Alþýðublaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 8. apríl 1978 SKS" alþýðu' Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjdri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjdri: Éinar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjtírnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeiid, Alþýðuhiísinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð 1500 krónur á mánuði og 80 krdnur I lausasöiu. Leitid sátta þegar í stad Rikisstjórnin hefur aö undanförnu legið á því lúalagi að búa svo um hnútana, að verkalýðs- hreyfingin eigi engra annarra úrkosta völ en mótmæla kjaraskerðingu með alvarlegum aðgerð- um. Ástæðan fyrir þessu framferði ríkisstjórnar- innar er einföld. Hún kemur fram í eftirfar- andi orðum formanns Félags íslenzkra iðnrek- enda: ,,Flest bendir nú til að ekki verði gengið lengra á þessari braut og grundvöllur lífskjara okkar geti nú hvenær sem er hrunið eins og spila- borg." Hér er formaðurinn að ræða um ástand efna- hagsmála. Ríkisstjórn- inni er Ijóst, að hún hefur dregið þjóðina út i slikt fen ef nahagsöngþveitis að allur almenningur skelfist. Það er skammt í kosningar og sökudólgur- inn vill beina athyglinni frá sér. Hann vill bregða yf ir sig huliðshjálmi. Það hyggst hann gera með því, að koma sök sinni yf-, ir á verkalýðshreyfing- una. Réttmætar varnar- aógerðir hennar verða síðan notaðar í glórulaus- um áróðri, þar sem full- yrt verður, að hún eigi sök á því hvernig komið er. Ríkisstjórnin ætlar að kenna verkalýðshreyf- ingunni um eigin ófarir, eigin óstjórn og sinnu- leysi. Þetta er ómerkileg stjórnmálabrella manna, sem óttast fylgistap við næstu kosningar. Þeir ganga svo langt, að einn þingmaður þeirra er lát- inn flytja þingsálykt- unartillögu um að banna löglegar aðgerðir verka- lýðshreyfingarinnar. Þar er fyllilega gefið í skyn, að þessar aðgerðir séu undanfari einhverrar þjóðfélagsbyltingar. Gamall draugur hefur verið vakinn upp til að hræða almenning. Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambandsins, hefur sagt, að Sjálf- stæðisf lokkurinn eða for- ystumenn hans sýni sitt rétta andlit með þessari þingsályktunartillögu. Þeir skilji ekki baráttu launþega og þeir geri sér ekki Ijóst að ætlast er tii þess að staðið sé við gerða samninga. — Al- þýðublaðið hefur lýst því yf ir, að það telji að betur hefði mátt standa að að- gerðum þeim, sem nú eru fyrirhugaðar. Þar hefði Alþýðusamband íslands í heild átt að grípa til sinna ráða, en ekki að launa- lægsta fólkið í Verka- mannasambandinu stæði eitt að aögerðunum. En staðreyndin er sú, að jafnvel hófsömustu og ábyrgustu mönnum hefur ofboðið framferði ríkis- stjórnarinnar. Hún hefur virt að vettugi löglega kjarasamninga og óskir verkalýðshreyf ingarinn- ar um viðræður, sem hefðu getað komið í veg fyrir enn alvarlegri átök. Rikisstjórnin er ráðalaus. Þess vegna bæri henni að víkja þegar í stað. Hún hefur ekki getað lagt fram neinar afgerandi tillögur um úrbætur til frambúðar. Hún ætlar bara að skrimta fram að kosningum hvað sem á gengur. Og þegar að kosningum kemur mun voldugur floti málgagna hennar saka verkalýðs- hreyfinguna um allar ófarirnar. Sem betur fer er nú skammt til kosninga. En alvarlegir atburðir geta gerst á þeim stutta tíma. Ríkisstjórnin og atvinnu- rekendur hafa ennþá tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir sínar og koma í veg fyrir stórfelld átök. Alþýðuf lokkurinn mun styðja allar samninga-og sáttaumleitanir af alhug. —AG Úr ýmsum áttum Byltingin og Albert bað er skammt stórra högga á ýfir að marx-lenlnisma yxi fisk- milli hjá Albert Guðmundssyni, ur um hrygg f Sjálfstæðisflokkn- heildsala og þingmanni. Fyrir um (!) og nú flytur hann tillögu fáeinum vikum lýsti hann þvl á þingi um bann við verkföllum Formannsstarf á hafnsögubátum Reykjavikurhafnar er laust til umsóknar. Formaður gegnir jafn- framt vélstjórastarfi og eru þvi skip- stjórnar- og vélstjórnarréttindi áskilin. Umsóknir sendist hafnarstjórn fyrir 20. april n.k. en nánari upplýsingar gefur y f irhaf nsögumaður. Hafnarstjórinn i Reykjavik. Ketil Björnstad tónlistarmaður frá Noregi les upp og „impróviserar” á pianó á morgun sunnudag kl. 16:00 Sixten Haage sýnir grafikmyndir i bóka- safninu. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIO — ,,ef þau stefna þjóðarhag I voða” og heldur þvi óbeint fram i greinargerö með tillögu sinni að forystumenn verkalýðssam- takanna undirbúi stjórnarbylt- ingu á Islandi! í greinargerð- inni segir Albert orðrétt: „Þeir sem berjast harðri baráttu gegn þvi þjóöskipulagi sem við búum við, æsa nú laun- þega til uppþota, en almenning- ur gerir sér grein fyrir, mark- miðum þeirra, sem nota hvert tækifæri til að veikja það lýð- r æði sf y r ir ko m ula g , sem íslenskt þjóðfélag byggist á, i von um að upp úr rústum ringulreiðar fái þeir tækifæri til þess að skapa sér valda- aðstöðu”. Rafdrifin Brésnef! Morgunblaðið birti I gær fréttaklausu um ferð Sovétleið- togans Brésnefs til borgarinnar Vladivostock á austurströnd Sovétrikjanna, en þar hefur hann verið á flakki slðustu daga og m.a. kikt í herbúðir Rauða hersins nálægt landamærum Kina. Þá segir Mogginn að for- inginn hafi lagt hart að mönnum á þessum slóðum, að setja níöur kartöflur með fyrra falli I vor og hraða iðnvæöingunni (vopna- iðnaði?). En svo er frá þvi skýrt I Mogga, aö bandariakir embættismenn telji aö um sið- ustu áramót hafi verið græddur sérstakur rafeinda-hjartagang- ráður i Brésnef. Leiðtoginn hvarf af sjónarsviðinu um tlma I vetur og þá upphófu „sérfræð- ingar á Vesturlöndum um sovésk málefni” söguspunann um ástæður fyrir hvarfinu. Var þá nefnt að hann væri meö inflú- ensu, hjartakast, væri I hvlldar- reisu á Krimskaga, væri „fall- inn í ónáð” eöa jafnvel dauöur. En nú er sem sagt kominn enn ein skýring og hún er sú, að Bré- snef sé orðinn rafdrifinn! Ekki stafar minni hætta af brölti valdaklikunnar I Kreml ef leið- togar hennar eru orðin vél- tnenni. Þessa huggulegu mynd af leiðtoganum Brésnef sendi TASS-fréttastofan okkur. HUn er tektn f frið- sæium garði á Krimskaga I ágúst 1973, en þar er að finna einkahvildarsetur lelðtoganna f Sovét og gróssera I stærstu rlkisfyrirtækjunum. Myndin sýnir Brésnef áður en f hann var settur rafgeymir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.