Alþýðublaðið - 22.04.1978, Page 7
6
Laugardagur 22apríl 1978
Laugardagur 22apríl 1978
7
Þannig litur fiskurinn út, sem sex islenzk skip munu hefja veiðar á á
næstunni við Færeyjar. Algengasta stærð hans er 30—40 sentimetrar og
hann verður sjaldnast stærri en 50 sentimetrar
Fáein orð
um kol-
munnann
— fiskinn, sem íslenzk skip
ætla ad fara að veiða
Fiskiönaðurinn i Norður-
Evrópu/ sem farinn er að
kenna töluvert á hráefnis-
skorti/ hefur á siðustu ár-
um beint hráefnisleit sinni
mjög að ýmsum óvanaleg-
um fisktegundum. Ein af
þessum nýju fisktegundum
er kolmunninn. Líffræð-
ingar álíta/ að i Norður
Atlantshafinu séu 8—10
milljónir tonna af kol-
munna.
Hann hrygnir snemma vors,
mars—mai, á svæðinu NV af
Bretlandseyjum. Á þeim tima er
liklega auðveldast að veiða hann,
en 1 milljón tonna mætti senni-
lega veiða að skaðlausu.
Veiðitæknin er enn ekki komin i
viðunandi horf, að þvi er virðist.
Flotvarpa er veiðarfærið sem
mest er notað, en oftast er fiskur-
inn á meira en 200 faðma dýpi.
Það er aftur á móti algengt
vandamál, að pokinn rifnar,
vegna þess að hann bókstaflega
skýst upp i loftið, þegar sundmagi
fisksins þenst út, er þrýstingur
vatnsins minnkar.
Það er talið, að sumrin og
snemma vetrar, sé kolmunna-
stofninn dreifður um N-Atlants-
hafið milli Noregs og Islands.
Hann kemur lika stundum upp
að ströndum beggja landanna, og
þar má auðveldlega veiða hann i
venjulega botnvörpu. Verksmiðju
togarar Rússa veiða hann i
vaxandi mæli i NA-Atlantshafi og
viðar, td. við Færeyjar, en eins og
kemur fram i frétt i blaðinu i dag,
búast sex islenzkir bátar nú til
veiða á þeim miðum.
Kolmunninn er af þorskfiska-
ættinni, náskyldur lýsunni.
Algengast er, að hann sé 30 cm
á lengd og 120—150 g á þyngd.
Einstaklingai yfir 40 cro á lengd
og 400—500 g á þyngd, hafa samt
sem áður veiðst.
Kolmunninn er alveg ágætis
matfiskur. 1 Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins hafa verið gerðar
ýmis konar matreiðslutilraunir á
kolmunna. Ha-nn var soðinn,
steiktur, djúpsteiktur, búnar til
bollur úr kolmunnahakki og alltaf
þóttu þessir réttir góðir, litið lak-
ari en sams konar réttir úr ýsu og
þorski.
Norðmenn og Englendingar
hafa komist að sömu niðurstöðu.
Norðmenn segja einn höfuðkost-
inn við kolmunnahold, vera
bindihæfni þess, þegar búnar eru
til hinar hefðbundnu skandina-
visku fiskibollur. Brezkir ,,fish
and chips” kaupmenn, segja að
kolmunnaflök séu alveg prýðileg i
þeirra vörur. Stærð kolmunna1
flakanna, þau eru vanalega 45—60
g að þyngd, er sögð heppileg i
þessum tilgangi.
Vélavinnsla
Það, hvað kolmunninn er litill,
hefur þótt galli hvað snertir
framleiðslukostnað, og margir
fiskframleiðendur, hafa látið
hugfallast þess vegna. Það er
augljóst, að nota verður vélar
til þess að hausa kolmunnann og
slægja hann, og ef með þarf að
flaka hann. A.m.k. tveir evrópsk-
ir framleiðendur fiskvinnsluvéla,
hafa náð umtalsverðum árangri i
þvi að breyta vélum sinum, svo
að hægt er að nota þær i þessum
tilgangi.
