Alþýðublaðið - 11.06.1978, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1978, Síða 4
Sunnudagur 11. júní 1978 Götubardagar í USA: Nazista-??lögregla” ræðst á unga mótmælendur! í nokkrum bandariskum borgum hefur brydd- að á óhugnanlegum atburðum upp á síðkastið. „Lögreglumenn” ráðast á mótmælagöngur af ýmsu tagi, og „lögregluþjónar” þessir eru með hið alræmda hakakrossbindi um vinstra hand- legginn. Skýringin á þessu er sú aö þetta eru ekki raunverulegir lögreglu- þjónar, heldur meölimir hins bandariska nýnazistaflokks, ,,Hins þjóðernissósialistiska flokks hvitra”, sem láta þarna til skarar skriða. Flokkurinn hefur valið sér einkennisbúning, sem nánast i smáatriðum er eins og sumarbúningur bandarisku lög- reglunnar, — fyrir utan armbind- ið með hakakrossinum. Allt þetta minnir óhugnanlega mikið á bardagana um göturnar i Þýzkalandi þriðja áratugsins þegar stormsveitir Adolfs Hitlers réðust gegn kommúnistum, jafn- aðarmönnum og gyöingum. Lítill en starfsamur flokkur Nýnazistaflokkurinn i Banda- rikjunum er, enn sem komið er mjög litill, en þeir kumpánar sækja i sig veörið og hafa nú und- anfarið stöðugt aukið aðgerðir sinarútá við.Ekki sistá þetta við eftir aðflokkurinn fékk leyfi til að halda fundi og göngur i gyðinga- hverfum bandariskra borga. „Baráttan um göturnar” I Bandarikjunum harðnaði ekki . hvað sist þegar sjónvarpsstöðvar vestra sýndu sjónvarpsmynda- flokkinn „The Holocaust”. Það er erfitt að þýða þennan titil, en orð- ið merkir eiginlega stórbruna eða eitthvað þvi um likt. í Bandarikj- unum er þetta orð einnig haft um grimmdarverk nasista i Þýzka- landi á Hitlerstimanum. Sjón- varpsmyndaflokkurinn fjallaöi um morð nazista á milljónum gyðinga i seinni heimsstyrjöld- inni. Sýningar á myndaflokknum leiddu til mótmælaherferðar I Bandarikjunum gegn nýnazisma, en félagar i bandariska ný- nazistaflokknum fóru einnig I mótmælaaðgerðir, — gegn sýn- ingu þáttanna. Alþjóðleg samtök Foringi nýnazistasamtakanna I Bandarikjunum, Matt Koehl, er sá maður sem samræmir aðgerð- ir nýnazistasamtaka um heim allan. Alitið er aö hann hafi ekki einasta sambönd við slika glæpa- flokka I Bretlandi, Frakklandi og Belgfu, heldur sé einnig nátengd- ur leynilegum nýnazistiskum flokkum i Austur-Evrópu. Höfuðstöðvar nýnazista I Bandarikjunum eru úr Arlington i Virginíuriki. Stöövarnar eru vaktaðar allan sólarhringinn af þungvopnuðum mönnum, sem hafa grimma og stóra hunda sér til aöstoðar. Flokkurinn gefur út blaðiö „White Power” „Hvitt Afl”. Ekki alls fyrir löngu hljóðaði aðalfyrir- sögn á forsiöu þannig: „Hitler lif- ir.” Það er ljóst aö fasisminn var ekki kveðinn i kútinn I heims- styrjöldinni siðari. Þetta illgresi hefur á ný fest rætur meðal þjóöa viða um heim. Vonandi hafa hörmungar siðasta striös kennt mönnum að vera á verði gagn- vart sliku. Hitler lifir, stendur á forsföu blaös nýnazistanna, White Power. Blaöinu er dreift af fólki sem klæöist einkennisbúningum, sem i flestu líkjast sumarbúningum bandariskra lögreglumanna, jafnvel hjálmurinn er eins. * : Matt Koehi, leiðtogi nýnazista I USA kannar vörö fyrir utan höfuöstöövar fiokksins f Ariington. Haka- Þetta minnir allt óhuggulega á baráttuna I Þýzkalandi þriöja ára krossfáninn blaktir viö hiiö stjörnufánans. tugsins, þegar glæpaflokkar Hitlers fóru um götur Þýzkalands.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.