Alþýðublaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 1
alþýdu-
blaðið
Föstudagur 4. ágúst 1978 —150. tbl. 59. árg.
Ritstjórn Alþýðublaðsins er f
Srðumúla 11 - Sími 81866
Rætt við Gunnar Má Kristófersson,
formann Alþýðusambands Vesturlands
Tillögur Alþýðubanda-
lagsins óraunhæfar
Gunnar M. Krisiófersson
//Ég hef kynnt mér
þessar tillögur, sem
lagðar voru fram af
hálfu Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags í vinstri
viðræðunum, og ég verð
að segja það, að ég tel til-
lögur Alþýðubanda-
lagsins allsendis óraun-
hæfar. Til þess að leysa
þann gífurlega efnahags-
vanda, sem nú er við að
etja, verða menn auð-
vitað fyrst að horfast í
augu við raunveru-
leikann."
Þetta voru orð Gunnars Más
Kristóferssonar formanns
Alþýðusambands Vesturlands
er leitað var álits hans á slitum
stjórnarmyndunarviðræðna
vinstri flokkanna. Þá var
Gunnar spurður um kröfuna
„Samningana i gildi”:
„Þessa kröfu tel ég óraun-
hæfa. Ég er sammála stefnu
Verkamannasambandsins að
aðeins verði greiddar fullar
visitölubætur á laun upp að
vissu marki, og svo aðeins föst
krónutala á hærri launin.
— Telur þú gengisfellingu
óumflýjanlega?
„Já, ég tel að menn verði að
sætta sig við staöreyndir hér
sem annars staðar, gengið er i
rauninni þegar fallið.
— Hvað um tillögu Alþýðu-
bandalagsins um uppbótakerfi?
„Ég mari nú ekki svo langt
aftur að ég geti dæmt um slikt
kerfi af eigin raun, en gamlir
menn hafa sagt þær sögur af
þvi, að ég er litið hrifinn af hug-
myndinni. Þetta uppbótakerfi
er einn angi af haftastefnu, sem
ég er alfarið á móti.”
Rætt við Karl Steinar Guðnason formann Verka-
lýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur
Alþýðuflokkurinn þorir
að takast á við vandann
,, Alþýðubandalagið
sveik verkalýðshreyf-
inguna. Þeir reyndu
ekki og þorðu ekki að
fara í vinstri stjórn”,
sagði Karl Steinar
Guðnason formaður
Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavik-
ur, er blaðamaður Al-
þýðublaðsins hafði
samband við hann í
gær og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar.
— Hvert er álit þitt á milli-
færsluleiö Alþýðubandalagsins?
— Millifærsluleið Alþýðu-
bandalagsins er hið gamla upp-
bótakerfi sem ýmsir muna
sjálfsagt eftir. Þar voru um 40
mismunandi gengi á islensku
krónunni og leiddi þetta kerfi af
sér mikla spillingu. Má segja að
uppbótakerfið hafi verið gróðr-
arstia mikillar spillingar þar
sem sá er minnst má sin i þjóð-
félaginu er miklu misrétti beitt-
ur. I þessu kerfi gildir þaö að
þeir sem hafa aðstöðu og fjár-
magn geta spilaö á kerfið.
Ég vil likja þessu kerfi við
það, aö skorið væri skottiö af
hundi og honum gefiö að éta.
Leiö Alþýöubandalagsins
kostar stórfelldar álögur á al-
menning. Hitt er annað, að mér
finnast tillögur Alþýðubanda-
lagsins sem margir kalla und-
anfærsluleið, vera hrein skritla.
Dæmið gengur ekki upp. Er þvi
stefna Alþýðubandalagsins ó-
framkvæmanleg og sett fram
sem áróðursbragð til aö koma i
veg fyrir myndun vinstri stjórn-
ar.
— Aö hvaöa leyti eru tillögur
Alþýöuflokksins frábrugönar
tillögum Alþýðubandalagsins?
