Alþýðublaðið - 22.07.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 22.07.1978, Qupperneq 4
alþýðu- blaðíð Útgefandi Aiþýðuf lokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverf isgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. Laugardagur 22. júli 1978 Geta Neytendasamtökin bætt lífs- kjör fólks? vöruverð kjörbúöar Kaupfélags Borgfirðinga langhæst samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna i það háu VERÐKÖNNUN tlo JULÍ W78 Vörutegund Vörumark- aóur KB Kjörbúó KB ’ Neskjör Verslun Jóns Eggertssonar Hveiti 10 lbs. Robin Hood 862,- Robin Hood 955,- Pillsburys 780,- Pillsburys 780,- Sykur 2 kg. 297,- 340,- 299,- 330,- Hrísgrjón 454 gr. Coop 196,- Coop 217,- River Rice 184/- River Rice 185/- Appelsínudjús Flóra 1 1 343/- Flóra 1 1 394/- Egils 1,9 1 (945/-) pr. 1 497/- Egils 1,9 ( (915/-) pr. 1 482/- Korn flakes Brugsen 500 gr. 382/- Brugsen 500 gi 450/- Kellogs 375 gr. (495/-) pr. 500 gr 660/ Ota 500 gr. 468/- Regin klósettpappír 92/- 103/- 82/- 93/- Þvol uppþvottalögur 2,2 kg. (525/-) pr. kg 239 2,2 kg. (586/) pr. kg. 266/- 600 gr. (182/-) pr kg. 303/- t lausu máli pr. kg. 190/ Sirkku molasykur 1 kq. 274/- 304/- 285/- 278/- Frón mjólkurkéx 400 gr. 194/- . 22 3/- 220/- 218/- Holts mjólkurkex 250 <^r. 172/- 198/- 198/- 195/- Frón kremkex 200/- 258/- 240/- 238/- Royal lyftiduft 450 gr. 352/- 457/- 385/- 360/- Kakó 20 P Cirkel ) gr. (725/ :. kg 3625/ Cirkel 500 gr. (2.200/-) ■pr. kq. 4.400/ Rowntrees 250 gr. (864/-) pr. kg. 3456/- rrys 454 gr. (1295/-) >r. ! g 2582/- Flórsykur 500 qr. 128/- 142/- 138/- 132/- Ora fiskbollur stór dós 391/- 431/- 422/- Ora fiskbúóingur stór dós 473/- 622/- 510/- 505/- Tómatsósa 340 gr. Coop 250/- Libbys 292/- Libbys 248/- Libbys 210/ Kartöflumjöl 1 kq. 253/- 280/- 240/- 198/- Kókosmjöl 200 qr. 275/- 316/- 308/- 280/- Solgryn haframjöl 475 qr. 182/- 202/- 198/- 190/- Grænar baunir stór dós Coop 312/- Coop 359/- K. Jónsson 324/- K. Jónsson 321/- Púóursykur Katla 1 kg 355/- Brun farin 500 gr. (187/-) pr. kg. 374/- í lausu máli pr. kg. 296/- Katla 1 kg. 378/- Vex þvottaefni E? kg. pakki (1093/-) -. kq. 364/ 3 kg. pakki (1216/-) pr. kq. 405/- 700 gr. pakki (300/-) pr. kg. 429/- í lausu mál pr. kg. 390 ' Eggjasjampó KÓ >ral 300 ml (201/-) >r. 1 670/- Kópral 300 ml. (199/-) pr. 1 663/- Man 340 ml. (325/-) pr. 1 956/- Man 340 ml.1 (325/-) | pr. i 956/—| Vanilludropar — 90/- 90/- 97/- í Kókómalt Top 1 kg. 1107/- ' Top 1 kg. 1466/- Hersheys 907 gr. (1015/-) pr. kg. 1119/- Nesquick 400 gr(585/i pr. kg. 1463 Ábyrgðármaður fréttabréfsins: Áqúst Guðmundsson Undanfarið hafa neytendamál verið ofar- legaá baugi í f jölmiðlum. Má segja að tvennt hafi komið til sem vakið hefuráhuga fjölmiðlanna um þessi mál. I fyrsta lagi sú efling sem orðið hefur í starfsemi Neyt- endasamtakanna svo og gagnrýni þeirra á Sölu- félagið nú upp á síð- kastið, er Ijóst varð að það hafði kastað umtals- verðu magni af agúrkum og tómötum á haugana. Hvað varðar starfsemi Ney tendasamtakanna má benda á að þau hafa verið aö stofna ýmsar deildir út um landsbyggðina. Deildunum fer sifellt fjölgandi og er takmarkið að komið verði á fót deildum i hverju byggðarlagi út um land allt. Má með sanni segja að á þeim stöðum þar sem deildir Neytendasamtakanna hafa verið stofnsettar sé nú mjög