Alþýðublaðið - 14.09.1978, Page 1

Alþýðublaðið - 14.09.1978, Page 1
alþýðu- Fimmtudagur 14. september 1978 —173. tbl. 59. árg. Jafnaðarmenn Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag Velferð verkafólks er ekki bara bundin við krónur i launa- umslögum og verð á vörum. Vinnustaðirnir skipta ekki hvað minnstu máli i þvi sam- bandi. Hvort sem um er að ræða vinnu i fisk- vinnslu, verksmiðjum eða á skrifstofum. Flest fólk eyðir mestum hluta ævi sinnar i vinnunni. Ekki hvað sist hér á landi þar sem vinnutimi er óheyrilega langur. Þrátt fyrir hina nýjuognokkuð ströngu löggjöf um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, er langt i land að þeirri löggjöf sé fullnægt. Þar kemur eflaust margt til og þá kannski helst að atvinnurekendur vilja ekki leggja út i þann kostnað, sem fylgir þvi að gera endurbætur á húskynnum fyrirtækja sinna. Eflaust eru lika lána fyrirgreiðslur ekki gripnar úr lausuloftitilslikrahluta.Þá er lika það til að nefna að verkalýðs- félögin og starfsfölk á vinnu- stöðum, þrýsta ekki nóg á um það, að þessari löggjöf sé fram- fylgt. Vissulega eru til mörg fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar hvað varðar aðbúnað starfsfólks, en þau fyrirtæki eru þvi miður fleiri sem eru til háborinnar skammar. Það gleymist oft að þaö er ekki nóg að setja löggjöf um hitt og þetta sem á að gera. Fjárveit- ingar verða lika að fylgja með til aðhægt sé að framfylgja þvi sem lögboðið er. Verkalýðshreyfingin verður þvi að knýja á um það, áð atvinnurekendur veröi látnir fara Fóik eyðir mestum hluta æfinnar I vinnunni.þvi er nauðsynlegt að þeir séu hreinlegir og aðlaðandi fyrir starfsfólkið. Gaman væri ef fleiri fylgdu fordæmi þessa frystihúss sem hefur lagt sig fram um aö gera vinnustaðinn liflegan og hlýjan fyrir starfsfólkiö. • að lögum i' þessum efnum. Ef at- standa saman um að útvega láns- hagsmuni atvinnurekenda og vinnurekendurtelja sig ekki hafa fé til þess að hægt verði að fram- launafólks að ræða, heldur er hér fé i þessar framkvæmdir, ættu fylgja settum lögum. Hér er ekki um að ræða lögsem ber aö fram- þeir og verkalýðshreyfingin að aðeins um að ræða sameiginlega fylgja. Lögum um aðbúnað og hollustuhætti verði framfylgt — hin „frjálsa samkeppni” Auðhríngalöggjöf nauðsynleg Auöhringamyndun hef- ur töluvert boriö á góma að undanförnu, eftir að Flugleiðir keyptu meiri- hluta hlutabréfa í Arnar- flugi. Fargjaldastríð Eimskipafélagsins við minni skipafélögin, hafa líka mikið komið við sögu í þessum umræðum. Enginn dregur i efa mikilvægi Flugleiða og Eimskipafélags- ins, en það mikilvægi dregur ekki úr rétti manna til að ræða opinberlega um þessi mál. Það vill þvi miður brenna við að ef farið er að ræða um hugsanlega einokunaraðstöðu þessara tveggja félaga er þyrlað upp moðreyk og gefnar út óræðar yfirlýsingar. Það kom nokkuð á óvart er sú frétt var birt, að Flugleiðir hefðu keypt meirihluta hluta- bréfa i Arnarflugi. t fréttunum sem bárust af þessum kaupum kom fram, að samkeppnisað- staða islenskra flugfélaga hefði versnað gagnvart erlendum flugfélögum, sem keppa við is- lensk flugfélög á flugleiðum er- lendis, en Flugleiðir og Arnar- flug hafi i auknum mæli byggt starfsemi sina á leiguflugi á er- lendum mörkuðum. Ekki skal það rengt á nokkurn hátt aö um erfiðleika hafi verið að ræða i þeirri hörðu sam- keppni, sem er á flugleiðum er- lendis. Hins vegar vekur það fólk til umhugsunar um hina svokölluðu frjálsu samkeppni, sem mikill áróður er rekinn fyrir hérlendis, þegar eina is- lenska flugfélagið sem keppti við Flugleiðir um farþegaflutn- inga til og frá landinu er yfirtek- ið. Hin frjálsa samkeppni er ekki lengur fyrir hendi á þessu sviði. Og nú berast þær fréttir sem að visu hafa ekki enn fengist staðfestar, að Flugleiðir hafi i hyggju aö kaupa flugfélagið Vængi. Er þvi ekki úr