— Við viljum viðurkenna
vandann og þorum að takast á
viö hann. Til þess að verkamenn
og sjómenn veröi ekki undir i
óðaverðbólgunni verður að tak-
ast viðtækt samstarf um úr-
lausnir milli rikisstjórnarinnar
og aðila vinnumarkaöarins. Það
er hægt ef menn vilja og þora,
þvi launafólk veit að allt er
betra en það ástand i kjaramál-
um gr rikt hefur siðustu árin.
Slíkt samstarf hefur tekist á
Norðurlöndum og annars staðar
i Evrópu og við verðum að fara
sömu leiðir hér, annars er voð-
inn vis.
Framhald á 3. siöu
Bragi Sigurjónsson skrifar:
„Þegar býður þjóðarsómi”
Það er góðæri til
lands og sjávar þriðja
árið i röð, kappnóg at-
vinna og nær allir hafa
æriðfyrir sig að leggja.
Samt er flest á hverf-
anda hveli i landinu
vegna vanmáttugrar
yfirstjórnar, sumum
finnst af ráðleysi, aðrir
telja, að völdin séu á of
margra höndum, sem
togist á, svo hvergi
miði nema til ófarnað-
ar. Líklega hafa báðar
skoðanirnar nokkur
rök fyrir sér.
Enginn getur varist þvf að á-
lykta, að þaö hljóti einhvers-
staöar að vera meira en litið 6-
lag ástjórn mála, þegar fullyrt
er, að frystihús landsmanna
tapi daglega þeim mun meira,
sem meiri afli góðfisks berst til
þeirra, svo sem nú hefir verið
sfðustu vikur og daga um allt
Vestur-, Norður- og Austurland,
og útgerðin þykist þó ekki of
haldin. Verð frysts fisks á er-
lendum mörkuðum er þó með
þvi hæsta sem við höfum átt aö
venjast. Ekki getur skýringin
legið i þvi einu, að sjómanna-
samningarnir séu rangsnúnir,
þótt öllum sýnist það sprengi-
efni, að hásetahlutur geti í mok-
fiski komist i eina miljón kr. á
tveim veiðitúrum, sem taki 7-10
daga, og hlutir vélstjóra, stýri-
manna, að ekki sé nefndir skip-
stjórar, miklu hærri. Það er
áreiðanlega eitthvað i kerfinu
öllu, sem þarf að laga, og það er
grundvallaratriði, þvi að hér er
um grundVállaratvinnugreinar
okkar að ræöa: útgerð og úr-
vinnslu afla.
Stundum ersagt,og i því fellst
vafalaust mikill sannleikur, að
það þurfi gagngera hugarfars-
breytingu til, svo að sigur vinn-
ist á ofdrykkjuhneigö landans.
En veitir okkur af annars konar
hugarfarsbreytingu lika, hugar-
farsbreytingu gagnvart fjár-
munum og notkun þeirra?
Jaðrar ekki ásókn okkar
margra hverra eftir veraldar-
gæðum nánast við ofdrykkju-
hneigð?
Milli stétta og hagsmunahópa
er heimtufrekja og yfirgangur
oröinn viðtekinn umgengishátt-
ur, og undir þessa ómannlegu
hætti kyndir skelfingaróttinn
við að troðast undir 1 hruna-
dansi óðaverðbólgu og óstjórn-
ar. Margir dansa aö visu nauð-
ugir, en hinir danssjúku leiöa
dansinn.
Er ekki ráö að staldra við og
hugsa sig um i dansinum?
Er ekki fleira eftirsóknarvert
i lifinu en mikil fjárráð?
Er ekki stéttasamhugur nota-
legri hugkennd en stéttarigur?
Er sú sálarfesta ekki meira
viröi aþ vita fjárhag lands sins
troustan en eiga dýrara og feg-
urrahús en nágranninn, fallegri
bil og fara oftar erlendis en
hann?
Er engum það þægilegur
metnaðarvaki að vita sig þegn
dáðrikrar og dugmikillar þjóð-
ar, svo að honum þyki sjálfsagt
að leggja nokkuð i sölurnar til
að bjarga henni úr álögum
óstjórnar og sundurlyndis?
