Alþýðublaðið - 12.08.1978, Qupperneq 4
alþýðu
i n
Útgefandi Alþýðuflokkurihn
Ritstjórn og auglýsingadeitd Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866.
Laugardagur 12. ágúst 1978
Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður:
Hvaða erindi eigum við í stjórn?
Rifrildið um braðabirgðaúrræöin i efnahagsmálun-
um með sama gamla og forpokaða tungutakinu er
deila um aukaatriði en ekki aðalatriði. Aðalatriðið er
að forða því með breyttri efnahagsstefnu að sama
ástandið skapist ávallt með reglulegu millibili. Aðal-
atriðið er að gera þá kerfisbreytingu á íslensku
samfélagi, sem gerir það að verkum, að fólk geti lifað
i öryggi og velsæld í frjálsu og siðuðu samfélagi
manna. Eina erindi Alþýðuf lokksins í stjórnarráðið er
að fá sliku áorkað. Við væntum þar stuðnings Alþýðu-
bandalagsins, en það skarst úr leik.
Efnahagsmálin hafa um
langan aldur verið meginvið-
fangsefni islenskra stjórnmála.
I kosningum eftir kosningar
hefur vart um önnur mál verið
talað. Svo einhliða áhersla hef-
ur verið lögö á efnahagsmál í
málflutningi stjórnmálamanna
að halda mætti, að ekkert annað
væri viðfangsefni þeirra né ætti
að vera en eilif umfjöllun um
efnahagsmálin i þrengsta skiln-
ingi.
Þannig hafa fleiri en ein og
fleiri en tvær rikisstjórnir verið
myndaöar svo til eingöngu um
bráðabirgðaráöstafanir i efna-
hagsmálum; um björgunarúr-
ræði; og énn er það svo, að i
blaöaskrifum um þær stjórnar-
myndunartilraunir, sem gerðar
hafa verið, hefur nær eingöngu
verið fjallað um bráðabirgðaúr-
ræði i efnahagsmálum meö
sama hætti meira að segja með
sömu orðum og gert hefur verið
i 20 ár. Ekkert annað hefur
komist aö i þessari umræðu en
gamli söngurinn um „redding-
ar” með færslu upp, færslu nið-
ur — færslu út eða færslu suður,
eins og Jónas Kristjánsson
komst að orði i Dagblaðsleiöara
fyrir skemmstu. Það er eins og
blaöamenn og stjórnmálamenn
hafi gert með sér einhvers kon-
ar þegjandi samkomulag um,
að stjórnmál skuli einskorðast
við sömu gömlu tugguna um
sömu gömlu bráðahirgðaúrræð-
in i efnahagsmálum og að þess-
ir aöilar veröi stöðugt að gang-
ast undir próf um kunnáttu i
fræöunum til þess að geta talist
menn meö mönnum.
Einfaldar staðreyndir.
Efnahagsmál eru vissulega
þýöingarmikill málaflokkur en
þó siður en svo sá eini, sem
kemur til álita við stjórnar-
myndanir. Og sá þáttur efna-
hagsmála, sem mesta umræðu
hefur fengið — björgunarúrræði
til þess að koma i veg fyrir yfir-
vofandi stöðvun atvinnulifsins
— er sennilega sá þýðingar-
minnsti.
Agreiningur er enginn um þá
einföldu staðreynd, að útflutn-
ingsatvinnuvegir landsmanna
eru reknir með tapi og um þaö
bil að stöövast. Við þvi eru ekki
til nema ákveöin úrræði, sem
menn þekkja frá fornu fari. Þau
eru ekki fýsileg né aðlaðandi, en
framhjá þeim verður engu að
siður ekki gengiö. Hvort sem
mönnum likar það betur eða ver
eru þær bráðabirgðaráðstafan-
ir, sem nú þarf að gera til þess
að halda atvinnulifinu gang-
andi, aðeins svar viö aðstæðum,
sem þegar hafa skapast og eru
þvi óhjákvæmilegar — nánast
einvörðungu einfalt reiknings-
dæmi.
Að gera slikt reikningsdæmi
að meginatriði stjórnmála-
baráttu og frágangssök i stjórn-
army ndunarviðræðum er
barnalegt, stjórnmálamönnum
til vansæmdar og móðgun við
allt sæmilega vitiborið fólk. Að
mynda rikisstjórn aðeins utan
um slik óhjákvæmileg úrræði til
bráðabirgða er jafn heimsku-
legt þótt þaö hafi verið gert. Þá
væri alveg eins hægt að mynda
stjórn á grundvelli margföldun-
^rtöflunnar^öaáJtylgnHl^so^
Bóndinn hljóp
ritstjórann af sér
Hér sjáum við bóndann Stefán
Jasonarsonog ritstjórann Jónas
Kristjánsson i einviginu fræga.
En eins og mönnum er ljóst, skor-
aði Stefán Jónas á hólm. Skyldu
þeir þreyta með sér hlaup eitt
mikiö. Skoraöist Jónas ekki und-
an áskorun Stefáns og mætti til
leiks á iþróttavellinum á Selfossi
kl. 11 árdegis I gær. Hlupu þeir tiu
hringi í kringum völlinn en það er
um fjórir km. 1 upphafi mátti ekki
sjá hver myndi að lokum sigra.
