Alþýðublaðið - 01.09.1978, Síða 1

Alþýðublaðið - 01.09.1978, Síða 1
Föstudagur 1. september 1978 —164. tbl. 59. árg. Samstarfsyfirlýsing flokkanna þriggja sem nú eiga sæti í ríkisstjórninni, verður birt í blaðinu á morgun Alþýðuflokkurinn samþykkti aðild að ríkisstjórninni Flokksstjórnarfundi Alþýöuflokksins var ekki lokið/ þegar Alþýðublaðið i gær fór i prentun. Fund- urinn stóð til klukkan að ganga þrjú um nóttina og tóku margir til máls og skiptust á skoðunum. Umræðurnar voru mjög mál- efnalegar og voru skoðanir manna nokkuð skiptar. í fundarlok var samþykkt stjórnaraðild Alþýðuflokksins og þá um leið samstarfsyfirlýs- ing væntanlegra stjórnarflokka. Atkvæði féllu þannig, að 30 greiddu atkvæði með stjórnar- aðild en 12 á móti. Siðan var borin upp tillaga frá þingflokki Alþýðuflokksins um að Benedikt Gröndal yröi ut- anrikisráðherra, Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra og Magnús H. Magnússon heil- brigðis-, trygginga- og félags- málaráðherra. Tillagan var samykkt samhljóða. Rætt við Kjartan Jóhannsson Nýting fiskistofna og traustur rekstur sjávarútvegsgreina er undirstaða atvinnu og velmeg- unar í landinu í gær hitti Alþýðu- blaðið Kjartan Jó- hannsson varaformann og væntanlegan sjávarútvegsráðherra að máli og lagði fyrir hann þrjár spurningar. Fara þær hér á eftir og svör Kjartans við þeim. Hvert er viöhorf þitt til þessarar stjórnarmyndunar? Það er þrennt sem er mikii- vægast að þessari stjórn takist. 1 fysta lagi traust samstarf við launþegahreyfingarnar i landinu. Verkalýðshreyfingin hefúr látið i ljós ósk um að laun- þegaflokkarnir Alþýöuflokkur og Alþýðubandalag tækju samanhöndum i rikisstjórn. Nú hefur það gerst. Myndun þessarar rikisstjórnar er m.a. til komin á þessum forsendum. Arangur rikisstjórnarinnar i athöfnum og gerðum mun líka verða að miklu leyti undir stuðningi og skilningi launþega- hreyfinganna komin. í öðru lagi er mikilvægt, að rikisstjórninni takist að draga úr misrétti og forréttindum, hreinsa til i þjóðfélaginu og auka jöfnuö. 1 þriðja lagi verður að takast að breyta fjárfestingarstefn- unni I landinu þannig, að fjár- festingin nýtist til þess að treysta atvinnulifiö og þar með undirstöðuna undir lifskjörum okkar i landinu. Hver verða helstu verkefnin sem koma i þinn hlut sem ráð- herra? Nýting fiskistofna og traustur rekstur sjávarútvegsgreina er undirstaða atvinnu og velmeg- unar i landinu. Að vinna að þvi er vitaskuld sameiginlegt áhugamál rikisstjórnarinnar allrar, en það kemur sérstak- lega í minn hlut að framkvæma þá stefnu. Hvað er þér efst i huga á þessari stundu? Óskin um að það takist að ná þeim markmiðum, sem ég gat um i upphafi. t þessu sambandi vil ég sérstaklega benda á þau miklu vandamál, sem blasa við i þessum efnum á Reykjanesi og á Suðurlandi. Akureyringar! Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri boðar til almenns fundar í kvöld (föstudag) kl. 8.30 í Strandgötu 9 Árni Gunnarsson og Bragi Sigurjónsson ræða stjórnarmyndunina Stjórnin Káðherrar Alþýðuflokksins, þeir Kjartan, Benedikt og Magnús. Rætt við Magnús H. Magnússon Geri mér fulla grein fyrir því, að starf þessarar stjórnar verður ekki dans á rósum Magnús H. Magnús- son alþingismaður og væntanlegur heil- brigðis-, tryggingar- og félagsmálaráðherra svaraði i gær þremur spurningum Alþýðu- blaðsins á eftirfarandi hátt. Hvert er viðhorf þitt til þessarar stjórnarmyiidunar? Þessi stjórn hefur miklu hlut- verki að gegna i efnahags- málum, en þar eru aðhaldsmál- in efst á baugi. Hún hefur einnig miklu hlut- verki að gegna i hvers konar umbótamálum sem varða upp- rætingu hvers konar spillingar i þjóðfélaginu og óeðlilegra for- réttinda einstakra manna og hópa. Ég vona, að stjórnin nái góð- um árangri á öllum þessum sviðum, en til þess aö svo megi veröa er bað auövitað höfuð- atriðiö aö samvinna innan stjórnarinnar veröi góð og af fullum heilindum frá hendi allra aðila stjórnarinnar. Með það i huga er viðhorf mitt til samstarfsins mjög jákvætt. Framhald á bls. 2. Rætt við Benedikt Gröndal formann Alþýðuflokksins Mestu varðar árangur í baráttunni gegn spillingu og misrétti sérréttindum, Blaðamaður Alþýðu- blaðsins hitti i gær Benedikt Gröndal for- mann Alþýðuflokksins og væntanlegan utan- rikisráðherra að máli og átti við hann eftir- farandi viðtal. Hvert er viðhorf þitt til þess- arar s t jórnarmyndunar Benedikt? Aðdragandi þessarar stjórnarmyndunar hefur veriö langur og viðburðarikur eins og búast mátti viö eftir þær sögu- legu breytingar sem leiddu af úrslitum kosninganna. Ég fagna þvi að tekist hefur að mynda meirihlutastjórn enda þótt það yrði ekki fyrr en á siöustu stundu fyrir þau tfma- mörk sem 1. september er i efnahagslifinu. Ég fagna þvi sérstaklega að nú kemur væntanlega ekki til víðtækrar stöðvunar atvinnu- fyrirtækja og að stórfellt at- vinnuleysi veröur hindrað. Framhald á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.