Alþýðublaðið - 21.05.1978, Page 3
Sunnudagur 21. maí 1978
3
— Kvikmyndin sem listgrein er
alveg stórkostleg. Aö safna
saman fólki, svo þaB sé ekki bara
hver að pukra i sinu horni. Einn
sér um texta, annar um tónlist, sá
þriðji um myndina, fjórði um
söguþráðinn og svo eru leikar-
arnir. —Það er hópvinnan sem er
mikilvæg. Það er hlægilegt að
hugsa sér t.d. málverk unnið i
hópvinnu, en i kvikmyndinni geta
allir verið skapandi. Sem list-
grein er kvikmyndin mjög hættu-
legt vopn, þá eru listamennirnir
komnir út úr vinnustofunum sin-
um, þeir eru komnir út á götuna
og farnir að ræða saman. Þéir
geta meira að segja farið að hafa
áhrif á gang mála i þjóðfélaginu.
Til þess verða þeir náttúrlega
að koma myndinni i sýningu.
— Já , en það ætti'að ganga bet-
ur um leið og listamennirnir fara
að tala við hvorn annan i staðinn
— Kvikmyndin er fyrst og
fremst sett fram sem iðnaður
vegna þess að það eru svo miklir
peningar i veltu. Kvikmyndir
þurfa samt ekki að vera svona
dýrar, þaðeru bara'svo mörg fyr-
irtæki sem græða á þeim, þess
vegna er talað um þær sem iðnað.
Það er hægt að gera góða mynd,
þó það standi ekki eitthvert fyrir-
tæki á bak við hana. Videoband
krefst t.d. ekki svo mikilla pen-
inga. Það voru aðallega framleið-
endur og dreifendur sem gerðu
þetta að peningaspursmáli.
Ef maður fer aftur á bak i tim-
ann, þegar kvikmyndir eru að
koma upp, þá eru þær fyrst og
fremst listgrein. Það er Holly-
wood sem gerir kvikmyndina að
iðnaði.Alveg eins og Kaninn gerði
t.d. með gömlu málarana, gerði
þá að iðnaði. Þegar ég var I skóla
úti, þá hafði maður það að vinnu
Það var ómissandi fyrir mig sem
listamann eða bara sem þroskað-
ar.einstajding.
Úm hvað vilt þú gera
kvikmyndir?
— Ég vil gera rómantiskar
myndir, ég held að fólk sé alltof
stressað. Það ér eins og róman-
tikin sé orðin eitthvaö andstætt
við raunveruleikann. Ég vil
draga fram nýtt verðmaætamat i
andstöðu við stress — þjóöfélagið.
Ég er voðalega hrifin af þessu
uppkasti að handriti um Alþingi.
Þar eru það maður og kona, þulur
og þula sem segja söguna. Þau
ganga á milli bæja og eru að segja
frá þvi sem hefur gerst. Svo lifa
þau sinulifiogsagan breytist eftir
þvi hvernig þeim liður. I upphafi
þegar þau segja frá kynnum Hall
gerðar og Gunnars, þá eru þau
mjög ástfangin og þetta veröur
þulurinn og þulan sem segja sög
una og stundum gagnrýna þau
eða kætast, en Gunnar og Hall-
gerður eru yfirstéttarfólk, rikt
fólk.
Að h verju á að stefna I islenskri
kvikmyndagerð?
— Fyrst og fremst að einhverri
samheldni og samvinnu. Ég þekki
nú islenska kvikmyndagerð voða-
lega litið, nema gamla og svo
náttúrlega heimildarkvikmynd-
irnar. Menn leggja út i það að
gera myndir, ég reyndi að fá með
mér fólk sem ég vissi að hafði
eitthvað að segja. Það var mjög
mikilvægt fyrir mig og ég held
fleiri lika. Kvikmynd getur ekki
orðið góð, að visu góð tæknilega
séð, nema það sé virkilega sam
vinna við gerð hennar og það er
fágætt. Sjáðu t.d. ameriskar
tæknilega fullkomnar kvik-
myndir. Það er ekkert um þær að
>em fólkið er, þá er hún dauð
geti verið falleg
fyrir að vera alltaf að keppa viö
hvorn annan. I dag er listin alveg
stöðnuð, það eru galleriin sem
ráða þvi hvaða nöfn fara upþ og
hver ekki. I kvikmyndalistinni er
eins farið að, þar hefur eitt nafn
meira að segja en annað. Fyrst
voru það stjörnurnar er höfðu allt
að segja, svo komu leikstjórarnir
og vildu lika láta til sin taka og
þannig koll af kolli. Nú, ef þú vilt
koma þvi til skila sem þú ert aö
segja, þá verðurðu að snúa þér til
dreifingaraðila. En það er mjög
erfitt I dag, þó þú sért með gott
handrit. Dreifingaraðilinn er
tregur, nema þú sért með einhver
fræg nöfn, nöfn sem seljast.
