Alþýðublaðið - 02.04.1978, Síða 4
4
Sunnudagur 2. apríl 1978
m!2m'
Útrýming indíánanna
í Venezúela
— Vinna er þeim ekkert —
— Peni gerðu | þjófum ingar þá að o
— Ný k á öfunc læði ólu 1 —
Konur af Yanomamö-ættbálkinum standa uppréttar meðan þær ala börn sln. Yngstu börnin fá oft að
fylgjast með, þótt athöfnin fari fram langt inni f skóginum, vegna þess að mæður þeirra \>erða að taka
þau með hvert sem þær fara. Nýfædda barnið er lagt á jörðina, en siðan farið með það nitur að fljótinu,
þar sem það er laugað. Að þvl loknu heldur móðir með það heim til fjölskyldunnar.
Indiánaættbálkurinn
Yanomamö býr á Ore-
roque-svæðinu i Vene-
súela, fjarri yfirvöld-
um i Caracas, fjarri
auðlindum Venesúela,
oliulindunum og fjarri
menningunni, sem
teygir sig yfir landið og
ógnar indiánunum.
í þessum hluta Ama-
son-svæðisins, lýstur
tvenns konar menningu
saman. Annars vegar
eru hinir villtu frum-
skógarmenn með sínar
venjur og bannhelgi,
hins vegar siðmenntað
fólk, með sinn guð.
En þar er leikurinn heldur
ójafn. Indiáninn getur ekki lagt
neitt fram á móti framförum og
tækni. Hann trúir ekki á nútima
læknisfræöi. Fólk sem hefur
dvalistá svæðinu hefur oftsinnis
staðið frammi fyrir vandamáli,
hvort lækna eigi indiánana meö
nýtisku lyfjum, eða gefa þá á
vald guða sinna. Oft hefur siðari
kosturinn verið valinn, þótt svo
vitað væri að hann kostaði
mannslif.
Engin von
Sem stendur er engin von
fyrir frumstæðu ættbálkana.
Stjórnin i Venesúela er á móti
þeim og segir aö þeir eyðileggi
myndina af Venesúela, sem
landi i örri framþróun.
Trúboðar hafa nú sem kunn-
ugt er, numið land hjá Yanoma-
mönum, en menning hinna fyrr-
nefndu er indiánunum fram-
andi. Ekki hefur trúboðunum
tekizt að „kristna” þessa „villi-
menn”. Tilraunir þeirra hafa
aftur á móti leitt til þess, að
margir indiánar hafa gerzt ræn-
ingjar og flökkukindur, Þeir
neyta nú matar, sem þeirhefðu
sjálfir getað oröið sér úti um,
bara með öörum aðferðum og
þeir hafa glatað öllu því sam-
bandi sem gerði þá hamingju-
sama i skógunum. Þeireruekki
þeir sjálfir lengur, þeir geta
ekki stjórnað sér sjálfir, þeir
eru eins og fullorðin börn.
Hinir ýmsu Yanomamö-hópar
sem eru mjög trúaðir, eiga oft i
illdeilum og oft hrekja flökku-
hjarðirnar hvor aðra milli
staöa. Lifnaðarhættir indiána
eru mjög einfaldir og kröfur
þeirra til lifsins frábreytilegar.
Þeirleggjaekki mikla áherzlu á
að yrkja jörðina, en fara á veið-
ar þegar tiðin er góð.
Ynomamö-indiánarnir hafa
mikið dálæti á efnum sem valda
skynvillu.
Eftirlætisefni þeirra fæst úr
trjátegund einni, sem nefnist
parao. Sumir nefna það yopo
eða nojo, en fræðiheitið er ana-
danthera-peregrina.
t ágúst og september vaxa á
trjánum baunir, sem siðan
ganga i gegnum nokkurar um-
breytingar. Efnisins neyta indi-
ánarnir á þann hátt, að þeir
stinga viöu röri upp i aðra
nösina, og er efninu síðan blásið
kröftuglega i gegn. Það hrifur
venjulega strax og veröur viö
þaö talsverð breyting á neyt-
andanum. Munnur hans af-
myndast, augun ranghvolfast i
höfðinu og fyllast af tárum.
Eftir nokkurn tima fær hann
annan skammt. Þá fer hann i
langt „ferðalag” og hefur i þvi
m.a. samband viö andana.
Yanomamö-konan tekur virk-
an þátt i daglegum önnum.
Ilúnerþegará barnsaldri gift
einhverjum karlmannanna úr
þorpinu.
Hún fer á fætur i dögun og
heidur þegar út á ávaxtaakr-
ana, með yngsta barnið á bak-
inu, til að sækja banana. Heim
heldur hún með 20-30 kiló af
ávöxtum. Hún flysjar, eldar og
býr til fatnað. Húsmóðurskyld-
ur hennar eru að sækja ávexti,
elda mat og vinna að handa-
vinnu.
Að öðru leyti er konan einskis
metin. Hún á engan þátt að
ákvarðanatöku, en er algerlega
undirokuöaf manninum. Konan
þjónar þó mikilvægu pólitisbu
hiutverki.
Ef hún er gefin burt til annars
ættbálks, merkir það vilja um
órjúfanlegl bandalag. Þá er al-
gengt að konum sérænt og leiðir
það iðulega til striðs.
Mikilvægasta hlutverk indi-
ánakonunnar er að ala börn.
Hún er gangandi vél, sem f jölg-
ar ættbálknum. Um leið og hún
er vanfær, veröur hún að hætta
að haida sér til. Hún verður að
fjarlægja allar skrautnálarnar
úr munni, nefi og eyrum, og hún
má ekki mála sig. Hún gengur
nakin og breytt vaxtarlagið ger-
ir hana þunglamalega i hreyf-
ingum.
Hún má ekki neyta fiskjar,
þvi andinn i fiskinum mun
deyða fóstrið. Allt frá fyrsta
degi sem hún kennir sin verður
hún að húka á trjábol, með oln-
boga á hnjánum og hönd
undir kinn og biða þess, að and-
inn komi og aðstoði hana við
fæðinguna.
Indiánakonan stendur upp-
rétt, meðan hún fæðir, og fer sú
athöfn fram langt úti i skógi,
langt frá öllum mannabyggð-
um, á stað sem konan hefur
sjálf valiö.
Vagga nýfædda barnsins er
rakur jarðvegurinn I skóginum.
Strax eftir fæðinguna er það
tekið og þvegið i nálægu fljóti,
og eru þaö aðeins vei sköpuð og
hraust börn sem þola þessa
meðferö. Hin deyja og oft hendir
það að móðirin kemur aldrei
aftur til baka.
Nú er svo komið að yanoma-
möarnir eru að hverfa af sjón-
arsviðinu, — vegna afskipta-
semi trúboðanna. Þeir fara nú
landflótta og horfa hlutlausir á
ráðagerðir hvita mansins verða
að raunveruleika.
Vinna er þeim ekkert. Pen-
ingar gerðu þá að þjófum, föt
ollu aöeins afbrýðisemi, sem
þeir höfðu ekki þekkt áður þeg-
ar allir gengu naktir i skógun-
um.
Þeir hverfa nú hægt, en stöð-
ugt, og með þeim menning sem
á engan hátt hefur ógnað heim-
inum en mun að likindum út-
rýma þeim fyrir fullt og allt.