Alþýðublaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 5
4 Föstudagur 26. maí 1978. Föstudagur 26. maí 1978. 5 alþyðu- Útgefandi: Alþýftuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurösson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, slmi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mán- uöi og 100 krónur i lausasölu. Eftirlit með kjósendum Kosningastjórn Alþýðuf lokksins i Reykjavík hefur ákveðið, að hætta skráningu kjósenda í kjördeildum. Um áraraðir hafa stjórnmálaflokk- arnir allir merkt við á skrám hvern einstakan kjós- anda, sem greitt hefur atkvæði kosningum. Hver flokkur merkir sér þá kjósendur, sem hann telur ,,örugga" og einnig er merkt við kjósendur annarra flokka, ef vitneskja er fyrir hendi. Eftir þessu er svo f arið, ef kjósendur skila sér ekki á kjörstað. Á þennan hátt hef ur orðið til verulegt safn upp- lýsinga um stjórnmálaskoðanir þúsunda manna. Mest er um þetta i Reykjavík, en mun minna úti á landi. Forystumenn flokksins í Reykjavík telja, að þessi upplýsingasöfnun gangi fullnærri frelsi ein- staklingsins og hafa af þeim sökum ákveðið, að fella það niður. Lióst er, að upplýsingasöfnun stjórnmálaflokk- anna um skoðanir kjósenda getur gengið út í öfgar. Nú fyrir borgarstjórnarkosningar hefur Sjálf- stæðisf lokkurinn t.d. gengið mjög hart f ram í þessu máli. Hann hef ur leitað upplýsinga á vinnustöðum, haft samband við trúnaðarmenn og látið þá skrá líklega og örugga kjósendur. í fyrirtækjum þar sem Sjálf stæðismenn f ara með stjórn getur þetta eftirlit haft þvingandi áhrif á starfsmenn. Sama má segja um ýmis fyrirtæki Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og kaupfélaga, sem lúta stjórn Framsóknarmanna. Margt starfsfólk þar, sem ekki er flokksbundið í Framsóknarflokknum, eða hef ur lýst yf ir stuðningi við hann, getur haft af því óþægindi, að greina frá öndverðum skoðunum. —Með þessum dæmum er þó ekki verið að gera þvi skóna, að þvingun sé viljandi beitt, heldur í hvaða farveg þetta eftirlit getur farið. Lífríki Elliðaánna Eitt af kosningamálum borgarstjórnarkosning- anna er verndum Elliðaánna og Elliðaársvæðisins. Þetta er mikilvægara mál en margan grunar, en borgarstjórnarmeirihlutinn stefnir nú beinlínis að því, að eyðileggja lífríki Elliðaánna, m.a. með gerð smábátahafnar við osa hennar. Þessari höfn hafði verið ætlaður staður í Eiðsvík, þar sem aðstaða er mun betri en í Elliðavogi. Fyrir fjórum árum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur áætlun um umhverfi og útivist, þar sem fullkomin smábátahöfn er teiknuð í Eiðsvík. Eigendur skemmtibáta í Reykjavik gerðu sjálfum sér og öllum Reykvíkingum mikinn greiða með þvi að endurskoða afstöðu sína til hafnarinnar og fall- ast á að hún verði gerð í Eiðsvík. Eini munurinn er um 10 mínútna lengri akstur, en á móti kemur góð framtiðar-aðstaða, sem ekki er fyrir hendi í Elliða- vogi. Niðurstöður nýrra rannsókna, sem birtar hafa verið við háskólann í Lundi í Svíþjóð, staðfesta, að bæði gróðri og dýralif i á sjávarbotni og dýralíf i í sjó er mikil hætta búin af skemmtibátum. Ástæðan er sú, að f arið er að nota ný ef ni í bátana og nýjar teg- undir af málningu, sem eru mjög eitraðar, þegar þær leysast upp. Þá fylgir bátunum mengun frá olíu og benzíni. Reynist ekki unnt, aðná samkomulagi við eigend- ur smábáta