vegi að spyrja hvort þar sé lika um að ræða erfiðleika vegna mikillar samkeppni. Ekki getur þar verið um að ræða samkeppni erlendra flugfélaga. Lögmál frumskógarins virðist vera samt við sig. Stórfyrirtæk- in með allt sitt fjármagn gleypa hreinlega ný fyrirtæki, sem ætla sér einhvern smá bita af kök- unni. Ef það tekst ekki, birtist samkeppnin i þeirri mynd, að þjónustan sem viðkomandi stór- fyrirtæki veitir er látin i té fyrir verð sem er langt undir mark- aðsverði. Þetta er subbulegur viðskiptamáti sem ekki á að eiga sér stað, og gerir þörfina brýna fyrir stranga löggjöf um auðhringamyndun. Samkeppni i viðskiptalifinu birtist með ýmsum hætti hér á landi. Hér eru starfrækt þrjú oliufélög. Oliufélagið HF, Oliu- félagið Skeljungur HF og Oliu- verslun tslands HF. Það ætti þvi ekki að vera skortur á sam- keppni i þessari grein. Hins veg- ar er það nokkuö óljóst i hvaða mynd þessi samkeppni birtist. Ekki er það i verðinu. En það er aftur á móti all ljóst, að óhag- kvæmni þessa fyrirkomulags er mikið. Þó að viöa séu bensin- stöðvar oliufélaganna svo gott sem hlið við hliö, verður hinn al- menni neitandi ekki var við nokkurn hagnað eftir þvi hvar hann verslar. En þjóðfélagið i heild hlýtur að gjalda þessarar fáránlegu og ónauðsynlegu skiptingar á sölu sömu vörunn- ar. Ef um einhverja heiíbrigða samkeppni væri aö ræða i þess- ari grein, horfði málið á allt annan hátt við. En það er á þessu sviði eins og mörgum öðr- um að hagur neytandans er ekki. hafður i fyrirrúmi, heldur hitt, að þeir sem vöruna selja reyna að tryggja sér sem hæst verð. keppnin er i orði en ekki á boröi Heyfengur yfirleitt mikill og góður — slátrun er nu að hefjast „Heyfengur hefur yfirleitt verið i góðu meðallagi, og jafnvel mjög góður, þó hinir ýmsu landshlutar séu mjög misvel á vegi staddir í þvi tilliti”, sagði Jónas Jónsson, ritstjóri Freys, er Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær. „Kal var á nokkrum stöðum, t.d. var það á vestanverðu Norðurlandi, i nokkrum sveitum i Eyjafirði og i Þing- eyjarsýslum, og á Austurlandi. Á þessum stöðum var kal i vor, en vegna góðrar sprettutiöar varð minni rýrnun fyrir vikið. Að visu spratt fremur hægt, en þaö var áfallalaust. Júnimánuð- ur var kaldur, en svo batnaöi sprettutið og varð góð spretta, og heyfengur vel i meðallagi. „Nýting heyjanna er einnig góð, þegar litið er til landsins i heild, og jafnvel mjög góð. Þó eru þarna undantekningar, t.d. var erfið heyskapartiö i sumum sveitum i Arnessýslu, þó að hey hafi yfirleitt verið góð á Suður- landi, og sömuleiöis var þetta heldur erfiðara á Vesturlandi. Það voru yfirleitt skúrir, sem geröu þetta terfitt fyrir mönn- um.” Jónas sagði ennfremur, að slætti hefði yfirleitt lokið frekar snemma, sumir heföu lokið honum i júli, en svo væru aðrir, sem væru jafnvel að ljúka honum þessa dagana, t.d. i sumum sveitum Arnessýslu og liklega á sumum stöðum á Vesturlandi lika. Slátrun er nú rétt aö hefjast, og veit þvi enginn hvort fé verður vænt i haust, en þó sagði Jónas, að frekar væri búizt viö þvi að svo yrði, þvi ekki hafa orðið nein stóráföll. I þessari viku eru réttir mjög viða, og slátrun hefst strax að þeim loknum. Þá hafði Alþýðublaðiö sam- band við Jónmund Olafsson hjá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins og spurði hann, hvort mikið væri eftir af kjöti frá i fyrra Hann sagöi að kjötbirgðir yröu kannaöar um miðjan mánuðinn, og þá fyrst væri hægt að segja til um birgöirnar nákvæmlega. Hins vegar taldi hann, aö birgðir væru ekki mjög miklar nú, hara i meðallagi. Mjög sæmileg sala heföi verið i sumar á kjöti. Nýtt kjötverö er væntanlegt nú á næstu dögum, enda er slátrun nú að hefjast á þeim stöðum, sem fyrstir verða, en þaö er liklega i Borgarnesi og fyrir norðan aö sögn Jón- mundar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.