Af framansögðu mætti þó verða
ljóst að kolmunninn gæti orðið ein
af allra þýðingarmestu fisk-
tegundum Norður-Atlantshafsins.
Enn er mjög óljóst með
markaðinn og kolmunnamarn-
ingur verður sennilega aldrei
álitinn jafngóður ýsu- eða þorsk-
marningi.
Liturinn mun verða dekkri og
geymsluþolið virðist vera minna.
Þó má benda á það hve Alaska
ufsinn hefur náð fótfestu á
ameriska markaðnum. Það
virðist sem sagt vera rúm fyrir
fiskafurðir, sem ekki eru
hefðbundnar á þessum markaði,
þrátt fyrir það, að litið sé á þær,
sem verri að gæðum. Vegna
skorts á þorski, mun verða leitað
aö einhverju, sem komið getur i
staðinn og þar getur koimunninn
gegnt þýðingarmiklu hlutverki.
Það tekur alltaf nokkurn tima
fyrir fiskverzlun heimsins, að
móttaka nýjar fisktegundir, og
svo mun sjálfsagt verða um
kolmunnaafurðir. En rétt er að
hafa það i huga, að ýmissa breyt-
inga er að vænta á ýmsum
algengustu hefðbundnu fisk-
tegundum á næstu árum.
(Lauslega eftir Tæknitiðindum
Rannsóknarstofnunar
Fiskiðnaðarins)
Hér sést þaðsvæði, sem telja má heimkynni kolmunnans.
A þessari mynd sést veiðisvæðið, sem isl. skipin stefna nú á. Fiskurinn gýtur fyrir vestan Hebridseyjar
og þar hefja skipin viðureignina við hann, sem veiðarnar stunda. Þau elta hann svo norður fyrir Fær-
eyjar.
Finnst þér sniðugt fyrir ein-
stæða foreldra að búa svona 1
sambýli?
— Já það getur verið það en
þarf ekki að vera það. Maður er
þá ekki eins bundinn yfir barninu
t.d. á kvöldin. Annars er ég nú
voðalega heimakær og fer litið.
Geta yfirvöld létt eitthvað undir
með einstæðum foreldrum?
— Eflaust, annars höfum viö
náttúrulega viss forréttindi t.d. i
sambandi við dagvistarmálin. En
þaö er kannski ekki mikið meira.
Það eru auðvitað margir sem eru
illa settir en það fer lika svolitið
eftir barnafjölda. Svo er maður i
þannig aðstöðu, t.d. ef krakkinn
er veikur að geta ekki mætt i
vinnu og svoleiðis.
Hvað um félag einstæðra for-
cldra?
— Það er auðvitað hægt aö
vinna fyrir sér þó maður sé einn,
en það kemur náttúrulega niður á
börnunum þvi maður veröur svo
litið heima.
Heldurðu að það sé erfiðara
fyrir konu en karlmann?
— Konur geta alveg unnið fyrir
sér eins og karlmenn en það kem-
ur bara svolitið öðruvisi út þvi
vinnan sem þeim býðst er miklu
ver launuð.
Hvað finnst þér um kjör ein-
stæðra foreldra?
— Það er ekkert sérstakt gert
fyrir einstæða foreldra. Það
þyrfti að reyna að hjálpa þeim til
að kaupa sér ibúð. Ég held að það
sé algerlega vonlaust fyrir konu,
þó hún sé ekki með nema eitt
barn, að kaupa sér ibúð.
