Alþýðublaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 4. ágúst 1978 jSflr
Pólitísk afbrýðisemi stýrði
gerðum Al þýðuband al agsins
alþýöu-
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur:
Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siöu-
múia 11, sfmi 81866. '
Prentun: Blaöaprent h.f.
Áskriftaverð 2000 krónur á
mánuöi og 100 krónur I lausa-
sölu.
Alþýðubandalagið eyðilagði til-
raun Benedikts Gröndal til þess
að mynda samstjórn Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks. Það fer ekki
lengur á milli mála. Á sömu
klukkustund og viðræðum þess-
ara flokka var lokið hófu for-
ustumenn Alþýðubandalagsins
linnulausa rógsherferð á hendur
Alþýðuf lokknum. Það er nú Ijóst,
að þeir ætluðu sér ekki að taka,
þátt i ríkisstjórn. Þeir hafa fall-
izt á skoðanir Alþýðuf lokksins og
meirihluta Alþingis í varnar- og
öryggismálum, en sögðu það þó
aldrei skýrt.
Kjarni málsins er samt sá, að
Alþýðubandalagið lét brjóta á úr-
ræðum í efnahagsmálum til
nokkurra mánaða. Þeir létu
brjóta á skammtímalausn. Þeir.
höfnuðu þar með tillögum Al-
þýðuf lokksins að brjótast út úr
vítahring hins brjálaða efna-
hagslífs, og gera efnahagslífið
árangursríkt á ný.
Það er öllum Ijóst, að gengi is-
lenzku krónunnar er þegar fallið
í þeim skilningi, að fái frystihús-
in ekki fleiri íslenzkar krónur
fyrir erlendu myntina, sem þeir
selja aflann fyrir þá fara þau á
höfuðið við óbreyttar aðstæður.
Það þýðir vinnustöðvun og at-
vinnuleysi. Þessuhugðist Alþýðu-
bandalagið bjarga með fjár-
munatilfærslum innanlands, og
lögðu fram tillögur, þar sem
vantaði tíu milljarða. Þetta sýnir
og sannar, hver alvara var í við-
ræðunum af þeirra hálfu.
Verra er hitt, að með þessu
eyðilagði Alþýðubandalagið að
sinni málefnalega samstöðu á
launþegavæng íslenzkra stjórn-
mála. Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagið hefðu getað haft
samstöðu um að stokka upp kerf-
ið. Þessir flokkar hefðu getað
haf t samstöðu um að ráðast gegn
skattsvikum, ráðast til atlögu við
neðanjarðarhagkerf ið, hreinsa
til í þjóðfélaginu. Auðvitað^ þarf
víða að gera gangskör að því að
hreinsa til í rekstrinum, bæði til
þess að auka hagkvæmni og
framleiðni, og eins til þess að
fylla upp í margvíslega leka í
skattalögunum og skrúfa fyrir
verðbólgugróða, sem fyrir löngu
er orðinn meiri háttar eitur í
þjóðarlíkamanum. öllu þessu
hafnaði Alþýðubandalagið með
því að slíta viðræðum vegna þess
sem þeir telja vera pólitíska taf I-
mennsku. Það er þeirra verk að
Geir Hallgrímsson gerir nú til-
raun til stjórnarmyndunar.
Verst er þó að Alþýðubanda-
lagið hafnaði samstöðu um það
aðskrúfa fyrir verðbólguna, sem
er mesti skaðvaldur í íslensku
efnahagslífi, og sá skaðvaldur
sem verst og með mestum þunga
bitnar á láglaunafólki í landinu.
Það er ekki láglaunafólkið sem
græðir á verðbólgunni. Það gera
aðrir. Og Alþýðubandalagið
hafnaði samvinnu um að gera
rækilega úttekt á rekstri fyrir-
tækja til þess að auka traust á
milli rekenda og launatakenda.
Allt þetta hefði verið hægt að
gera, ef vilji Alþýðubandalags-
ins hefði verið fyrir hendi. En
hann reyndist ekki vera fyrir
hendi, sennilega fyrst og fremst
vegna þess, að þeir þjást af póli-
slíkri afbrýðisemi vegna kosn-
ingasigurs Alþýðuflokksins í
júní. En þessi atburðarás verður
aðopna augu launþega fyrir því,
að þetta endalausa ábyrgðarleysi
er ekki til þess fallið að rétta hlut
launþega, heldur þvert á móti.
Þetta eitrar allt andrúmsloft í
samtökum launafólks. Þessi
sundrungariðja færir forustu
um stjórnarmyndun til aðstand-
enda fyrrverandi og kolfallirrar
ríkisstjórnar. Alþýðubandalagið
hefur tekið það sem það álítur
vera eigin stundarhagsmuni
fram yfir langtímahagsmuni
íslenzks launafólks. Alþýðu-
flokkurinn vann mikinn kosn-
ingasigur í vor meðal annars
vegna nýrra tiilagna um að ráð-
ast gegn spillingu og neðanjarð-
arhagkerfi, lagfæra báknið, upp-
ræta skattsvik. Alþýðuf lokkurinn
talaði annað tungutak en kerfis-
kallar stjórnmálanna, lagði fram
nýjar lausnir með nýjum hætti.
Þetta hefði auðvitað skipað veru-
legt rúm i nýjum stjórnarsátt-
mála, svo sem eðlilegt er og í
samræmi við kosningaúrslitin í
júní. Þessa samvinnu eyðilagði
Alþýðubandalagið, fyrst og
fremst vegna pólitískrar
afbrýðisemi. Vera má að þessi
loddaraskapur f ullnægi einhverj-
um hvítf®bbakommum í Alþýðu-
bandalaginu. En íslenzkir launa-
þegar hafa ekki efni á tafl-
mennsku af þessu tagi. VG.
Þórsmörk um verslunarmannahelgina Farið verður frá BSl föstudagskvöld klukkan 20. Til baka frá Þórsmörk mánu- dag kl. 14. Upplýsingar á BSl, simi 22300. Austurleið hf. EFLIÐ ALÞÝÐUFLOKKINN— ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Kennara vantar að Grunnskóla Vopnafjarðar. Gk)tt húsnæði i boði. Allar nánari upplýsingar gefur Hermann Guðmundsson, i sima (97)3113.
Bifvélavirki — járniðnaðarmaður Okkur vantar nú þegar einn járniðnaðar- mann og einn bifvélavirkja eða mann vanan bilaviðgerðum. Hraðfrystistöðin í Reykjavik, Mýrargötu 26, simi 21400 TOboðsverð fyrir V erslunarmannahelgina Hólasport auglýsir tilboðsverð á tjöldum, 1 svefnpokum og fleiri ferðavörum 1
Skálholtssköli Lýðháskóli er framhaldsskóli, sem ein- kennist af valfrelsi og nýstárlegum kennsluháttum. Vetrarstarf Skálholtsskóla hefst i október- | byrjun. Skálholtsskóli. 1 Simi um Aratungu. Léttur en traustur hlífðarfatnaður í útileguna Matarsett, pottasett, kælibox, tuiííapör o.m.fl. HÓLASPORT ^ Hólagarði, Lóuhólum 2-6, simi 75020 ^ 1