Alþýðublaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 7
sssr Laugardagur 8. apríl 1978 Laugardagur 8. apríl 1978. 7 Fóstrur gera útrás og kynna störf sín Stofnfundur stéttar- félagsins „Athöfn" var haldinn í febrúar 1950. Stofnendur voru 22, sem höfðu þá útskrifast úr U.S.S. og var fyrsti for- maður félagsins Elinborg Stefánsdóttir. Á aðalfundi félagsins ár- ið 1951 var nafni félagsins breytt í Stéttarfélagið Fóstra og var það aðili að Alþýðusambandi íslands til ársins 1964, en siðan hafa fóstrur verið i Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja og breyttist þá heiti félagsins i Fóstrufélag Islands. Fjöldi starfandi fórstra i dag mun vera um 200. Eins og segir i lögum félagsins er aðaltilgangur þess að efla stétt fóstra, glæða áhuga þeirra á öllu þvi er að starfi þeirra lýtur og stuðla að framhalds- menntun þeirra, gæta f jár- hagslegra hagsmuna, vernda réttindi, efla sam- heldni og stéttartilfinn- ingu. Fóstrur starfa m.a. á leikskólum, dagheimilum, sjúkrahúsum, sérskólum, við 6 ára deildir grunn- skóla o.fl. I vetur eins og tvö undanfarin ár hafa starfaö hópar, sem fjallað hafa um ákveðin verkefni tengd starfi fóstra. Markmiðið er að glæða áhuga þeirra °g örva þær til að miðla hverri annarri af þekkingu sinni og reynslu. Hópar þessir hafa á almennum félagsfundum greint frá verkefnum og niðurstöðum sinum og haft umræðu um þau. I vetur hafa starfs- hóparnir fjallað um eftir- farandi efni: 1. Stefnan i dagvistar- rnálum. 2. Fósturskóli. 3. Heimur barnsins. 4. Skapandi starf. 5. Fræðslustarfið á dag- vistarheimilum. Fóstrufélag islands hefur ákveðið að efna til kynningar á starfi og menntun fóstra og hefur fengið aðstoð dagblaðanna til þess að koma þessari kynningu á framfæri. Félagið gengst fyrir barnaskemmtunum í Laugarásbiói laugard. 8. og sunnudaginn 9. april kl. 13.30. Aðgöngumiðar á þessar skemmtanir verða seldir á dagvistarheimil- um og í bióinu. Sunnudaginn 9. apríl hefur Fóstrufélagið farið þessá leit við rekstraraðila og fóstrur að dagvistar- heimilin á öllu landinu verði opintil sýnis fyrir al- menning frá kl. 14—17. Fóstrufélagið vill ein- dregið hvetja foreldra og annað áhugafólk til þess að koma og kynna sér starf- semi þessara heimila. Hér er einnig kjörið tækifæri fyrir þá foreldra, sem eru með börn sín á biðlistum að koma. Er þess vænst, að börn komi aðeins í fylgd með fullorðnum. Það er von Fóstrufélags islands, að kynning þessi komi umræðum um dag- vistarmál af stað. Fósturskólinn Fósturskóli Isiands hefur mjög oft gleymzt i þeirri umræðu er fram hefur farið um dagvistar- mál. A dagvistarheimilum er lagður grundvöilur að framtiðarþroska barnsins. Það er þvi mjög nauðsynlegt, að það starfsfólk, sem vinnur á dagvistarheimilum, sé fært um að framfylgja uppeldislegum markmiðum heimilanna. Alger undirstaða þess að hægt sé að mennta starfsfólk, eins og bezt verður á kosið, er að vel sé búið að Fósturskóla fslands. Þrýstingur er mikill frá stjórn- völdum i þá átt að fjölga nemend- um i skólanum. Húsnæði skólans er allt of litið, þannig að engan veginn er hægt að taka inn þann nemendafjölda er æskilegt væri. Vinnuaðstaða bæði nemenda og kennara er alls óviðunandi, þannig að brýnna úrbóta er þörf. Fjárveitingar