Hvað um Félag einstæðra for-
tveimur sonum sinum, þeir eru 9
og 5 ára. Hann er trésmiöur, býr i
eigin ibúð, og á þvi ekki við hús-
næðisvandamál þau að striða,
sem sifellt hrjá flesta einstæða
foreldra. Yngri strákurinn er á
dagheimili, en sá eldri á öruggt
athvarf hjá ömmu sinni sem býr á
hæðinni fyrir ofan þá og hleypur
undir bagga ef eitthvað er. Blaða-
maður og ljósmyndari litu inn hjá
Gisla eitt kvöldið og spurði hann,
hvað honum þætti um kjör ein-
stæðra foreldra.
— Aðstaðah er auðvitað mis-
jöfn, og fer eftir menntun og
störfum. Sumar einstæðar mæður
i illa launuðum störfum eru ef-
laust illa settar. Starfsgetan er
náttúrulega minni hjá einstæðum
foreldrum en öðrum, barnanna
vegna.
Þórdís ólafsdóttir
Þórdis ólafsdóttir býr ásamt
tveimur börnum sinum tiu og
fjögurra ára, i einu herbergi hér i
bænum. Hana vantar húsnæði og
sem stendur getur hún ekki unnið
af heilsufarsástæðum. Þórdis b.jó
úti á landi, flutti til Reykjavikur i
desember s.l. en á ekki lögheim-
illi i borginni. Af þeim ástæðum
hefur verið m jög erfitt fyrir hana
aö fá nokkra aðstoð frá bæjaryfir-
völdum. Vinnan sem hún getur
fengið er illa launuð, vegna þess
að hún hefur enga menntun en til
þess að mennta sig þarf peninga
eins og flestum mun vera kunn-
ugt.
Þórdis, heldur þú að ein mann-
eskja geti séð fyrir fjölskyldu i
daS? Frh. á 10. siöu
„...yfirleitt eru einstæðir foreldrar
alltaf að flytja
Harðnandi lifsbarátfa
Það verður æ erf iðara að
framfleyta sér/ hér á
þessu landi. Það er þó mis-
jafnlega erfitt, því ekki fá
allir jafn stóran bita af
þjóðarkökunni. Erfiðust
eru kjörin hjá verkafólki
og í verkamannaf jölskyldu
er þaö engan veginn nóg að
aðeinseinn meðlimur vinní
fyrir öllum hinum, bæði
hjónin neyðast til að vinna
og börnunum er komið i
gæslu ef það er þá hægt,
annars verða þau að sjá
um sig sjálf.
Einstæðir foreldrar hafa
hér nokkra sérstöðu, þeir
þurfa bæði að vinna fyrir
fjölskyldu sinni sem er
heils dags verk og vel það,
og ala upp börnin sin sem
er í rauninni heils dags
verk líka á meðan þau eru
litil. Fari það síðan saman
að einstætt foreldri er
einnig verkamaður eða
kona, er hætt við að lífs-
baráttan verði ansi hörð og
lítill tími af lögu til að sinna
börnunum.
Sífelldir flutningar
Ofan á þetta tvennt, að vera
einstætt foreldri og verkamðaur,
bætist i mörgum tilvikum, að við-
komandi er lika leigjandi. Skv.
könnun sem Jóhanna Kristjóns-
dóttir gerði árið 1975, má ætla að
um 40% einstæðra foreldra, séu
leigjendur. Er það ekkert sæld-
arbrauð, hvorki fyrir foreldrana
eða börnin að standa i flutningum
árlega. Sérstaklega bagalegt er
það fyrir börn sem farin eru að
ganga i skóla og eignast sina fé-
laga þar.
Stór hluti tekna þessa tólks ier
þvi i barnagæslu, leigusalinn tek-
ur væntanlega vænan skerf og
það sem eftir verður er það litið
að varla verður skrimt af þvi.
Misjöfn aðstaða
Að visu veröa ekki allir ein-
stæðir foreldrar dregnir undir
sama hatt! Það eru til-þeir ein-
stæðu foreldrar sem hafa góöa
menntun, há laun og búa i eigin
húsnæði. Jafnvel er það til i dæm-
inu með einstæða foreldra að þeir
eigi fjársterka að sem geta að-
stoðað þá á margvislegan hátt.