En þegar liöa tók á hlaupið gerð-
ist Jónas allmjög svo þungstfgur
á meðan sá gamli hélt áfram að
skokka, án þess, að þvi er virtist,
að hann blési úr nös. Lauk svo
leiknum með þvi, að þegar Stefán
kom i mark, átti Jónas um það bil
hálfan hring eftir. Vonandi hafa
þeir þó báðir getað mætt sprækir
og hressir á Landbúnaðarsýning-
una, sem opna átti strax eftir
hádegi á Selfossi. Blaðamaður
Alþýðublaðsins leit þar við og
verður nánar greint frá sýning-
unni siðar.
fjöru. Ef Islendingar hyggjast
ekki einir allra þjóða lýsa þvi
yfir, að hagfræði sé ekki vis-
indagrein og allar viðurkenndar
staðreyndir þeirra fræða séu
bull, þá ætti að vera einna auð-
veldast að ná samkomulagi um
þær óhjákvæmilegu aðgerðir,
sem gera verður til þess að at-
vinnulifið haldist gangandi. Það ;
ætti aö vera siöasta en ekki
fyrsta umræðuefnið flokka i
milli viö stjórnarmyndanir nú.
Um hitt ætti fyrr að ræöa,
hvaða ráöum beita þurfi i efna-
hagsmálunum, svo þessar efna-
hagskreppur endurtaki sig ekki
si og æ með reglulegu millibili,
eins og raunin hefur á orðið.
Hver er sú gerbreytta efna-
hagsstefna, sem taka þarf upp á
Islandi þegar hinar óhjákvæmi-
legu bráöabirgöabjörgunarráð-
stafanir hafa verið gerðar?
Gengisfelling er ekki úrræði,
heldur andsvar viðástandi, sem
þegar hefur skapast. Sama máli
gegnir um þær aörar leiðir, sem
ræddar hafa verið — millifærslu
og niðurfærslu. Hvor þeirra um
sig er aðeins viöbragð viö orðn-
um hlut. Hvernig eigum viö að
koma i veg fyrir, aö þessar að-
stæður skapist strax aftur? Það
á að vera megininntakið i efna-
hagsmálaumræðu flokkanna.
Þannig umræður vildum við
Alþýðuflokksmenn innleiöa i
vinstri viðræöunum en fengum
engan hljómgrunn. Alþýðu-
bandalagið fékkst ekki til þess
að leiða hugann lengra fram i
timann, en til næstu áramóta.
Pólitisk hugsun Lúðviks Jóseps-
sonar hefur ávallt veriö og er
enn i vertiðum.
Kerf isbreytingar.
Til hvers fer flokkur i rikis-
stjórn? Hvaða erindi á t.d.
Alþýðuflokkurinn i stjórnarráð-
iö? Það eitt að þjóöin geti lifað
frá hendinni til munnsins i efna-
hagslegu tilliti? Það eitt að
redda málunum frá mánuði til
mánaöar — eða frá „vertið” til
„vertiðar” samkvæmt pólitisku
timatali Alþýðubandalagsins?
Nei — við höfum ekkert i slika
stjórn að gera.
Alþýðuflokkurinn vann i sið-
ustu kosningum umtalsverð-
asta sigur, sem nokkur stjórn-
málaflokkur hefur unniö i kosn-
ingum á Islandi. Auðvitað vill
hann fúslega fylgja þeim sigri
eftir með þvi aö beita áhrifum
sinum i rikisstjórn og axla þá
ábyrgð, sem þvi fylgir. En þvi
aðeins að það sé á grundvelli
þeirrar stefnu, sem flokkurinn
bar fram, barðist fyrir og hlaut
fylgi viö. Ef er óhjákvæmilegt
að gera þungbærar ráöstafanir,
s.s. eins og að fella gengi eða
hækka skatta, til þess að halda
atvinnulifinu gangandi, þá gott
og vel. Alþýöuflokkurinn flýr
ekki staðreyndir og hleypur
ekki af hólmi þótt svo sé. En
hann krefst þess að sjálfsögðu
að dæmið gangi upp.
En Alþúðuflokkurinn fer ekki
i rikisstjórn bara til þess að
fella gengi eða hækka skatta.
Hann fer ekki i rikisstjórn að-
eins til þess aö gera óhjákvæmi-
legar bráöabirgðaráöstafanir i
efnahagsmálum. Hvað efna-
hagsmálunum viövikur, þá fer
Alþýöuflokkurinn ekki I rikis-
stjórn nema þær breytingar
verði geröar á stjórn efnahags-
mála sem gera það að verkum,
að slikar bráöabirgðabjörgun-
arráðstafanir þurfi ekki aö
verða jafn daglegt brauö og þær
hafa verið. Fáist það ekki fram
á flokkurinn ekkert érindi i
stjórnarráðiö.
