Alþýðublaðið - 04.07.1978, Síða 4
Útgefandi Alþýðuflokkurihn ' 1 '
Ritstiórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 1L sími 81866. Auglýsingadeild
blaðsinserað Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. v. .
Þriðjudagur 4. júli 1978
Alþýðuflokksfólk Kópavogi.
Fundur verður i húsakynnum Alþýðu-
flokksins að Hamraborgum 1, miðviku-
daginn 5. júli. Fundurinn hefst klukkan
8.30.
Umræðuefni:
Bæjarmál. Stjórnin.
Landskjörstjórn
kemur saman i alþingishúsinu fimmtu-
daginn 6.þ.m., kl. 2 miðdegis til að úthluta
11 uppbótarþingsætum.
Reykjavik 1. júii 1978
Landskjörstjórnin
Verkakvennafélagið Framsókn
Aðalfundur
félagsins verður haldinn i Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu, fimmtudaginn 6. júli kl.
20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál.
Félagskonur mætið á fundinn og sýnið
skirteini við innganginn. Stjórnin.
ÚTBOÐ
Stjórn verkamannabústaða á Eskifirði
óskareftir tilboðum i smiði og uppsetningu
innréttinga og hurða i „stallahús” á Eski-
firði (8 ibúðir).
Útboðsgögn eru afhent á verkfræðistof-
unniHönnunh.f. Höfðabakka9, Reykjavik
gegn 5.000 kr., skilatryggingu. Tilboð
verða opnuð á sama stað þann 25. júli 1978,
kl. 14.00.
hönnunhf
Ráðgjafarverkfræðingar
FRV-Höfðabakka 9
Reykjavik.
Auglýsing
frá Bifreiðaeftiriiti ríkisins í Reykjavík
Allar bifreiðar sem bera lægra
skráningarnúmer en R-30800 eiga að hafa
mætttilaðalskoðunar. Vegna sumarleyfa,
verður engin aðalskoðun auglýst frá 1.
þ.m. til 15. ágúst n.k. Bifreiðaeigendur
sem ekki hafa látið skoða áður boðaðar
bifreiðar geta mætt með þær til aðal-
skoðunar til 14. þ.m.
Vegna sumarleyfa verður prófdeildin að
Dugguvogi 2 lokuð frá mánudeginum 17.
júli til mánudagsins 7. ágúst að báðum
dögum meðtöldum.
Reykjavík 3. júli 1978
Bifreiðaeftirlit rikisins.
Oft er talaðum þaðað nnglingar ganginm aðgeröarlausir, hangl á sjoppum og hafiekkert að gera.
Hvernig væri að næsta rikisstjórn beitti sér t.d. fyrir þvf að skipuleggja atvinnumál unglinga. Mörg
verðug verkefni biða svo sem að fegra umhverfið.
Ekki veitti til dæmis af þvi að hreinsa svolitiö til á þessum stað eins og meöfylgjandi mynd sýnir.
Spilling í rekstri Samvinnubankans:
Eftir hverju er
saksóknari að bíða?
I Dagblaðinu í gær er
kjallaragrein eftir Hall-
dór Halldórsson, greinin
ber yfirskriftina: „Af
fjármálaumsvifum Guð-
bjarts Pálssonar: Einn
miiljarður í tékkum á
einu ári." í grein þessari
fjallar Halldór um fjár-
málaviðskipti Samvinnu-
bankans og Guðbjarts
heitins Pálssonar á síð-
asta áratug. Fjármála-
viðskipti þessi ku ekki
hafa verið i smáum snið-
um heldur með þeim stór-
vægilegri, a.m.k. af hálfu
einstaklings, auk þess
sem þau munu hafa verið
allmjög vafasöm. Auk
Guðbjarts koma við sögu
Einar Ágústsson núver-
andi utanríkisráðherra,
þá bankastjóri Sam-
vinnubankans ásamt
Kristleifi Jónssyni er enn
gegnir þeirri stöðu, og
ólafur Finsen fyrrum
forstjóri Vátryggingafé-
lagsins hf.
I skrifum sinum heldur Hall-
dór þvi fram að auk þess sem
honum hafi tekist aö sanna
meint viöskipti þeirra Einars,
sem bankastjóra Samvinnu-
bankans, og Guöbjarts, þá sanni
hann nú enn frekari fjárhags-
tengslGuöbjarts og Samvinnu-
bankans. Hér hafi veriö um aö
ræöa vixlaviðskipti, auk þess
sem viðskipti áttu sér staö meö
hlaupareikningum, og þar með
felureikningum.
lini -7 ........