Trúlega eru einstæðir feður yfir-
leitt betur settir en einstæðar
mæður. Konurnar hafa almennt
minni menntun og fá þar af leið-
andi lika minná kaup. Og þvi
minni peningar sem eru i budd-
unni, þvi minni eru möguleikar til
mannsæmandi lifs.
Einstæðir foreldrar for-
gangshópur
Yfirleitt eiga allir einstæðir for-
eldrar kost á dagheimilisvist fyr-
ir börn sin og hafa þar forgang en'
biðtiminn getur orðið allt að einu
ári.
En dagarnir verða oft langir
hjá þessum börnum og þegar
mamma eða pabbi koma dauö-
þreytt að sækja þau eftir langan
vinnudag er kannski litið eftir
annað en að koma i sig matnum
og fara siðan i háttinn. Svo er
gangur náttúrunnar einu sinni
þannig að börn eldast ef allt er
með felldu og verða eldri en 6 ára
og eiga þvi ekki lengur kost á
dagheimilisvist. A skóladagheim-
ilum i Reykjavik er rými fyrir 92
börn og eru það svo til eingöngu
börn einstæðra foreldra sem þar
dvelja. Það er þó bara örlitið brot
af börnum einstæðra foreldra á
þessum aldri i borginni, sem vist-
ast þarna. Og hvað með hin? Það
mun vera algengt að þessi börn
sem ekki eru i gæslu, fari
snemma að sjá um sig sjálf, með
þeim kostum og kannski aðallega
göllum sem þvi fylgir einkum fyr-
ir mjög ung börn.
Aö einangra vissa þjóðfé-
lagshópa
Svo er það spurning t.d. i sam-
bandi við dagheimili og
skóladagheimilin, hvort þaö
sé heppilegt að einangra þann-
ig börn einstæðra foreldra og
börn sem einhverra hluta vegna
búa við erfiðar félagslegar að-
stæður. Þaðerhætta á að slikt geti
haft ýmsa aðlögunarerfiðleika i
för með sér sem koma kannski
ekki i ljós fyrr en löngu löngu
seinna. Það er orðin regla i nú-
tima samfélögum að draga fólk i
dilka.börn i einn, vandræðaungl-
inga i annan, gamalt fólk i þann
þriðja og þannig mætti lengi telja.
Þessir þjóðfélagshópar einangr-
ast æ meira og þjóðfélagið i heild
verður fjandsamlegra manneskj-
unni.
Aðeins þeir sem vinna að
framleiðslunni og þéna sæmilega
er gefinn kostur á að njóta lifsins.
Réttur minnihlutahópa sem ekki
framleiða neitt s.s. barna og
aldraðra er borinn fyrir borð.
Þessi þróun er kannski ekki orðin
eins slæm hér eins og viða erlend-
is og það er þarft fyrir Islendinga
að láta sér reynslu nágrannaþjóð-
anna að kenningu verða og reyna
að spyrna við að sama óheilla-
vænlega þróunin eigi sér stað hér
hjá okkur. Eins og þjóðfélagið er i
dag býður það hreinlega ekki upp
á annað en þessa skiplingui mis-
munandi hópa og þarf aö breyta
ansi miklu til að hér komist ein-
hver jöfnuður á.
EI
foreklra
Félagið var stofnað árið
1969 og hefur það af mikilli
atorku beitt sér fyrir mál-
efnum félagsmanna. Má
það heita kraftaverk
hverju það hefur fengið
framgengt þvi fjármagnið
er af skornum skammti og
án þess er litið hægt að
gera. Borgin hefur stutt
félagið við að koma húsi
félagsins í Skerjafirðinum
i íbúðarhæft ástand. I
þessu húsi á að koma upp
aðstöðu fyrir þá félags-
menn sem eru á götunni
með börn sín. Það er von
félagsins að þetta hús
komist i gagnið í haust, en
það veltur allt á þvi hvern-
ig til tekst með fjáröflun.