Nú er kvikmyndin iðnaðarvara
og lýtur markaðslögmálunum
eins og aðrar slikar.
að mála fölsk málverk, það voru
allir nemendur I þessu, viss fyrir
mynd, viss stærð, 250$ stykkið svo
kom Kaninn og keypti þetta allt
saman sem evrópska list.
Hvað um vinnu þina við kvik-
myndir á italiu?
— Við gerðum eina langa kvik-
mynd i samvinnu við kommún-
istaflokkinn. Hún var tekin i
herteknum verksmiðjum á ítaliu
og er Hka leikin á köflum. Við
geröum hana i hópvinnu, ræddum
saman og við verkamennina. Það
var alltaf að koma fram eitthvað
nýtt og nýtt svo við vorum sifellt
að breyta einhverju. Þetta var
eiginlega sagan um stéttaskipt-
inguna. Þarna kynntist ég mörgu
fólki, sem ég hefði aldrei kynnst
ef ég hefði setið inni og málaö.
rómantisk saga, en svo kemur
þeirra strit inn I og þá breytir um
svið. Myndin er eiginlega i þrem
köflum, sá fyrsti er rómantlskur,
annar fjallar um lifsbaráttuna og
hörkuna og þriðji kaflinn um
lagalegu hliöina. í hverjum kafla
er lýst einu Alþingi. A fyrsta
þinginu er verið að gifta fólk, það
er drukkið og dansað og vinir hitt-
ast. Það er þyngra yfir næsta
þingi, Gunnar er svo mikil hetja
og andrúmsloftiö er kuldalegt. A
þriðja þinginu er lagalega hliðin
sýnd, það er verið að dæma alla. I
lokin er verið að ráðast á Gunnar
og þulurinn og þulan eru að koma
einhvers staðar að. Þau upplifa
þessa senu þegar Gunnar deyr og
þessar tvær sögur bindast saman.
Það eru fulltrúar lágstéttarinnar
Hér er engin kvikmyndapólitik...
segja nema að annað hvort að
þær séu leiðinlegar eða skemmti-
legar, en aö þær slái þig eitthvað,
hafi eitthvað að segja þér, það er
mjög sjaldgæft.
— Það þarf lika að koma á
kennslu i kvikmyndagerð á
íslandi. Kvikmyndin er tján-
ingarform framtiðarinnar og
höfðar mjög sterkt til yngra fólks.
Hún er lika rétt tjáningsrform,
maðurinn vill ekki hirast einn út i
horni með það sem hann er að
gera, hann er félagsvera. Og það
að geta unnið saman og tjáð sig
um leið, er náttúrulega alveg
stjórkostlegt
— Svo er það mjög áriðandi að
sjá góðar myndir. ísiendingar
hafa slæmt fordæmi hvaö snertir
kvikmyndagerð. Þar er bara i
Fjalakettinum sem eitthvað er af
sæmilegum myndum, myndum
sem hægt er að læra eithvað af .
Hvað finnst þér um islenska kvik-
myndapólitik?
— Kvikmyndapólitik er hér
engin. Menn segja að þeim finnist
að það ætti að koma þessi sjóöur-
inn eða hinn. En það er bara
spurning um það hvernig fólk
vinnur. Þorsteinn Jónsson, hann
fær ekkert að gera, það geta verið
til hundrað þúsund sjóðir fyrir
þvi. Það er absúrd að tala um 30
miljónir i dag sem eiga að koma á
næsta ári. Hvað verða 30 miljónir
þá og hvað kostar að gera kvik
mynd eftir eitt ár?
— Kvikmyndasafnið ætti að
geta séð fólki fyrir almennilegum
myndum á ódýran hátt. Það er
margt hægt aö læra af gömlu
myndunum.
— Róska hefur staðið i stappi
við islenska sjónvarpið um að það
fjármagni helminginn af mynd-
inni um Alþingi á móti Italska
sjónvarpinu. Heldur er landinn
tregur. Það dugir ekki til aö ráða-
menn italska sjónvarpsins sendi
menn til viöræöu við ráðamenn
þess islenska. Það er bara eins og
að berja höfðinu við stein. Eru
Italir sármóðgaöir út i þessa nor-
rænu þumbara og hyggjast ekki
lengur elta ólar við þá. Svo fram-
tiðin ein getur skorið úr um þaö
hvað verður um kvikmynd Rósku
um hið forna Alþingi okkar ís-
lendinga.
Þegar blaðamaður var að tygja
sig til heimverðar bætti Róska við:
— Heyrðu, láttu það fylgja meö
að það sé listin að lifa sem skiptir
máli. Menn eiga ekki að loka sig
inni. Ef listin er ekki nátengd lif-
inu er hún einskis virði.
eru mannréttindi?
