunina fyrir 4. aprfl n.k. og liggja umsóknareyðublöð frammi á sama stað. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Félagsmálastjórinn i Kópavogi. Bifreiðastillingin Smiðjuvegi 38, Kópavogi simi 76400. Allar bifreiðastillingar og viðgerðir á sama stað. Fljót og góð þjónusta. BifreiðastilSing Smiðjuvegi 38, Kópavogi. Simi 76400

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.