Alþýðublaðið - 20.09.1978, Side 3

Alþýðublaðið - 20.09.1978, Side 3
AAiðvikudagur 20. september 1978 3 Hver er réttur leðgjenda? #%■■■■ m ■ ■ ■ ■ ■ ■■ _ ■ ■■ f» ■ r ■ ■ Gölluð leigjendalöggjöf skerðir rétt leigjenda segja Leigjendasamtökin Alþýðublaðinu hefur borist svokallað Minnis- blað fyrir leigjendur frá Leigjendasamtökunum. Sökum þess slæma ástands sem rikir i mál- efnum leigjenda þykir - blaðinu rétt að birta þessa tilkynningu Leigj- endasamtakanna: Fjölmargir leigjendur hafa leitað ráöa hjá Leigjendasamtök- unum frá stofnun þeirra I vor. t þvi skyni aö gefa sem flestum leigjendum ibúðarhúsnæöis til kynna réttarstööu þeirra I dag, leyfir stjórn Leigjendasamtak- annaséraö senda öllum dagblöö- um eftirfarandi samantekt úr bók Björns Þ. Guömundssonar, „Lög- bókin þin”, sem gefin var út af Erni og örlygi hf. áriö 1973. Húsaleiga er meðal mikilvægari leigusamn- inga. Leigusala (þeas. eiganda eða umboösmanni hans) er skylt aö láta leigutaka leiguibúö i té i leigufæru ástandi á tilskildum tima. Honum er ogskylt aö halda ibúöinni i leigufæru ástandi allan leigutimann, nema hún eyöilegg- ist af óviðráöanlegum ástæöum, s.s. jaröskjálfta, snjóflóöi eöa bruna. Verulegar vanefndir heimila leigutaka riftun og getur leigutaki þá flutt úr ibúöinni og þarf ekki aö greiöa leigu, nema fyrir þann tima, sem hann hefur búið i ibúöinni. Leigutaki getur og, ef hann kýs þaö heldur, gert eöa látiö gera viö galla á ibúðinni á kostnaö leigusala. Getur hann siöan dregiö kostnaðinn frá húsa- leigunni. Um ástand ibúöar er öruggast aö fá mat dómkvaddra manna, ef um það veröur ágrein- ingur. Sá er vill fá framkvæmt mat (t.d. vegna galla á húsnæöinu) snýr sér til viökomandi héraös- dómara (i Reykjavik til borgar- dómaraembættisins) meö beiöni um dómkvaðningu matsmanna. Leigjanda ber aö fara vel með húsnæöiö. Vanefndir i þvi efni geta varöað riftun leigusamnings og útburði úr húsnæöinu, en leigu- sali getur þó jafnframt krafiö leigutaka um leigu fyrir þaö, sem er eftir leigutimabilsins, nema honum bjóöist annar tækur leigj- andi. Sé samningi þannig rift fyr- ir vanefndleigjanda, er leigan öll fallin i gjalddaga. Þegar hús eöa ibúö er tekin á leigu, er venja, aö leigjandinn megi framlengja einstök her- bergi, nema þaö sé sérstaklega bannaö i hUsaleigusamningi. Framleigutaki nýtur þá sins rétt- ar aðeins i skjóli réttar þess, sem hefur ibUðina eöa húsiö á leigu. Veröi þvi t.d. aðalleigjandi borinn út vegna vanskila, veröur fram- leigutaki einnig aö vikja, ef hús- eigandi krefst. Um leigu ein- stakra herbergja gilda annars aö öllu verulegu sömu reglur og um ibúöaleigu. Húsaleigugjald getur veriö miöaö viö allt leigutimabil eöa styttri tima, t.d. mánuö, eins og .-,tiöaster.Hámarkþesser bundiö verðstöðvunarlögum (bráöa- birgöalög frá 9. september s.l.). Stundum er áskiliö, að húsaleigu- gjald sé greitt fyrirfram, en sé ekki sérstaklega um þaö samiö, munlitiösvoá,aöupphæöina eigi aö greiða eftir á. Leigjandi á aö færa leigusala leigugjaldiö, nema ööru visi sé um samiö. Vanskil leigjanda varöa riftun leigu- samningsog útburöi, séu vanskil- in veruleg. Skatta og skyldur af hinu leigða húsnæöi er leigjanda ekki skylt aö greiöa, nema svo sé um samiö. Húsaleigusamningur. Um leigu húsnæöis er tryggast aö gera skriflegan samning um öll leigu- kjör. Ekki er þörf á aö þinglýsa venjulegum húsaleigusamningi, enséuþeiraö einhverju leyti frá- brugönir þvi, sem venjulegt er, t.d. óuppsegjanlegir af hálfu hús- eiganda, leigutimilangur o.s.frv., er öruggara aö láta þinglýsa samningi. Þó aö eigendaskipti veröi að húseign, heldur húsa leigusamningur gildi sinu. Leigj- anda veröur ekki vikiö úr húsæði á leigutimanvrm, meöan hann stendur i skilum og fer sæmilega meö húsnæöiö, enda þótt húsið sé selt eöa leigusali veröi gjald- þrota. Húsaleigutimi. Leigutimi ibúöa fer eftir húsaleigusamningi eöa venju. Uppsagnarfrestur leigu- samninga aö ibúö er viöast hvar skv. venju 3 mánuöir miöaö við 1. október og 14. mai. Uppsagnar- frestur leigusamninga um einstök herbergi er þó almennt talinn styttri, hálfur mánuöur eöa einn mánuur. (Hér lýkur ivitnun i „Lögbókina þina”) Húsaleigusamningur Húseig- endafélags Reykjavíkur. 