Alþýðublaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 27. apríl 1978 að efla að mun. Þá þarf hreyfingin að koma á fót ýmsum sérfræðistofnun- um. Allt eru þetta framtíð- arverkefni til að laga verkalýðshreyfinguna að nútímaþjóðfélagi. En ekkert af þessu verður gert, nema með öflugri samstöðu launafólksins í landinu. Á sama hátt verður að kveða niður þá f lokkadrætti sem af og til blossa upp innan verkalýðshreyf ingarinn- ar. Voldug verka- lýðshreyfing er hverri þjóð mikil nauðsyn. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að tryggja ítök launafðlks í landsstjórn- inni. Aðgerðir rikisvalds- ins hafa úrslitaáhrif á lífskjör almennings. Ef launafólk kemur ekki auga á þessar staðreynd- ir, mun það áfram standa tvistrað í öllum stjórn- málaflokkum og vald þess til að hafa áhrif á eigin kjör eykst ekki. íslenzk verka- lýðshreyfing hefur fulla þörf fyrir að ástunda nokkra sjálfsgagnrýni. Hún mætti huga að því hvort eðlileg endurnýjun hafi orðið í forystuliði. Hún ætti að hugleiða hvort ýmsar starfsað- ferðir eru ekki úreltar, og má í því sambandi minna á flókna samningagerð. Hreyfingunni ber að stuðla að kjarasáttmála, og reglulegra samstarfi við vinnuveitendur og rikisstjórnir. Á þessi atriði er nú minnzt vegna þess að framundan er alþjóðleg- ur baráttudagur verka- lýðsins. Á þeim degi verður að rikja sú eining, sem fuTlvissar þjóðina um, að íslenzk verkalýðs- hreyfing hyggur á nýja sókn. —AG. Nauðsyn nýrrar sóknar verkalýðshreyfingarinnar Islenzk verkalýðs- hreyfing hefur verið eitt sterkasta umbótaafl þjóðfélagsins. Á bernsku- árum hennar snérist bar- áttan um laun, vinnutíma og bætta vinnuaðstöðu. Þá efldi fátækt og öryggisleysi samstöðuna. Yf irgangur og valdahroki auðmanna herti baráttu- viljann og þegar í odda skarst var vöðvaaflið stundum eina úrræðið. Frá þessum tíma hefur þjóðfélagið tekið stórstig- um framförum. Verkalýðshreyfingin hef- ur unnið mörg stórvirki. Með samningum hefur henni tekizt að koma mörgum merkustu um- bótamálum þjóðarinnar í höfn. Hún hef ur notið ein- dregins stuðnings þeirra stjórnmálaafla, sem hún óx upp af. En tvennt hefur gerzt, sem gæta þarf að og færa fil betri vegar. Vegna batnandi lífsafkomu hef- ur tilfinning launþega fyrir nauðsyn eindreg- innar samstöðu dofnað. Það sem áður voru for- réttindi, er nú hvers manns eign. Segja má, að stórir hópar launþega hafi sofnað á verðinum. Gífurleg vinna alls þorra almennings hefur deyft tilfinningu hans fyrir hinni ævarandi bar- áttu verkalýðsins fyrir betra samfélagi. Þetta hefur sérstaklega komið fram í nærri vitfirrtu lífsgæðakapphlaupi, þar sem eitt brýnasta verk- efnið er að setja ,,ný vökulög". I öðru lagi er þess að geta, að vegna stöðugrar og tímafrekrar baráttu verkalýðsleiðtoga við vinnuveitendur og mis- vitrar ríkisstjórnir, hefur margvislegt innra starf verkalýðshreyf ingarinn- ar setið á hakanum. Þar eru mörg verk óunnin. Verkalýðshreyf ingin er fjárhagslega veikburða, fræðslustarf hennar þarf ÍJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, sími 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu H verfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h .f. Askriftaverð 2000 krónur á mánuði og 100 krónur i lausasöiu ÞETTA VILJUM VIÐ: Skattbyrði létt af al- mennum launþegum Stefnan i skattamálum á að veita efnahagslegt svigrúm til þess að sjá fyrir nauðsynlegum sameiginlegum þörfum fóiksins í landinu og stuðla að skyn- samlegum atvinnuhúskap. Með skattlagningu og öðrum fjár- málalegum aðgerðum riklsins á að stefna að jöfnun tekna og auðlegðar og verður að skoða skattkerfið i samhengi við önnur tæki rikisins til kjara- jöfnunar. Skattkerfið á að nota til þess að beina framleiðslu og neyzlu á þær brautir, sem eru til /j samfélagslegra heilla. Skatlkerfið á að vera einfait i 1 sniðum og auðvelt i fram- kværnd. Skattaeftirlit verður að vera öflugt og óhlutdrægt. Núverandi tekjuskattur er nær hreinn launamannaskattur. t’orri fyrirtækja og einstak- linga, sem stunda atvinnu- rekstur, greiðir lágan eða engan tekjuskatt. Jafnaðarmenn litu löngum á tekjuskattinn sem hentugt tæki til aðstöðujöfnunar i þjóðfélaginu. Reynslan sýnir hins vegar, aðþrátt fyrir endur- teknar atlögur að endurskoðun skattaákvæða, birtist i álagningu tekjuskattsins hið argasta óréttlæti. Flóknar reglur leiða oft til ranglætis og ójafnaðar. Kerfið hefur gengið sér til húðar. t stað þess að verka til jafnaðar, felst i þvi óréttlæti og mismunun milli slétta, launþegum i óhag. Aðrar leiðir cru nú færar til þess að ná þeim markmiðum jafnaðar, sem tekjuskattinum voru áður ætluð. Alþýðuflokkurinn vill þvi að tekjuskattur af öðrum launum en hinum hæstu verði afnuminn, en neyzlu-og veltuskattar komi i hans stað. Alþýðuflokkurinn vill ■ að ekki verði greiddur tekju- skattur til rikisins af öðrum launum, en hinum hæstu. ■ að greint verði á milli atvi nnurekstrar einstak- linga og einka búskapar þeirra. ■ að reglur um afskriftir og vaxtafrádrátt verði endur- sko ðaöar. ■ að hagnaður af sölu eigna umfram peningarýrnun verði skattlagður. ■ að þyngri viðurlög verði við skattsvikum. að komið verði á stað- greiðslukerfi skatta. Alþýðuflokkurinn vill, að hvort hjóna verði sjálfstæður skattþegn. Til þess að jafna tekj'ur mannaog aðstöðu i þjóðfélaginu á að beita tryggingakerfinu, aðgerðum i húsnæðismálum og heilbrigðismálum. Kerfi neysluskatta, tolla og niður- greiðslna á að sniða þannig að álögum sé létt af nauðsynjum heimilanna. Auka ber tekjur af eignasköttum með sannvirðis- mati á stóreignum. Söluskatti á að breyta í virðisaukaskatt til þess að ná virkara eftirliti bg betri skilum. Gegn skattsvikum þarf að snúast með þvi að stór- efla skattaeftirlit og skattalög- reglu og herða viðurlög og með stöðugri endurskoðun á bók- halds- og skattalögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.