Brýnasta verkefni félags-
ins eru húsnæðismátin, en
meðan húsnæðismálapóli-
tíkin á islandi er eins og
hún er, hefur hvorki Félag
einstæðra foreldra eða
aðrir aðstöðu til að bæta
mikið úr húsnæðisvand-
ræðum leigjenda.
Ei
Baldur Garðarsson
Baldur Garðarsson er einstæð-
ur faðir, en hann á einn son
þriggja ára gamlan. Baldur er
háskólamenntaður, hefur vel
launaða vinnu frá 9—6 á daginn á
meðan er sonur hans á dagheim-
ili. Baldur býr i leiguibúð. Hvað
finnst honum um aðstöðu ein-
stæðra foreldra?
— Hún er sennilega frekar
slæm oft á tiðum. Aður vann ég
t.d. á barnaheimili, en kaupið var
svo lágt að ég varð að hætta að
vinna þar vegna þess. Ég hef svo
sem ekki undan neinu að kvarta
núna, ég hef það vel borgaða
vinnu.
Er leigan hjá þér há?
— Hún er alveg skikkanleg, við
leigjum þetta þrjú saman ég og
hjón sem eiga eitt barn og skipt-
um þessu á milli okkar.
Ég hef nú ekki nema gott af
þeim að ségja, annars hef ég litið
starfað með þeim. Þeir geta ef-
laust fengiðeinhverju áorkað, t.d.
þetta hús sem þeir eru að koma
upp.
Elín Bjarnadótfir
Elin Bjarnadóttir er einstæð
móðir. Hún býr, eins og svo
margir aðrir einstæðir foreldrar i
leiguhúsnæði, en hefur verið
heppin með leigu. Þriggja ára
gömul dóttir hennar er i einka-
pössun á daginn frá kl. 9 á morgn-
ana til kl. 7 á kvöldin. Elin vinnur
alla daga og hefur að auki verið
að reyna að lesa við öldunga-
deildina við Menntaskólan við
Hamrahlið. Blaðamaður spurði
Elinu fyrst:
Getur ein manneskja unnið fyr-
ir fjölskyldu 1 dag?
eldra?
— Ég er nýgengin i félagið og
hef litið kynnt mér það, hef bara
ekki haft tima til þess. En hús-
næðismálin eru náttúrulega mik-
ilvægust, ef félagið getur fengið
■' einhverju áorkað þar, þvi yfirleitt
eru einstæðir foreldrar alltaf að
flytja. Og það er slæmt bæði fyrir
þá sjálfa og börnin. Ég er sjálf að
missa húsnæðið og vantar bæði
barnapössun og vinnu. Konan
sem passar stelpuna er að hætta.
Maður getur náttúrulega alltaf
einhvern veginn fengið húsnæði,
það er bara verst hvað er orðið
mikið húsaleiguokur hérna. Það
er alveg ferlegt að borga þetta
45—50 þús. fyrir tveggja her-
bergja ibúð.
Gísli Júlíusson
Gisli Júliusson býr einn ásamt
Geta yfirvöld gerteitthvað til að
bæta hag einstæðra foreldra?
— Ég er nú ekki viss um það,
það er þá helst að auka dagvistar-
stofnanir. Annars held ég nú að
það sé best fyrir börnin að vera'
heima ef það er hægt. Það væri
kannski mögúleiki fyrir yfirvöld
að aðstoða þetta fólk skattaleið-
ina.
Getur ein manneskja séð fyrir
heimili i dag?
Það er alveg útilokað fyrir lág-
launafólk.
Hvað finnst þér um Félag ein-
stæðra foreldra?
— Ég hef nú svo litið kynnst þvi
og ekki verið virkur félagi. Ég hef
stundum mætt þarna á fundi hjá
þeim. Það getur kannski haft á-
hrif á skatta- og tryggingamál.
i