til skólans hafa hingað til verið af fremur skorn- um skammti. Við krefjumst þvi barnaheimili sjúkrahúsa. Þarna dveljast saman börn foreldra úr mjög sérhæfðum starfshópum. Hætt er við þvi að þessi börn telji það lif, sem foreldrar þeira þeirra lifa, einkennandi fyrir þjóðfé- lagið. Varla má á milli sjá hvort er óæskilegra, þetta fyrirkomulag, eða það sem nefnt var hér að framan. Það hlýtur að vera krafa allra, sem bera hag barnanna fyrir brjósti, að þetta fyrirkomulag viki. Dagheimili eiga að vera opin öllum hópum þjóðfélagsins en ekki aðeins minnihlutahópum. A þann hátt einan er hægt að koma i veg fyrir þann einhæfa skilning sem börn dagheimila dagsins i dag hafa á stöðu sinni og þjóðfé- laginu i heild. Biöndun aldurshópa Viðast hvar er börnum skipt niður á deildir eftir aldri. Ef barn byrjará vöggustofu kemur það til með að flytjast þrisvar til fjórum sinnum á milli deilda. Vegna þess þess að stórátak verði gert til efl- iagar Fósturskóla Islands, svo að nann verði fær um að gegna hlut- verki sinu, þ.e. að mennta hæft og nogu margt starfsfólk á heimilin. Skilningsleysi stjórnvalda á málefnum Fósturskólans má ekki leiða til þess að þeirri reynslu, er áunnizt hefur f skólanum, verði varpað fyrir róða. Forgangshópar I dag er ástandið þannig að ein- ungis komast á dagheimili börn frá afmörkuðum hópum þjóðfé- iagsins. Nær 100% af öllu rými dagheimila i stærstu bæjum landsins er notað til að vista börn einstæðra foreldra og náms- manna. Það er annars vegar börn sem hafa e.t.v. aðrar hugmyndir um fjöjskylduna en flest börn og hins vegar börn námsmanna, sem hljóta að hafa aðrar hug- myndir um lifið og tilveruna en t.d. börn verkamanna. Sameigin- legt báðum þessum hópum er að foreldrar þeirra búa i flestum til- fellum við krappari kjör en gengur og gerist. Þessi börn, sem eru litill hluti barna i Reykjavik, dveljast siðan saman á dag- heimilum mestallan daginn, og þvi er hætt við að þau fái mjög skerta mynd af veruleikanum. A siðustu árum hefur það færzt i vöxt að vinnustaðir reki eigin dagheimili, sem vista börn starfsmanna. Má þar nefna hve vinnukraftur er óstöðugur, eru það þvi margir sem annast barnið á þessum árum. Sibreyti- legt umhverfi og1 óstöðugleiki getur leitt til þess að barnið verði öryggislaust og getur það haft mikil áhrif á tilfinningalif þess. Byggingar dagvistar- heimila Fram að þessu hafa þeir, sem teiknað hafa davistarheimili, alls ekki verið nógu vel að sér um þá starfsemi sem þar fer fram, svo að ekki sé meira sagt. Eitthvað væri nú sagt ef sá, sem teiknaði fjós, hefði flórinn fyrir framan jötuna. Það þótti ekki tiltökumál þó fara þyrfti með börnin allt húsið á enda til að komast á salerni. Yfir- leitt var hljóðeinangrun nánast engin og loftræsting léleg. Þó að greinilegir gallar kæmu fram eftir að starfsemi hófst á heimil- unum, voru samt byggð fleiri heimili eftir nákvæmlega sömu teikningunni. Siðan lög um dagvistarheimili komu til framkvæmda hefur ástandið þó batnað. Ekki er hægt að fá rikisstyrk til byggingar dag- vistarheimila nema teikningar séu áður samþykktar af mennta- málaráðuneytinu. Þetta er mjög mikil framför, sérstaklega fyrir landsbyggðina. Vonandi dettur nú engum i hug að byggja nema eftir samþykktri