og borgaryfirvöld um nýjan stað fyrir höfnina, verða Reykvikingar, sem unna náttúru og lifriki á borgarsvæðinu, að taka höndum saman og stöðva fyrirhugðaðar framkvæmdir. Samninga- leiðin er betri. —ÁG— Rætt við Ove Fich, aðalritara IUSY Hanne Lagefoged og Ove Fich Ove Fich, aðalritari Al- þjóðsambands ungra jafnaöarmanna, er í heim- sókn hér á landi ásamt konu sinni, Hanne Lade- foged. Samband ungra jafnaðarmanna skipulegg- ur dvöl Ove hér á landi, og hefur hann þegar átt við- ræður við forystumenn Al- þýðuf lokksins og ung- hreyfingarinnar. Alþjóðasambandið hefur aðsetur í Vínarborg, en skrifstofur þess voru flutt- ar þangað frá Kaup- mannahöfn 1954. Ákvörð- unin um breytingu var tek- in af sögulegum ástæðum og landfræðilegum. óvíöa í heiminum hefur hreyfing jafnaðarmanna verið jafn sterk og í Austurríki, og barátta jafnaðarmanna gegn nazistum í dögun heimstyrjaldarinnar síðari öllum kunn. Á skrifstofunni i Vínar- borg eru f jórir starfsmenn i fullu starfi og einn í hálfu. Þetta fólk er af ýmsum þjóðernum, talar og skrifar fjölmörg tungu- mál. Skrifstofan er í tengslum við hreyfingar ungra jafnaðarmanna um heim allan og um þriðj- ungur starfstímans fer í öflun og miðlun upplýs- inga, i bréfaskriftir og heimsóknir til tuga landa. Jafnaðarmenn í Suður- Ameríku. I viötali viö Alþýöublaöiö sagöi Ove Fich, aö ungir jafnaöarmenn heföu nú mikil áhrif i baráttunni gegn herforingja- og einræöis- stjórnum Suöur-Ameriku. Al- þjóöasambandiö liti á þaö, sem eitt af sinum helztu verkefnum, SUÐUR-AMERIKA MIKILVÆGASTI VETTVANGURINN í STARFI ALÞJÓÐA- SAMBANDS UNGRA JAFNAÐARMANNA aö skipuleggja og efla starf þeirra. bannig væri til dæmis i undirbúningi ráðstefna ungra jafnaöarmanna i Costa Rica i júni næstkomandi, en þangaö kæmu fulltrúar ungra jafnaöarmanna frá öllum rikjum Suður-Ameriku. — Þaö væri mikilvægt, að i þess- um rikjum yröi það stefna lýö- ræöis-sósialista, sem yrði ofan á. Ove sagöi, að Alþjóðasamband- iö hefði einnig góð samskipti viö hreyfingar ungra jafnaöarmanna i Afriku og Asiu, og þau þyrfti að efla. Fjármagn væri hins vegar takmarkaö og setti það frekara starfi nokkrar skorður. Undir jafnaðarmenn og kommmúnistar. Þá var Ove spuröur hvernig háttaö væri samstarfi ungliöa kommúnistaflokka i Austur- Evrópu. Hann sagöi, aö Alþjóöa- samband jafnaöarmanna heföi nokkurt samband við þá. Það byggðist þó aöallega á sameigin- legum áhugamálum, þ.e. afvopn- unarmálum og slökun spennu á milli austurs og vesturs. Hann minnti á, að i janúar heföi verið haidin ráöstefna i Búdapest i Ungverjalandi, þar sem komiö heföu saman ungir jafnaöar- menn, kommúnistar og ihalds- menn frá ýmsum löndum. Þar hefði veriö rætt um fyrrnefnda tvo málaflokka, mikiö unniö og ráðstefnan verið hin gagnlegasta. Þá sagði Ove, að samvinna Al- þjóöasambandsins og italskra ungkommúnista væri góö. Sama væri að segja um spænska ung- kommúnista og sambandiö, en hins vegar væru litil tengsl viö franska ungkommúnista, þeir væru ráövilltir, vissu ekki i hvaöa átt þeir ættu að halda. Ove sagði, að talsverð sam- vinna væri á milli Alþjóðasam- bandsins og ungra kommúnista i Júgóslaviu og Ungverjalandi. Evrópukommúnisminn og Alþjóðasambandið. Ove tók fram, að á sama hátt og ungir jafnaðarmenn og kommún- istar i Austur-Evrópu heföu það sameiginlega áhugamál, aö stefna