Alþýðublaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 9
sst Laugardagur 27. maí 1978.
9
Oánægja með Igörfund í Gautaborg
kosmngavíxla
stjórnarinnar er hafin.
Félagsmálaráðherra hef-
ur látið frá sér fara frétt
þar sem hann greinir frá
því, að í bréfi sem hann
sendi Húsnæðismála-
stjórn 19. maí hafi hann
æskt þess að lán til kaupa
á eldri íbúðum yrðu
hækkuð úr einni rnillj
ón í 1.8 milljónir.
Þessu hafa málgögn rík-
isstjórnarinnar slegið upp
og getið þess þannig að nú
væri ákveðiðaðlánin yrðu
hækkuð. Hins vegar er
ekkert um það getið að
fjármagni, til þess að
standa straum af óhjá-
kvæmilegum kostnaði við
hækkunina, gleymdi ráð-
herrann alveg aðgera ráð
fyrir.
Alþýöublaöið ræddi i gær við
Jón H. Guðmundsson, sem sæti
á i Húsnæðismálastjórn um
þetta mál.
„Bréf ráðherra er ekkert ann-
að en frómar óskir hans”, sagði
Jón. „Engin fjárveiting er fyrir
hendi til að unnt sé að hækka
lánin sem þessu nemi. Hús-
næðismálastjórn ákvað i mars-
mánuði að hækka þessi lán úr
600 þús. i 1 milljón króna. A
þessu ári er gert ráð fyrir að
heildarfjárhæðin sem varið
verður til umræddra lána nemi
720 milljónum króna. Það er
þegar ljóst að þessi fjárhæð
mun vart hrökkva þrátt fyrir að
hámark lánanna sé miðað við 1
milljón og þvi hreint út sagt ó-
raunhæft að tala um 1.8 milljón-
ir, — nema til komi sérstök fjár-
veiting. Ég fæ þvi ekki annað
séð en hér sé um að ræða póli-
tizka blekkingu til þess gerða að
slá ryki i augum almennings
fyrir kosningarnar.”
Jón gat þess einnig aö hið um-
rædda 1 milljón krónu hámark
ætti einungis við um f jölskyldur
með börn og sem ekki hefðu átt
eigið húsnæði áður.
Jón sagði að frá þvi að reglur
um lán til kaupa á eldri ibúðum
hefðu verið sett i tið félagsmála-
ráðherra Alþýðuflokksins hefði
verðbólgan sifellt rýrt lán þessi.
1 upphafi var miðað við að þau
næmu um helming af lánum til
byggingar nýrra ibúða. Nú er
svo komið, þrátt fyrir að há-
markið hafi verið fært i 1. mill-
jón, að þau nema ekki 30% af
lánum til nýrra ibúðabygginga.
Þaö væri þvi góðra gjalda
vert að hækka lánahámarkið, —
en tilgangslaust er að tala um
slikt nema sérstök fjárveiting
kflmi til. Vildi Jón sérstaklega
vara fólk við að ana út i kaup á
ibúðum á þeirri forsendu að lán-
in hefðu þegar verið hækkuð i
1.8 milljónir, — þvi væri alls
ekki til að dreifa.
1 annan stað kvaðst hann
fagna þvi mjög að nú virtist sem
stjórnvöld væru að vakna til vit-
undar um að það gæti verið
þjóðhagslega hagkvæmt að
halda úti lánastarfsemi til end-
urbóta á eldra húsnæði. Hingað
til hafa þessi lán verið takmörk-
uð við aldraða og öryrkja, en i
bréfi ráðuneytisins er farið
fram á að hugað verði að hvort
ekki muni þykja æskilegt að
rýmka þess ákvæði. „Ég er búin
að hamra á þessu i mörg ár og
þykir mér gleðilegt að sjá að
menn eru nú loks að taka við sér
hvað þetta varðar”.
Alþýðublaðinu hefur
borist eftirfarandi bréf
frá íslendingi i Gauta-
borg, Sviþjóð.
,,Hér i borg eru bú-
settir á annað þúsund is-
lendingar að þvi að sagt
er og hér var kosið á
ræðismannsskrifstof-
unni i miðbænum. Allur
þorri vinnandi fólks gat
ekki kosið vegna þess að
aðeins var opið til klukk-
an 4 á daginn en þá var
fólk enn i vinnu. Ekki
var kjörstaður opinn eitt
einasta kvöld i allri vik-
unni.
