Alþýðublaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 19. ágúst 197«. Ráðast verður gegn skattsvikum og braski alþýðu- blaóió Otgefandi: Aiþýöuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i SIÖu- múia 11, sfmi 81866. , -Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mánuöi og 100 krónur I lausa- sölu. „ ; * Ein er sú bók sem út kemur á hverju ári sem segir frá meira svindli og svínaríi en allar aðrar bækur samanlagt. Bók þessi er skattskráin. Ef hún er lesin af gaumgæfni koma furðulegir hlutir í Ijósá hverri einustu blað- siðu. Tökum nokkur dæmi. Við skulum kalla hann Árna karlinn sem ekki hefur borgað nema smávegis opinber gjöld ár eftir ár. Ot úr útsvarsgreiðslum hans má lesa að tekjurnar eru skammarlega litlar. Þrátt fyrir þetta aukast eignir hans hröðum skrefum en það má sjá á eigna- skattinum. Þannig hefur þessi tekju litli maður aukið fasteignir sínar um nokkra tugi milljóna á hverju einasta ári að raunveru- legum verðmætum. Þetta liggur opið fyrir allra augum ekki hvað sist augum skattayfirvalda. En lögin vernda hann Árna karlinn. Hann hef ur náð sér í lítinn læk af því óhugnanlega fljóti sem nefnt hefur verið Neðanjarðar-hag- kerfi. Annar náungi sem við get- um nefnt Bjarna sleppur svo til alveg við að greiða tekjuskatt þó að útsvarið sýni mjög háar tekj- ur. Rétt spil á frádráttarliðina gerir honum kleift að sleppa við tekjuskattinn. Blaðsíðu eftir blaðsíðu hittum við Jónana sem láta fyrirtækin borga stóran hluta af sinni einkaneyslu en taka svo lág laun á pappírunum og borga þar af leiðandi lítil gjöld til hins opinbera. Þessi dæmi úr bókinni góðu hefur almenningur fyrir augum þegar skattskráin kemur út. Það hvernig þetta fær gerst ár eftir ár, skattalagabreytingu eftir skattlagabreytingu fær ekki hinn almenni maður skilið. En þau eru mörg fleiri dæmin um strauma Neðanjarðar-hag- kerfisins, en þau sem má lesa í skattskránni. Hvernig má það til dæmis vera að nú þessa dagana þegar fyrirtæki eru að loka vegna rekstrarerf iðleika þá geta forstjórar slíkra fyrirtækja leyft sér að bjóða tugi milljóna í jörð fyrir hestana sína eða annað tómstunda gaman. Hvaðan kem- ur forstjórum eða eigendum fyrirtækja sem kvarta stöðugt undan rekstrarf járskorti t.d. fjörutíu milljónir króna til að kaupa jörð f yrir til að leika sér á. Málsvarar Alþýðuf lokksins hafa lagt þunga áherslu á að gegn þessum fljótum Neðanjarð- arhagkerfis þurfi að ráðast og veita þeim upp á yf irborðið. Slikt gerist ekki í einum svip, það ger- ist ekki öðruvísi en með gjör- breyttu ef nahagskerf i þar sem hlúð er að heiðarlegum atvinnu- rekstri. Áhugi fyrir nauðsynleg- um breytingum í þessa átt hefur ekki verið fyrir hendi hjá hinum stjórnmálaf lokkunum. Sjálf- stæðisf lokkurinn og Framsókn- arflokkurinn eru skaparar og verndarar núverandi kerf is. Þeir hafa því ekki haft áhuga á breyt- ingum. Alþýðubandalagið hrein- lega skilur þetta ekki. Það kallar allt milliliða gróða og gerir engan greinarmun á braski og heiðar- lega reknu fyrirtæki. H.H. * ■ 1 Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar i|> DAGVISTUN BARNA, PORNHAGA 8 SIMI 27277 Fóstrur óskast á eftirtalin barnaheimili: Austurborg Fellaborg Hagaborg Hliðarenda Holtaborg Lækjarborg Arnarborg Bakkaborg Grænuborg Hliðarborg Hólaborg Kvistaborg Seljaborg Upplýsingar eru veittar af viðkomandi forstöðukonum. Einnig vantar aðstoðar- fólk við barnagæslu og eru upplýsingar veittar á skrifstofunni, sem tekur við um- sóknum. 