Alþýðublaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 1
alþýðu- Laugardagur 22. júli 1978 —141. tbl. 59. árg. Alþýðuflokksmenn í Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Alþýðuflokksfélaganna í Reykjaneskjördæmi verður haldinn í Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði miðvikudaginn 26. júií kl. 20.30 Dagskrá: Stjómmálaviðhorfin Frummælendur: Nngmenn fllþýðuflokksins í kjördæminu Stjórnin HVAD BLASIR VIÐ NYRRI RÍKISSTJÓRN í ÞJÓÐNlALUM? Stjórnarmyndunar- viðræður Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks hafa farið fram með mikilli ró og spekt. Menn hafa nánast þreifað á skoðunum hvors annars, án þess að taka of djúpt i árinni um nokkurn hlut. Eitt eiga fulltrúar flokk- anna sameiginlegt, en það er álit þeirra á efnahagsvandanum. t»eir eru sammála öll- um hagfræðingum um að vandinn hafi liklega aldrei verið meiri frá stofnun lýðveldisins. Að taka við Ekki fer á milli mála a& viö- ræðuflokkunum hris hugur við þvi, að koma mynd á þann ó- skapnað, sem nú blasir við. Hvert sem litið er trónar rekstr- arfjárvandinn i efstu þrepum. Fjárfestingasjóðir eru tómir, gjaldeyrissjóðir að verða tómir, iumferðeru milljarðar af verð- lausum peningaseðlum, skuldir við útlönd eru válegar, verð- bólgan virðist þindarlaus á spretti sinum,rikissjóður skuld- ar Seðlabanka miklar fúlgur, útflutningsi&naður og i&naður almennt er að komast i þrot, og svo mætti lengi telja. öllum er ljóst, að ekki veröur unnt að koma i veg fyrir að verulegar og miklar álögur verður að leggja á þjó&ina. En hvernig verður það gert á sem réttlátastan hátt? Hvernig á að koma i' veg fyrir, að láglauna- fólkið fái stærsta skellinn, eins og ávallt hefur gerst? Hvernig á að hir&a hagna&inn af verö- bólgugróöa-aðlinum? Hvernig á að koma i veg fyrir, að kaup- máttur timakaups hjá láglauna- fólki rýrni? Allt eru þetta spurn- ingar, sem krefjast svara á&ur en gengið er til stjórnarsam- starfs. Menn gera sér einnig ljóst, að litil verða launin ef at- vinnureksturinn stöðvast. Það eru tröllaukin vandamál á ferð- inni. Samráð við launþega- samtökin 1 stjórnarmyndunarvi&ræð- unum er það afgerandi þáttur hvernig staöið veröur að sam- vinnu og samstarfi við laun- þegasamtökin. Engar meiri- háttar breytingar verða gerðar á efnahagsstefnunni án sam- ráðs við þau. Allt annað er beiðni um strið, þegar mest rið- ur á að vinnufriður haldist svo unnt verði að ráöast gegn verð- bólgunni. Það voru mikil mistök, sem vonandi koma ekki fyrir aftur, þegar starfandi forseti Alþýðu- sambands tslands neitaði for- manni Alþýöuflokksins um sameiginlegar viðræður fulltrúa flokksins og ASl um efnahags- og verkalýðsmál. Með þvi að segja, að ASI talaöi ekki við einn flokk, en fara samt til fund- ar við Alþýðubandalagið, gera ráðamenn ASI verkalýðshreyf- inguna tortryggilega. Ætla verður, að þessi ákvöröun hafi verið tekin i mikilli fljótfærni, og að slikt gerist ekki aftur. Hér verður aldrei stjórnaö skipulega án mikils og náins samráðs aðila vinnumarkaðar- ins og rikisvalds. Þaö er meðal annarsþessvegna, sem Alþýðu- flokkurinn hefur lagt þunga á- herzlu á gerð kjarasáttmála, sem bygg&ist á nýrri visitölu, þjóðhagsvisitölu. Slikur sátt- máli eða samkomulag gæti tryggt að verulegu leyti, að launamenn fengju ávallt sinn hlut i samræmi viðþjóðartekjur hverju sinni.— I sambandi við þessar hug- myndir er einnig vert að gefa þvi gaum, að verkalýöshreyf- ingin þarf sjálf að stokka upp spilin og endurskipuleggja allt sitt starf. Þar eru mörg verk ó- unnin. Hún þarf að geta metið sjálfstætt afkomu þjóðarbúsins, hún þarf að vera fjárhagslega sjálfstæð og hafin upp fyrir dag- legt pólitiskt þref. Vissulega verður hún aldrei slitin úr sam- hengi við stjórnmálalífiö, en hún verður að gæta þess að vera ekki háðneinum einum flokki. I verkalýðshreyfingunni eru fé- lagsmenn úr öllum stjórnmála- flokkum, og það verður ekki lið- ið, að verkalýðshreyfingunni verði stjórnað úr aðalstöðvum eins ftokks. Það heitir misbeit- ing. Möguleikar á vinstri stjórn? Þegar þetta er skrifað i gær virðist nokkuð hafa liðkast til i viðræðum flokkanna þriggja. Framhald á bls. 3 10 sóttu um starf borgarstjóra: Einn umsækjenda um starf borgarstjóra: Sendir frá sér bók um skipulags- og borgarmál Einn þeirra manna, sem sótti um starf borgarstjóra I Reykja- vik, Trausti Valsson, arkitekt, hefur sent frá sér bók um skipu- lags- og borgarmál. Þá mun hann innan tiðar senda frá sér bók um sögu Reykjavikur. 