Alþýðublaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. apríl 1978 Manneldisfélag íslands stofnad Holl fæða undirstada gódrar heilsu Það þarf að auka skilning íslendinga á, þeirri staðreynd að góð fæða er undirstaða vel- liðunar og góðrar heilsu. i þessu skyni stendur til að stofna Manneldisfé- lag íslands. Stofnfundur verður haldinn i kvöld i stofu 101 Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskóla ís- lands og hefst hann kl. 20. Félagið á að vera vettvangur skoðanaskipta fyrir áhugamenn, veita fræðslu og koma á framfæri upplýsingum um næringargildi og hollustuhætti meðal þeirra, sem vinna að framleiðslu, vinnslu eða framleiðslu matvæla og stuðla að nýtingu innlendra hrá- efna til mannelrlis Magnús A. Árnason afhendir Hrólfi Sigurðssyni styrkinn. Styrkveiting úr minningarsjóði — Mynd ATA Barböru Árnason: hlaut styrkinn — Það er von min að aðrir verði til að stofna slíka sjóði um fleiri list- greinar. Gunnar Gunn- arsson hefur þegar stofnað sjóð og leikarar hafa minningarsjóð Stefaniu Guðmundsdótt- ur, sagði Magnús Á. Árnason, en hann ásamt Vifli syni sinum stofnaði minningarsjóð um Bar- böru Árnason listakonu, árið 1976. Fyrsta styrkveiting úr sjóðnum fór fram þann 19. april s.l., en þann dag hefði Barbara Arnason orðið 67 ára gömul hefði hún lifað. Það var Hrólfur Sigurðsson myndlistarmaður semhlaut styrk- inn að þessu sinni, en nafn hans var dregið úr nöfnum þeirra 20 umsækjenda sem sóttu um styrk- inn. Minningarsjóður Barböru Arnason var sem fyrr segir stofn- aður 1976, en stofnfé var ágóði af yfirlitssýningu á verkum Barböru sem þeir feðgar gengust fyrir. —GEK hafípdrættisár! 100 bílar Hér má sjá einn leiguhjalla Heykjavikurborgar. Um hús þetta, er mun eiga að standa til frambúðar, segir svo i skýrslu Arbæjarsafns um Grjótaþorp, en skýrslan var samin undir stjórn Nönnu Her- mannsson borgarminjavarðar 1976: „Klæðning að utan er mjög illa farin vegna viðhaldsleysis. Gluggar eru flestir fúnir, gerekti horfin og blikk negltyfir karma”... ,,A 2. hæð eru 2 ibúðir, litlar og hvorug góð. ,,Þá kemur og fram i skýrslunni að húsið þarfnast 50—80% endurnýjunar. Er það reynd- ar engin furða þar eð það mun rúmlega 100 áragamalt. — Mynd:ATA Jökull Jakobsson látinn 1 fyrradag lézt Jökull Jakobs- son, leikskáld, i Borgarspitalan- um i Reykj'avik og var bana- mein hans hjartabilun. Jökull var nýkomin utanlands frá, tii þess að fylgjast með æfingum vegna væntanlegs flutnings á nýju leikverki, „Sonur skóarans og dóttir bakarans. Er i ráði að forsýningar á þvi verki verði á Listahátið i sumar. Jökull varð ungur kunnur fyr- ir ritsmiðar sinar, en fyrsta skáldsaga hans, „Tæmdur bik- ar,”kom út, þegar hann var að- eins sautján ára. Enn samdi hann skáldsögurnar „Ormar”, „Fjallið,” „Dyr standa opnar,” og loks „Feiinóta i fimmtu sin- fóniunni”, sem út kom fyrir jól 1976. Eftir Jökul liggur og smá- sagnasafnið „Næturheimsókn.” Þó er Jökull kunnastur fyrir leikritun sina, en frumraun hans á þvi sviði var,,Pókók” (1960) Siðari verk voru „Hart i bak,” (1963) „Sjóleiðin til Bag- dad” (1965) „Sumarið 37” (1968) „Dóminó” ( 1972), „Klukkustrengir” (1973) „Kertalog,” (1975), og loks „Herbergi 213” (1975). Enn hafa verið flutt i sjónvarpi og út- varpi mörg verk eftir Jökul og hann var vinsæll útvarpsmaður um langt skeið. AM skýringar I grein undirritaös er birtist i blaðinu í fyrradag undir fyrirsögninni: Heilsuspillandi leiguhús- næði: ,/Þetta er allt þræló- löglegt" starfsmaður heil- brigöiseftirlits á vett- vangi: i greininni segir svo m.a.: //En þó munu þeir ekki einu sökudólgarnir í þessum efnum/ þar á mestur leigusali hérlend- ur, Reykjavikurborg, einn- ig nokkurn hlut að máli. Reykjavíkurborg hefur á sínum snærum 910 íbúðir, af þeim 111 þeirra er kann- aðar voru af heilbrigðis- fulltrúa reyndust hvorki meira né minna en 64 lé- LADA SPORT í maí ALFA ROMEO í águst FORD FUTURA í október Auk þess parhús í Hafnarfirði og fjöldi annarra glæsilegra vinninga. Lægsti vinningur 25. þúsund kr. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Dregið í 1. flokki 3. maí. legar en 24 hreint og beint slæmar." Matthias Garðarsson heilbrigð- isfulltrúi hafði samband við und- irritaðan þá er greinin hafði birzt i blaðinu og vildi koma á fram- færi viðbótarskýringu við ofan- greinda tilvitnun. Matthias sagði það vissulega rétt sem i greininni hefði staðið, en þvi hefði mátt bæta.við að þær 111 ibúðir er heil- brigðiseftirlitið lét kanna og eru i eigu Reykjavikurborgar voru þær ibúðir er taldar voru i lélegu á- standi. Þannig að segja mætti að af þeim 910 ibúðum er borgin leig- ir út munu 64 hafa verið taldar lé- legar, og 24 hreint og beint slæm- ar. En hér með þessari viðbótar- skýringu heilbrigðisfulltrúa kom- ið á framfæri við lesendur blaðs- ins. J.A. Til frekari Hrólfur Sigurdsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.