því, hvað
visi en aflagaðar valdhöfunum i
hag!
Þó hér sé drepið á fátt eitt,
sýnir það hverjum, sem vill sjá
sjáandi, að við ramman er reip
að draga. Samt hlýtur það að
vera von, eftir þvi sem þjóðirn-
ar raunverulega nálgast I krafti
nútimatækni, brotni smám
saman niöur þeir múrar tor-
tryggni og allskonar hleypi-
dóma, sem fram aö þessu hafa
haldið þjóðunum um of aðskild-
um. Hér er þó ekki aðeins átt við
hinn siðferðilega og trúarlega
grunn. Jafnvel hinn þekkingar-
legi grunnur virðist vera á
margvislegan hátt allur annarr
i einu landi en öðru. Við vitum
um visindalegan grundvöll
Mendels og Lamarcks i erfða-
fræði. En það eru hreint ekki
margir áratugir siðan kenning-
ar Lysenkos i þeim fræðum urðu
viðtekinn og stjórnskipaður
sannleikur i Rússlandi!
Ennþá annað dæmi mætti
nefna, að visindamaðurinn
Blaise Pascal mátti búa við það,
að uppgötvanir hans voru við-
tekinn sannleikur — eins og þær
eru nú um alla heimsbyggðina
— norðan Pyreneafjalla, en
harðbannaðar sem villutrú
sunnan sama fjallgarðs! Og
hver minnist ekki þeirra Brunos
og Galileo Galileis?
En þar sém við bæöi vitum og
viðurkennum, að siðferðilegt
mat er jafn mismunandi og
raun er á, hlýtur þaö að krefja
okkur um að leita leiða, til þess
að finna mannkyninu sameigin-
legan siðferðisgrundvöll, til að
standa á i kröfum um sams-
konar réttindi handa öllum. Að
eölilegu mati ætti þetta að vera
fyrsta skrefið, enda ætti það að
leiða tiltölulega fljótt til sam-
eiginlegs lagagrundvallar.
Vel getur veriö, aö við á
Vesturlöndum verðum að fara
nokkru dýpra en við höfum gert
og berjast fyrir réttindum öðr-
um til handa — á lægra stigi i
bili — en við teljum okkur þurfa
heima hjá okkur. Hér verðum
við að byggja á þróun og hið
eina, sem við eigum úrkosta, er
aö freista að flýta þeirri þróun
eftir öllu megni. Framar öllu
verðum við að sannfæra alla
um, að lýðréttindi, eins og við
metum þau til eftirsóknar, séu
enginn heimskulegur heilaspuni
hins vestræna heims.
Hið fyrsta og þýðingarmesta,
sem fyrir okkur verður I þessum
athugunum er hiö stjórnmála-
lega frelsi — lýðræðið — sem
vissulega er upprunnið i hinum
verstræna heimi. Að öllu athug-
uðu sýnist það vera greiðasta
leiðin, til að auka skilning fólks
á mannréttindum, vegna þess
að það snertir hvern einasta
þjóðfélagsþegn, þó vera megi að
misdjúpt sé fyrst i stað.
Okkur, sem erum alin upp við
frelsi og lýðræði — og finnst ef
til viil, að það sé sjálfgefið —
verður oftast fyrir að túlka það i
aðalatriðum á þann veg, að það
birtist i málfrelsi, funda- og
félagafrelsi, frjálsri fjölmiðlun,
frjálsum kosningum og jafnrétti
fyrir lögum (þessa skrá mætti
auðveldlega lengja að mun) en
við ættum að geta — i bili —
hafizt handa hér.
Þvi miður rekum við okkur vist
fljótlega á þær hömlur, að túlk-
un mismunandi þjóða og þó
einkum valdhafa á hugtakinu
frelsi og lýðræði, er ákaflega
misjöfn.
Við skulum ekki reyna að
blekkja okkur með þvi, að við
höfum ekki raunsannar fregnir
af, að hvenær sem gerð eru
stjórnlagarof, má heita að hin
opinbera túlkun valdamanna sé,
að það sé gert til að efla lýðræð-
ið! í viðbót við það kunna sumir
— ef til vill flestir — að láta i
veöri vaka, að valdarán þeirra
sé framkvæmt, til að vernda
fólkið — viðkomandi þjóð —
fyrir meira og minna óskil-
greindum háska!
Auövitað fylgir hér oftast i
kjölfariö, aö vegna þessa um-
rædda háska þurfi að herða tök-
in i ýmsum efnum — svona rétt i
bili — unz stjórnvöldin hafi náð
algerum tökum á óvinunum!