1 nýrri kennslubóksem lesin er i Háskól- anum, segir Páll Sigurðsson kennari i Lagadeild: ,,A vegum Húseigendafélags Reykjavikur hefur veriö samiö staölað form fyrir notkun húsaleigusamninga, og er notkun þess almenn hér i borg. Er hér aö öliu leyti um ein- hliða skilmála aö ræöa en þó er iöulega vikiö frá eftir atvikum. Skilmálarnir miöast mjög viö hagsmuni leigusala og er þar m.a. kveðið á um rétt leigusala (eöaeigandans) til aö vikja leigu- taka fyrirvaralaust úr hinu leigöa húsnæöi, ef leigutaki efnir eigi ákvæöi samningsins”. Inýlegublaöaviðtali um þennan samning segir Ragnar Aöal- steinsson hæstaréttarlögmaöur m.a.: „Þetta er staölaöur samn- ingur og svo einhliöa saminn, aö dómstólar mundu aldrei beita ýmsum ákvæöum samningsins eins og þau eru þar oröuö. Ein- hliöa, staölaöir samningar, samdir af sterkari aöila i samn- ingssambandi, eru aö jafnaöi túlkaðir þröngt af dómstólum og gagnaöila i hag. Samningsform Húseigendafélagsins gefur leigj- andanum enga möguleika á að semja, hann veröur annaö hvort að skrifa undir eöa ekki”. „Almenna reglan er sú, að leigutaki ber ábyrgö á þvi tjóni sem hann veldur, en viöhaldið er á kostnaö leigusala (eigandans). í samningseyöublaöi Húseig- endafélagsins er gengiö of langt, þvi ekki er hægt aö ætlast til aö leigutakar sjái um viöhald á hús- eign, sem getur numiö miklum fjárhæöum”. „1 fjölbýlishúsum er gert ráö fyrir i samningsformi Húseig- endafélagsins aö leigutaki greiöi fyrir eigin reikning hlut ibúöar- innar i sameiginlegum kostnaði húseignarinnar. I framkvæmd mundi þetta þýöa, aö þar sem lögö eru á húsgjöld sem taka ekki aöeins til rekstrar heldur lika til viðhalds á sameign og jafnvel til framkvæmdahluta á sameign, þyrfti leigutaki aö borga fyrir það. Þetta er ósanngjarnt og stæöist ekki f'yrir dómi”. Veruleg vanskil af hálfu leigj- andans eru i samningsforminu of þröngt túlkuð og of þungar kvaöir lagöar á leigjandann ef hann kæmist i vanskil. önnur ákvæöi eru bersýnilega ósanngjörn, og hafa dómstólar beina heimild til bess samkvæmt lögum, aö vikja Framhald á bls. 2l Iðntæknistofnun íslands mun gangast fyrir námskeiði fyrir neta- gerðarmenn dagana 5. og 6. október n.k. Kynnt verða meðal annars efni til neta- gerðar, uppsetning veiðafæra og prófanir á netum. Þá verða og kynntir nýir islenskir staðlar um fiskinet og veiðar- færi. Þeir sem áhuga hafa tilkynni þátttöku til Iðntæknistofnunar Islands, Skipholti 37, simi 81533. Laus staða Dósentsstaöa I iifefnafræöi viö verkfræöi- og raunvisinda- deild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráöuneytinu Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 16. október næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 14. september 1978 Vantar fagfólk og aðstoðarfólk við kjötvinnslustörf og kjötmóttöku sem fyrst. Hafið samband við framleiðslu- stjóra i sima 19750. Búrfell h.f. Mulningsvél til sölu Universal CSE 1024, ásamt sambyggðum mötunar og hörpunarbúnaði. Upplýsingar hjá véladeild Vegagerðar rikisins á Reyðarfirði og i Reykjavik. Skrifleg tilboð berist skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h. 3. okt 1978, merkt: ÍJtboð nr. 2432/78. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 16. okt.—4. nóv. Fararstjóri: Kristin Guðmundsdóttir innanhússarkitekt. Ferðaáætlun: Flogið London — Hong-Kong og til baka sömu leið Dvalist i Hong-Kong einn dag á útleið,borgin skoðuð Farið með járnbraut Hong-Kong — Kwang — Chow (Kanton) ferðast um Kina til 1. nóv. komið m.a. til Peking — Shanghai — TSINGTAO — TSIAN Dvalist i London 2 daga á heimleið. örfá sæti laus, ferðinni lokað næstu helgi. €SÞ I Ferdaskrilslo/a KJARTANS HELGASONAR I Skólavöröustig 13A Fteyk/avik simi 29211

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.