Alþýðublaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 22. júlí 1978 SBS" alþýðu1 Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siöu- múla 11, sími 81866. Prentun: Biaöaprent h.f. Askriftaverð 2000 krónur á mánuöi og 100 krónur í lausa- sölu. 7T Gamla gufuradíóid” Loks er runninn upp sá merki dagur, að fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju út- varpshúsi. Vonandi líður ekki á löngu þar til Ríkisútvarpið getur f lutt í eigið húsnæði eftir áratuga flæking á milli leiguhúsnæðis víða um Reykjavíkurborg. — Ástæða er til að þakka mennta- m á I a r á ðh er r a, Vilhjálmi Hjálmarssyni, þá ræktarsemi og hlýhug, sem hann hefur sýnt Ríkisútvarpinu og jafnframt Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem á verulegan þátt í því, að nú hef ur verið hafist handa. Ríkisútvarpið er ein merkasta stofnun þessarar þjóðar. Það hef ur meiri og sterkari tengsl við allan almenning í landinu og er stærri þáttur í hversdagslíf inu en nokkur önnur sambærileg stofn- un. AAargt mikilhæft fólk hefur komið við sögu i þróun Ríkisút- varpsins frá stofnun. Það hefur menntað og frætt, skemmt og glatt Islendinga og tekið þátt í gleði þeirra og sorgum. Hins vegar er því ekki að neita, að þröngur húsakostur hefur beinlínis staðið stofnuninni fyrir þrifum á undanförnum árum. Tiltölulega fámennu starfsliði er ætlað að útbúa dagskrá frá klukkan sjö að morgni og til mið- nættis, alla daga ársins. Dag- skráin hefur stöðugt verið að lengjast og kröfur um fjölbreytt- ari og vandaðri dagskrá komið fram. En húsrýmið hefur ekki aukist og tækjakostur verður stöðugt úreltari. Það er þvi höf uð f orsenda þess, að hægt verði að gera betur, breyta og bæta, að Ríkisútvarpið fái betri aðstöðu. Húsbygging- arsaga Ríkisútvarpsins er sorg- arsaga. Fyrrverandi útvarps- stjórar hafa gert ítrekaðartil- raunir til að hef ja smíði útvarps- húsa og jafnvel teikningar hafa verið tilbúnar. Yfirvöld hafa gengið af þessum tilraunum dauðum, hirt fjármuni, sem til hliðar hafa verið lagðir, en í stað- inn verið tilbúin að skófla mikl- um peningum í leigugjöld. Tryggja verður að smíði út- varpshússins gangi áfallalaust. Ríkisútvarpið á sjálft all digran byggingarsjóð, og væntanlega verða honum ákveðnar tekjur til framhaldsins. Jafnframt getur stofnunin hugað að margvísleg- um sparnaði í rekstri, sem þá yrði talinn henni til tekna í 3S- byggingarsjóð. — „Gamla guf- uradióið" á kannski betri daga í vændum. Samningar eða hrossakaup Ungir menn, sem byrja að skipta sér af stjórnmálum, kom- ast fljótlega að raun um það, að hugmyndir þeirra um hrein- skilna og opinskáa umræðu, eiga erfitt uppdráttar.„Stjórnmál eru litið annaðen stöðugir samningar og málamiðlun", sagði hinn merki st jórnmálamaður, Ey- steinn Jónsson, í sjónvarpsvið- tali. Auðvitað er þetta hárrétt. En gera verður greinarmun á samningum og hrossakaupum. Samningum lýkur og hrossakaup hefjast, þegar menn setjast við samningaborð, án þess að vera heilshugar í því að láta samninga takast, gefa eitthvað eftir af kröfum sínum og fá öðrum f ramgengt. I þeim efnum verður að ganga hreint til verks. Látalæti og hverskonar dráttur á því að kom- ast að kjarna hvers máls er ein- göngu til þess fallið að vekja tor- tryggni og gera allar viðræður erfiðari. Vandamálin bíða óleyst og það eru þau, sem öll umræðan á aðsnúast um. Sjálft valdataf lið verður að biða betri tíma. —ÁG— AUGLÝSINGASTOFA KRISTlNAR 1«=^— 15.20 Enn eykur Olíufélagið þjónustu sína. Nu i Nesti i Olíufélagið hefur endurbyggt bensínstöð sína og verslun í Fossvoginum og býður þar upp á fyrsta flokks þjónustu. HRAÐVIRKAR RAFEINDADÆLUR Eitt ár er síðan Olíufélagið tók að nota hraðvirkar rafeindadælur á bensínsölustöðum sínum. Þeim fjölgar stöðugt og nú bætist Nesti í Fossvogi í hóp þeirra. RÚMGÓÐ VERSLUN I versluninni, sem er helmingi stærri og rúmbetri en áður, býðst nú fjölbreytilegt vöruúrval. ÞVOTTAAÐSTAÐA Og þvottaplanið, stendur sem fyrr, fyrir sínu. VERTU VELKOMINN í FOSSVOGINN Olíufélagið hf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.