M.ö.o.: Við flýjum ekki vand-
ann. Viö hlaupumst ekki undan
ábyrgö á lausn hans. En þvi að-
eins á flokkurinn erindi i rikis-
stjórn að upp verði tekin sú ger-
breytta efnahagsstefna, sem
hefur það i förmeð sér að þjóðin
þarf ekki að standa andspænis
sömu efnahagsvandamálunum
með fárra mánaða millibili,
eins og verið hefur.
Þjóðfélagsumbætur.
t hinum einskorðuöu efna-
hagsumræðum hafa stjórn-
málamenn nú um langt skeið
vanrækt með öllu ýmsar þjóðfé-
lagsumbætur, sem i hugum
okkar Alþýðuflokksmanna
skipta ekki minna máli en
Sumarferðalag
Verkakvennafélagsins
Framsóknar
verður laugardaginn 19. ágúst um Borgar-
fjörð, heitur matur á Hótel Bifröst.
Tilkynnið þátttöku til skrifstofunnar sem
allra fyrst simar 26930 26931.
Heimilt er að taka með sér gesti.
Stjórnin
Búðahreppur
Laus störf
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar:
Starf skrifstofumanns. Gjaldkera- og bók-
haldsstörf eru aðalverkefni. Starf bygg-
ingarfulltrúa Búðahrepps. Staða skóla-
stjóra og kennara við Tónlistarskóla:
Búðahrepps. Umsóknum skal skilað til
skrifstofu Búðahrepps, Fáskrúðsfirði fyr-
ir 23. ágúst 1978. Uppl. i sima 97-5220.
Sveitarstjóri Búðahrepps
lausn efnahagsmála.
Hafa menn t.d. veitt því at-
hygli, að um margra ára skeið
hefur ekkert sérstaklega mark-
vert gerst til aukins jafnréttis
og frelsis þegnanna og ýmsar
þjóðfélagsmeinsemdir hafa
verið látnar aö mestu afskipta-
lausar? Islensku þjóöfélagi hef-
ur á ýmsan hátt hrakað hvað
varðar ýmis mannleg verömæti
og ýmsum mikilvægum stofn-
unum samfélagsins og voldug-
um félagssamtökum er hætta
búin sökum stöðnunar, sem
breyst hefur i afturför.
Þessu viljum viö Alþýðu-
flokksmenn breyta.
Við viljum auka raunveru-
legt lýðræði i samfélaginu og
stofnunum þess með þvi að
auka ábyrgð slikra stofnana og
aðhald með þeim.
Við viljum afnema tafar-
laust þau lög, sem sett voru til
ónýtingar á „sólstöðusamning-
unum” og taka strax i kjölfarið
upp viðræður við verkalýös-.
hreyfinguna um hvernig
tryggja megi kaupmátt launa
og eölilegt launahlutfall.
Við viljum styrkja lýðræðið
I verkalýðshreyfingunni og fá
henni jafnframt aukin itök og
aukna ábyrgð um úrlausn mála
svo voldugt afl sem verkalýðs-
hreyfingin er i samfélaginu.
Við viljum skera upp herör
gegn verðbólguhákörlunum og
aðstöðubröskurunum, svindli
og svinarii, sem þrifst i skjóli
úreltra starfaðferða og deyfðr-
ar siðgæðiskenndar
Við viljum segja óeðlilegum
gróðasjónarmiðum strið á
hendur með afnámi óeölilegra
forréttinda og sérréttinda og
pólitiskrar spillingar og teljum
bæði rangt og óréttlátt að á
sama tima og fjárhagsgeta
þjóðarinnar til þess að standa
straum af kostnaöi við læknis-
hjálp og heilsugæslu er um það
bil að þrjóta þá skuli einstakl-
ingum haldast uppi að auögast
með ævintýralegum hætti á þvi
að selja sjúkum lyf og lækn-
ingatæki. Lyfjaverslun á ekki
að reka með stórábatasjónar-
mið fyrir augum.
Við álitum rangt, að
meginþorri Islendinga sé likt og
landlausir leiguliðar i sinu eigin
landi á sama tima og fámennur
hópur manna telur sig geta
auðgað sig á kostnað samborg-
ara sinna með þvi að selja þeim
afnotarétt af náttúruauðlindum
lslands. Orka fallvatna og há-
Framhald á bls. 2
Viðræður halda
áfram á
mánudag
1 gær hófust viöræöur Sjálf-
stæðisflokksins, Framsóknar-
flokksins og Alþýöuflokksins um
hugsanlega stjórnarmyndun
þessara flokka.
Viðræöufundurinn hófst
klukkan 10 árdegis og stóð fram
undir klukkan eitt. Akveöiö var,
aönæsti viðræöufundur þessara
aðila hæfist á mánudag klukkan
10.
Þeir sem tóku þátt i þessum
viðræðum voru: Benedikt Grön-
dal og Kjartan Jóhannsson frá
Alþýðuflokknu m, Ólafur
Jóhannesson og Steingrimur
Hermannsson frá Framsóknar-
flokknum og Geir Hallgrimsson
og Gunnar Thoroddsen frá
Sjálf stæðisflokknum.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
hélt fúndi bæði i gær og i fyrra-
dag, þar sem fjallað var um
stjórnmálaviðhorfið.