að afvopnun og slökun, þá væri þaö sameiginlegt ungum jafnaðarmönnum og kommúnist- um i Vestur-Evrópu, að berjast gegn alvarlegu atvinnuleysi ungs fólks. Þetta væri mikilvægt mál, enda stefndi atvinnuleysið lýö- ræðisþjóöfélögum í Vestur- Evrópu i verulega hættu. At- vinnulausir menntamann gengju á mála hjá öfgasamtökum til vinstri og hægri og vildu breyta þjóöfélaginu með blóöugri bylt- ingu. Þetta heföi meðal annars sannast á Italiu. Þá væri atvinnu- leysið ekki siður efnahagslegt vandamál. Fjárfesting i menntun væri gifurleg og hverju þjóðfélagi dýrt, aö nýta ekki velmenntaöa starfskrafta. Um nánara samstarf Evrópu- kommúnista og jafnaðarmanna og kommúnista yfirleitt sagöi Ove, að i sinu heimalandi, Dan- mörku, væri enginn grundvöllur fyrir samstarfi. Kommúnista- flokkurinn þar væri i nánum tengslum viö Moskvuvaldiö, þaö væru harölinu-kommar, sem eng- inn gæti átt samstarf við. — Nán- ara samstarf jafnaöarmanna og svonefndra Evrópu-kommúnista kæmi vissulega til greina á til- teknum sviöum, þar sem áhuga- mál færu saman. Hins vegar væri erfitt að átta sig á þvi hver væri hin raunverulega stefna Evrópu- kommúnista, til vinstri eða hægri. Til dæmis væru spænskir Evrópukommúnistar komnir til hægri viö jafnaöarmenn i fjölda mála. Þessa hreyfingu, sem kölluð hefur veriö Evrópukommúnismi, yrði aö taka meö varúö, og menn mættu ekki gleyma þvi, að þaö væri eitt af verkefnum jafnaöar- manna aö berjast gegn kommún- isma, jafnt og kapitalisma. Enn um Suður-Ameríku. Ove vék aftur að Suöur- Ameriku og starfi jafnaöar- manna þar. Hann sagði, aö jafnaðarmenn værusterkasti póli- tiski hópurinn meöal ungra manna þar um slóöir. Nú væri nauösynlegt, aö mynda samband ungra jafnaðarmanna i Suöur- Ameriku, svo að þessir hópar gætu náð að starfa saman og hlytu viöurkenningu hvors ann- ars. Aðstoðarmaður Ove hefur verið á feröalagi um Suður-Ameriku i hálfan annan mánuö til aö stuöla að þessari samvinnu. Þetta yrði aö vera mótleikur gegn þeirri til- raun einræöisherra og herfor- ingjastjórna, að koma á nánara sambandi þessara rikja, sem byggðu á ógnarstjórn og áþján i- búanna. Ove sagöi, að Alþjóðasamband jafnaðarmanna heföi lagt mikiö af mörkum til að beita pólitiskum þrýstingi gegn einræöisherrun- um. Þannig hefði þaö hvað eftir annað fengiö ráöamenn i löndum, þar sem stjórnir jafnaðarmanna eru viö völd, til að hafa bein og óbein afskipti af ólýöræðislegum og ómanneskjulegum aöferöum einræðisstjórnanna. Þessi af- skipti hefðu mikil áhrif haft. Afram yrði haldið á sömu braut. önnur mál Alþjóðasam- bandsins. Alþjóöasamband ungra jafnaðarmanna hefur að undan- förnu safnaö upplýsingum um vopnasölu i heiminum. Með þess- um upplýsingum hyggst sam- bandið sanna hvernig rekstri striðsmaskinunnar undir stjórn auömagnsins, er stjórnað. Ove sagði, að það væru einmitt vopna- salarnir, sem mestar hörmungar leiddu yfir fátækustu og frum- stæöustu þjóöir veraldar. Starf- semi þeirra yrði að stöðva. Þá hefur Alþjóðasambandiö beitt sér fyrir þvi, að vekja at- hygli á ástandinu i smárikjum, sem ekki kæmust oft á forsiður heimsblaðanna. Nefndi hann i þvi sambandi Gineu og Equador, þar sem kúgun væri liklega beitt af meira miskunnarleysi heldur en I nokkrum öðrum rfkjum veraldar. Að ráöa bót á atvinnuleysi meö- al ungs fólks i Suður-Evrópu og fleiri löndum væri einnig mikil- vægt verkefni. Jafnaðarmenn eiga frum- kvæðið. Ove sagöi, aö jafnaðarmenn heföu þá stööu á pólitiska sviðinu, aö geta efnt til ráðstefna og funda, sem önnur póiitisk öfl gætu ekki. Nefndi hann i þvi sambandi ráöstefnur, sem jafnaðarmenn hafa boðað til ungt fólk úr fiokk- um tilhægri og vinstri. Þeir heföu verið milliliöur i umræöum þess- ara hópa og náð góöum árangri. .