1 frétt um nýútkomna bók Trausta segir m.a.: Flestar greinarnar hafa birst i dagblöðum og timaritum á undanförnum árum en einnig birtast i ritinu greinargerðir með skipulagstillögum sem höf- undurinn hefur unnið að. Með öllum greinunum eru ljósmynd- ir og uppdrættir til nánari skýr- ingar á efninu. Efni flestra greinanna fjalla um málefni er varða þróun skipulags- og borgarmála i Reykjavik og á höfuðborgar- svæðinu i heild. Mun þetta vera eina ritiö sem út hefur komið um þessa mála- flokka á seinni árum. Bókin sem er fjölrituö mun Framhald á bls. 3 BORGARRÁÐ VILL EGIL SKIÍLA INGIBERGSSON A fundi borgarráðs i dag var eftirfarandi bókun gerð: Lagðar voru fram eftirtaldar umsóknir um stöðu borgarstjóra: As- mundur 0. Guðjónsson, Reyni- mel 92, Benedikt Jóhannesson, Laugarásvegi 49, Egill Skúli Ingibergsson, Fáfnisnesi 8, Haukur Harðarson, Höfða- vegi 26, Húsavik, Ingvar As- mundsson, Hringbraut 94, Ólaf- ur Jóhannsson, Melhaga 7, Steinar Benediktsson, Sigtúni 31, Trausti Valsson, Háaleitis- braut 47, Þórður Guðmundur Valdimarsson, Mávahlið 27. Bogarráðsfulltrúar meirihlut- ans lögðu fram eftirfarandi til- lögu: Borgarráð leggur til við borgarstjórn, að Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur, verði ráðinn borgarstjóri i Reykjavik frá og með 15. ágúst til loka kjörtima borgarstjórn- ar. Tillagan var samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum og verður tekin til afgreiðslu á væntanleg- um aukafundi borgarstjórnar fimmtudaginn 27. þ.m. Borgarráðsfulltrúar minni- hlutans óskuðu bókað: Tillagan gerir ráð fyrir, að borgarstjórn taki endanlega ákvörðun i mál- inu, eins og vera ber. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins munu þá gera grein fyrir afstöðu sinni. r Rætt við Reyni Armannsson formann Neytendasamtakanna r Island á sæti í stjórn al- þjóðasamtaka neytendafélaga Þær fréttir hafa bor- ist að Alþjóðasamtök neytenda.sem i eru 56 þjóðlönd i öllum heims- álfum, hafa kosið is- lensku Neytendasam- tökin i stjórn alþjóða- sambandsins. Af þessu tilefni hafði blaðið tal af Reyni Armannssyni for- manni Neytendasamtakanna og spurði hann nánar út i þessi mál. Sagði Reynir að þann 10. júli s. 1. hafi verið haldið þing alþjóðasambands Neytenda- félaga i London. Hafi þar veriö samankomnir fulltrúar allra þeirra þjóðlanda sem áttu rétt á að senda fulltrúa. Fyrir hönd Islands sat þingið Gisli Jónsson prófessor. Aðspurður um það hvernig það heföi viljað til að Island var kosið i stjórn alþjóðasambands- ins sagði Reynir að Israelsmenn hefðu borið upp þá tillögu að Islendingar ættu að fá að eiga fulltrúa i stjórninni. Hafi siðan þingið samþykkt tillöguna og hafi stjórn Neytendasamtak- anna samþykkt aö verða við þessari ósk alþjóöasambands- ins um að taka sæti i stjórn hennar. Bætti Reynir þvi við að þeir myndu eflaust ekki geta sent fulltrúa á stjórnarfundi vegna fjárskorts og hefði þvi verið ákveðið að fulltrúi Dana hefði atkvæðarétt Islendinga i stjórninni. Það væri að visu ekki nógu gott, en þannig yrði það að vera fyrst um sinn. Ráðinn í mikilvægt starf: VIÐSKIPTAFULLTRÚI ISLANDS í Utanrikisráðuneytið ákvaö fyrir nokkru, í samráði við við- skiptaráðuneytiö, að ver ja hluta þess f jár, sem veitt er á fjárlög- um til markaðsmála, til að koma á fót starfi viðskiptafull- trúa i Evrópu. Til starfans hefur verið ráðinn Sveinn Björnsson, deildarstjóri i Viðskiptaráðuneytinu, og verður aðsetur hans hjá sendi- ráði íslands i Paris. — Hér er á ferðinni markverð tilraun, enda EVR0PU mikil þörf á þvi' að auka við- skipti Islands og annarra Evrópulanda. Meðal annars er mikil nauðsyn á þvi að efla markaö fyrir islenskan fisk á meginlandi Evrópu. Hér á eftir fer stutt æviágrip Sveins Björnssonar: Sveinn er fæddur 18. ágúst 1942. Stundaði hann nám viö Verslunarskóla íslands og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1963 og Framhald á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.