Það er mikii ábyrgð samfara
þvi aö vera þegn fámennrar
þjóðar. Hver og einn þarf nán-
ast aö vera mikilmenni, sem
alltaf ber hag samþegna sinna
jafnt fyrir brjósti og sinn eigin
hag. Nú er á þennan samhug
kallað, ella endar hrunadans sá,
er þjóðin hefir nauðug viljug
dansað um sinn, aðeins á einn
veg, að þjóðfélagsbygging okk-
ar hrynur. Viö veröum að taka
okkur á strax og koma lagi á
hlutina.
Og hvað er þá fyrst til ráða?
Abyrgur meirihluti þarf að
taka sig saman um úrbætur án
öfga og framkvæma þær fúm-
laust, en af festu. Höfuðmark-
mið, hvað efnahagsstjórn snert-
ir, eiga að vera þessi:
Að tryggja fulla atvinnu og ná
jöfnuði i lifskjörum, að ná stöð-
ugleika i kaupgjaldiog verðlagi,
að ná jöfnuði i viðskiptum við
útlönd, að treysta atvinnulif,
svo að allir öðlist atvinnuöryggi,
bætt lifskjör hljótist af og efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar
verði tryggt.
En meðan verið er að klifa
hjallann að þessu marki, verða
allir að sýna þegnskap og
nokkra fórnarlund og ástunda
samstarfsvilja. Hér skulu
nokkur úrræði nefnd til um-
hugsunar og úrvals:
Innflutningur óhófs- og glys-
varnings verði takmarkaöur.
Farmgjöld verði lækkuð, og
verslunarálagning lækkuð.
Vörugjald og/eða söluskattur
verði lækkað.
Hækkun þjónustu gjalda verði
ekki leyfð um sinn.
Rikisútgjöldum verði haldið i
lágmarki.
Frestað verði fyrirhuguðum
fjárfestingarframkvæmdum,
sem li'tt eða ekki eru byrjaðar,
um eins árs skeið.
Oliuverslun og vátryggingar-
starfsemi verði einfölduö.
Bönkum verði fækkað með
sameiningu.
Drottinvald Seðlabanka veröi
skert.
Verðhækkunargróöi verði
skattlagður riflega.
Tekjuskattur fyrirtækja verði
lagður á, áöur en afskriftir
reiknast.
Lögfest verði lágmarks- og
hámarkslaun og engir megi
taka tvenn föst laun ( t.d. ráð-
herralaun og þingmannslaun)
né reikna sér kaup fyrir auka-
störf unnin i skylduvinnutima
(nefndalaun).
Tekin verði upp ný verðbóta-
visitala á laun, og verði hún jöfn
á allt kaup miðaö við tiitekin
þurftarlaun 4 manna f jölskyldu,
en ekki hlutfallsleg eftir launa-
hæð.
Yfirvinna við framleiðslustörf
verði skattfrjáls.
Uppmælingartaxtar verði
háöir eftirliti og leyfum rikis-
valdsins.
Verktaxtar verkfræðinga,
arkitekta, tannlækna og ann-
arra, er setthafa sjálfir verö á
vinnu sina, verði háðir eftirliti
og samþykkt rikisvaldsins.
Sitthvað fleira mætti tina til,
sem ný og röggsöm rikisstjórn
þarf að taka hendi til i samráði
við þegnana, vaknaða til við-
náms og afturhvarfs frá hruna-
dansi óðaverðbólgu, vaknaöa tíl
almenns skilnings á þvi, að það
er fleira eftirsóknarvert við
lifið en afla fjármuna og eyða
þeim. öryggi og jafnvægi, og
vita sig vel gera er a.m.k. ekki
minna um vert.
Við skulum vona, að þetta viö-
nám og afturhvarf sé ekki langt
undan, og vel sé hverri ríkis-
stjórn, sem getur hafið þetta
viðnám og komið þessu aftur-
hvarfi á, svo á eftir geti ný sig-
ursóknhafist. Þjóðin býður eftír
slfkri forystu. , Br.S.