Alþýðublaðið - 27.05.1978, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 27.05.1978, Qupperneq 12
Sveinn Ingason Jónatan Eirksson Cr Kerskála „flllir eru að tala um að kratar muni bæta við i komandi kosningum á kostnaB stjórnarflokkanna og Samtak- anna,” sagöi Jónatan Eiriksson starfsmaöur á Fartækjaverk- stæöi. Sagöist Jónatan telja að miöað við fyrra fylgi muni Al- þýöuflokkurinn bæta hlutfalls- lega mestu fylgi við sig i kosn- ingunum”.. en hræddur er ég um aö Framsóknarflokkurinn muni ekki tapa jafn miklu fylgi og hann á skilið að minu mati,” sagði Jónatan. Hann kvaðst ef- ins um að Karvel Pálmason næði kjöri i óháðu framboði á Vestfjörðum og Fylkingin taldi hann að fengi um 200 atkvæði i Reykjavik við Alþingiskosning- arnar. Sveinn Ingason starfsmaöur á Fartækjaverkstæði býst ekki við miklum breytingum i kom- andi kosningum. ,,! Alþingis- kosningunum verður helzta breytingin sú að Alþýðuflokkur- inn mun auka við fylgi sitt á kostnað Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks og nýju kjósend- urnir munu sennilega streyma til Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags frekar en stjórnar- flokkanna. Ég hef ekki trú á að Samtök frjálslyndra nái manni inn i Alþingiskosningunum, en hvort Karvel Pálmasyni tekst að komast á þing i óháðu fram- boði á Vestfjöröum treysti ég mér ekki til að spá um. Kjara- skerðingarlög rikisstjórnarinnar munu reyta eitthvert fylgi af stjórnarflokkunum, en bráða- birgöalögin eru náttúrlega þrauthugsaö áróðursbragð til að vega þar upp á móti.” Gottskálk Guðjónsson Meirihluti íhaldsins ekki í hættu Siðastan hittum við að máli Jakob R. Möller á skrifstofu ál- félagsins, en hann er vinnu- málafulltrúi á staðnum. Hann sagöi: §tjórnarflokkarnir munu tapa einhverju fylgi i Alþingis- kosningunum, en hvað verður um Samtökin er erfitt að segja. Þaö er ljóst að margir vilja fá Magnús Torfa inn á þing, en hvort hans persónulega fylgi nægir til er ekki gotf að segja um.” ' „Allir eru að tala um.að krat- arnir muni bæta viö sig fylgi vegna skrifa Vilmundar Gylfa- sonar. Ég tel hins vegar að játn- ing Hauks Guðmundssonar hafi rekið skrif Vilmundar svo ræki- lega ofan i hann að það ætti undir öllum venjulegum kring- umstæðum að draga úr áhrifum hans í kosningum. Vilmundur hefur aðallega verið að gagn- rýna dómskerfið I landinu, en það vill svo til aö ég sem lög- fræðingur þekki nokkuð til þess sem þar hefur verið að gerast siðustu árin. Það er staðreynd að siðustu ár hefur orðið meiri breyting á dómsmálakerfi landsins en oft- ast áður. Þessar breytingar hefðu sjálfsagt orðið þótt svo aö Ólafur Jóhannesson hefði ekki verið dómsmálaráðherra,. en hann er nú engu að siður dóms- málaráöherra, og hefur verið, svo aö það er ekki hægt að horfa fram hjá hans þætti I þeim breytingum sem orðið hafa.” , ,Hvað borgarst jómarkosning- arnar áhrærir þá man ég ekki eftir jafn mikilli deyfö i kosn- ingabaráttunni og nú virðist rikja. Flokkarnir gera litiö úr málefnaágreiningi og kosninga- baráttan í heild virðist mér öll vera rekin á mjög óllkan hátt þvi sem maður hefur átt að venjast. Ég vona aö ihaldið haldi sinu, enda hef ég ekki trú á Jakob R. Möller að meirihluti þess i borgar- stjórn sé i hættu. Ef til vill er