Alþýðublaðið - 11.06.1978, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.06.1978, Síða 1
alþýöu- blaöiö 93% sætanýting hjá Iðnó á þessu leikári — En húsið stenzt engan veginn nútíma kröfur segir Vigdís Finn- bogadóttir leikhússtjóri Allir Reykvikingar kannast við gamla vina- lega húsið á Tjarnar- bakkanum, þar sem leiksýningar Leikfélags Reykjavikur hafa farið fram undanfarin 80 ár. Iðnó stenzt ekki nútima- kröfur En það er ekki nóg að húsið sé vinalegt. Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri sagði i viðtali við blaðamann Alþýðublaðsins að húsið væri mjög langt frá þvi að standast þær kröfur sem gerðar eru til nútima leikhúss. Sviðið er fast og ekki hægt að skipta um leikmynd i hvelli, ef á þarf að halda. Hjá Leikfélaginu eru fastráðnir leikarar og það er dýrt að hafa lausráðna leikara að auki. Þetta tvennt setur verk- efnavali leikhússins vissar skorður. Og það er erfitt að hafa margar sýningar i gangi i einu i' leik- húsinu, vegna þess að þar er hvergi pláss til þess að geyma leiktjöldinog verðurað keyra þau út í bæ. Fjárhagur Leikfélagsins er heldur ekki beysinn. Iðnó tekur bara 230 manns i sæti og augljóst er, að svo litið hús getur ekki staðið undir sér. Leikfélagið hefur einnig haft sýningar i Austurbæjarbiói og þeir sem leiö hafa átt um Miklu- brautina hafa séð að þar er nýja borgarleikhúsið að risa, þó hægt fari. En Vigdis sagði það vera alvegóráðið hvenær þaðkæmist i gagnið. Leikfélagið aflar meiri peninga en það fær frá þvi opinbera Reykjavikurborg styrkir Leik- félagið á þannhátt að hún borgar laun fastráöinna starfsmanna þess, sem eru 34 talsins. Og rikiö veitir árlegan styrk til starf- seminnar. Styrkir nema 45% af - rekstrarkostnaðiLeikfélagsins en Leikfélagið stendur sjálft undir 55% heildarkostnaðarins. Þannig að það aflar meiri peninga en það fær í opinberum styrkjum. Annars sagði Vigdis að starfið hefði gengið vel. Undanfarin ár hefur Leikfélagiö lagt áherzlu á sýningu islenzkra leikrita og hef- ur þaö verið óhemju vinsælt. í lok mai voru sýningar Leik- félagsins á þessu leikári orðnar 217. 66 þúsund manns höfðu séð þessar sýningar, þannig að sæta- nýting i leikhúsinu er 93%, sem er mjög gott. Leikhúsið út til fólksins Nú er sú stefna að ryðja sér til rúms i leiklistarmálum erlendis að leikfélögin eigi að leita uppi áhorfendurna enekki öfugt. Litiö hefur þetta verið stundað hér á landi, nema þá kannski helst af Alþýðuleikhúsinu. Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavikur hafa þó farið sýningarferðir út á landsbyggð- ina,leigt sérhúsnæði og sett verkin upp þar. Þessar sýningar hafa verið afar vinsælar hjá dreif- býlismönnum. Einnig gerðist það veturinn '75-’76 að Leikfélag- ið setti upp leikritið ,,Morð i Dómkirkjunni” eftir Fidelius, i Neskirkju. A miööldum voru kirkjuleikir algengir i Evrópu, en innihald leikritanna hefur senni- lega verið af öðrum toga spunnið en innihaldið i leikriti Fideliusar. Það að leikhúsið komi til fólk- sins en ekki öfugt taldi Vigdis vera erfitt i framkvæmd. Þaö er spurning um pening eins og svo oft áður. Og einhver verður að borga, þvi leiksýningar kosta peninga. Götusýning Das Freies Theater Það var fyrir forgöngu Vigdisar að leikhópurinn Das Freies Theater kom hingað til landsins. Sagðist hún vera mjög ánægö með framlag þeirra til Lista- hátiðar. Og Listahátið verður að fjármagna þessar sýningar, einmitt vegna þess aðþað er ekki hægt að standa niður á Lækja- torgi og rukka menn fyrir það sem þar ber fyrir augu. Sagði Vigdis það ekki óalgengt erlendis að bæjarfélögin leigðu svona hópa til þess að leika fyrir fólk, þvi að kostnaðarlausu. Það væri kannski ekki úr vegi að Reykjavikurborg leigöi leik- hópatÚ þessaðskemmta borgar- búum innanhússeða utan eftir þvi hvernig viðraði. EI FRÆGUR SIRKUS SÝNIR í LAUGARDALSHÖLL Á næstu dögum er væntanlegur hingað til lands einn þekktasti sirkus á Bretlandseyj- um. Kemur hann hingað á vegum Bandalags is- lenzkra skáta og er fyr- irhugað að haldnar verði 20 sýningar i Laugar- dalshöll. Sirkusinn er kenndur við stofn- anda sinn og eiganda, Gerry Cottle, sem nú er orðinn viðfræg- ur fyrir leiklistarstarfsemisina. Ekki fékkst leyfi til að flytja eitt einasta dýr til landsins með sirk- usnum, enda alkunna að hér á landi gilda strangar reglur um innflutning dýra. t staðinn munu fleiri listamenn koma fram á sýn- ingunum, eða i allt um 40 manns. Verður Laugardalshöllin skreytt sérstaklega i tilefni sýn- inganna og mun sirkusinn m.a. koma með sætispalla til að mynda hinn nauðsynlega hring umhverfis miðju fólsins. Með sirkusnum verður islenzkur kynnir og i hléi verður selt ýoiis- legt dót, til minningar um skemmtunina. Miðaverð hefur enn ekki verið ákveðið og verður eingöngu tekiö á móti pöntunum frá fólki, sem býr utan Stór-Reykjavikur- svæðisins. Fyrsta sýningin verður 30. júni n.k. og hin siðasta 9. júli.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.