1 Borgarspítalinn 7 Lausar stöður Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis til eins árs á skurð- lækningadeild spitalans er laus til umsóknar. Umsóknirskulu sendar yfirlækni deildar- innar sem jafnframt gefur frekari upplýs- ingar. Ritarar Stöður læknafulltrúa og ritara i Borgar- spitalanum eru lausar til umsóknar. Umsóknir á þar til greindum eyðublöðum skulu sendar skrifstofu Borgarspitalans fyrir 28. þ.m. Reykjavik, 19. ágúst lí 78. Borgarspitalinn. Eiður Framhald af 1. slöu. einkum réöist, og hve sann- leikurinn var þar viösfjarri. Þá fannst mér i svipinn hart aö eiga þess ekki kost aö bera af mér uppspuna og ósannindi, og þótti sem litiö færi fyrir dreng- skapnum, er mér voru kennd verk, sem ég hvergi haföi komiö nálægt. En hvaö hendir menn ekki i hita lokaslagsins, þegar örvæntingin nær yfirhöndinni? betta heföi raunar veriö gleymt, ef Halldór heföi ekki minnt á þaö meö þessum hætti. Ég hefiekki séstaka löngun til aö troða persónulegar illsakir viö Halldór E. Sigurðsson. Mér er i rauninni heldur hlýtt til hans. Viö virðumst að ýmsu leyti hafa öndveröar skoðanir á þvi hvaö sé réttlátt og hvaö sé ranglátt. Ég tel, aö þeir sem eru ráöherrar og fá að auki laun alþingismanna séu það bærilega launaðir, aö þeir geti keypt sér bila á sömu kjörum og venjulegt fólk. Þar hefur hann hinsvegar aðra skoðun, og það verður aö vera hans mál hér eftir sem hingað til. Eiður Guönason Gunnlaugur Framhald af bls. 1 vægustu atriði sem öll farsæl samvinna byggist á. Ef þessi at- riöi eru nú fyrir hendi hjá Alþýöubandalaginu þannig aö mark sé á takandi veröur aö vona aö samvinna Alþýöuflokks og Alþýöubandalags veröi aö raunveruleika til heilla fyrir verkafólk. En ef eitthvaö skortir á um aö heilindi og traust móti samvinnu þessara flokka má búast viö aö verkafólk kaupi köttinn i sekknum. G.S. ---------------- Fundur hjá þingflokki Alþýðuflokksins á mánudag Akveöið hefur veriö aö kalla þingflokk Alþýöuflokksins saman til fundar næstkomandi mánudag klukkan 16.00. Þar veröur fjallaö um stjórnmálaástandiö, en þá er gert ráö fyrir aö Hnur veröi nokkuö teknar aö skýrast i stjórnarmyndunarviöræöunum og timabært aö taka afstööu til ýmissa atriöa sem upp hafa þá komiö I stjórnarmyndunartil- raununum. Flokkstjómarfundur Gert er ráfi fyrir aB flokksstjórn Alþýöu- flokksins veröi köliuð saman til skrafs og ráöa- geröa næstkomandi þriöjudag eöa miövíkudag. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða ritara, sem fyrst. Upplýsing- ar um starfið gefur starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116, Reykjavík Fræðsluráð Norðurlandsumdæmanna eystra og vestra óska eftir aö ráöa tvo sálfræöinga — annan sem forstööumann — til starfa viö ráögjafar- og sálfræðiþjónustu umdæmanna. Aösetur þjónustunnar veröur á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. og skal umsóknum skilaö til fræöslustjóra, sem veita allar nánari upplýsingar. FRÆÐSLUSTJÓRI NORÐURLANDSUMDÆMIS VESTRA simi 95-4369 Bókhlöðunni 450 BLÖNDUÓS FRÆÐSLUSTJÓRI NORÐURLANDSUMDÆMIS EYSTRA simi 96-24655 Glerárgötu 24 600 AKUREYRI Frá Verðskrá húsasmiða Ný blöð hafa verið gefin út og send i póst- kröfu til eigenda verðskrárinnar, sam- kvæmt spjaldskrá. Þeir eigendur verðskrárinnar sem ekki hafa fengið þessa sendingu, eru beðnir að hafa samband við afgreiðslu Verðskrár húsasmiða hjá Trésmiðfélagi Reykjavik- ur fyrir 15. september 1978, ella verða nöfn þeirra tekin út af skrá. Athygli skal vakin á þvi, að fyrri útgáfa er fallin úr gildi. VERÐSKRA HtJSASMIÐA Hallveigarstig 1. Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.