blómlegt starf, og að þær gegni mjög svo mikilvægu hlutverki fyrir neytendur viðkomandi byggðarlaga. í Borgarfirði hefur ein slik deild verið stofnsett. Hefur hún frá upphafi verið mjög virk og m.a. gefið út fréttabréf mánaðarlega. I þeim eru verð- kannanir svo og ýmiss annar fróðleikur fyrir neytendur. í verðkönnunum er gerð ákveðin úttekt á vöruverði verslananna þar sem fólk getur borið saman verðið og siðan valið þá verslun sem best býður. Við birtum hér fréttabréf Borgarfjarðardeildar Neytendasamtakanna svo fólk geti séð hið þarfa og nauðsyn- lega framlag þeirra til neytenda er auðveldar þvi á ýmsan hátt að spara, ekki veitir af. Þess má geta að Borgarfjarðardeild NS sendir fréttabréfið i öll hús og á alla bæi i Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu. Eftir að blaðamaður Alþýöu- blaðsins hafði farið yfir verð- könnunina i fréttabréfi þvi er hann fékk sent frá Borgar- fjarðardeild NS gat hann ekki betur séð en að sjálft kaupfélag- ið þ.e.a.s. Kjörbúð Kaupfélags Borgfirðinga, sem á að vera verslun fólksins og á að halda vöruverði niðri, er meö hæstu álagninguna á vörunum i öllum tilvikum nema einu. Þetta er mjög svo einkenni- legt og er erfitt að dæma um ] hvað veldur þessum álagningum. Má i þvi sambandi benda á að i Kjörbúð kaup- félagsins kostar t.d. Robin Hood hveiti 955 krónur en ekki nema 780 krónur i Verslun Jóns Eggertssonar og einnig i Nes- kjöri. Þá kostar Royal lyftiduft (450 gr.) 457 krónur en ekki nema 360 krónur hjá Jóni Eggertssyni. FÍeiri dæmi þarf vart að nefna þar sem við birtum mynd af verðkönnuninni fólki til glöggv- unar. Einnig hlýtur fólki á þessu svæði nú að vera kunnugt um þann verðmun er ríkir. t einu tilfelli sem fyrr segir var Kjör- búð Kaupfélagsins þó með lægra vöruverð en það voru vanilludropar sem kosta þar 90 krónur en 97 krónur i verslun Jóns Eggertssonar. Það er ljóst að svona verð- kannanir leiða til góðs. Þær gefa neytendum heildarmynd af þvi sem til er þannig að i raun og veru má segja að þar fái fram- leiðandinn ókeypis auglýsingu á vöru sinni. Hins vegar fær neytandinn heildaryfirsýn yfir verðið en það er það sem mestu máli skiptir. Sú þróun sem átt hefur sér stað að þvi er virðist innan Neytendasamtakanna er engin bóla, sem væntanlega mun springa og verða að engu eftir nokkra mánuði. Það er greini- legt. I fyrsta lagi vegna þess að NS hafa verið að byggja sig upp að innan en ekki utan. öll innri starfsemi hefur hin siðari ár verið meira og minna i molum. Nú aftur á móti hafa forráða- menn NS verið að endurskipu- leggja samtökin þannig að þau muni smátt og smátt eflast og verða afgerandi afl i neytenda- málum hér á landi. En til þess að svo megi verða i raun þurfa allir landsmenn að leggja sitt að mörkum. Það gera þeir með þvi að ganga i NS, og stuðla þannig að þvi að út um allt land risi hinai ýmsu deildir. Vonandi verður þess ekki langt að biða þvi eins og flestum er kunnugt hafa verið sett lög á Alþingi er heimila frjálsa álagningu. Þessi lög eru ekki enn komin til fram- kvæmda. En eitt er vist þegar að þvi kemur þá er brýn nauðsyn þess að NS séu orðin sterk og virk og geti með sinum styrkleika haft þau áhrif er hamla gegn auknum verðhækk- unum. Þá getum við öll viður- kennt það að NS geta bætt lifs- kjör almennings rétt eins og hvert annað