Halldór segir sig hafa komist
að þvi ,,viö fljótlega athugun”
að á árunum 1962-1965 hafi ver-
ið afsagöir hjá borgarfógetan-
um i Reykjavik 15 Samvinnu-
bankavixlar, þessa vixla hafi
Ólafur Finsen gefiö út en Guö-
bjartur Pálsson samþykkt aö
greiöa. 1 sjálfu sér væri ekki svo
ýkja mikið við þetta aö athuga
ef bankaráð Samvinnubankans
hefði ekki þvertekið fyrir það
þann 9. janúar s.lvþ.e. að það
hefði átt nokkur viðskipti viö
Guöbjart, utan hvaö varöaði
einn vfxií. Ef EinarÁgústsson,
sem þá var bankastjóri Sam-
vinnubankans, hefði ekki gert
slikt hið sama i viðtali við Þjóð-
viljann i september 1976; og ef
ekki svo undarlega vildi til að
upphæð hinna 15 afsögðu vixla
nam samtals 321.248.000 króna
eöa þrjúhundruö tuttugu og
einni milljón tvöhundruö
fjörutiu og átta þúsundum á nú-
gildandi gengi.
Halldór varpar siöan fram
þeirri getgátu: ,,Ef Guöbjartur
og ólafur hafa lent i vanskiium
meö vixla að fjárhæö 320
milljónir, hversu hárri fjárupp-
hæð námu öll vixiaviöskipti
þessara manna og Samvinnu-
bankans?”
Haildór telur sig auk framan-
greinds hafa komist aö þeirri
niöurstööu að Samvinnubankinn
hafi á þessum árum, þ.e. fyrri
hluta siöasta áratugs og eftilvill
lengur, gert þeim félögum Guö-
bjarti og Ólafi þann greiöa aö
afsegja ekki alla þá vixla þeirra
sem fallnir voru.
Enn getur Halldór atriöa sem
bankaráö Samvinnubankans
viröist hafa „gleymt”, af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæð-
um, I greinargerö sinni um
þetta mái. t henni er þess t.d.
ekki getið að á miðju ári 1965
skuldar Guöbjartur bankanum
tæpar 40 milljónír, þ.e. á núgildý
á hlaupareikningi nr. 242. Þess
er einnig látið ógetiö aö 1969
skuldar Guöbjartur 40 milljónir
króna á hlaupareikningi 3131,
þessa reiknings né hlaupareikn-
ings nr. 2429 er hvergi getið i
greinargerð Samvinnubankans.
Er þvi hér um einskonar huldu-
eöa felureikninga að ræða. „Þar
ulltu inn og út, aöallega út, tug-
milljónir króna.”segir Halldór i
grein sinni.
Halldór segir i blaöagrein
sinni að sér sé kunnugt um að
Guöbjartur Pálsson hafi velt
fram til ársins 1969 eöa 1970
nokkrum milljörðum króna, þar
af úr reikningum Samvinnu-
bankans um 620 milljónum..Þá
segir Halldór: „Dyr Samvinnu-
bankans stóðu Guöbjarti Páls-
syni galopnar 115 ár, allt þar til
hann lést.”..Þannig gat hann
starfaö eins og banki utan viö
Samvinnubankann. Hann fékk
vixla og skuldabréf frá fólki og
sá um að koma þeim i verð. í
flestum tilvikum keypti hann
þessa pappira á lágu verði en
seldi siöan bankanum á nafn-
verði.” Þetta segir Halldór siö-
an vera stutta lýsingu á hluta
meints fjármálamisferlis Guö-
bjarts.
Við lestur greina Halldórs i
Dagblaðinu nú siöustu dagana
koma mönnum i hug margar
spurningar og segja þá eftilvill
meö sjálfum sér eins og Hall-
dór: „Kannski að bankaráö
Samvinnubankans kunni svar-
iö? Eða rikissaksóknari sem sit-
ur og svæfir þetta vandræöa-
barn.”
-jó
SUMARNÁMSKEIÐ KENNARA
1 júnimánuöi hafa um 200
kennarar setið á námskeiöum,
sem haldin eru á vegum Kenn-
araháskóla Islands, endur-
nýjað þekkingu sina og safnaö
hugmyndum fyrir kennsluna
næsta vetur.
t byrjun ágúst hefjast svo
aftur kennaranámskeiö i ýms-
um greinum og eru umsækj-
endur um þau alls 580.
Sérst.ök athygli er vakin á
námskeiði sem fjallar um
náms- og starfsráðgjöf i skól-
um. Það hefst 21. ágúst og
stendur til 31. Slikt nám-
skeið hefur ekki verið haldiö i
allmörg ár, en þörfin fyrir
ráögjöf um námsleiöir og
starfsval er mjög brýn. I efstu
bekkjum grunnskóla koma til
valgreinar og á framhalds-
skólastigi er um fjölmargar
námsbrautir að velja. Ung-
mennum er þvi mikill vandi á
höndum þegar þau þurfa að
taka ákvörðun um náms- og
starfsval og nauðsynlegt aö
þau geti leitað til kennara
sinna til þess aö fá upplýsing-
ar og leiðsögn.
Hægt er aö bæta viö nokkr-
um þátttakendum á þetta
námskeið en annars eru flest
námskeiöin I ágúst fullbókuð.
Þeir sem þyrftu á frekari
upplýsingum aö halda eru
beönir að snúa sér til Pálinu
Jónsdóttur I sima 32290 I
Kennaraháskólanum.