teikningu. Sjálísagt má lengi deila um hvernig byggingar eiga að vera. A að byggja litil eða stór heimili? En byggingarnar verða að vera sem vandaðastar frá upphafi og allur frágangur þannig að húsin þoli þá meðferð sem vænta má, þar sem mörg börn dveljast dag- lega. Viðhaldakostnaður þarf að vera i lágmarki, bæði vegna þess að það raskar starfsemi heimilis- ins að þurfa oft að láta mála og gera við, og hætta er á að viðhaldskostnaður sé tekinn af rekstrarfé heimilanna, sem ella færi til leikfanga- og tækjakaupa. Á tslandi erum við inni meiri- hluta ársins og er þvi mikil nauðsyn að fyrirkomulag allt sé gott og öllum liði vel. A mörgum dagvistarheimilum er húsnæðið ein til tvær stórar stofur, en við teljum mun æskilegra að herbergin séu minni og fleiri, þannig að hægt sé að skipta börn- unum i fleiri og minni hópa. Þannig eiga börnin þess fremur kost að loka að sér, ef þau vilja og vera i einrúmi. Húsnæðið verður að uppfylla jafnt kröfur barna sem fullorðinna, er þar dveljast. Oðru máli gegnir ef barnið dvelur i blönduðum aldurshópi (systkinahópi). Hópurinn er þá mun stöðugri og börnin geta dval- ið nokkur ár á sömu deildinni og verið samvistum við jafnaldra sina um leið og þau njóta syst- kinasambands við eldri og yngri börn. Þetta myndi einnig auðvelda það að systkini gætu verið saman. Yngri börnin læra að likja eftir þeim eldri, t.d. hvað varðar málþroska og daglegar venjur, og eldri börnin fá betra Fjöldi barna á deild reglugerð um dagvistarheimili er kveðið á um fjölda barna á deild og er þá miðað við að tveir starfsmenn séu á deild. Dagheimili: I deild fyrir 3ja — 12mán. 6börn 1 deild fyrir 1 — 2ja ára 10 börn t deild fyrir 2ja — 3ja ára 14 börn í deild fyrir 3ja — 4ra ára 17 börn I deild fyrir 4ra — 6 ára 20 börn Leikskóli: 1 2ja ára deild 14 börn 1 3ja ára deild 20 börn 1 4-6 ára deild 22 börn Við teljum að þetta sé algjör hámarksfjöldi. Fækka þarf börn- um eða bæta við starfsfólki ef sá árangur á að nást sem ætlast verður til af góðu dagvistun- arheimili. Skortur á sérhæfðu starfs- fólki. Yfir 500 fóstrur hafa útskrifazt úr Fósturskóla tslands, samt er stöðugur skortur á fóstrum til starfa. Ein ástæðan er sú, eins og fyrr er nefnt, að ekki er hægt að taka við nógu mörgum nemend- um i Fósturskólann vegna hús- næðisleysis. En starfsaldur fóstra, er einnig mjög stuttur og ástæðurnar telj- um við m.a. verða ófullnægjandi vinnuaðstaða, of mörg börn á hvern starfsmanna, lág Iaun (10. launaflokkur), takmarkaður skilningur yfirvalda og almenn- igs á mikilvægi starfsins. Samvinna við foreldra Dagvistarheimili er annaö heimili barnsins og þess vegna skiptir það foreldranna miklu máli hvað þar fer fram. Foreldr- ar eiga alltaf að vera velkomnir inn á heimilið til að fylgjast meft og taka þátt i allri starfsemi sem þar fer fram. Einnig gætu foreldrar barna á dagvistarheimilum myndað mjög sterkan þrýstihóp i þeim tilgangi að gæta hagsmuna barna sinna. Foreldraráð eða félag ætti aft vera við hvert heimili og náift samband og samvinna milli þess og starfsfólks heimilisins. Siðan væri hægt að mynda heildarsam- tök foieldra er myndu siðan knýja á ráðamenn að hafast eitt- hvað að. tækifæri til að bera ábyrgð á þeim yngri. Einnig teljum við að