En gamanið er rétt að byrja.
Eins og allir Islendingar biðum
við með að greiða atkvæði þar til
á siðustu stundu og þegar á skrif-
stofuna var komið beið þar mikill
fjöldi fólks. Hvers vegna? Vegna
þess, að það tekur 15 minútur fyr-
ir hvern einstakling að greiða at-
kvæði, vegna fáránlegs skipulags
atkvæðaseðilsins. En á hann þarf
að skrifa nafn og heimilisfang
viðkomandi fjórum sinnum og
tekur þetta sinn tima. Margir
urðu óþolinmóðir og nenntu ekki
að biða og fóru.
Við komum klukkan rúmlega
tvö og var biðin löng og leiðin-
leg þar til að einhver gaur kom
fram og tilkynnti að vegna skorts
á atkvæðaseðlum yrði að tak-
marka fjölda þeirra sem fengju
að kjósa!! Og hverjir fengu að
kjósa? Þeir sem búa lengst frá
miðbænum og sem búa þar af
leiðandi i „finni” hverfum og
kjósa ihaldið. Þeim var visað inn
fram yfir námsmenn og aöra
„vanliga arbetare” sem hefðu
kosið A eða G. Jú þarna biðu 8 at-
kvæði A-listans úti, sem voru á
leið til Kaupmannahafnar og gátu
ekki tekiö þátt i kosningunni. Jú,
við fáum nokkra seðla senda frá
Malmö og Stokkhólmi á morgum,
var okkur sagt, og þá höfum við
opið frá klukkan 10—11 um morg-
uninn.”
Alþýðublaðið hafði samband
við Benedikt Asgeirsson i utan-
rikisráðuneytinu og spurði hann
hvort settar hefðu verið einhverj-
ar ákveðnarreglur um hve kjör-
fundir hjá ræðismönnum erlendis
ættu að standa lengi. Sagði Bene-
dikt að fyrir 1974 hefði það fyrir-
komulag gilt varðandi utankjör-
fundakosningar hjá ræðismönn-
um, að þær gátu einungis farið
fram hjá islenzkumælandi ræðis-
mönnum. Með lögum sem sett
voru árið 1974, var þetta ákvæði
fellt úr gildi og nú er það utanrik-
isráðuneytið sem ákveður hvort
atkvæðagreiðsla fer fram hjá við-
komandi ræðismanni eða ekki.
Sagði Benedikt að i greinagerð
sem fylgdi lögunum væri sérstak-
lega tekið fram að þar sem ræðis-
mennirnir væru ólaunaðir starfs-
menn væri ekki hægt að skylda þá
til að hafa alltaf opið. „Það má
varpa fram þeirri spurningu”,
sagði Benedikt, ,,hvort að við-
komandi aðilar hafi reynt að
semja um það fyrirfram við ræð-
ismanninn að fá að kjósa á öðrum
timum.”
Þá sagði Benedikt að sér væri
ekki kunnugtum að atkvæöaseðla
hefði vantað i Gautaborg. Hann
sagði aftur á móti að oft væri erf-
itt að meta það hversu marga at-
kvæðaseðla þyrfti að senda á
hvern kjörstað vegna þess að oft
væri óljóst hve margir þeirra Is-
lendinga sem búsettir væru á við-
komandi stað væru á kjörskrá hér
heima og hefðu rétt til að kjósa.
—GEK
Innistæðulaus kosningaávísun félagsmálaráðherra:
Hækkun á lánum til kaupa á
eldra húsnæði ekki fram-
kvæmanlegt án tiárveitingar
Utgáfa innistæðulausra
ríkis-
Kosningastjórn fl-listans í Reykjavík hefur ákveðið að fella niður hefðbundið eftirlit í kjördeildum með þvi
hverjir kjósa og hverjir ekki. Að öðru leyti leggjum við áherzlu á að veita kjósendum A-listans alla þá
þjónustu varðandi kosningarnar, sem i okkar valdi stendur.
Nú er það Alþýðuflokkurinn! A-listinn í Reykjavík