Þráttfyrir efalausan (?) vilja
þeirra þar til, vill það oftast
dragast furðu lengi, að þau telji
sig búna I stakk til að auka
frelsið á ný!
Rétt á meðan þykir svo þurfa,
að nota timann til að snúast hart
gegn óvininum. Til þess eru
margar leiðir. Ein og ef til vill
einfaldasta leiðin er auövitað að
má þá og alla þeirra liklegu
fylgjendur hreinlega út af yfir-
borði jarðar með fjöldamorö-
um. Ahrifamikið er einnig, að
hneppa þá i vinnuþrælkun viö
kjör, sem likleg eru til að brjóta
manndóminn niöur á skömmum
tima. Nú ef um þekkt fólk er aö
ræöa, t.d. utanlands, má stinga
þeim inn á geðveikrahæli, eöa
reka þá úr landi. Suma, sem
ekki þykir heppilegt að með-
höndla á áður talinn hátt, má
beita ýmsum tiltækum harö-
ræðum, sundra fjölskyldum
þeirra, svona i þeim góða (?)
tilgangi, að börnunum sé foröað
frá aö feta i slóð foreldranna !
Hér er vissulega um auðugan
garð að gresja, ef hugkvæmnin
er nóg!
Þessi örstutta lýsing á á-
standinu i f jölda af löndum ver-
aldar mætti benda okkur á að
hugleiða i fullri alvöru, hvort
okkur hafi ekki sézt yfir i áróðri
okkar og baráttu fyrir mann-
réttindum, að höfða til rótgróins
hugsunarháttar og raunar ekki
siður trúarskoðana þess fólks,
sem við eigum orðastað við.
Erum við ekki — ef til vill — of
bakkabundin við okkar skilning
á mannréttindamálunum, svo
tal okkar fari meira og minna
fyrir ofan garð og neðan hjá við-
mælendum?
Þegar viö fordæmum þá
ógnaröld, sem nú rikir i
Kambodiu, þurfum við ekki
endilega að höfða til vestrænna
viðhorfa.
Við skulum muna, að
Kambodiumenn eru Buddhatúr-
ar. Og einmitt eitt æðsta boðorð
þeirrar trúar er, að bera virð-
ingu fyrir öllu lifandi lifi — rót-
gróna virðingu.
Sé sögunni vikið til Kina,
vegna hinna margháttuðu til-
rauna ýmissa Maóista, til þess
aö uppræta tilteknar stéttir úr
þjóðfélaginu, eða sundra fjöl-
skyldum, mættum við muna, að
við þurfum ekki að hlusta á né
andæfa þeim skilningi i Maó-
ismanum, að við séum að pre-
dika eitthvert vestrænt, borgar-
alegt siðferði. Framferði hinna
harðvitugustu Maóista er nefni-
lega algert brot á árþúsunda
siöfræði og erfðakenningum
þjóðarinnar, sem leggja megin-
áherzlu á að stjórnvöldum beri
að vera mannleg, og að traust
samband barna og foreldra sé
æðsta undirstaða mannlegrar
hamingju.
Og þaö er alger óþarfi fyrir
okkur, ef við viljum deila á alls-
konar grimmdarverk, sem tiðk-
ast meöal stjórnvalda hjá
áhangendum Múhammeds, að
höfða til gyðinglegra eða
kristinna erfðakenninga.
Við þurfum ekki annað en
minna á siðfræði Kóransins
ajálfs.
Minnumst þess, að á hverjum
morgni er fólk kallað til bæna
frá mjóturnum að boði spá-
mannsins.
Þaðan er lögð áherzla á, aö
hinn allsvaldandi Drottinn beri
i brjósti ótæmandi miskunnsemi
til allra sanntrúaðra og sönn
þjónusta við hann sé fyrst og
fremst i þvi fólgin, að menn
ástundi góövild og miskunnsemi
hver við annan!
Þessi þrjú dæmi ættu að
nægja til að sýna okkur, aö það
er alls ekki sama, hvernig hlut-
irnir eru túlkaðir.
Ef við ætlum að ná árangri i
baráttu fyrir mannréttindum,
verðum við að tala við hverja
þjóö á þeirri bylgjulengd, sem
hún skilur.
Þegar allt kemur til alls er
grundvallarmunur á siðfræði
þjóðanna ekki eins mikill og i
fljótu bragði mætti virðast, né
heldur trúarskoöana og erfi-
kenninga.
Munurinn er fyrst og fremst
fólginn i misjafnri túlkun og
framferði valdhafa. Til litils er
að áminna þá — marga hverja
— en ef við náum sambandi við
hin rótgrónu viðhorf i þjóðarsál-
inni, kann leiðin aö veröa
skemmri og auðfarnari en
margan mætti óra fyrir.
Þýtt og endursagt.
O.S.