það óskhyggja hjá mér. Þau sæti sem baráttan stendur um eru 9. sæti Sjálfstæöismanna og 2. sæti Framsóknarflokksns. Spurningin er hvort þessir flokkar halda sætunum eöa hvort Alþýöubandalagið fái inn sinn 4. mann og Alþýðuflokkur- inn 2. mann. sig 77 — Spjallað við nokkra starfsmenn álversins í Straumsvík um kosningahorfurnar Blaöamenn Alþýðu- blaðsins brugðu sér i vik- unni í álverið í Straums- vík og spfölluðu við starfsmenn þar um horf- urnar í þeim kosning- um sem framundan eru. Fyrstan hittum við að máli/ óðinn Jakobsson starfsmann i Kerskála. Var hann inntur eftir því hvort hann byggist við einhverjum stórvægileg- um breytingum á kjör- fylgi f lokkanna i kosning- unum tveimur sem fram undan eru. Hann sagði: /, Ég býst við að í Aiþing- iskosningunum bæti Al- þýðuf lokkurinn við sig einhverju atkvæðamagni vegna skrifa Vilmundar Gylfasonar. Framsókn- ar- og Alþýöubandalags- menn munu trúlega halda svipuðu fylgi og áður en likast til mun Sjálfstæðis- flokkurinn tapa einum manni til kratanna." „Annars tei ég að útkoma borgarstjórnarkosninganna muni gefa sterka visbendingu um það hver útkoman i Alþing- iskosningunum verði”. • Fullsaddir á vitleysunni Gottskálk Guðjónsson, starfs- maður i Kerskála sagðist ekki eiga von á miklum breytingum á kjörfylgi flokkanna i komandi kosningum. Hvorki i bæjar- stjórnar né Alþingiskosningum. „Framsókn mun trúlega tapa einhverju fylgi” sagði Gott- skálk, „og sennilega munu Samtökin ekki koma manni á þing. Ætli Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni ekki halda svipuðu fylgi og áöur, en Alþýðubandalag bæta við sig einhverju smávegis.” Að lokum Jónas Sigurösson Óðinn Jakobsson sagðist Gottskálk að sér fyndist meiri deyfð i kosningabarátt- unni nú og áhugi almennings fyrir þeim minni. „Menn eru lika búnir að fá sig fullsadda á allri vitleysunni.” Næstur varð á vegi okkar Jón- as Sigurðsson, sömuleiðis starfsmaður i Kerskála. Hann taldi kosningaspár sið- degisblaðanna marktækar að þvi leytinu að Alþýöuflokkurinn muni bæta við sig fylgi i kom- andi kosningum. „Annars verða meiri breytingar i Alþingis- kosningunum en i borgar- og bæjarstjórnarkosningunum”, sagöi Jónas. „Þaðhefur sýnt sig að til dæmis i Reykjavik er fólk ekki spennt fyrir 3ja flokkka stjórn. Við höfum reynsluna af sliku samstarfi i tveimur vinstri stjórnum sem hvorug gat setið út sitt kjörtimabil. Um fylgis- aukningu kratanna vil ég segja það, að hún verður liklega fyrst og fremst á kostnað Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks. Al- þýðubandalagið á einnig eftir að bæta einhverju við sig, en fylgisaukningu sina munu þeir fyrst og fremst sækja til ungu kjósendanna, sem eru að kjósa i fyrsta skipti”. „Alþýðuflokkur bætir mestu við sig" Að loknu spjallinu við Jónas, lá leiðin á svokallað Fartækja- verkstæði álversins, en þar vinna 30 til 40 manns við við- gerðir og endurbætur á ýmsum vélum verksmiðjunnar. „Það verða fyrst og fremst Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag sem munu auka við sig fylgi IblaSið Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild LAUúARDAGL/n blaðsinserað Hverfisgötu 10, sími 14906 —Áskriftarsími 14900. ^7 /y\AÍ J978 -

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.