starf fóstrunnar sé mun fjölbreyttara ef hún vinnur með blandaðan aldurshóp. Við teljum þessa blöndun mun mikilvægari á dag- beimilum en leikskólum. útbúnaður heimila A dagvistarheimilum skulu vera fyrir hendi tæki og leikföng sem valin eru með tilliti til breyti- legra þarfa barnanna. Umhverfi allt á að vera hvetjandi og örva alhliða þroska barnanna. A þessu er þvi miður oft misbrestur. Starfsfólk heimilanna hefur oft ekki nægilegt fé til kaupa á þeim efniviði er til þarf. Þyrfti að ætla mun hærri upphæð til rekstrar, ef fullnægjandi á að vera. lagslegan þroska barnsins. Hlutverk þeirra er m.a. að skapa jafnræði með börn- unum innbyrðis/ stuðla að því að börnin standi jafnt að vígi þegar að skóla- göngu kemur, að styðja foreldra og heimili við uppeldi barnanna og vera til hjálpar hvað snertir börn með hegðunar- og að- lögunarvandamál. Þvi teljum við það sjálf- sögð réttindiallra barna að fá að dveljasf á góðu dag- vistarheimili. Stefnan í dagvistarmálum Hlutverk dag vistarheimila — hvers vegna er þeirra þörf? — Hlutverk dagvistar- heimila — Þjóðfélag okkar er i örri þróun og miklar breyting- ar hafa átf sér stað siðustu áratugina. Þessar breyt- ingar hafa snert flesta, ef ekki alla þætti i lif i okkar. Dagvistarheimili eru þar ekki undanskilin. Starf- semin sem þar fer fram hefur tekið breytingum og einnig hafa viðhorf manna til dagvistarheimilanna breytzt. Þegar fyrstu dagheimil- in og leikskólarnir tóku til starfa hérlendis mættu þessi heimili mikilli andúð og tortryggni. Þau þóttu aðallega til þess fallin að grafa undan einni helztu stoð samfélagsins — þ.e. f jölsky Idunni. í dag er þó viðhorfið annað hjá meginþorfa fólks og stórátak þarf að gera i uppbyggingu dag- vistarheimila ef koma á til móts við hin nýju viðhorf. En hvers vegna er þörfin svona mikil? I hinu íslenzka bænda- samfélagi var hlutverk fjölskyldunnar frábrugðið þvi er nú gerist í hinu iðn- vædda þéttbý lisþjóðfélagi nútimans. Nær öll vinna fór fram á heimilinu og hver hafði sinu hlutverki að gegna í framleiðslunni. Oft var margt i heimili, bæði börn og fullorðnir. Börnin lifðu i nánum tengslum við náttúruna og hina lifrænu atvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað og sjávarútveg. i nútima þjóðfélagi er þessu öðru visi farið. Hin sigilda kjarnaf jölskylda er algengasta sambýlisform- iö. Hin félagslega reynsla barnsins verður þvi oft mjög takmörkuð. Engin teljandi fram- leiðsla fer nú lengur fram á heimilinu sjálfu. Neyzluþjóðfélag nútímans sér til þess að báðir for- eldrar vinna gjarnan úti til að afla þess sem áður var framleitt á heimilinu. Einnig helzt i hendur annars vegar sú ósk kvenna, sem tilheyrir al- mennum mannréttindum, að geta starfað og verið fjárhagslega sjálfstæðar, og hins vegar siaukin þörf atvinnuveganna fyrir vinnuaf I. En til þess að fullnægja þörfum barnsins fyrir fé- lagsskap og fjölbreyttara umhverfi, og vegna ólvi- ræðs réttar foreldra tíl að stunda vinnu utan heimilis, þurfa að vera til staðar góð dagvistarheimili. En hvað eru góð dagvist- arheimili — hvert er hlut- verk þeirra? Góð dagvistarheimili eiga að efla vitsmuna- legan, persónulegan og fé- Starfshópur Fóstrufélagsins:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.