■v.'Xisi; Viii m ..Í’OÍJÞV, Ltívin;. /Jfijjiv.; IrÍHÍS; i y.i.'px- íilvíi.vlí! íí#1 jteýí- ISg ívT-'Wr prií'Ui rí.'l'nHr lifg: ÍÚ 1 uu st! í Kína er séð fyrir frumþörfum mannsins „Gieymiö ekki aö Kina er þróunarland. Landbiínaöur okkar og verksmiöjur þarfnast vélvæö- ingar og endurbóta.Flutninga- kerfið er gamalt og ófullkomið. Húsnæöismálin eru ekki i nógu góðu ástandi. Menntakerfið verð- ur að lagfæra. Við eigum fyrir höndum ógrynni óleystra verk- efna tii að gera Kina aö nútima iðnaöarrflíi á borð við Vestur- lönd”. Eitthvað áþessa leið, hljóöar það sem okkur er sagt hvar sem við komum i Kina. Þegar gestir koma i fyrirtæki, sjúkrahús, skóla, i bæjarskriístofur eöa al- þýðukommúnu, þá safnast menn saman, drekka blómate og reykja kínverskar sigarettur. Svo tekur til máls gestgjafinn, sem venju- Kinversk „Kröfluvirkjun”: A þessu ári tók til starfa fyrsta gufuafls virkjun Kina. Hún er I Tibet. lega er formaður eða varafor- maður byltingarráösins, og býöur gesti velkomna. Hún eöa hann lýsir þvi sem fyr- ir augu ber og einu sinni eða oftar er minnt á þaö aö Kina sé þróun arland. Að ekki sé vélrænt hægt að líkja Kína viö Norðurlönd. Að ekki megi gleyma forsendu sam- anburöar, þ.e. ástandinu i Kina fyrir 25-30 árum. Það er mikilvægt að muna þetta. I okkar heimshluta heyrum við mikið um Kina, en aðeins um mjög takmarkaöan hluta þjóð- félagsins og viöburða þar. Viö heyrum um menningarbylting- una, féiagsiegar tilraunir, fram- leiöslutakmörk og pólitiska ein- ingu og félagsskap. Þess vegna gleymum viö auö- veldlega að þetta merkilega land er fátækt þróunarland. Lifiö i Kina er langt frá þvi að vera ein- tómar pólitiskar umræður og mennin garbyltingar. Lifið byggist fyrst og fremst upp á vinnu og aftur vinnu. Kinverjar vinna sex daga á viku, átta tíma á dag. Sjöundi dagurinn, fridagurinn, þarf ekki endilega aö vera sunnudagur. Hann getur veriö hvaða \ikudag- ur sem er. Flestar verksmiöjur, verkstæöi og búöireru i gangi alla sjö daga vikunnar. En skólar eru lokaöir á sunnudögum og þess vegna er reynt að láta foreldra skólábarna eiga fri einnig á sunnudögum. Sumarfri i okkar skilningi eru ekki til i Ki’na. Hins vegar tekur fólk sér fri nokkra daga i kring um áramótin i tilefni vorhátiða- haldanna, sem eru mikil fjöl- skylduhátiö. Þess utan hafa lang- flestir fri 1. mai og 1. október (þjóðhátiðardagur Klna), en það eru einu föstu fridagar ársins ut- an viö hina vikulegu. Flestir vinna hörðum höndum og leggja mikið á sig. t mörgum sveitum eru hendur og og hakar mikilvægustu verkfærin. Fjöllin eru brotin niöur i akra rfteö fá- brotnum verkfærum, plógar eru dregnir af uxum, ris er sáö meö handafli og skoriö er upp heö hnifum. Mikill krafturer iöllu vinnandi fólki. Fólkiö ber„ ýtir og dregur. Litlar kerrur á tveimur hjólum meðmikil og há hlöss: einn mað- ur sem dregur og annar sem ýtir — þetta er klassisk götumynd frá Kina. Meðbambusstöngyfir herða rnar og