verkalýösfélag. Þorleifur Jónsson: „Krafa iðnaðarins að verðbólgan verði kveðin niður!” Þorleifur Jónsson ritar forystugrein í síðasta hefti Tímarits iðnaðar- manna, þar sem hann fjallar um ástandið að loknum þingkosningum. Þar heyrist rödd, sem vert er að vekja athygli á: Nú þegar þetta er ritað stendur islenska þjóðin á kross- götum. Alþingiskosningar eru rétt um garð gengnar og úrslitin þess eðlis, að engin leið er að geta sér til um hvaða stjórn- málaflokkar munu mynda rikis- stjórn næstu fjögur árin. Mörg úrlausnarefni biða þeirrar rikisstjórnar, sem við tekur. Eitt megin viðfangsefniö verður að halda áfram upp- byggingu og eflingu Islensks iðnaðar. Stærra átak þarf að gera i þessum efnum á næstunni en nokkurn tima áður, þar sem ljóst er að margar vinnufúsar hendur munu bætast við vinnu- markaðinn á næstu árum. Starfstækifærin eru i iðnaði, ef rétt er á haldið. Þótt þetta sé hér undirstrikað, sem eitt stærsta viöfangsefni nýrra valdhafa, skal á engan hátt dregið úr þeirri þjóöar- nauðsyn, að vigbúast nú þegar til baráttunnar við hina ógn- vekjandi verðbólgu, sem allt út- lit er fyrir að muni magnast fremur en hitt á næstu mánuð- um. Sú hætta nálgast nú æ meir, að þessi barátta fari að taka á sig mynd hinnar frægu glimu Þórs við Elli kerlingu forðum. Baráttan við verðbólguna er ekkert sérmál og efling iðnaðar annað. Komist verðbólga hér á Iandi ekki fljótlega á svipað stig og i nágrannalöndum okkar, má þakka fyrir, ef gliman endar meö bræðrabyltu og verðbólgu- kerlingin kemur islenskum iðn- aði og raunar öllu okkar at- vinnulifi aðeins á annað hnéð. Allt eins mætti búast við verri endalokum. Það hlýtur þvi að vera krafa Islensks iðnaðar að ekkert verði til sparað við að kveða verðbólgudrauginn niður. Um leið og iðnaðurinn getur orðiö leiksoppur vérðbólgunnar getur hann einnig hjálpað til að draga úr henni. Til þess þarf markvissa iðnaðarstefnu, sem annars vegar beinist að aðgerð- um inn á við til lagfæringar á ýmsum vandamálum i iðnfyrir- tækjum og hins vegar miðar að umbótum á rekstrarskilyrðum iðnaðarins og samkeppnisstöðu. Timarit iönaðarmanna minn- ir á að Landssamband iðnaðar- manna hefur að undanförnu i starfi sinu lagt áherslu á bæði þessi markmið. Ekki sist hið fyrrnefnda. Landssambandið er málsvari alls iðnaðar, bygg- ingar-, þjónustu- og vörufram- leiðslugreina og lætur sig skipta öll mál, er iðnað varðar nema kaup og kjaramál. Það er þvi vel fallið til þess að vera stjórn- völdum til ráðuneytis um við- feðma iðnaöarstefnu, sem tekur mið af allri atvinnustarfsemi I landinu. Landssamband iðnaðar- manna hefur oftast átt þvi láni að fagna að eiga gott samstarf viö þá menn, sem gegnt hafa starfi iðnaðarráðherra. Svo hef- ur verið s.l. fjögur ár og er sér- stök ástæða til að þakka fráfar- andi iðnaðarráðherra þann skilning, er hann hefur sýnt málstað Landssambandsins. Óvist er hver mun gegna þessu þýðingarmikla embætti næsta kjörtimabil. Landssamband iðnaðar- manna mun ganga heils hugar til samstarfs við hvern þann iðnaðarráðherra, sem I einlægni vill efla islenskan iðnað og telur sér hag i að þiggja ráð iðnaðar- manna og forsvarsmanna iðn- fyrirtækja, er i áraraðir hafa reynt að vinna iðnaðinum allt það gagn, sem þeir hafa frekast getað. Þ.J.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.