körfur og fötur hangandi niöur úr höndum hennar, bera menn áburð, mat o.fl. sem þarf aö flytja á milli staða. Bústaðir Kinverja eru , miöaö við okkar hús, ekki góðir. tbúðir erulitlar, ca 5 fermetrar á mann I Peking. Þær eru óeinangraöar og venjulega með steingólfi. Upphit- unin kemur frá kolakyntum ofni mitt á gólf i. Strompurinn er járn- pipa upp úr loftinu. Húsgögn eru einföld i sniöum. I stærsta her berginu er stórt rúm handa for- eldrunum, borö og nokkrir stólar. Ef til vill tveir hægindastólar.Ef til vill tveir hægindastólar úr bambus og skápur meö útvarpi og bókum eftir Maó. t öörum herbergjum er yfirleitt ekki rúm fyrir meira en fleti þar sem börnin sofa. Sumir deila eld húsi meö nágrönnunum, aörir hafa eigið eldhús. 1 eldhúsinu er stundum rennandi vatn, stundum er vatnskrani úti i garði. „Fjórar stóreignir” Kinverja eru: reiðhjól, saumavél, arm- bandsúr og útvarp. Þesir hlutir eru ekki til á öllum heimilum, en hjá mörgum þó. Fimmta „stór eignin er sjónvarp, en ekki margar fjölskyldur eiga einka- sjónvarp. Hinsvegar er algengt aö ibúar við götu eöa hverfi eigi þróunarlöndum. Sjálfsagt er misjafn mæli- kvarði á lifistööulinn i Kina, en þetta var þversniöið af þvi sem ég sá. Vissulega er Kina þróunarland. Þar eru nefnilega hlutir sem eru ööruvisi en menn eiga aö venjast i þróunarlöndum. Umhyggjan fyrir ungdómnum er dæmi um slikt. Kinverjar virö- ast leggja sérstaka rækt viö upp- byggingu dagvistar stofnana og barnaheimila. Þegar viö komum i heimsókn á barnaheimili, þá mættu okkur skarar af glöðum, frjálsum og eölilegum börnum. Hvort sem mönnum likar betur eða verr, þá veröa gestir yfir sig hrifnir— og hissa. Menntakerfiö —Kinverjar segja sjáifir, að 95% allra barna gangi i skóla i 5 ár. Langflestir hafa góða möguleika á þvi aö halda áfram i 3 ár i viðbót. Menntakerf.iö er lélegt — á okkar mælikvaröa —, en gerir vissulega sitt gagn i Kina. Heilbriðiskerfiö-Hér má finna sjúkrahús, sjúkraskýli og ber- fætta lækna jafnvel i afskekkt- ustu sveitakommúnum. Enginn sveltur. Aðeins þarf aö lita i kring um sig til aö sannfær- ast um þaö. Kinverjar viröast ó- venjulega heilbrigt fólk. Þeir eru ekki of feitir og ekki of magrir. Húö þeirra, hár og tennur bera vitni heilbrigðs lifs. Þar er ekkert atvinnuleysi. Réttur til vinnu er grundvalla- réttur og ekki skortir verkefnin, þannig aö allir hafa nóg aö starfa. Enginn betlari er sjáanlegur og enginn lifir af þvi að selja hluti eða ónauðsynlega þjónustu. Hiö opinbera samgöngukerfi er gott. Strætisvagnar borganna viröast gamlir og alltaf fullir af fólki, en þeir aka þétt og oft. t Peking er verið að byggja geysi- fullkomiö neðanjaröarjárn- brautarkerfi. Ot um allt landiö er þétt járnbrautarnet. Já, meira að segja sorphreins- unin fer fram eftir mjög ná- kvæmu og ákveönu kerfi. A kvöldin fara um menn meö kerr- ur. Þeir hringja klukkum og fólk kemur út meö rusl dagsins. Göt urnar eru enda hreinar. Þar finnst ekkert rusl, ekki snifsi af pappir eða glerbrot. Kina er á mörgum sviðum van- þróaö land. En vanþróunin nær fyrst og fremst til hinnar tækni legu hliðar, ekki hinnar mannleg Og litil efni fóiksins eru ekki byri ar. Vel er séö fyrir frumþörfun um: mat, klæöum, húsnæö læknishjálp, menntun og atvinnu (Endursögð grein e. Els Elbæk/Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.